Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 32
PÍ>(M
Frá fundi áiiugahópsins. Morgunblaðið/Þorkel!
Stoftia konur nýtt
fæðingarheimili?
ÁHUGAHÓPUR um starfrækslu fæðingarheimilis í Reykjavík kom
saman um helgina og fjallaði um þá ákvörðun borgarstjóriiar að ganga
til samninga við 11 lækna um leigu á 1. og 2. hæð Fæðingarheimilis
Reykjavíkur. Ingibjörg Hafstað, sem sæti á í undirbúningsnefnd áhuga-
samtaka um fæðingarheimili, sagði að til greina kæmi að konur sam-
einuðust um að stofna nýtt fæðingarheimili í Reykjavík.
„Við erum með vissar aðgerðir á
ptjónunum. Við ætlum að rita heil-
brigðisráðherra bréf og skora á hann
að veita læknunum ekki starfsleyfi
sem er forsenda þess að starfsemi
þeirra geti hafist. Við ætlum líka
að skora á læknana 11 að hætta við
áform sín um að leigja húsnæði
Fæðingarheimilisins."
Ingibjörg sagði að 16 samtök
hefðu staðið fyrir fundi á Hótel Borg
í síðasta mánuði um vanda Fæðing-
arheimilis Reykjavíkur. Hún sagði
að mikil ólga væri í konum vegna
þessa máls því fæðingum hefði fjölg-
að mjög að undanförnu og útilokað
væri með öllu að fæðingardeild
Landspítalans gæti annað öllum
fæðingum. Ingibjörg sagði að
áhugasamtökin ætluðu að boða til
opins fundar með þátttöku læknanna
ellefu og heilbrigðisráðherra á næst-
unni.
Hitastig og
selta sjávar
í meðallagi
NIÐURSTÖÐUR sjórannsókna í
nóvember á miðunum umhverfis
landið sýna að hitastig og selta
voru í meðallagi miðað við
árstíma. Isrek er hins vegar með
mesta móti. Ástand sjávar á Is-
landsmiðum verður næst kannað
í febrúar 1990.
Fyrir Vesturlandi og Vestfjörðum
var' hlýsjór ríkjandi út að sterkum
skilum við pólsjóinn og hafísinn í
Austur-Grænlandssstraumi. Á land-
gnannssvæðinu austur með Norður-
landi gætti strandstraums með lágri
seltu niður á um það bil 100 metra
dýpi, en tiltölulega háu hitastigi, 4
gráður, sem rekja má til sumar-
hitans.
Þar segir ennfremur að við land-
grunnsbrúnina út af Norðurlandi
hafi skilin milli strandsjávarins og
kalda sjávarins í Austur-íslands-
straumi verið. Djúpt út af land-
grunnshallanum norðanlands og
norðaustan á 400 til 600 metra dýpi
{ svonefndum millisjó, sem kemur
norðan úr hafi og er leyfar hlýja
sjávarins við Noreg og Svalbarða
reyndist seltan í haust ve?ra óvenju-
lág. Þessar aðstæður í sjónum í ís-
landshafi voru þær einu í mælingun-
um sem voru á annan veg en venju-
lega, en þær hafa áhrif á blöndun
sjávar, lagskiptingu og skil í sjónum.
Fyrir Austur- og Suðausturlandi
voru skilin milli kaldsjávarins í Aust-
ur-Islandsstraumi og hlýsjávarins að
sunnan að venju frá Rauða torginu
að Lónsbug og Eystrahorni. Við
Suðurland var ástand sjávar í hlýja
sjónum svipað og í meðalári.
Reuter
Steingrímur Sigfússon, samgönguráðherra, ræðir við Olivier Stirn
ferðamálaráðherra Frakklands á opnunarhátíðinni.
Ferðamálaár Evr-
ópu 1990 hafið
FERÐAMÁLAÁR Evrópu 1990 hófst formlega í Strassborg í Frakkl-
andi í gær, en hér er um að ræða sameiginlegt átak Fríverslunar-
bandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) til að efla
ferðaþjónustu sem atvinnugrein
fyrir sig.
Að auki er stefnt að því að kynna
Evrópu í öðrum heimshlutum og
að auka ferðalög Evrópubúa um
nágrannaríkin. Steingrímur J.
Sigfússon samgönguráðherra
flutti ávaip fyrir hönd aðildarríkja
EFTA. Landsnefndir hafa verið
skipaðir í öllum 18 aðildarríkjum
bandalaganna tveggja og munu
sameiginlega og í hverju Iandi
þær annast framkvæmd Ferða-
málaársins í hverju landi fyrir sig.
