Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLABIB ÞRÍÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989
41
Boeing 737-400-þotur Flugleiða:
Heimild fyrir fullu
flugtaksafli 1 fimm
þúsund feta hæð
BOEING 737-400-þotur Flugleiða, Aldís og Eydís, hafa nú fengið leyfi
flugmálayfirvalda fyrir fullu flugtaksafli upp í 5.000 feta hæð. í júní-
mánuði síðastliðnum voru þoturnar kyrrsettar vegna galla sem fiind-
ust í hverfilblöðum sams konar véla í Bretlandi. Létu Flugleiðir þá
skipta um hverfilblöð og disk í hreyflunum og flugmálayfirvöld tak-
mörkuðu flugtaksafl vélanna.
Leifur Magnússon, framkvæmda-
stjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða,
segir að fyrir skömmu hafi
bandarísk flugmálayfirvöld gefið
þarlendum flugfélögum leyfi til að
nota fullt flugtaksafl upp í 5.000
feta hæð. Flugmálayfirvöld annarra
þjóða hefðu gefið út samskonar til-
kynningar, þar á meðal Bretar, Þjóð-
verjar og Frakkar, og nýlega hefðu
íslensk yfirvöld gefið Flugleiðum
þessa sömu heimild.
Stykkishólmur:
Arlegur bas-
ar Hringsins
Stykkishólmi.
HINN árlegi basar Kvenfé-
lagsins Hringsins í Stykkis-
hólmi var haldinn sunnudag-
inn 3. desember sl. og hefiir
líklega aldrei verið eins mikið
af góðum munum á basarnum.
Konur í kvenfélaginu hafa
undanfarna mánuði unnið mikið
verk með að útbúa muni á bas-
arinn, auk þess sem margir hafa
gefið kvenfélaginu muni, enda
rennur ágóðinn til nýju kirkj-
unnar okkar, því er nú vantar
aðeins herslumuninn á að geta
tekið hana í notkun. Sesselja
Pálsdóttir formaður kvenfélags-
ins flutti í upphafi nokkur orð
og skýrði tilgang basarsins og
vinnuna við hann. Þá spilaði
bjöllukór grunnskólans nokkur
jólalög og einnig söng barnakór-
inn nokkur lög undir stjórn Ron-
alds Turner.
- Árni
Leifur sagði að sú takmörkun sem
verið hefði í gildi hefði ekki komið
að sök nema við flugtak fullhlaðinna
véla til langflugs af flugvöllunum í
Ósló og Salzburg. Þetta hefði því
lítil áhrif haft á reksturinn hjá Flug-
leiðum. Jón Óttar Ólafsson, deildar-
stjóri hjá Flugleiðum, vissi ekki til
þess að Aldís og Eydís hefðu þurft
að nota þessa auknu heimild frá því
hún var veitt. Flugstjórarnir fengju
þessa heimild með því skilyrði að
þeir nýttu hana ekki nema þörf
væri á og þeir þyrftu ekki að til-
kynna um það.
Leifur sagði ekki vitað hvenær
hreyflar Aldísar og Eydísar yrðu
lagfærðir þannig að nota mætti fulit
afl í öllu flugtakinu, en bjóst við að
það yrði á næsta ári.
Morgunblaðið/Theodór
Jólasveinarnir komu úr Skarðsheiðinni með epli í pokum handa börnunum og léku síðan á als oddi
í kringum jólatréð.
Kveikt á jólatré Borgnesinga
Borgarnesi.
FJÖLDI barna og fúllorðinna
kom á Kveldúlfsvöll í Borgar-
nesi þegar kveikt var þar á jóla-
tré í blíðskaparveðri sl. sunnu-
dag.
