Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 SIEMENS Frábœr eldavél! HL 66120 5 ólíkar hitunaraðferðir: venjuleg hitun, hitun með blæstri, glóðar- steiking m. blæstri, venjuleg glóðarsteiking og sjálfvirk steiking. Keramíkhelluborð. Rafeindaklukka. Verkalýðshreyfíngin er óheiðarleg við sjálfa sig - segir Björn Þórhallsson, fyrrum formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna s\^ í"^Toq^.. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 MÉR finnst vanta heilindi í verka- lýðshreyfinguna sjálfa. Innan hennar vilja menn halda anzi miklum launamun. Sá, sem einu sinni er hærri en hinn, vill vera það miklu hærri áfram. Ég man eftir einu tilfelli, þegar lægstu taxtar voru hækkaðir mun meira en þeir hærri. Þá voru þeir, sem næstir voru fyrir ofan þá, sem fengu sérstaka hækkun, sár- óánægðir. Ekki vegna þess að þeir hefðu ekki fengið svipaðar hækkanir og þorri launþega, heldur vegna þess að hinir, sem lægri voru, höfðu nálgazt þá um of. Þá upphófust óheilindin. Þetta er það, sem ég held að hafi skemmt mest fyrir verkalýðs- hreyfingunni. Hún er óheiðarleg við sjálfa sig.“ Þetta segir Björn Þórhallsson, fyrrum formaður Landsambands íslenzkra verzlun- armanna, en hann hefúr nú dreg- ið sig í hlé að mestu af vettvangi kjaramála eftir áratuga starf í þágu launþega. „Óverðugir hvítflibbaskrattar“ Afskipti Bjöms Þóhailssonar af verkalýðsmálum hófust með því að hann fór að starfa ofurlítið með Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóia íslands 1955 og var þar samferða nokkrum mönnum, sem áttu eftir að setja mikinn svip á kjarabaráttu verzlunarmanna, Það er reyndar ekki mikið um það síðan að háskólamenn hafi tekið þátt í þessum störfum. Þetta voru Guð- mundur H. Garðarsson, Sverrir Her- mannsson, Pétur Sæmundssen og fleiri. Smám saman varð VR hreint launþegafélag og síðar var stofnað Landsamband íslenzka verzlunar- manna 1957 og Björn var kosinn í fyrstu stjórn þess og þar sat hann fram til síðasta þings sambandsins. Fyrsti formaður sambandsins var Sverrir Hermannsson. Björn tók þátt í kjarasamningum með LIV og VR og loks gerðust verzlunarmenn aðilar að Alþýðusambandinu eftir mikil átök. „Þeir, sem þar réðu ríkjum þá, töldu verzlunarmenn óvérðuga, þeir væru hvítflibba- skrattar, sem ekki ættu heima með „raunverulegum" verkamönnum. Það endaði með því að verzlunar- menn urðu að leita til Félagsdóms til að fá sig dæmda inn. Eg man að Hannibal Vajdemarsson, þáver- andi forseti ASÍ, talaði um okkur verzlunarmenn sem dæmda menn, þegar við komum til þingsins. Ein- hvér myndi nú segja að þar hefði verið öfugt snúið,“ segir Björn. Málin þróuðust svona smátt og smátt, ítök verzlunarmanna innan ASI jukust og loks fengu þeir kosinn mann í miðstjórn, Guðmund H. Garðarsson, og hefur LÍV átt þar menn síðan, en árið 1980 varð Björn varaforseti ASI. Sverrir Hermanns- son var formaður Landsambands S turtukíefar H ii S turtuklefar - þæglleg lausn á smærrl baðherbergl : tl Sturtuveggir - fyrlr öll helmlll í tf’- Allt til |: pípulagna - fyrlr bað- herberglð þltt H reinlætis- ■ tæki -I mlklu úrvall Baðkör - fyrlr alla Qölskylduna Sérfræðb 1- aðstoð - fagmanna I verslun okkar BJóðum m.a. upp á þennan gullfallega sturtuklefa sem fer vel á smærrl baðherbergjum. Elnnig sem vlðbót vlð baðkarið og nuddpottlnnl VISAogEURO greiðslukjör Við sérhæfum okkur í öflu sem vlð kemur baðherbergis- og hrelnlætlstækjum. Vertu velkomlnnl