Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 2
esei íiaíiMagaa .l-i íiuDAtiuwiia'i MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. 1989 Framlög úr Jöfiiunarsjóði ýta undir hækkun útsvars Selfossi. SVEITARFÉLÖG þurfa að leggja á 7,5% útsvar til þess að eiga mögu- leika á tekjujöfnunarframlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Reglugerð- ar um þetta efni er að vænta frá félagsmálaráðuneytinu en sveitarfélög þurfa að taka ákvörðun um þetta efni fyrir 15. desember. Þessar regl- ur munu einnig eiga að giida fyrir útsvarsálagningu 1989 þó svo ekki væri vitað um þessar reglur þegar álagning var ákveðin. Þetta leiðir til þess að mörg sveitarfélög verða fyrir skerðingu í þessu efni. Meðaltalsálagning útsvars hjá sveit- arfélögum utan höfuðborgarsvæðis- ins er í ár-7,2%. Mörg sveitarfélög missa vegna þessa alveg af þessu tekjujöfnunarframlagi á næsta ári éða- verða fyrir verulegri skerðingu. Þegar útsvarsáiagning fyrir 1989 var ákveðin, í desember 1988, var ekki Fjólmundur Karlsson vitað um þetta ákvæði ráðuneytisins. Venjan í þessu efni hefur verið að sveitarfélög eigi rétt á framlagi ef meðaltalsnýting tekjustofna er eðli- leg. Skilgreining ráðuneytisins og samtaka sveitarfélaga er sú að nýta skuli hvem og einn tekjustofn eðli- lega. Á fundi 23. nóvember sam- þykkti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að tekjujöfnunarfram- lag færi eftir meðalnýtingu tekju- stofna en í reglugerð frá ráðherra verður gert ráð fyrir eðlilegri nýtingu sem þýðir að nýta þarf hvem tekju- stofn að fullu. „Með þessu þrýstir félagsmála- ráðuneytið útsvarinu upp hjá sumum sveitarfélögum um leið og beinir skattar ríkisins hækka,“ sagði Karl Björnsson bæjarstjóri á Selfossi, en Selfosskaupstaður missir vegna þessa að líkindum af tekjujöfnunar- framlagi úr jöfnunarsjóðnum á næsta ári. Karl sagði að eðlilegra væri að miða við 7,2% við útreikning á tekju- jöfnunarframlagi fyrir 1989 þar sem ráðuneytið hefði ekki verið tilbúið með reglur um þetta efni 1988 þegar álagning var ákveðin. Utsvarsálagningin á Selfossi er nú 7,1%, samkvæmt ákvörðun í des- ember 1988. Til þess að eiga mögu- leika á framlagi á næsta ári þyrfti bæjarstjóm Selfoss að senda bæj- arbúum 9 milljóna króna bakreikning en það er sú 0,4% hækkun á útsvar- sálagningunni sem þyrfti að koma til. Þetta segir bæjarstjóri að verði ekki gert. En ef útsvar 1989 væri sett í 7,5% þá ætti Selfoss möguleika á 15 milljóna króna tekjujöfnunar- framlagi. Þessar síðbúnu reglur ráðuneytisins þýða því 24 milljóna króna tekjuskerðingu fyrir sveitarfé- - Sig. Jóns. Lést eftir árekstur MAÐUR á sjötugsaldri lést eftir harðan árekstur tveggja bifreiða síðdegis á sunnudag, við bæinn Melbreið í Fljótum. Hann hét Fjól- mundur Karlsson, var 67 ára gam- all vélsmiður, fæddur 16. júlí 1922, til heimilis að Berglandi II á Hofs- ósi. Fjólmundur rak hljóðkúta- verksmiðjuna Stuðlaberg á Hofs- ósi frá árinu 1965. Hann lætur eftir sig ciginkonu og íjögur upp- komin börn. ar til Sauðárkróks kom var maðurinn látinn. Hinn ökumaðurinn er á sjúkrahúsinu á Siglufirði, en meiðsli hans munu ekki vera alvarleg. Kostnaðarauki vegna niður- greiðslna 17—20 milljónir króna ÁÆTLAÐ er að kostnaðarauki vegna aukinna niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum verði á bilinu 17 til 20 milljónir króna í þessum