í íslensku landsnefndinni sitja þeir
Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri,
formaður, Árni Þór Sigurðsson
deildarstjóri í samgönguráðuneyt-
inu og varaformaður Ferðamála-
ráðs og Haukur Ólafsson sendi-
ráðunautur í utanríkisráðuneytinu.
Hafskips- og Útvegsbankamál:
Fjórir Hafskips- og banka
menn gáfu ft*umskýrslur
FJÓRIR ákærðu í Hafskips- og Útvegsbankamálinu gáfu frumskýrslur
í sakadómi Reykjavíkur í gær. Fyrstur kom fyrir Helgi Magnússon
fyrrum löggiltur endurskoðandi Hafskips, sem ákærður er fyrir rang-
færslu skjala, fjársvik, brot á lögum um hlutafélög og löggilta endur-
skoðendur, tengt reikningsskilum Hafskips fyrir fyrstu 8 mánuði árs-
ins 1984 og sömu brot að undanskildum fjársvikum í tengslum við
gerð ársreiknings félagsins fyrir 1984. Þá er hann ákærður fyrir hylm-
ingu með því að hafa aðstoðað þrjá forsvarsmenn Hafskips við að leyna
fjárdráttarbrotum þeirra og viðhalda ávinningi þeirra af slíkum brot-
um. Helgi kvaðst fyrir dómi telja ákærur á hendur sér út í hött.
Hann kvaðst hvorki kannast við
að hafa einn eða í félagi við aðra
rangfært reikningsskil Hafskips í
blekkingarskyni. Hann kvaðst hafa
unnið störf sín fyrir Hafskip með
eðlilegum hætti í samræmi við venju-
legar starfsaðferðir íslenskra endur-
skoðenda og sagði að þau uppgjör
sem ákært sé vegna, haf i verið unn-
ið í samræmi við varúðarsjónarmið.
Því sé rangt að efnahagsreikningar
félagsins í þessum uppgjörum hafi
verið fegraðir. Helgi tók fram að
hann hefði engra hagsmuna haft að
gæta hjá Hafskipi hf. heldur hafi
hann verið hlutlaus og utanaðkom-
andi ráðgjafi. Hann hafi hvorki ver-
ið fjárhagslega háður né tengdur
fyrirtækinu; hann hafi hvorki verið
hluthafi né á nokkurn hátt tengdur
stjórnendum fyrirtækisins og hann
hafi hvorki unnið fyrir þá persónu-
lega né önnur fyrirtæki á þeirra
vegum. Því væri vert að spyija hví
hann hefði átt að hætta starfi sínu,
starfsferli, starfsréttindum, framtíð
og mannorði með því að taka þátt
í rangfærslum eða blekkjandi vinnu-
brögðum. Hans hagsmunir hafi
gengið í þveröfuga átt.
Helgi kvaðst ekki kannast við að
áritun reikningsskila fyrstu átta
mánuða ársins 1984 hafi verið unnt
að skilja þannig að þau væru endur-
skoðuð. Hann sagði að í árituninni
komi fram að annmarkar fylgi reikn-
ingsskilum sem gerð séu svo
skömmu eftir að því tímabili sem
þau ná til Ijúki. Hann kvaðst telja
að öllum sem um reikningsskilin
hefðu fjallað hefði verið ljóst hvað
í árituninni fólst. Þá sagðist hann
ekkert hafa haft með að gera hvem-
ig reikningsskilin voru kynnt öðrum
en framkvæmdastjórn félagsins. Um
ákæru vegna áritunar ársreiknings
1984 sagði Helgi að ársreikningur-
inn hefði verið endurskoðaður en
engu að síður væri í árituninni fyrir-
vari þar sem vakin væri athygli á
neikvæðri eiginfjárstöðu fyrirtækis-
ins.