Athöfnin byijaði strax að lokinni
aðventusamkomu í kirkjunni. Eyj-
ólfur Torfi Geirsson forseti bæjar-
stjórnar flutti ávarp og tendraði
síðan Ijósin á jólatrénu. Kirkjukór-
inn söng nokkur lög undir stjóm
Jóns Björnssonar og Lúðrasveit
grunnskólans lék undir stjóm
Björns Leifssonar. Þá höfðu félag-
ar í Lionsklúbbi Borgarness náð
samkomulagi við nokkra jólasveina
um að koma sérstaklega úr
Skarðsheiðinni af þessu tilefni.
Komu jólasveinarnir með fulla
poka af jólaeplum og voru margar
iitlar hendur á lofti í einu þegar
pokarnir voru opnaðir við jólatréð.
Síðan var sungið, gengið í kring
um jólatréð og nartað öðm hvom
í gómsæt eplin.
TKÞ
Samtök atvinnurekenda í byggingariðnaði krefja fjármálaráðherra svars:
Reglugerðadrög um framkvæmd
virðisaukaskatts algjörlega óraunhæf
REGLUGERÐIR, sem kynntar hafa verið í drögum um greiðslu virðis-
aukaskatts í byggingariðnaði og um sérstaka og frjálsa skráningu
vegna leigu eða sölu fasteigna, eru algjörlega óraunhæfar, að mati
Vinnuveitendasambands Islands, Verktakasambands íslands, Meistara-
sambands byggingarmanna og Landssambands iðnaðarmanna. Sam-
tökin sendu Olafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra bréf síðastlið-
inn föstudag, þar sem reglugerðunum er mótmælt og ráðherra er
krafinn svara við fyrri fyrirspurnum samtakanna um framkvæmd virð-
isaukaskattsins. Fer bréf þeirra hér á eftir í heild.
Undirrituð samtök atvinnurek-
enda í byggingariðnaði vísa til fyrri
bréfaskrifta við þig (síðasta bréf og
minnisblað frá 5. des. sl.), funda
með þér og starfsmönnum skattyfir-
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM
11. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 74,00 35,00 64,65 53,917 3.485.634
Ýsa 107,00 40,00 87,61 25,842 2.264.099
Ýsa(ósl.) 90,00 86,00 89,20 6,000 535.200
Samtals 66,26 104,129 6.899.103
I dag verða meðal annars seld 70 tonn af þorski, 15 tonn af ýsu og 5 tonn
af steinbít úr Núpi ÞH og fleiri skipum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 72,00 30,00 56,05 63,322 3.549.176
Ýsa '100,00 45,00 70,95 38,867 2.757.573
Samtals 60,92 118,524 7.220.278
l dag verður selt óákveðið magn úr línu - og netabátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 76,00 44,00 66,43 119,375 7.930.500
Ýsa 103,00 15,00 80,32 23,946 1.923.228
Samtals 58,26 214,317 12.486.099
í dag verða meðal annars seld 20 tonn af þorski, 10 tonn af ýsu og óákveð-
ið magn af öðrum tegundum úr línu- og netabátum.
SKIPASÖLUR í Bretlandi 4. til 8. desember.
Þorskur 96,33 219,830 21.176.372
Ýsa 109,28 45,595 4.982.457
Ufsi 59,14 11,855 701.144
Karfi 69,70 1,020 71.096
Koli 110,65 42,225 4.672.199
Grálúða 90,05 15,485 1.394.353
Samtals 98,89 344,135 34.031.756
Selt var úr Gjafari VE i Hull 4. des., Björgvini EA í Hull 7. des. og Gullveri NS
í Grimsby 7. des.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 4. til 8. desember.
Þorskur 96,82 662,804 64.171.756
Ýsa 109,77 392,655 43.101.500
Ufsi 59,45 24,760 1.472.047
Karfi 58,30 16,365 954.030
Koli 115,74 110,799 12.824.081
Samtals 101,97 1,283,657 130.898.696
SKIPASÖLUR í Vestur- -Þýskalandi A 1. til 8. desember.
Þorskur 94,55 11,092 1.048.774
Ufsi 109,82 8,167 896.859 .
