Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 ----I!IW; ffi'M'MaaSCl .iif jlJi)ACliK.JljM-OB<-IA.JFrH ii'iIOM 3ils st. 8-16 . 2.390.- Peysast. 8-16 . 3.465.- izerjakkist. 6-16 .6.790.- ixur st. 6-16......2.999._ Blazer jakki st. 6-16 .. 6.790.- r\-12 ára . 5.395.- Buxur sU 6-16 Afinæliskveðja: Gerður Magnús- dóttir kennari Fátt er dýrmætara en sá eigin- leiki að geta haft gaman af tilver- unni, þrátt fyrir amstur dægranna, mótlætið og erfiðleikana, sem eng- inn sleppur við; sá gullvægi eigin- leiki að geta lyft huganum hátt yfir hversdagsleikann og notið lysti- semda lífsins. Ég hef oft dáðst að þessum kosti í fari tengdamóður minnar, Gerðar Magnúsdóttur kennara, en hún á sjötugsafmæli í dag. Kjarkur hennar og dugnaður er einstakur, að ekki sé minnst á glaðværðina. Gerður fæddist að Guðrúnarstöð- um í Vatnsdal í Austur-Húnavatns- sýslu 12. desember 1919 ogforeldr- ar hennar voru Magnús Magnússon, ritstjóri Storms, og kona hans, Sigríður Helgadóttir. Magnús Stormur bjó á heimili dóttur sinnar og tengdasonar síðari hluta ævinnar, en með þeim feðgin- um var afar kært. Ég minnist ótal stunda, þegar þau ræddu um stjórn- mál og bókmenntir af meira fjöri og ákafa en ég hafði áður kynnst; rökvísi dótturinnar og gáski ásamt meinhæðni gamla mannsins gleym- ist seint. Þótt Gerður sé ekki fædd í Reykjavík, heldur hafí skotist inn í tilveruna í lítilli torfbæjarbaðstofu norður í landi, eins og hún hefur sjálf komist að orði, telur hún sig hafa nokkurn rétt á að kalla sig Reykvíking, því að hingað fluttist hún tæplega eins árs og hér hefur hún búið óslitið síðan. Snemma kom í ljós, að Gerður hafði hlotið ritleikni föður síns í vöggugjöf. Hún hlaut fyrstu verð- laun og þótti bera af í ritgerðarsam- keppni um Reykjavíkurstúlkuna 1939, sem Vikan efndi til í tíð stofn- anda blaðsins, Sigurðar Benedikts- sonar, síðar uppboðshaldara. Hún hefur flutt fyrirlestra og erindi í útvarp, og um skeið drýgði hún tekjurnar með því að þýða fram- haldssögur fyrir Alþýðublaðið; sat við eldhúsborðið og skrifaði að næturlagi, ung barnakona, sem stjórna þurfti stóru heimili og ekki hafði næði til ritstarfa. Bernsku- og æskuminningar sínar birti Gerður nýverið í ritsafn- inu Aldnir hafa orðið, og er þar brugðið upp mörgum eftirminnileg- um svipmyndum úr Reykjavíkurlíf- inu á dögum kreppu og styijaldar. Hún lýsir til dæmis vel, hve al- gengt það var á árunum fyrir stríð að fólk færi búferlum um bæinn. „Flutningadagana sem voru 14. maí og 1. október settu vörubílar með búslóð fólks mikinn svip á götur bæjarins,“ skrifar hún. „Bú- slóðin aftan á þessum bílum var töluvert keimlík á þeim öllum: það var kommóða og dívan, klæðaskáp- ur og servantur, málaðir rúmgaflar og alltaf var þvottabali, einn eða fleiri, þvottabretti og taurulla. Stundum sáust borðstofuhúsgögn og einn og einn rauður plusssófí." Og skemmtileg er lýsingin á Mörsu gömlu, sem bjó í Bjarnaborg og var ógnvaldur barnanna í hverf- inu: „Marsa gamla kom oft til ömmu minnar, en að henni laðaðist margt utangarðsfólk því að hún vildi hvers manns vandræði leysa. Marsa hafði ekki eldhús en eldaði á olíuvél inni í stofu sinni sem var sæmilegt her- bergi. Líklega hefur hún ekki viljað biðja sambýlisfólk sitt um vatn og færði amma henni alltaf vatn á kvöldin. Ég gisti stundum hjá ömmu og eitt sinn fór ég með henni til Mörsu. Hún var ekkert mjúk á manninn þó að amma væri að gera henni þennan greiða og sendi hana eftir einhveiju. Amma skildi mig eftir hjá henni á meðan. Þetta var hræðileg stund. Aðra eins vistar- veru hefi ég aldrei séð. Þarna var þykkt ryklag á öllu og sótflyksur héngu niður úr loftinu. Marsa var sérvitur, enginn fékk að þrífa í kringum hana en hún var sjálf orð- in gamalmenni. Hún vildi vera góð við mig og ætlaði að gefa mér kandís sem hún geymdi í kistli við rúmið sitt. Ekki hafði ég lyst á þessu, en þorði ekki að segja það og sagðist ætla að borða kandísinn seinna og stakk honum í vasann.