Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIBTOOA'GKRIia DESEMBER 19819
40
Hækkun vaxta á lán Byggingarsjóðs ríkisins:
Brot á jafiiræðisreglu
- segir Friðrik Sophusson
DEILDAR meiningar eru um það á Alþingi hvort félagsmálaráð-
herra hafi verið heimilt ‘samkvæmt lögum að hækka vexti á lánum
byggingarsjóðs frá og með 6. desember á ótekin lán. Telur Frið-
rik Sophusson ólögmætt annað en að hækkun á vöxtum nái til
allra lánaflokka sjóðsins; annað sé brot á jafiiræðisreglu. Jóhanna
Sigurðardóttir telur hins vegar með vísan í lögfræðilega álitsgerð
að ekki sé um brot á jafnræðisreglunni að ræða.
í umræðu um frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um tekju- og eigna-
skatt, þar sem meðal annars eru
ákvæði um vaxtabætur á hús-
næðismálastjórnarlán, beindi Frið-
rik Sophusson þeirri ábendingu til
Jóhönnu Sigurðardóttur félags-
málaráðherra að spurning væri um
lögmæti þeirrar ákvörðunar ríkis-
stjórnarinnar að hækka vexti á lán
Byggingarsjóðs ríkisins.
Fi-iðrik benti á að samkvæmt
lögum um Byggingarsjóð ríkisins
væru vextir á lánum sjóðsins
ákveðnir á hveijum tímá af ríkis-
stjóm. Hefði sú skipan verið síðan
1984. Friðrik var formaður í nefnd
þeirri sem fjallaði um breytingar
þær sem gildi tóku 1986, þar sem
segij að vextir af lánum bygging-
arsjóðs skuli vera breytilegir. Taldi
hann augljóst að með þessu orða-
lagi væri átt við að ríkisstjórnin
gæti á hveijum tíma ákveðið vexti
með hliðsjón annars vegar af al-
mennum vaxtakjöram og hins veg-
ar vaxtakjörum sem um semdist
milli ríkisstjórnar og lífeyrissjóð-
anna.
Fi’iðrik taldi ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar ólögmæta og aug-
ljóslega óréttláta. Þeir sem lengi
hefðu þurft að bíða eftir lánum
væru einir látnir axla aukna vaxta-
byrði. Þetta fólk hefði þurft oft á
tíðum að fjármagna íbúðarkaup
sín á almennum lánsfjármarkaði,
þar sem vextir væru mun hærri
en á lánum þyggingarsjóðs. Þetta
taldi Friðrik ljóslegt brot á jafn-
ræðisreglunni.
í svari sínu vitnaði Jóhanna Sig-
Stuttar þingfréttir
Alþingi samþykkti nýverið lög
um veitingu ríkisborgararéttar.
Samkvæmt þeim logum bætast
nú við 39 nýir íslenskir ríkis-
borgarar.
Rökstudd dagskrártillaga þing-
manna Fijálslyndra hægrimanna
þess efnis að vísa frá frumvarpi
ríkisstjórnarinnar um sérstakan
skatt á skrifstofu- og verslunar-
húsnæði, var felld í neðri deild í
lok síðustu viku. Frávísunartillag-
an, sem rökstudd var með slæmri
stöðu atvinnuveganna og því að
hún mismunaði atvinnugreinum,
hlaut aðeins stuðning fijálslyndra
hægrimanna og sjálfstæðis-
manna. Kvennalistakonur greiddu
atkvæði gegn tillögunni ásamt
stjórnarliðum.
Lagt hefur verið fram stjórnar-
frumvarp þess efnis að gildistími
laga um eftirlaunagreiðslur til
aldraðra verði framlengdur um
tvö ár. Er þetta gert í samræmi
við fyrirheit ríkisstjórnarinnar í
tengslum við lausn kjarasamnings
í Iok aprílmánaðar.
Asgeir Hannes Eiríksson
(B/Rv) hefur lagt fram þings-
ályktunartillögu þess efnis að ut-
anríkisráðherra verði falið að
skipa nefnd til þess að kanna
hvernig önnur smáríki sambæri-
leg við ísland afli sér tekna og
kynna sér jafnframt stjórnkerfi
þeirra.