W VATNSVIRKINN HF. ~ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMÁR 673415 — 673416 íslenzkra verzlunarmanna frá upp- hafi til ársins 1972, þá tók Björn við og sat þar til nú í haust, er Ingi- björg R. Guðmundsdóttir tók við. „Það er að mínu mati mikilvægt að formenn sitji að minnsta kosti nokk- ur ár. Reynslan, sem þeir öðlast er dýrmæt og ekki síður þau tengsl og sambönd, sem myndast manna á ■ milli á löngum tíma. Slík sambönd geta oft riðið baggamuninn í erfiðum samningum." Hætti aldrei að vera pólitískur Björn Þórhallsson hefur verið í tengslum við Sjálfstæðisflokkinn frá því hann hóf afskipti af stjórnmál- um. „Segja má að ég hafi byrjað í Vöku í Háskóianum og síðan í Heimdalli, sambandi ungra sjálf- stæðismanna. í miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins var ég svo frá árinu 1977 þar til í haust. Það varð aldrei af því að ég færi í framboð. Mér hefur sýnzt það væri álitamál að þeir, sem framariega væru í verkalýðshreyf- ingunni, væru samtímis framarlega i stjórnmálaflokki. Það býður heim hagsmunaárekstrum, sem óhjá- kvæmilega bitna á heilindum manna á báðum vígstöðvunum. Hefði ég ekki verið í verkalýðshreyfingunni, hefði ég kannski hugsað mér til frek- ari hreyfings í pólitíkinni. Nú er ég hættur þessu vafstri að mestu leyti, en ég hætti auðvitað aldrei að vera pólitískur. Ég hætti ekki að fylgjast með verkalýðshreyfingunni, en ég ætla mér ekki að vera á kaf i í neinu. Vil ekki daga uppi á ríkisspenanum Ég sný mér því nú að störfum á bókhaldsskrifstofu minni í eins kon- ar lausamennsku eins og ég hef reyndar verið að einhveiju leyti í langan tíma. Ég hef litið svo á, að mér væri nauðsynlegt að hafa að einhvetju að hverfa, þegar starfi mínu í þágu verkalýðshreyfingarinn- ar lyki. Það hefur komið í ljós, ekki aðeins í verkalýðshreyfingunni held- ur stjórnmálunum líka, að þegar menn hætta nauðugir eða viljugir, getur verið furðu erfitt að fá gott starf á ný. Einkum þegar menn eld- ast. Af og til hefur skotum verið að mér beint fyrir að standa í atvinnu- rekstri samhiiða forystu innan verkalýðshreyfingarinnar. Menn hafa þá ekki gert sér grein fyrir því að öll þau umsvif felast aðeins í aukastörfum mínum og á stundum eiginkonu minnar. Og ég endurtek að með þessu dútli hef ég verið að skapa mér möguleika til starfa eftir að ég hverf úr eldlínu kjarabar- áttunnar. Ég vil ekki vera upp á náð og miskunn fallvalts gengis í verka- lýðsmálum og pólitík kominn og daga uppi einhvers staðar á spena hins opinbera. Ég er eiginlega hvorki gamall né ungur, en heldur hallar á seinni hlu- tann og þægilegt er að hugsa til þess, að hafa rýmri tíma til eigin athafna á efri árum. Annir við starf- ið hafa komið í veg fyrir ástríðufulla ástundan áhugamála, en ég hef mjög gaman af laxveiði og golfi svo eitt- hvað sé nefnt. Ég býst við að lax- veiði verði áfram í smáum stíl hjá mér vegna þess hve útlátasöm hún er, en vel gæti ég hugsað mér að stunda golfið af auknum þrótti, enda fæst úr því meinholl hreyfing.“ Forysta sjálfstæðismanna sjálfsögð Staða og hlutverk verkalýðshreyf- ingarinnar og einkum forystu henn- ar hefur töluvert breytzt á undanf- örnum áratugum. Fyrst í stað var það nær ófrávíkjanleg regla að for- ystumenn verkalýðsfélaga væru jafnframt í fararbroddi á vinstri væng stjórnmálanna. Baráttan fólst eiginlega í heilögu stríði launþega við auðvaldið, sem þeir töldu sinn helzta andstæðing og yrði að koma á kné. Nú horfir öðru vísi við. Mað- ur úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins var orðinn varaforseti Alþýðusam- bands íslands. Einhveijum kann að hafa fundizt það einkenniþegt, en er það ekki bara sjálfsagt? „Ég tel það sjálfsagt að sjálfstæðismenn séu í forystu fyrit' verkalýðs- og launþega- samtök. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt á það áherzlu að öll þjóðfélag- söflin taki höndum saman til lausnar vandamálum þjóðarinnar. Það þýðir að innan hans hljóta að starfa verka- lýðsforingjar og þeir eiga að vera foringjar, ekki bara eitthvert afl, sem haft er með til að sýnast. Þeir eiga einmitt að vera foringjar með áhrif innan flokksins og flokkurinn á að efla þá í því starfi, sem þeir eru að vinna. Af þeim fjölda, sem í verkalýðshreyfingunni er, býst ég við því að meirihlutinn sé sjálfstæðis-" menn og fólk svipaðrar skoðunar. Það er mjög lítill minnihluti, sem hæst hefur haft á vinstri vængnum. Hlutverk verkalýðsfélaganna hef- ur breytzt töluvert á undanförnum áratugum. Ýmsar kröfur um undir- stöðumannréttindi hafa unnizt og eru viðurkenndar af öllum. Kraftar verkalýðsforystunnar hafa því meira beinzt að öðrum sálmum. Sumir segja að þetta sé orðið eintómt skri- fræði og menn séu að finna sér eitt- hvað til að stússa við í skrifstofu- veldi verkalýðshreyfingat'innar. Það er nú raunar ekki svo. Að öllu þarf að gá. Þó menn hafi kannski áunnið sér einhver réttindi, þarf að passa að þau verði ekki tekin af þeim aft- ur eða gerð mátt- og náttúrulaus. Ég býst við því að íslenzka verka- lýðshreyfingin sé harðskipulagðari en nokkurs staðar í heiminum. Hér er aðildarskylda að verkalýðsfélög- um, sem reyndar er deilt um núna, og það virðist vera mikil tilhneiging vinnuveitenda, bæði hér og annars staðar í heiminum, til að bijóta þetta niður á nýjan leik. Þar þarf verka- lýðshreyfingin að vera vel á verði Og ég vona að það auðnist. Sterk verkalýðshreyfing. er alveg jafn- náuðsynleg þjóðfélaginu eins og sterk vinnuveitendahreyfing. Það er betra að semja við sterka og ábyrga hreyfingu en einhvetja „kalla“ hér og þar úti í hornum. Ábyrgð og samstarf við samningagerð Á seinni árum hafa viðhorfin breytzt töluvert. Verkalýðurinn lítur ekki lengur á vinnuveitandann sem höfuðandstæðing sinn, sem nauð- synlegt sé að klekkja á með öllum tiltækum ráðum. Fólk, sem enn er að beijast með þeim hætti, hefur gleymt að fylgjast með gangi mála, dagað uppi með úrelt markmið. Bar- áttan hefur tekið á sig aðra mynd, þar sem reynt er af sanngirni og í samræmi við efnahagsástandið hveiju sinni, að ná fram sem mestum kjarabótum. Hátt kaup í krónum talið og vaðandi verðbólga er engum til gagns. Ég held að líta megi á kjarasamninga undangenginna ára, einkum Alþýðusambandsins við vinnuveitendur og samhliða við ríkis- valdið, sem dæmi um tilraun til ábyrgðar i og samstarfs, ekki að menn steypi sér í sjóinn hver og einn og láti svo skömm skella hvað úr verði. Það er oft talað um fijálsa samninga aðila vinnumarkaðins og nienn verði að vera ábyrgir fyrir þeim. Ég hef satt að segja ekki trú á, að það dugi nema ríkisvaldið komi þar til. Við höfum margsinnis séð það, að gerðum samningum á vinnu- markaðnum, jafnvel þó ríkið hafi komið þar eitthvað við sögu, að stjórnvöld skirrast ekki við að, ekki ógilda, en gera marklaus ýmis atriði samninganna eins og kauphækkanir og fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.