“ Gerður varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1938, og 2. nóvember 1940 giftist hún Tómasi Gíslasyni rafvirkja, sem fæddur er 3. ágúst 1913. Þegar hún giftist, hafði hún lokið kennara- prófi við Kennaraskóla íslands, var stundakennari við Skóla ísaks Jóns- sonar í Grænuborg og starfaði á sumrin við barnaheimili Sumargjaf- ar. „Nú var stríðið komið heim að bæjardyrum hjá okkur,“ skrifaði hún undir lok æskuminninga sinna. „Hætta þótti á loftárásum. Nokkr- um sinnum höfðu þýsku vélarnar flogið yfir og gefin höfðu verið loft- varnarmerki. Sumargjöfin ákvað að reka ekki heimilin í Vesturborg og Grænuborg, en fékk í staðinn hús- næði í Reykholti og á Hvanneyri." Jafnframt kennslu sótti Gerður fyrirlestra í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands hjá Sigurði Nordal í tvo vetur og lauk cand. phil.-prófi árið 1940. Árið 1949 varð hún stundakennari við Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og hafði það starf með höndum í þtjú ár, en réðst þá til Gagnfræðaskóla verknáms og starfaði þar uns sá skóli var lagður niður vegna breyt- inga á skólakerfinu. Síðan varð hún kennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla og kenndi yfirleitt íslensku, en einnig ensku og dönsku. Hún sagði stöðu sinni lausri vegna ald- urs vorið 1987 og átti þá að baki áratuga fórnfúst starf. Hún hefur verið kennari af lífi og sál, og rækt- arsemi gamalla nemenda er til marks um þau áhrif, sem hún hefur haft á líf og þroska ungs fólks svo hundruðum skiptir. Þau Gerður og Tómas hafa eign- ast sjö börn. Elstur er Sverrir, fæddur 1941, doktor í íslenskum bókmenntum, starfar við Stofnun Árna Mgnússonar, en kona hans er Sigríður Þorvaldsdóttir, mál- fræðingur. Magnús fæddist 1943 og er myndlistarmaður, en kona hans er Jóhanna Ólafsdóttir, ljós- myndari. Þriðja í röðinni er Þór- anna, fædd 1945, nemandi í íslensk- um fræðum við Háskóla íslands, en hún er gift undirrituðum. Fjórði er Sigurður G., útvarpsmaður, kvæntur Steinunni Bergsteinsdótt- ur, textílhönnuði. Sigríður, fædd 1955, er nemandi í íslensku og bók- menntum við Háskólann, og Jó- Við fengum takmarkað magn afþessum gæðalitsjónvörpum frá TOSHIBA á einstöku verði. * Flatur, kantaðurskjármeð fínniupplausn, hægtað sitja Í2mfjarlægð frá tækinu. * Fullkomin fjarstýring, allar skipanir birtast á skjánum, en hverfa að 5 sek. liðnum. ★ Gert fyrir framtíðina, tekur við útsendingum frá öllum kerfum: PAL (evrópska), SECAM (franska), NTSC (bandaríska). * SUPER VHStengingogEURO-AVtengifyrirmyndbandstæki, hljómtæki, tölvur og gerfihnattamóttöku. ★ Tímarofi, sem getur slökkt á tækinu að 30, 60, 90 eða 120 mínútum liðnum. Þetta er jólagjöf allrar fjölskyldunnar í ár. Hafið hraðar hendur, því svona tækifæri til að endurnýja gamla tækið gefst ekki aftur á næstunni! I * Staðgreiðsluverð. Afborgunarverð erkr. 89.900 Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 — »? 16995 og 622900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.