Ásgeir Hannes Eiríksson
(B/Rv) hefur lagt fram tillögu til
þingsályktunar þess efnis að Al-
þingi álykti að reist verði nýtt hús
á lóð Alþingis við Vonarstræti,
þar sem áður stóð hús góðtempl-
ara en nú eru bílastæði þing-
manna. Nýja húsið skuli vera í
útliti nákvæm eftirmynd af gamla
þinghúsinu við Austurvöll sem
reist var árið 1881 og skuli húsin
snúa bökum saman við Alþingis-
garðinn.
Þingmenn úr öllum flokkum
hafa lagt fram frumvarp til breyt-
ingar á tollalögum, þess efnis að
lagður verði á sérstakur 30%
verndartollur á innflutning fuli-
unninna bursta með plast- eða
trébaki. Er þetta gert til að vernda
burstagerð blindra á íslandi.
urðardóttir félagsmálaráðherra til
lögfræðilegs álits Ragnars Aðal-
steinssonar hrl. um þetta mál. Um
jafnræðisregluna segir Ragnar að
hún sé óskráð en viðurkennd regla
í íslenskri stjórnsýslu. Sjónarmið
hennar sé að þau tilvik sem séu
eins skuli hljóta sams konar með-
ferð hjá stjórnvöldum. Reglan feli
hins vegar í raun ekki í sér að
mönnum megi ekki mismuna,
heldur að mönnum megi mismuna
ef það sé gert eftir málefnalegum
sjónarmiðum og reglubundnum og
Jóhanna Sigurðardóttir
á eðlisrökréttan og málefnalegan
hátt. Síðan segir: „Að sjálfsögðu
verður að gera þá kröfu að ríkis-
valdið láti fagleg og málefnaleg
sjónarmið ráða því hveijir skuli
greiða hærri vexti en aðrir. Hér
er valin sú leið að láta ákveðna
reglu gilda um hóp manna sem
eins er ástatt um, þ.e. þau lán sem
koma til greiðslu eftir ákveðið
tímamark bera sömu vexti. Hins
vegar gildir önnur regla, a.m.k.
enn um sinn, um þau lán sem
þegar hafa komið til útborgunar
og má segja það sama hér, að
aftur gildir ein regla fyrir alla þá
sem eins er ástatt um að þessu
leyti. Það eitt sér að breyta reglum
um vexti á lánum Byggingarsjóðs
ríkisins miðað við ákveðið tíma-
mark má þvf segja að sé eðlilegt
og bijóti engan veginn jafnræðis-
reglu stjórnsýsluréttar.“
Stjórnarfrumvarp um bifreiðagjald:
66,1% hækkun umfram verðlag
RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, sem gerir ráð
fyrir 83,1% hækkun bifreiðagjalds á næsta ári, eða 66,1% umfram
verðlagsforsendur. Er gert ráð fyrir að bensíngjaldið skili um 1,3
milljarði króna í ríkissjóð.
í frumvarpinu felst sú breyting
að gert er ráð fyrir sérstakri hækk-
un á bifreiðagjaldi, umfram al-
menna verðuppfærslu samkvæmt
heimild í gildandi lögum. Af bifreið-
um allt að 2.500 kg að eigin þyngd
skal samkvæmt frumvarpinu greiða
5,20 kr. fyrir hvert kg, en þó aldr-
ei lægra en 2.400 kr. á hveiju gjald-
tímabili (gjaldtímabilið er hálft ár).
Fyrir bifreiðar sem eru að eigin
þyngd meira en 2.500 kg skal
greiða 13.000 kr. á hveiju tímabili.
í lögum um bifreiðagjald er heim-
ild til hækkunar á bifreiðagjaldi í
hlutfalli við breytingar á vísitölu
byggingarkostnaðar. Með því að
nýta einvörðungu þá heimild, hefði
bensíngjaldið hækkað í 3,13 kr. á
kg. Hækkun umfram þessa heimild
er 66,1%.
í greinargerð með frumvarpinu
kemur fram að heildartekjur af bif-
reiðagjaldi verði um 1.290 milljónir
króna á árinu 1990. Þar af þýðir
hin sérstaka hækkun um 550 millj-
óna kr. tekjuauka fyrir ríkissjóð.