mánuði. Niðurgreiðslurnar eru greiddar á selt magn búvara í mánuðinum, og koma þær því ekki til greiðslu fyrr en á næsta ári. Verðlagning búvara er til þriggja mánaða. Kostnaðarauki vegna niður- greiðslna, sem ríkisstjómin ákvað um síðustu helgi, er fyrst og fremst hugsaður vegna sölu búvara í þessum mánuði. Fyrirsjáanleg lækkun verður á búvöruverði 1. janúar vegna til- komu virðisaukaskattsins, og lækka niðurgreiðslur þá í samræmi við það. Bíl hvolfir við aftanákeyrslu HÖRÐ aftanákeyrsla varð á Hvítárvallavegi, skammt austan Borgar- fjarðarbrúar, sl. laugardag. Bíllinn sem ekið var aftan á hentist út af veginum og hvolfdi. Ökumenn og farþega, sem voru í öryggisbelt- um, sakaði ekki. Bílamir voni óökufærir eftir áreksturinn og annar talinn nánast ónýtur. Verslunarráð um virðisaukaskatt: Tekjur ríkissjóðs hækka um 1,2 milljarða á slgiufl^TuSkkani^l'^J - en lækka ekki um tvo. Ekki rétt, því miður, segir fjármálaráðherra urinn var á leið til Hofsóss þegar bifreið hans skall framan á annarri, sem kom á móti. ísing var á vegin- um, sem er fremur mjór. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar gekk þijá kíló- metra að næsta bæ og hafði þaðan samband við lögregluna á Siglufirði. Sjúkrabíll þaðan kom á staðinn og flutti manninn til Sauðárkróks, því fyrirhugað var að flytja hann með flugvél á sjúkrahús í Reykjavík. Þeg- VERSLUNARRÁÐ íslands telur að tekjur ríkissjóðs af kerfisbreyting- unni í heild, þegar 24,5% virðisaukaskattur kemur í stað söluskatts, muni aukast um 1,2 milijarða króna miðað við þær tekjur sem sölu- skattur hefði að óbreyttu skilað á næsta ári, en ekki lækka um tvo milljarða eins og haldið er fram af hálfu fjármálaráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson Qármálaráðherra segir þessa niðurstöðu Verslunar- ráðs vera ranga. Verslunarráð ber saman hvernig vins Hannibalssonar, þáverandi fjár- tekjuáhrif skattkerfisbreytingarinn- málaráðheira, til laga um virðisauka- ar eru sýndar í frumvarpi Jóns Bald- skatt og í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskattslögum frá Ólafi Ragnari Grímssyni. Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Verelunar- ráðs, segir tekjuáhrif af kerfisbreyt- ingunni ekki vera sýnd með sama hætti í þessum frumvörpum. „í frumvarpi Jóns Baldvins voru sýnd heildaráhrifin af breytingunni, en nú eni aðeins teknir afniarkaðir þættir málsins út úr,“ segir Vilhjálm- Tillögur fjárveitinganefhdar: Útgjöld fjárlaganna verði hækkuð um 1,2 milljarða Fjárveitinganefhd Alþingis leggur til að útgjaldaliður fjár- laga hækki um 1 milljarð og 182 milljónir króna. Þar af hækki rekstrarliðir um rúmar 570 milljónir vegna lagfæringa á áætlunum frumvarpsins um út- gjöld vegna launa miðað við óbreyttan rekstur, vegna rangr- ar verðuppfærslu í frumvarpinu eða vegna vanáætlana um önn- ur rekstrargjöld. Þá leggur nefndin til að sértekj- ur ríkisstofnana verði lækkaðar í fjárlögum um 260 milljónir, aðal- Iega vegna leiðréttinga á áætlun- um í fjárlagafrumvarpinu. Fjár- veitinganefnd gerir síðan tillögu um að ýmiss stofnkostnaður verði hækkaður um 342 milljónir króna og viðhaldskostnaður um 8 millj- ónir króna. í greinargerð meirihluta fjár- veitingamefndar segir m.a. að í fjárlagafrumvarpinu hafi ekki ver- ið gert ráð fyrir sérstakri fjárveit- ingu vegna uppgjörs ríkisins við sveitarfélögin í samræmi við lög um verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga sem taka gildi um ára- mótin. Nú sé komið í ljós að að kostnaður ríkissjóðs vegna yfir- töku verkefna frá sveitarfélögum, hafi verið vanáætlaður um mörg hundruð milljónir króna og nemi um 1,2-1,4 milljörðum króna. Er boðað að fjárveitinganefnd muni gera tillögur um uppgjör ríkisins fyrir 3. umræðu fjárlaga en ríkið á að greiða vangreiddan hluta sinn á 4 árum. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með tæplega 3 milljarða króna halla og kemur tillaga fjár- veitinganefndar þar til viðbótar. Fjárveitingamefnd stendur óskipt að þeim breytingartillögum sem lagðar voru fram á Alþingi í gær fyrir 2. umræðu um fjárlagafrum- varpið. Álíka margar fíeðingai' og í fyixa FJÖLDI fæðinga í Reykjavík virðist verða mjög svipaður á þessu ári og því síðasta. Þcgar hafa fæðst rúmlega 2.900 börn á Fæðing- ardeild Landspítalans og Fæðingarheimili Reykjavíkur, en þar fæddust samtals yfir 3.100 börn allt árið í fyrra. Að sögn Kristínar Tómasdóttur yfirljósmóður á Fæðingardeild Landspítalans hafði frá áramótum fæðst 2.591 barn þar í gær, en allt árið í fyrra fæddust þar 2.800 böm. Á þessu ári hafa fæðst að með- altali um og yfir 200 böm á mán- uði og samkvæmt spám er gert ráð fyrir að svo verði einnig fyrstu þtjá mánuði á næsta ári. Það sem af er árinu höfðu 310 börn fæðst á Fæðingarheimili Reykjavíkur í gær og er um fjölg- un að ræða frá í fyrra, en þá fædd- ust þar rúmlega 300 böm. Sigur- björg Guðmundsdóttir ljósmóðir sagði að frá því að aftur var opn- að eftir sumarlokun í september síðastliðnum hefði alltaf verið fullt. ur. Hann segir að af útreikningum nú mætti misskiljast að ríkissjóður tapi tveimur milljörðum króna. „Það er hreinlega rangt. Þegar kerfis- breytingin í heild er skoðuð, hagnast ríkissjóður á annan milljarð." í frumvarpi Ólafs Ragnars eru tekjur af söluskatti taldar mundu verða^ 39,8 milljarðar, en af virðis- aukaskatti hins vegar 37,8 milljarð- ar, því vanti tvo milljarða upp á að ríkissjóður nái sömu tekjum af virðis- aukaskatti og af söluskatti að óbreyttu. Verslunarráð setur fram útreikninga, sem það byggir á sömu reikningsaðferð og gert var í fnim- varpi Jóns Baldvins. Þar kemur fram að tekjur af söluskatti mundu verða 39,8 milljarðar. Meðtaldar eru 200 milljóna króna nettótekjur af jöfnun- argjaldi, 1.400 milljóna króna endur- greiddur söluskattur, 4,1 milljarða króna niðurgreiðslur og 700 milljóna króna verðbólguálag. Niðurstöðutala söluskattstekna yrði því 33,8 inillj- arðar. Tekjur af virðisaukaskatti eru sagðar munu nema 38,6 milljörðum, til frádráttar komi niðurgreiðslur samkvæmt fjárlögum og virðisauka- skattslögum, alls 5,1 milljarður, til viðbólar komi 500 milljóna króna jöfnunargjald og 1.000 milljónir vegna bættrar innheimtu. Niðurstöð- utalan sé 35,0 milljarðar, eða 1,2 milljörðum hærri en söluskattur hefði skilað. Ólafur Ragnar Grímsson hafnar þessum niðurstöðum. „Það hefur far- ið fram ítarleg athugun á þessu af hagdeild fjármálaráðuneytisins og öðrum sérfræðingum,1* segir hann. „Því miður er það núþannig, að tekj- ur ríkisins verða ekki meiri. Það væri auðvitað margt auðveldara við gerð fjárlaganna ef þær væru meiri og það er mikill misskilningur að fjármálaráðuneytið sé að leyna ein- hveijum tekjum í virðisaukaskattin- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.