Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 30
30 aer aarawrsK®!. ja airaMratOTJKi otqajkmgríaotb MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 Evrópubandalagið og íslenskir hagsmunir eftir Kristínu Einarsdóttur Ekki þarf að hafa mörg orð um það hve milliríkjaviðskipti eru mikil- væg Islendingum. Okkar þýðingar- mestu markaðir eru í Evrópu og Bandaríkjunum en markaðir í Aust- ur-Evrópu, Asíu og e.t.v. víðar geta einnig orðið mikilvægir í framtíð- inni. Þess vegna er þýðingarmikið fyrir okkur að binda okkur ekki við einn stórmarkað sérstaklega, ég tala fiú ekki um ef múrarnir kring- um hann gera viðskipti við önnur svæði illmöguleg. Með aðild að slíkjá heild er hætt við að möguleikar okkar til að hafa eðlileg viðskipti við aðrar þjóðir minnki verulega. Hagsmunir íslands settir til hliðar Samningur íslands við Evrópu- bandalagið sem gerður var árið 1972 var báðum aðilum hagstæður. Vegna breyttra aðstæðna m.a. vegna stækkunar bandalagsins er þessi samningur orðinn okkur mun óhagstæðari en þegar hann var gerður. Það er því eðlileg krafa af Islands hálfu, að áður en farið verð- ur að ræða önnur atriði verði hags- munir íslands tryggðir af því er varðar útflutning á sjávarafurðum. Það er því í fyllsta máta furðuleg og óábyrg afstaða af hálfu ríkis- stjórnarinnar að hafna að teknar verði upp slíkar viðræður. Ríkis- stjórnin er raunar svo hrokafull að hún leggur ekki eyru við því sem samtök aðila í sjávarútvegi hafa um málið að segja. Enn furðulegri er þessi afstaða í ljósi þess að EB hefur lýst því yfir að fríverslun með fisk komi ekki til greina sem al- menn regla af þeirra hálfu. Því er eðlilegt að fara fram á útvíkkun á viðskiptasamningi okkar við banda- lagið að því er varðar fisk og fiskaf- urðir. í stað þess að taka á stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar hefur ríkisstjórnin markað þá stefnu að fara í flókna samninga með öðrum EFTA-ríkjum um allt aðra hluti og láta okkar mál mæta afgangi. Hverra hagsmuna telur ríkisstjórn- in sig vera að gæta? Sjávarútvegnr í hendur útlendinga Ef litið er aðeins nánar á „fjór- frelsið" svonefnda, sem er kjaminn í EFTA-viðræðunum, kemur fljót- lega í ljós að málið er ekki eins einfalt og margir vilja vera láta. Hömlulausir fjármagnsflutningar til og frá íslandi og erlend fjármála- þjónusta mun fljótt leiða til þess að erlendir aðilar nái tökum á íslensku atvinnulífi, einnig fiskvéið- um og vinnslu. Auk þess er hætta á að þeir innlendu aðilar sem ráða yfir mestu fjármagni telji sér hag i að flytja það úr larídi fremur en ávaxta það og leggja í fyrirtæki hér á landi. Reynslan ætti að hafa kennt okk- ur eitthvað í þessum efnum. Nær- tækt er að líta á hvernig straumar peninganna hafa legið hér innan- lands þar sem verulegt fjármagn hefur flust frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Hvernig halda menn að það gangi að koma í veg fyrir fjárstreymi frá íslandi til Evrópustórríkisins, þar sem fjár- magnið er alfa og ómega? Það er ábyrgðarhluti að spila þannig með hagsmuni þjóðarinnar. Ef við ger- umst þátttakendur í evrópsku efna- hagssvæði afhendum við um leið hluta af sjálfstæði okkar til yfir- stjórnar úti í hinum stóra heimi. Þetta kemur raunar greinilega fram í skýrslu sem utanríkisráðherra lagði fyrir Alþingi 20. nóvember sl. Þar birtist sá grundvöllur sem áframhaldandi viðræður eiga að byggja á. Þar er aðeins að finna örfáa fyrirvara og um Ieið er tekið fram að grundvallarhagsmunir okk- ar séu samningsatriði. Uppgjöf sósíaldemókrata Á undanförnum mánuðum höfum við verið vitni að umbyltingu í