Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 12
jfóftbðSSiSÉ)®1 óe^embek:í989 List hugarflugsins Myndlist Bragi Ásgeirsson Mér hefur borist í hendur bók, er Iceland Review hefur gefið út á ensku og hefur hlotið nafnið „Na- ive and Fantastic Art in Iceland". í vor er svo ráðgert, að bókin komi út á íslenzku á vegum Almenna bókafélagsins. Það er Aðaisteinn Ingólfsson, sem hefur veg og vanda af lesmáli í bókinni og hefur valið myndir þeirra ellefu einstaklinga, sem hafa verið valdir til að kynna þessa hlið íslenzkrar listar. Náttúruböm í myndlistinni má nefna þetta fólk, er ryður úr sér hvers konar hugdettum nær skipu- lagslaust, en fer þó eftir vissum lögmálum úr sjónheimi sínum. Þannig er bygging verkanna oftar en ekki ákaflega lík því, sem sjá má í verkum atvinnumálara, en þó öllu frumstæðari, þannig að nefna mætti þetta bamateikningar full- orðinna. Þessu fólki virðist hafa tekist að varðveita bamið í sér og sína upprunalegu kennd fyrir umhverf- inu, en bætir svo við sjónreynslu hinna fullorðnu. Það er ,líka algengt, að þetta fólk sé komið yfir miðjan aldur þegar það hefur myndsköpun sína og á það sameiginlegt að hafa litla eða enga beina listræna skólun að baki. Það er þá að fá útrás fyrir sköp- unarþörf sína og gerir það á svipað- an hátt og bamið, en þó er þetta dálítið meira en leikur og dægra- stytting þéirra sem yngri eru, því að hér kemur fram innri þörf til að tjá lífsreynslu úr langri ævi, og er þá stundum eins og skjalfesting drauma og hugaróra. Fólki liggur enda mikið á hjarta og segir hvers konar sögur úr reynsluheimi sínum á dúkunum. Það er heilmikið atriði í allri list að glata ekki barninu í sér, varð- veita hinar upprunalegu og eðlis- lægu kenndir og vera alltaf jafn forvitinn um það, sem á vegi manns verður, sem væri það í fyrsta skipti, sefn maður uppgötvaði það. Hér er í raun og veru um að ræða orkupp- sprettu allrar sannrar listar, en hinn menntaði listamaður bætir svo við listrænni menntun sinni, hvers konar tilfallandi þjálfun og lífsreynslu. Það er ferskleikinn, sem máli skiptir og er enda grunn- lögmál náttúrunnar, sem er alltaf að endumýja sig á einhvern hátt. Að horfa á hlutina af vana og tilfinningaleysi eða að láta mata sig, er svo andstæðan og býður stöðnun og dauða heim. Horfi maður grannt á náttúruna, uppgötvar maður fljótlega, að þar er allt breytingum háð, ekkert er vanabundið heldur háð lögmálum þróunar. Þessi einföldu og mikil- vægu atriði, sem hafa verið þekkt um árþúsundir, vilja gleymast, þótt hér sé um kjarna allrar menntunar að ræða, og einkum hefur hin svo- nefnda siðmenning náð langt í því að kæfa og fótumtroða þessar kenndir hjá einstaklingnum, gera þær jafnvel skoplegar í augum fólks. En það er tækni- og örtölvubylt- ing síðari ára, sem hafa lokið upp augum margra fyrir mikilvægi uppranalegra kennda og skapandi lista um leið og það er fólkið sjálft og án utanaðkomandi hvatningar, sem á fáum árum hefur farið að streyma á söfn og sýningar víða um heim, ekki aðeins listasöfn held- ur einnig fomgripasöfn og nátt- úravísindasöfn. Þessu spáðu örtölvufræðingar fyrir áratug eða svo eins og ég hefi þráfaldlega vísað til í skrifum mínum á