Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 56
M. SIEMENS Sjónvarpstœki ÍSjónvarps- myndavélar Hljómtœkja- samstœöur Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMFTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Æsknfumimmn er83033 MORGU^gLAQID, þRIÐjyDAGUjj 12.DESEMBER 1989,, Attenborough klæðir sig í eina ullarpeysuna. JC MEÐ ÍSLANDS- KYNNINGU eftir Guðna Þór Jónsson Um 30 JC-félagar frá íslandi fóru á heimsþing JC International sem haldið var í Birmingham á Englandi dagana 5.-12. nóvember. Ný aðildarfélög Þau stórmerku tíðindi urðu að JC Pólland, JC Sovétríkin og JC Ungverjaland gengu í Junior Cham- ber International og urðu þar með fyrstu aðildarþjóðirnar í Austur- Evrópu sem gengu til liðs við JC. Austur-Evrópuþjóðirnar hafa aldrei leyft JC-félögum að starfa og hefur helsti þröskuldur þar verið, ein- kunnarorð hreyfingarinnar en í þeim segir m.a. „að skipting gæð- anna verði réttlátust við einstakl- ingsfrelsi og fijálst framtak“. Verðlaun Sá ánægjulegi atburður gerðist að JC Mosfellsbær fékk verðlaun fyrir besta byggðarlagsverkefnið á sviði umhverfisverndar. JC ísland fékk viðurkenningu fyrir skipulega stjórnun. Námskeið Boðið var upp á mikla fjöibreytni í námskeiðum m.a. stjórnunarnám- skeið, samskiptanámskeið, nám- skeið í viðskiptum og félagsmálum. Leiðbeinendur voru mjög þekktir og komu víðsvegar frá. Landkynning JC-félagar frá íslandi stóðu fyrir mikilli landkynningu á þessu þingi eins og endranær og er talið að allt að 3.600 manns frá 80 þjóðlönd- um hafi verið á þessu heimsþingi. íslendingar settu upp landkynn- ingarbás, sem var vel'staðsettur og hann vakti mikla athygli. Sex land- kynningarmyndir voru sýndar stanslaust allan tímann sem básinn var opinn og nýja myndin sem gerð var um Reykjavík sem ráðstefnu- borg vakti talsverða athygli. Ferðamálaráð ísiands lagði til bæklinga til kynningar á landi og þjóð. Utflutningsráð íslands lagði til fjölda bæklinga til kynningar á ísienskum iðnaðarfyrirtækjum og komu þessir bæklingar að góðum notum. Reyktur lax var kynntur frá Vogalaxi. Sjávarafurðir voru kynnt- ar frá Iceland Seafood í Bretlandi. Ullarvörur voru kynntar frá Hildu og Icewear. Sá frægi leikstjóri Richard Atten- borough er m.a. gerði stórmyndina Gandhi kom sérstaklega í heimsókn til Islendinganna og, voru honum gefnar fimm ullarpeysur og vakti þessi heimsókn leikstjórans mikla athygli. JC ísland vill þakka þeim fyrir- tækjum sem studdu við bakið á þessari landkynningu kærlega fyrir samstarfið. Höfiindur er blaðafulltrúi JC Islaads. Sáfasett - Iwmólar Hornsófa er hægt aö fá í þeim. stærðum sem best henta. Einnig mikiö úrval sófasetta í leðri, leöurlux og áklæði. Greiöslukjör við allra hæfi. G.B. húsgögn, Bíldshöföa 8, símar 686675 og 674080. Smjörstjörnur ELDHÚ SKRÓKURINN Smákökur í þetta sinn býður Dyngjan upp á tvær gamlar smá- kökuuppskriftir úr safni ömmu. Þessar eru öðruv- Isi! Súkkulaði- kúlur Um 55 stk. 325 g heslihnet- ur, 150 g súkkulaði, 50 g súkkat, 25 g sykraður appejsínubörkur, 2 matsk. brandí eða koníak, 2 egg, 75 g sykur, negull og múskat framan á hnífsoddi. Skreytt með sesamfræi, hnetu- spænum og sykruðum appelsínu- berki (fæst í pokum). Heslihnetur og súkkulaði rifið fínt með rifjárni. Súkkatið saxað gróft, því biandað saman við sax- aðan appelsínubörkinn og brandíið. Eggin hrærð ljós og létt með sykri og kryddi. Hnetum súkkuiaði, súk- kati, berki og brandíi blandað út í eggjamassann. Látið bíða í ísskáp í um klukkustund. . Bökunarplata klædd með bök- unarpappír. Gerið litlar kúlur úr deiginu á stærð við valhnetur og veltið þeim upp úr sesamfræi, söx- uðum hnetum og fíntsöxuðum app- elsínuberki. Kúlurnar svo látnar á plötuna og bakaðar í 25 mínútur í 150°C heitum ofni (í blástursofni er bakað við 130 gráður í 20 mínút- ur). Önnur gömul uppskrift: Smjörstjörnur Um 45 stk. 250 g smjör, 1 'h tsk. vanilla, örlítið salt, 'h tsk. kardemóma, 125 g sykur, 5 eggjarauður, 375 g hveiti, 1 tsk. þykkt hunang. Smjörið (með herbergishita, ekki beint úr ísskáp) hrærist vel mjúkt. Vanilla, salt, kardemomma og 4 eggjarauður hrærast út í. Hveitið er sigtað yfir eggjamas- sann og allt hnoðað vel (notið hnoðarann í hrærivélinni). Deigið látið bíða í ísskáp í klukkustund. Klæðið síðan bökunarplötu með bökunarpappír. Fletjið út deigið á hveitistráðu borði um 'h sm. þykkt, stingið það út með stjömujárni og látið stjöm- urnar á plötuna. Fimmta eggja- rauðan er hrærð saman með hun- anginu og þessu smurt á stjörnurn- ar. Þær svo bakaðar í um 15 mínútur við 180°C hita (150 gráð- ur í blástursofni í 10-12 mínútur). Súkkulaðikúlur Smjörstjörnurnar eiga að vera stökkar og bráðna á tungunni, þá eru þær rétt bakaðar. Nýtið hvíturnar Upplagt er að nýta eggja- hvítumar með því að baka 2 góða marengsbotna (öðru nafni snjó- kökur). Það er gert svona: Stífþeytið 4 eggjahvítur, bætið tveimur bollum af sykri út í og þeytið saman. Út í þetta er bland- að varlega 2 litlum bollum af kornflögum (cornflakes), 1 bolla af söxuðu súkkuiaði, 'h bolla af kókosmjöli og 'h tsk. af lyfti- dufti. Deiginu svo skipt í tvö vel smurð og hveitistráð tertuform og botnarnir bakaðir í um eina klukkustund í 175?C heitum ofni (150 gráður í blástursofni). Eftir bökun eru botnamir látnir saman með um 3 dl. af þeyttum rjóma, og brætt súkkulaði látið yfir. Gott að láta kökuna bíða í 2-3 tíma áður en hún er borin fram. Algjört sælgæti! Gangi ykkur vel, Jórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.