Karfi 84,56 549,472 46.461.293
Grálúða 138,42 0,250 34.605
Samtals 83,97 593,909 49.871.862
Selt var úr Engey RE 5. des., Skafta SK 6 . des. og Klakki VE 7. des. Selt var
úr öllum skipunum i Bremerhaven.
valda og margítrekaðra ábendinga
um óleyst vandamál varðandi fram-
kvæmd virðisaukaskatts í bygging-
ariðnaði.
Samtökin hafa nú fengið send frá
ríkisskattstjóra drög að reglugerð-
um, dags. 7/12/89, „um greiðslu
virðisaukaskatts af byggingarstarf-
semi“ og „um fijálsa og sérstaka
skráningu vegna leigu eða sölu á
fasteign".
Þrátt fyrir tvo fundi með starfs-
mönnum ríkisskattstjóra, ítarlegar
ábendingar samtakanna um fyrirsjá-
anleg vandamál við framkvæmd
virðisaukaskatts í byggingariðnaði
m.v. þá aðferð, sem skattyfirvöld
ráðgera og tillögur samtakanna um
mun einfaldari og betri aðferð, hefur
lítið sem ekkert tillit verið tekið til
ábendinga þeirraj umræddum reglu-
gerðardrögum. I þessu sambandi
vísar embætti ríkisskattstjóra til
þess, að ekki liggi fyrir ákvörðum
fjármálaráðherra um aðra útfærslu
en lögin gera ráð fyrir.
Samtökin telja, að þessi reglu-
gerðardrög geti í núverandi mynd
aldrei orðið grundvöllur eðlilegrar
og viðunandi framkvæmdar virðis-
aukaskatts í byggingariðnaði, og
miðað við það, að nánast enginn tími
er til -stefnu til kynningar, eru þess-
ar reglugerðir algjörlega óraun-
hæfar.
Þótt margsinnis áður hafi verið
tíundaðir þeir alvarlegu gallar, sem
eru á ráðgerðri framkvæmd skatt-
yfirvalda, skal það samt gert hér
enn á ný, m.v. fyrirliggjandi reglu-
gerðardrög:
Reglugerð um greiðslu
virðisaukaskatts af
byggingarstarfseini
í 2. grein er skattstofn skilgreind-
ur sem kostnaðarverð, þ.e. ekki er
ætlunin að skattleggja virðisauka í
sama einfalda skilningi og í öllum
öðrum atvinnugreinum, heldur innri
hreyfingar hjá byggingaraðila, sem
er vægast sagt flókið og erfitt í
framkvæmd. Auk þess telja samtök-
in, að þessi flókna aðferð muni leiða
til endalausra spádóma og mismun-
andi túlkunar um skattmeðferð, eft-
ir því hvernig að framkvæmdum er
staðið og þar með til misræmis í
skattlagningu. í þessu felast m.ö.o.
sömu erfiðleikar í framkvæmd og
skatteftirliti og eru í núverandi sölu-
skattskerfi. Vandamálunum mun
hins vegar fjölga mikið vegna
víðtækari skattskyldu. Þessi aðferð
er því gloppótt og býður upp á alvar-
lega misnotkun og skattsvik.
Skattaðferðin tekur ekkert tillit
til eðli þessarar starfsemi að því er
varðar verðmyndun og markaðsað-
stæður. Þannig gerir 5. gr. ráð fyrir •
því, að ýmsir kostnaðarþættir, sem
koma til skattlagningar, lúti ákvörð-
un skattyfirvalda og séu því óháðir
raunverulegum kostnaði eða því end-
urgjaldi, sem í reynd fæst fyrir við-
komandi þætti. Þannig er hætt við
því, að skatthlutfall bygginga verði
mjög mismunandi eftir markaðs-
aðstæðum hveiju sinni. Jafnframt
er ljóst, að virðisaukaskattur mun
verða mun hærra hlutfall af mark-
aðsverði fasteigna í þeim landshlut-
um, þar sem fasteignaverð er lágt,
heldur er þar sem fasteignaverð er
hátt.