Þá sagði Helgi að þær tvær
skýrslur löggiltra endurskoðenda
sem ákærur tengdar reikningsskil-
um grundvölluðust á væru að hans
mati stórgallaðar og að mörgu leyti
villandi. Þær séu um margt ólíkar
enda komi fram við lestur þeirra að
höfundar skýrslnánna tveggja væru
í ýmsum veigamiklum atriðum ós-
ammála. í því sambandi nefndi hann
verðmætamat skipa Hafskips. Þá
kvaðst hann telja að sérstakur sak-
sóknari hefði oftúlkað efni þeirrar
endurskoðendaskýrslu sem fyrir
hann var unnin. Þar væru gerðir
ýmsir fyrirvarar sem ákæruvaldið
virtist ekki taka neitt tillit til. Þann-
ig segi þar að órannsakað sé hvort
rekstrarreikningur hafi villandi áhrif
á lesanda uppgjörsins og að ekki
hafi nema að takmörkuðu leyti verið
könnuð frumgögn og í því sambandi
vísað til að fyrri endurskoðunar-
skýrsla væri mjög ítarleg. Að auki
hafi endurskoðendur sérstaks ríkis-
.saksóknara aldrei endurskoðað þau
reikningsskil sem þeir fjölluðu um.
Fyrrgreindir fyrirvarar þeirra séu
mjög þýðingarmiklir og geri að verk-
um að óeðlilegt sé að byggja ákæru
á skýrslum með þeim hætti sem
gert var. Einnig vildi hann benda á
að í báðum endurskoðendaskýrslun-
um sem gerðar voru í málinu séu
villur og alvarleg mistök sem hafi
áhrif á niðurstöðuna. í báðum
skýrslum séu gerðar tilraunir til að
endurmeta efnahagsreikning, sem
allar séu á einn veg, einungis til að
rífa niður en ekkert litið til duiinna
varasjóða sem síðar hafi verið sýnt
fram á að væru til staðar. Helgi
Magnússon sagði að ákæran á hend-
ur sér virtist hvíla í aðalatriðum á
hugtakinu góðri reikningsskilavenju
og þar virðist gengið út frá að það
hugtak hvíli á traustum grunni hér
á landi en svo sé ekki.
Helgi Magnússon kvaðst ekki
kannast við að ákæra um að hann
hafi aðstoðað Björgólf Guðmunds-
son, Pál Braga Kristjónsson og
Ragnar Kjartansson við að leyna
fjárdráttarbrotum þeirra og halda
við ávinningi af slíkum brotum ætti
við rök að styðjast. Hann sagði að
sú ráðstöfun að fá forsvarsmönnum
félagsins til umráða tékkareikninga
til greiðslu jaðarkostnaðar og að
hluta kostnaðar hefði verið ákveðin
af stjórn Hafskips. Starfskjarasamn-
ingar stjórnenda fyrirtækisins hefðu
verið gerðir af stjórnarmönnum og
hefði hann sem löggiltur endurskoð-
andi fyrirtækisins fengið afrit þeirra
í hendur. Stjórnendurnir hafi látið
sér í té yfirlit um ráðstafanir þess
fjár sem rann í gegnum reikning-
ana. Það sé ekki óeðlilegt að treysta
stjórnendum fyrirtækis til að gefa
slíkt yfirlit enda sé æðstu stjórnend-
um fyrirtækja treyst fyrir öðru og
meiru. Tékkareikningar sem þessir
þekkist víða í íslenskum fyrirtækj-
um.
Næstur kom fyrir dóminn Árni
Ámason, sem var deildarstjóri fjár-
reiðudeildar Hafskips síðasta árið
sem fyrirtækið var rekið. Hann er
ákærður fyrir skilasvik með því að
hafa ásamt Björgólfi og Ragnari
mismunað lánardrottnum félagsins
og greitt Reykvískri endurtryggingu
20 þúsund dollara vikulega þegar
þeim gat ekki dulist að gjaldþrot
vofði yfir Hafskip. Árni lýsti því
yfir að hann væri algjörlega saklaus
af þessum ákærum. Honum hefði
hvorki verið ljóst né rennt í grun
að gjaldþrot vofði yfir Hafskip. Hann
sagði að Hafskip hefði nokkrum
sinnum á starfstíma sínum gert
samninga við lánardrottna um reglu-
legar greiðslur til að minnka skuldir
sem voru orðnar mjög háar. Þannig
hafi staðið á með skuld við Reykví-
ska endurtryggingu, nýtt tryggin-
gatímabil hefði verið við það að hefj-
ast og því nauðsynlegt að grynnka
á skuldinni. I framhaldi af gerð
samningsins hafi Reykvísk endur-
trygging gengið eftir greiðslu viku-
lega..