tímabilinu. Þessi tegund eðlislægðar sköp- unarþarfar hefur verið nefnd Na- iv-list og hugtak- ið verið útlagt næf-list á íslenzku og mun, að ég best veit, enginn annar en Kristján heitinn Eldjárn fyrram forseti vera að baki þeirrar skil- greiningar. Satt að segja er það gott, þegar í tungunni festist orð, sem er jafn líkt hinni uppr- unalegu og al- þjóðlegu skil- greiningu í stað þess að búa til gjörólíkt nýyrði, sem getur allt eins þýtt margt ann- að og er nærtækasta dæmið orðs- krípið „nytjalist" fyrir norræna orð- ið „bragskunst", þótt við eigum orðið að brúka í forn-íslenzku og væri því nærtækara að nota orðið brúkslist, sem er fullkomin og al- tæk skilgreining á hugtakinu. Sums staðar hafa slíkir verið nefndir sunnudagsmálarar og þá allt annarri og gildari merkingu en við leggjum í það hugtak og hafa þeir sumir náð svo langt á síðari tímum að verða með virtustu lista- mönnum þjóða sinna undir þessu heiti, svo sem í Júgóslayíu. Listamennirnir sem kynntir eru í þessari bók eru líka margir hveij- ir nafnkenndir fyrir iðju sína hér á landi og hefur verið vel tekið af lis'trýnum blaðanna, er sýningar hafa verið haldnar á verkum þeirra og ekki fengið minni umfjöllun en atvinnumálarar. Er hér um að ræða þau Sölva Helgason, ísleif Konráðsson, Karl Einarsson Dunganon, Ólöfu Grímu Þorláksdóttur, Stefán frá Möðru- dal, Eggert Magnússon, Þórð Valdimarsson, Sigurlaugu Jónas- dóttur, Kristin Ástgeirsson, Gunn- ar Guðmundsson og Guðmund Ófeigsson. Grannt skoðað' mætti vafalítið finna miklu fleiri, er stunda slíka iðju á landinu eða eru gæddir þess- ari náðargáfu en ekki fengið nauð- synlega uppörvun. Einn slíkan upp- lagðan næfista hitti ég t.d. á Nes- kaupstað fyrir rúmum 20 áram, er ég kenndi á námskeiði þar. En flestir þeir, áem í bókinni era, teljast til hinna nafnkenndu í listgreininni og því er valið eðli- legt, en gaman væri að fiska eftir meiru af slíku í framtíðinni og sjá hvað kæmi í ljós. Bókin er i sama broti og aðrar listaverkabækur Iceland Review og fer vel í hendi. Prentun er ágæt en þá hlið hafa ítalir annast og mér sýnist litgreining mynda góð, en hef hér engan beinan saman- burð við frammyndirnar. Væri það engin afleit hugmynd að efna til sýningar á verkunum í þókinni um leið og íslenzka útgáfan kemur út í vor, svo að menn geti hér gert samanburð og haft að auki fróðleik og ánægju af. Stutt kynning er á hveijum lista- manni og telst það hin mesta fram- för í útgáfu listaverkabóka hér á landi, því að gott er að vera laus við einhæfa ættfræði og fræðilega leiðsögn á hverri síðu, sem era séreinkenni á útgáfu listaverka- bóka hérlendis. Formálinn er og af hóflegri lengd og felur í sér ýmsar almennar upp- lýsingar um eðli og þróun hugar- flugsmálverksins. Sem sagt gott. Suðrænir straumar í núlistahúsinu á Skólavörðustíg 4 sýnir um þessar mundir og fram til 14. desember Einar Garibaldi Eiríksson nokkur myndverk sem hann hefur útfært á Italíu., Einar er við nám við Brera- fagurlistaskólann í Mílanó, og munu þetta verk sem hann hefur unnið þar. Nú á dögum, sem raunar einnig áður, vinna nemendur í ftjálsum framhaldsdeildum listaháskóla al- veg sjálfstætt, en fá reglulega gagnrýni og