Ríkissjóður innheimtir á næsta ári
þrenns konar skatta af bifreiðum:
Bensíngjald, þungaskatt og bif-
reiðagjald. Er gert ráð fyrir að tekj-
ur af þessum skatti verði um 5,5
milljarðar króna.
Hagstofiiráðherra á alþjóðlegri ráðstefiiu:
Tltlaði sig1 timhverfisráðherra
Á RÁÐSTEFNU Evrópusvæðisskrifstofu Alþjóða heilbrigðisstofhun-
arinnar (WHO), þar sem fjallað var um tengsl heilbrigðismála og
umhverfis, var Júlíus Sólnes, hagstofuráðherra, titlaður umhverfis-
ráðherra. Var það að sögn hans vegna þess að of flókið hefði verið
að skýra það út fyrir útlendingum að hann hefði þessi mál á sínu
verksviði en ekki ráðuneyti.
í umræðu í neðri deild Alþingis
um stofnun sérstaks umhverfis-
málaráðuneytis greindi Ragnhildur
Helgadóttir (S/Rv) frá ráðstefnu
WHO sem hún sat fyrir hönd Evr-
ópuráðsins. Taldi hún að það sem
þar hefði fram komið um tengsl
umhverfis og heilbrigðis eiga erindi
í umræðu um sérstakt umhverfis-
ráðuneyti. Ragnhildur gat þess að
á þátttökulista ráðstefnunnar hefði
verið að finna nöfn tveggja
íslenskra ráðherra, þeirra Guð-
mundar Bjarnasonar, heilbrigðis-
ráðherra, og Júlíusar Sólnes, sem
á listanum hefði verið titlaður „min-
ister of the environment“ eða um-
hverfisráðherra. Ragnhildur gat
þess að ýmsir ráðstefnugestir sem
greinilega fylgdust vel með þróun
mála á Islandi hefðu spurt sig hvort
nú hefðu verið samþykkt lög um
umhverfismálaráðuneyti á Islandi.
Hefði hún sagt að svo væri ekki
en síðan eytt umræðunni, þar sem
þetta hefði í alla .staði verið hið
vandræðalegasta mál.
Júlíus Sólnes hagstofuráðherra
gat þess í umræðunni að ástæða
þess að hann hefði notað þennan
titil væri sú, að of flókið mál hefði
verið að útskýra fyrir útlendingum
að hann hefði innan ríkisstjórnar-
innar með umhverfismál að gera
en að sérstaka og flókna lagasetn-
ingu þyrfti til þess að setja á iagg-
irnar umhverfismálaráðuneyti. Á
sama tíma hefðu Norðmenn með
einfaldri ríkisstjórnarákvörðun sett
á laggirnar sérstakt nýtt ráðuneyti
um þróunarmál. Sagðist Júlíus hafa
getið 'þess í ræðu sinni á ráðstefn-
unni að nú væri unnið að því að
setja á stofn sérstakt ráðuneyti um
umhverfismál.
Jón Baldvin ritaði Þorsteini bréf
%
um EFTA-EB-viðræðurnar
Vildi víðtæka samstöðu á þingi um málið
MIKIL reiði er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í garð Jóns Baldvins
Hannibalssonar, utanríkisráðherra, eftir þingumræðumar um van-
traust á ríkisstjórnina. Sjálfstæðismenn töldu sig hafa svo gott sem
samkomulag við utanríkisráðherra í höndum um að Alþingi veitti
ráðherra víðtækt umboð til EB-EFTA-samningaviðræðna, jaftiframt
því sem reynt skyldi að taka upp tvíhliða viðræður við EB-ríki.
Þeir segja að utanríkisráðherra hafi koinið í bakið á Þorsteini Páls-
syni, formanni Sjálfstæðisflokksins, með yfirlýsingum sínum í útvarps-
fréttatíma fyrir utandagskrárumræðuna. Hann hafi með þessari
framkomu sinni enn dregið úr líkum á því að Sjálfstæðisflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn geti starfað saman í náinni framtíð.