Aust- ur-Evrópu þar sem hið miðstýrða kerfi sem kennt hefur verið við Marx og Lenin hefur hrunið til grunna. En annað og ekki síður sögulegt hefur verið að gerast í V-Evrópu, en með öðrum formerkj- um. Þar á ég við allsheijaruppgjöf sósíaldemókratísins eins og það leggur sig fyrir fjármagninu og Kristín Einarsdóttir * „Islendingar eiga að gæta hagsmuna sinna með því að taka upp beinar viðræður við Evrópubandalagið um framtíðarskipti okkar og bandalagsins. Þar eigum við að halda fast og ákveðið á okkar málstað með tilliti til sérstöðu okkar sem fá- mennrar þjóðar.“ veldi fjölþjóðahringa. Þar er í upp- siglingu ekki síður miðstýrt kerfi en það sem mest hefur verið for- dæmt í A-Evrópu og nú er sem betur fer að falli komið. Beinar samningaviðræður við EB Kvennalistinn telur að leita beri beinna samninga um samskipti okk- ar við bandalagið um útvíkkun á viðskiptasamningi með sjávarafurð- ir. Um þennan afmarkaða þátt eru Kvennalistinn og Sjálfstæðisflokk- urinn sammála. Að öðru leyti er regindjúp á milli afstöðu okkar og Sjálfstæðisflokksins til Evrópu- bandalagsins. Forysta Sjálfstæðis- flokksins styður eindregið EFTA- leiðina og fjórfrelsið, þótt heyra megi efasemdarraddir frá einstök- um þingmönnum flokksins. íslend- ingar eiga að gæta hagsmuna sinna með því að taka upp beinar viðræð- ur við Evrópubandalagið um fram- tíðarskipti okkar og bandalagsins. Þar eigum við að halda fast og ákveðið á okkar málstað með tilliti til sérstöðu okkar sem fámennrar þjóðar. Hvers konar framtíðarsýn? Hver er framtíðarsýn þeirra manna sem halda þannig á málum? Eru þeir búnir að gefa upp á bátinn að á íslandi geti lifað sjálfstæð þjóð með eigin menningu og tungu? Það er nöturlegt til þess að vita að nú þegar enn er ekki hálf öld liðin frá því lýðveldið var stofnað á íslandi skuli valdamiklir menn í þjóðfélag- inu mæla með því að ísland gerist aðili að hinu evrópska efnahags- svæði. Sumir eins og nýbakaður varaformaður Sjálfstæðisflokksins ganga jafnvel svo langt að gera ráð fyrir að ísland gangi í Evrópu- bandalagið með húð og hári. Við ættum að vera minnug þess, að í frelsi felast gæði, sem ekki spretta af efnislegum þáttum einum saman. Við skulum því ekki mæna á hinar stóru heildir, þótt þar sé veifað nokkrum prósentum í aukn- um hagvexti, minnug þess að ekki er allt gull sem glóir. Höfíindur er einn afþingmönnum Kvennalistans í Reykjavík. Ahureyrar innon 10 sehúndnn Fáar aðrar samgönguleiðir slá símanum við í hraða ogþœgincium. Þú ert um 1 klst. að fljúga á milli Reykjavíkur og Akureyrar ( í meðvincli). Þú ert 5 klst. að aka sömu leið (á löglegum hraða) og a.m.k. heilan clag að sigla (í sléttum sjó). Fyrir utan þetta er síminn ódýr leið og þú verður ekki flugveikur, bílveikur eða sjóveikur af því að tala í símann. Auk þess er ódýrara að hringja eftir kl. 18 á daginn og enn ódýrara eftir kl. 23 og um helgar. Langlínutaxtarnir eru tveir. Dcemi um styttri langlínutaxta er Reykjavtk - Keflavík og dœmi um lengri taxta er Reykjavík - Akureyri*. Reykjavík - Keflavík Lengd símtais 3mín. lOmtn. ~* 30 mín. Dagtaxti kr. 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00 Kvöldtaxti kr. 13,00 kr 36,33 kr. 103,00 Nætur- og helgartaxti kr. 10.50 kr.28,00 kr. 78,00 ' Hreytisl sumkvæmt yjaldskrá Reykjavík - Akureyri Lengd sf mtals 3 niín. 10 min. 30 mfn. Dagtaxti kr. 25,50 kr. 78,00 kr. 228,00 Kvöldtaxti kr. 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00 Nætur- og hclgartaxti kr. 14,25 kr. 40,50 kr. 115,50 POSTUR OG SÍMI Við spöruni þér sporin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.