umtal um myndirnar. Breytingin er sú, að viðkomandi halda slíkum verkum mun meira fram en áður og sýna gjarnan á meðan að á námi stendur og þá jafnvel í viðurkenndum listhúsum. Að vissu marki er þetta viður- kenning á listaskólunum og því sem þar fer fram, enda er þá gert ráð fyrir að það hafi samhljóm með alþjóðlega listamarkaðinum. Vaknar þá sú spuming ósjálfrátt hjá mörgum hvort alþjóðlegi lista- markaðurinn sé þá ekki orðinn akademískur! Þannig er þetta önnur sýningin, sem Einar Garibaldi heldur hér í borg á meðan hann er við nám í Mílanó, en fyrri sýningin var í Nýlistasafninu í marz á sl. ári. Það má sjá ýmis áhrif frá ítölsk- um nýbylgjumáluram í þessum fáu verkum sem Iitla, notalega sýning- arhúsið rúmar, en þó er jafnframt eitthvað af Einari Garibalda sjálf- um í þeim flestum, eins og við þekkjum hann sem fylgdust með honum í MHI. I samræmi við tíðarandann má ekkert vera alveg fullgert og frá- gengið, heldur skal eitthvað vanta í myndbyggingu og útfærslu, vera hálft en ekki heilt, eins og til að skoðandanum veitist svigrúm til að beita eigin hugarflugi. En þá er einmitt spurningin hvort það beri ekki vott um karl- mennsku og áræði og storka tíðar- andanum og ofurvaldi listamark- aðsins og miðstýringu listaskóla, valdi, sem verður meira með ári hveiju, þótt stórlyndir listamenn geri hér uppreisn reglulega. Sennilega þurfa listaskólanem- endur mjög að varast að falla fyrir einhveijum kenningum og gera þær að trúarbrögðum sínum, því '•mm Samvirk framn- ing’ föndurs Æðra stig föndurs nefna fræð- ingar það. Um er að ræða nafnalaus og ónúmeruð verk, sem unnin eru í pappír, alls konar formanir og einna skyldastar rýmislist. Form, sem mögulegt er að koma fyrir um alla veggi vegna léttleika efnisins og hafa að auki eins konar sogskál- ar til áherslu, sem era líkastar fest- ingum á flötinn, en eru kannski sjónblekking til áherslu og gera leikinn trúverðugari. Á stundum rninna verkin mann á eitthvað úr lífríkinu, sjónum eða jörðinni og jafnvel á iðnað nútí- mans og þrælhugsaða hönnun. Listaspíran og gerandinn er ung myndlistarkona, Svava Björnsdótt- ir að nafni, sem hefur lokið námi við fagurlistaskólann í Miinchen og hafði hinn þekkta myndhöggv- ara Eduardo Paolozzi að lærimeist- ara. En áður hafði hún verið í tvö ár við nám í listaskóla í París og síðan lokið BA-prófi í íslenzku og frönsku við háskólann hér. Þetta er heilmikið nám, sem lauk með diplomi og verðlaunum og er athyglisvert, að hún tók sveig framhjá hérlendum listaskólum. Virðist ekki einu sinni hafa tyllt þar tá, sem kannski er alis ekkert verra, því að fjölbreyttar námsleið- ir teljast aðal skólakerfanna að mínu mati. Svo virðist sem að listaskólar nútímans séu um sumt allt frá- bragðnir því, sem þeir vora í mína tíð og nemendur þá einnig. Stöðugt er það meira áberandi, að nemend- ur þeirra fara að sýna á alþjóðleg- um sýningum rétt sloppnir úr skóla og jafnvel fyrr, en í gamla daga að þá daprast þeim um leið sýn á ágæti alls annars í listum. Mér þykir sem að hugmyndin beri ósjaldan útfærsluna yfirliði í myndum hins unga listamanns og þá einkum í smámyndunum. Það er dálítið skondið við þessa sýningu, að gerandinn hugsar