A
Eg hef upplýsingar um að
þriðjudaginn 28. nóvember
hafi Jón Baldvin komið að
máli við Þorstein og spurt hanp
hvort ekki væri möguleiki á að ná
fram víðtækri samstöðu með Sjálf-
stæðisflokknum á Alþingi um fram-
hald EB-EFTA-viðræðnanna og
víðtækt umboð honum til handa.
Þorsteinn hafi óskað eftir tillögu
frá Jóni Baldvin, sem hann hafi
fengið bréflega. Þar mun hafa
verið gert ráð fyrir því að Alþingi
veitti utanríkisráðherra fullt umboð
til samningaviðræðna, jafnframt
því sem stefnt skyldi að því að taka
upp tvíhliða viðræður við EB, þegar
aðstæður leyfðu. Þorsteinn mun þá
hafa tjáð Jóni Baldvin að hann
teldi að Sjálfstæðisflokkurinn gæti
á þessum grunni stutt þessa tillögu,
en hann væri ekki alls kostar sáttur
við það orðalag sem væri í henni,
hvað varðar tvíhliða viðræður.
Sjálfstæðismenn segja að það
næsta sem formaður þeirra hafi
heyrt frá utanríkisráðherra hafi
verið í útvarps-
fréttum fimmtu-
dagskvöldið 28.
nóvember rétt
áður en van-
traustsumræðan
hófst, þar sem
hann haf i hafnað
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
um að ná samstöðu á þingi. Því
liggi beint við að efast um að heil-
indi hafi búið að baki hjá ráðherran-
um, þegar hann falaðist eftir.sam-
starfinu. Liklegra sé að hann hafi
ætlað að verða sér úti um vönd til
þess að veifa framan í Alþýðuband-
alagið í ríkisstjórn. Hann hafi getað
sagt sem svo að fengi hann ekki
umboð ríkisstjómarinnar allrar, þá
leitaði hann eftir stuðningi Sjálf-
stæðisflokksins á Alþingi og þar
með hefði hann rekið fleyg í stjórn-
arsamstarfið.
Alþýðuflokksmenn segja þetta
fjarri lagi. Segja að ráðherrann
hafi alltaf fyrst
og fremst ætlað
að fá umboð
ríkisstjórnarinn-
ar. Hann hafi
rætt við Þorstein,
en það hafi legið
fyrir, þegar um-
ræðurnar um vantraust fóru fram,
að ekki næðist samkomulag við
Sjálfstæðisflokkinn.
Sjálfstæðismenn segja jafnframt
að það sé bókað eftir utanríkisráð-
herra í bókun utanríkismálanefnd-
ar, frá því 19. september sl. að
eðlilegt sé að ráðherrann fari til
samningaviðræðnanna með form-
legu umboði Alþingis. Þetta hafi
hann ítrekað í forsíðuviðtali við
Þjóðviljann, þann 24. október sl.
í Þjóðviljanum segir orðrétt á
forsíðunni þennan dag: „Jón Bald-
vin sagði að framhald málsins yrði
síðan væntanlega að ríkisstjórnir
EFTA-ríkjanna leiti eftir formleg-
um samningsumboðum frá viðkom-
andi þjóðþingum fyrir fyrirhugaðan
ráðherrafund EFTA og EB í París
19. desember næstkomandi."
(Leturbreyting blm.)
Sjálfstæðismenn telja því aug-
ljóst að hugarfarsbreyting hafi
orðið hjá utanríkisráðherranum í
þessu máli, án þess að ráðherrann
hafi viðurkennt þáð, né skýrt
ástæður hennar.
Nú styttist óðum í ráðherrafund-
inn í París, því ekki er nema rétt
vika til stefnu. Umræðunni á Al-
þingi er síður en svo lokið og svo
margir eru á mælendaskrá, að
engan veginn er útséð með að
henni verði lokið þegar að fundinum
kemuivþann 19. desember nk. Sú
staða getur því komið upp að Jón
Baldvin Hannibalsson, utanrikis-
ráðherra, verði eini utanríkisráð-
herra EFTA-landanna sem mætir
til fundarins án umboðs þjóðþings
síns og án þess að umræðu um
viðræðurnar verði lokið á Alþingi.
bhb DAGBÓIin
STfÓRNMÁL
cftir Agnesi Bragadóttur