Samkvæmt 6. grein og drögum
að reglugerð um sérstaka skráningu
(1.-3. gr.) er innskattsfrádráttur
mjög takmarkaður og afar flókinn
í framkvæmd. Þessar reglur munu
hafa í för með sér mikla en mismun-
andi fjárbindingu og óeðlilega mis-
munun milli aðila, bæði í atvinnuhús-
næði og íbúðarhúsnæði.
í 7. gr. eru gerðar kröfur um
bókhald byggingaraðila, sem er
langt umfram það, sem lög um bók-
hald gera og margfalt meiri en hjá
öðrum innheimtuaðiium virðisauka-
skatts. Þessar kröfur eru gjörsam-
lega óviðunandi og óframkvæman-
legar. Þær munu leiða til mjög auk-
ins kostnaðar hjá byggingaraðilum
við flókið bókhald, og þar með til
hækkunar á byggingarkostnaði fyrir
húsbyggjendur. Þessar kröfur eru
mun meiri en gerðar eru samkvæmt
lögum og reglugerðum í Danmörku,
en þangað hafa íslensk skattyfii'völd
sótt allar fyrirmyndir að hinu
íslenska virðisaukaskattskerfi. Auk
þess er vitað, að fæstir þeirra, sem
þessar kröfur eru gerðar til, munu
geta undirbúið sig undir þær, á þeim '
fáu dögum, sem eru til stefnu. Einn-
ig er vitað, að'endurskoðendur og
bókhaldsstofur munu almennt ekki
geta veitt byggingaraðilum þá þjón-
ustu, að færa bókhald samkvæmt
þessum kröfum.
Reglugerð um frjálsa og
sérstaka skráningu ...
Skilyrði fyrir sérstakri skráningu
samkvæmt þessu eru óeðlilega þröng
og munu í reynd leiða til fjárbinding-
ar hjá aðilum, sem byggja á eigin
reikning til að selja skattskyldum
aðilum. Ekki verður séð, að nauðsyn-
legt sé, að byggingaraðilar setji fyr-
irfram tryggingar vegna sérstakrar
skráníngar. Hér ættu að duga ai- T*
mennar reglur um það, þegar bygg-
ingar skattskyldra aðila breyta um
notkun.
Að auki ítreka samtökin, að þau
hafa engar upplýsingar fengið um
raunhæfar leiðir við endurgreiðslu á
virðisaukaskatti til íbúðabyggjenda,
sem komið geti í veg fyrir hækkun
á byggingarvísitölu og lánskjaravísi-
tölu eftir gildistöku laganna. Einnig
eru ennþá óleyst mjög flókin og erf-
ið úrlausnarefni varðandi meðferð
verk- og kaupsamninga, sem verða
í gangi við gildistöku laganna. Loks
skal þess getið, að samtökin telja,
aö þau viðmiðunarmörk, sem sett
eru sem skilyrði fyrir endurgreiðslu
virðisaukaskatts á viðgerðum og i
endurbótum (7% af fasteignamati)
séu of há og muni leiða til svartrar
atvinnustarfsemi.
Samtökin vilja ekki trúa því, að
umrædd drög að reglugerðum séu
endanlegt svar yf irvalda við tillögum
samtakanna og óska því eftir form-
legu svari fjármálaráðherra við þvi,
hvort fallist verði á þá aðferð, sem
samtökin hafa lagt til eða ekki, og
hvort yfirvöld eru reiðubúin til þess
að breyta fyrirliggjandi reglugerðar-
drögum í framkvæmanlegt horf.
Virðingarfyllst,
Vinnuveitendasambaud
íslands,
Ólafur Hjálmarsson, hagfr.
Verktakasamband íslands,
Pálmi Kristinsson, framkv.stj.
Landssamband iðnaðarmanna,
Þórleifur Jónsson, framkv.stj.
Meistara- og verktakasam-
band byggingamanna,
Gunnar S. Björnsson, form.