Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 56

Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 56
M. SIEMENS Sjónvarpstœki ÍSjónvarps- myndavélar Hljómtœkja- samstœöur Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMFTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Æsknfumimmn er83033 MORGU^gLAQID, þRIÐjyDAGUjj 12.DESEMBER 1989,, Attenborough klæðir sig í eina ullarpeysuna. JC MEÐ ÍSLANDS- KYNNINGU eftir Guðna Þór Jónsson Um 30 JC-félagar frá íslandi fóru á heimsþing JC International sem haldið var í Birmingham á Englandi dagana 5.-12. nóvember. Ný aðildarfélög Þau stórmerku tíðindi urðu að JC Pólland, JC Sovétríkin og JC Ungverjaland gengu í Junior Cham- ber International og urðu þar með fyrstu aðildarþjóðirnar í Austur- Evrópu sem gengu til liðs við JC. Austur-Evrópuþjóðirnar hafa aldrei leyft JC-félögum að starfa og hefur helsti þröskuldur þar verið, ein- kunnarorð hreyfingarinnar en í þeim segir m.a. „að skipting gæð- anna verði réttlátust við einstakl- ingsfrelsi og fijálst framtak“. Verðlaun Sá ánægjulegi atburður gerðist að JC Mosfellsbær fékk verðlaun fyrir besta byggðarlagsverkefnið á sviði umhverfisverndar. JC ísland fékk viðurkenningu fyrir skipulega stjórnun. Námskeið Boðið var upp á mikla fjöibreytni í námskeiðum m.a. stjórnunarnám- skeið, samskiptanámskeið, nám- skeið í viðskiptum og félagsmálum. Leiðbeinendur voru mjög þekktir og komu víðsvegar frá. Landkynning JC-félagar frá íslandi stóðu fyrir mikilli landkynningu á þessu þingi eins og endranær og er talið að allt að 3.600 manns frá 80 þjóðlönd- um hafi verið á þessu heimsþingi. íslendingar settu upp landkynn- ingarbás, sem var vel'staðsettur og hann vakti mikla athygli. Sex land- kynningarmyndir voru sýndar stanslaust allan tímann sem básinn var opinn og nýja myndin sem gerð var um Reykjavík sem ráðstefnu- borg vakti talsverða athygli. Ferðamálaráð ísiands lagði til bæklinga til kynningar á landi og þjóð. Utflutningsráð íslands lagði til fjölda bæklinga til kynningar á ísienskum iðnaðarfyrirtækjum og komu þessir bæklingar að góðum notum. Reyktur lax var kynntur frá Vogalaxi. Sjávarafurðir voru kynnt- ar frá Iceland Seafood í Bretlandi. Ullarvörur voru kynntar frá Hildu og Icewear. Sá frægi leikstjóri Richard Atten- borough er m.a. gerði stórmyndina Gandhi kom sérstaklega í heimsókn til Islendinganna og, voru honum gefnar fimm ullarpeysur og vakti þessi heimsókn leikstjórans mikla athygli. JC ísland vill þakka þeim fyrir- tækjum sem studdu við bakið á þessari landkynningu kærlega fyrir samstarfið. Höfiindur er blaðafulltrúi JC Islaads. Sáfasett - Iwmólar Hornsófa er hægt aö fá í þeim. stærðum sem best henta. Einnig mikiö úrval sófasetta í leðri, leöurlux og áklæði. Greiöslukjör við allra hæfi. G.B. húsgögn, Bíldshöföa 8, símar 686675 og 674080. Smjörstjörnur ELDHÚ SKRÓKURINN Smákökur í þetta sinn býður Dyngjan upp á tvær gamlar smá- kökuuppskriftir úr safni ömmu. Þessar eru öðruv- Isi! Súkkulaði- kúlur Um 55 stk. 325 g heslihnet- ur, 150 g súkkulaði, 50 g súkkat, 25 g sykraður appejsínubörkur, 2 matsk. brandí eða koníak, 2 egg, 75 g sykur, negull og múskat framan á hnífsoddi. Skreytt með sesamfræi, hnetu- spænum og sykruðum appelsínu- berki (fæst í pokum). Heslihnetur og súkkulaði rifið fínt með rifjárni. Súkkatið saxað gróft, því biandað saman við sax- aðan appelsínubörkinn og brandíið. Eggin hrærð ljós og létt með sykri og kryddi. Hnetum súkkuiaði, súk- kati, berki og brandíi blandað út í eggjamassann. Látið bíða í ísskáp í um klukkustund. . Bökunarplata klædd með bök- unarpappír. Gerið litlar kúlur úr deiginu á stærð við valhnetur og veltið þeim upp úr sesamfræi, söx- uðum hnetum og fíntsöxuðum app- elsínuberki. Kúlurnar svo látnar á plötuna og bakaðar í 25 mínútur í 150°C heitum ofni (í blástursofni er bakað við 130 gráður í 20 mínút- ur). Önnur gömul uppskrift: Smjörstjörnur Um 45 stk. 250 g smjör, 1 'h tsk. vanilla, örlítið salt, 'h tsk. kardemóma, 125 g sykur, 5 eggjarauður, 375 g hveiti, 1 tsk. þykkt hunang. Smjörið (með herbergishita, ekki beint úr ísskáp) hrærist vel mjúkt. Vanilla, salt, kardemomma og 4 eggjarauður hrærast út í. Hveitið er sigtað yfir eggjamas- sann og allt hnoðað vel (notið hnoðarann í hrærivélinni). Deigið látið bíða í ísskáp í klukkustund. Klæðið síðan bökunarplötu með bökunarpappír. Fletjið út deigið á hveitistráðu borði um 'h sm. þykkt, stingið það út með stjömujárni og látið stjöm- urnar á plötuna. Fimmta eggja- rauðan er hrærð saman með hun- anginu og þessu smurt á stjörnurn- ar. Þær svo bakaðar í um 15 mínútur við 180°C hita (150 gráð- ur í blástursofni í 10-12 mínútur). Súkkulaðikúlur Smjörstjörnurnar eiga að vera stökkar og bráðna á tungunni, þá eru þær rétt bakaðar. Nýtið hvíturnar Upplagt er að nýta eggja- hvítumar með því að baka 2 góða marengsbotna (öðru nafni snjó- kökur). Það er gert svona: Stífþeytið 4 eggjahvítur, bætið tveimur bollum af sykri út í og þeytið saman. Út í þetta er bland- að varlega 2 litlum bollum af kornflögum (cornflakes), 1 bolla af söxuðu súkkuiaði, 'h bolla af kókosmjöli og 'h tsk. af lyfti- dufti. Deiginu svo skipt í tvö vel smurð og hveitistráð tertuform og botnarnir bakaðir í um eina klukkustund í 175?C heitum ofni (150 gráður í blástursofni). Eftir bökun eru botnamir látnir saman með um 3 dl. af þeyttum rjóma, og brætt súkkulaði látið yfir. Gott að láta kökuna bíða í 2-3 tíma áður en hún er borin fram. Algjört sælgæti! Gangi ykkur vel, Jórunn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.