heim í vali myndefna, eins og það er einnig fjarska skondið er listnemar hér heima hugsa hins vegar stíft til útlandsins. Aðalatriðið er þó að hugsa um það sem næst manni er hveiju sinni, en glata aldrei baminu í sér né hughrifum frá heimaslóðum hvar sem maður er staddur í veröld- inni. Einari Garibalda er þannig alveg óhætt að líta út um gluggann á vinnustofu sinni á Brera-listaskól- anum, eða heimili sínu í Mílanó, en hins vegar má það koma fram, að ýmis minni að heiman er með því athyglisverðara á sýningunni. Athygli mín beindist að myndum eins og „Heimleið" (1), „Árarnót" (2), „Svartnætti" (4) og „Gul jörð- in“ (5), en í þeim öllum þótti ég kenna mestra myndrænna eiginda og um leið heilmikið af gerandan- um sjálfum. fannst manni maður þá einmitt vei-a að hefja átökin við listina. Nutímalisthúsin virðast og standa slíkum opin svo og alþjóðlegar listamiðstöðvar, svo að ekki er grunlaust um að þar séu einhver tengsl á milli. Þá vilja listaháskólar helst fá nemendur óspillta af öðrum listahá- skólum (!) svo þeir geti mótað þá eftir eigin höfði, sem er vafalítið að þeirra dómi heilbrigðasta ferlið í öllum listaskólum og sennilega í heiminum um leið . .. þeir í Munch- en voru þá þegar sannfærðir um, að þeirra skóli væri sá albesti í öllu Þýskalandi, þegra ég stundaði þar nám fyrir þrem áratugum, og allir, sem komu þangað, vora í fyrstu meðhöndlaðir sem byijend- ur, hversu langt þeir annars voru komnir. Sjálfur flakkaði ég á milli lista- skóla og notaði þá sem vinnustaði og til að víkka sjóndeildarhringinn, saknaði þeirra allra, er ég fór, og var að vísu alls staðar aufúsugest- ur, en vildi einungis hafa þann háttinn á. Fyrir mig var þettg lær- dómsríkara, en hvort það sé far- sælla veit ég ekki og er vafalítið að stórum hluta einstaklingsbund- ið. — Hin nafnlausu pappírsverk Svövu Björnsdóttur urðu mér fyrst og fremst tilefni hugleiðinga og þá hvorki bókmenntalegra, heimspeki- legra né tengdust þær nokkurri tegund goðafræði, eins og ýmissa þeirra er fjalla um slíka list í hinum mörgu bókum, er liggja frammi hjá gæslukonunni. Upptökin liggja í pappírsverk- stæði listaskólans í Munchen og þeim tilraunum, sem þar fara fram. Þetta virkar sem hópefli eða sam- virkur framningur afmarkaðra at- hafna í listinni. En ég var einungis að hugsa um formin í sjálfu sér og listrænan menntunargrundvöll nútímans, gerði mig jafnvel sekan um að hugsa til verka Monets í Marmott- an-safninu í París. Fáránlegur samanburður, en um verk Monets gæti ég skrifað Ijóð, gæti skrifað heilu bækurnar, vegna þess að út- geislan náttúrannar og lífsins er svo mikil, að það gerir mann upp- numinn. En slík nútímaverk eins og hjá Svövu Björnsdóttur, með öllum sínum hugmyndagrandvelli, eru mér um sumt framandi og koma mér í opna skjöldu. Þau eru þó mörg vel gerð og óaðfinnanlega útfærð, en samt fann ég til ein- hverrar tómleikatilfinningar , hið innra með mér. Hin innri ratsjá var einhvern- veginn ekki alveg virk og þó fortek ég alls ekki að hér kunni að vera um dijúga list að ræða og vinnu- brögðin taka af öll tvímæli um að hér sé um gáfaða og metnaðar- gjarna listakonu að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.