Ingi R. Jóhannsson kjörinn endur-
skoðandi Útvegsbanka íslands kom
næstur fyrir dóminn og hafnaði
ákæru um að hann hefði látið undir
höfuð leggjast í þeim störfum sínum
og sem löggiltur endurskoðandi að
rækja eftirlitsskyldu sína vegna við-
skipta bankans við Hafskip, sérstak-
lega hvað varðar tryggingar vegna
skuldbindinga bankans gagnvart fé-
laginu. Hann sagðist hafa sem kjör-
inn endurskoðandi skoðað mál
stærstu skuldara, þar á meðal Haf-
skips, og eftir atvikum hinna minni
og reynt að gera sér grein fyrir
tryggingum sem bankinn hefði að
baki útlána svo og efnahag skuld-
ara. Hann sagðist í apríl 1982 gert
athugasemd um að hann taldi nokk-
uð vanta á tryggingar Hafskips á
fundi með bankastjórum. Hann hafi
einnig í október 1984 skoðað sér-
staklega skuldabréf og allar skuld-
bindingar Hafskips gagnvart bank-
anum og talið að vanta mundi á að
tryggingar nægðu fyrir útlánum sem
þegar höfðu verið veitt. Þá hefðu
bankastjórar tjáð sér að verið væri
að huga að hlutafjáraukningu og
frekari tryggingum.
Axel Kristjánsson fyrrum aðstoð-
arbankastjóri og forstöðumaður lög-
fræðideildar bankans er ákærður
fyrir að hafa gerst sekur um brot í
opinberu starfi meðal annars með
stórfelldri og ítrekaðri vanrækslu og
hirðuleysi að því er tók til viðskipta
bankans við Hafskip. Axel kvaðst
ekkert hafa brotið af sér og að ákær-
an væri röng og vanhugsuð hvað sig
varðaði. Hann sagði að í starfi sínu
sem tengiliður milli bankastjórnar
og framkvæmdastjórnar Hafskips
hefði ekki falist að hafa eftirlit með
viðskiptum bankans við Hafskip
heldur að sitja vikulega fundi með
framkvæmdastjórninni og halda
uppi tengslum við hana. Axel neit-
aði ákæru um að hafa eingöngu
stuðst við gögn og upplýsingar sem
starfsmenn Hafskips hefðu látið í
té. Hann kvaðst sjálfur hafa aflað
upplýsinga og reynt að sannreyna
þær varðandi raunverulegt verðmæti
eigna sem voru veðsettar bankanum.
Um að hann hefði tilgreint verð-
mæti trygginga í skipum að verulegu
leyti sem nafnverð tryggingarétt-
inda, án tillits til markaðsverðs,
sagði Axel að þar hafi hann tilgreint
þær fjárhæðir sem veðskrá bankans
hafði að geyma. í því hafi ekki fa-
list verðmætismat á skipum. Þá
sagðist hann hafa talið óhætt að
fallast á tillögu framkvæmdastjórn-
ar Hafskips um að tryggingagildi
skipa félagsins yrði hækkað úr 70%
í 85% af áætluðu markaðsverði.
Þetta hafi verið gert með vitund og
samþykki bankastjórnar.
Ákært er fyrir að hafa tekið við
verðlausum veðandlögum til trygg-
ingar skuldbindinga bankans vegna
Hafskips. Axel sagði það byggjast
á sama misskilningi og ákæra um
verðmætamat skipa. Þarna hefði
ekki verið að færa verðmætamat
heldur að gefa ákveðnar upplýsingar
úr veðskrá sem tekin hafði verið
saman til að nota á fundum banka-
stjórnar, sem vissi hvernig í málinu
lá.
Ákært er fyrir að telja meðal
trygginga gagnvart Hafskip skulda-
bréf vegna hlutafjáraukningar að
upphæð 80.000.000 þótt aðeins hluti
þeirra hefði fengist afhentur. Axel
sagði rétt að bréfin hefðu ekki öll
verið í vörslu bankans þegar þeirra
var getið á veðskrá. Hins vegar hafi
bankinn á endanum fengið í hendur
langmestan hluta umræddra skulda-
bréfa. Bankastjórum hefði verið
kunnugt um stöðuna.
Um ákæru um vanrækslu í athug-
un áætlana Hafskips sagði Axel að
sér hefði borist mikið af gögnum sem
hann hefði komið til bankastjórnar
og hagdeildar. Hann kvaðst ekki
vera bókhaldsfróður og sérstaklega
hefði verið tekið fram að honum
hafi ekki verið ætlað að fara ofan
í og rannsaka ársreikninga, milliupp-
gjör, rekstrar- og greiðsluáætlanir.
Sér hefði verið skýrt frá að það yrði
á verksviði hagdeildar.