Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 4
g 4 eser íiaaMagacr .t-r íitroA<'ru’r.öm<i cíieíAjrr/ruoffor MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 Myndavélar til eftirlits o g lögreglan með hunda STARFSHÓPUR, sem hefur Qallað um ástandið í miðbæ Reykjavíkur um helgar, telur ástæðu til að ræða hvort ekki komi til .greina að lögreglan hafi vel þjálfaða hunda með sér til eftirlits í miðborginni, líkt og þekkist víða erlendis. Þá telur hópurinn ástæðu tií að skoða þann möguleika að komið verði upp eftirlitsmyndavélum í mið- borginni. Hann telur að slíkt myndi auka til muna öryggi lögreglu- manna og almennings og jafnframt auka líkur á að hafa megi upp á afbrotamönnum. ar. Meðal annars veltir hann því . —6------ fyrir sér í skýrslunni, hvort ekki sé Þeir sem brutust inn í Þjóðleikhúsið reyndu að opna peningaskápinn ástæða til að hafa uppi sérstaka á myndinni, en varð ekki ágengt. I gær var Jóhannes Gunnarsson, veitingastjóri, að koma skrifstofii sinni í samt lag efltir nóttina og dóttir hans, Flosrún Jóhannesdóttir, hjálpaði til. Brotist inn í Þj óðleikhúsið BROTIST var inn í Þjóðleikhúsið i fyrrinótt. Þjófarnir fóru inn um glugga á jarðhæð og þaðan um allt húsið. Þeir voru greinilega í peningaleit, en höfðu ekkert upp úr krafsinu. Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins, sem lögð var fram á fundi fulltrúa lögreglunnar og borg- aryfirvalda í gær. Meðal tillagna hópsins má nefna, að borgaryfir- völd beiti sér fyrir því að afgreiðslu- tími sölubúða í miðborginni verði ekki lengur en til 23.30 aðra daga en föstudaga og laugardaga og ekki lengur en til 1 þá daga. Þá verði rekstrarleyfi skemmtistaðar- ins Tunglsins í Lækjargötu endur- skoðað, með hliðsjón af því ástandi sem þar ríki. Staðsetning skemmti- staðarins sé bæði óæskileg og jafn- vel háskaleg. Þeirri hugmynd er varpað fram, hvort mögulegt sé að höfðu samráði við forráðamenn skemmtistaða í miðbænum að þeir loki stöðunum á mismunandi tímum um helgar. Þá er lagt til að vakin verði athygli boraryfirvalda á nauð- syn þess að komið verði upp viðun- andi hreinlætisaðstöðu í miðborg- inni og að kannað verði hvort mögu- legt sé að lengja opnunartíma fé- lagsmiðstöðva og haga rekstrinum þánnig að hann höfði til einhvers hluta þeira unglinga, sem nú safn- ast saman í miðborginni. Starfs- hópurinn styður þá hugmynd íþrótta- og tómstundaráðs, að ungl- ingaskemmtistað undir handleiðslu ráðsins verði komið á fót í nálægð við miðborgina. Hvað varðar sérstakar aðgerðir lögreglu hefur hópurinn fleiri hug- myndir en um hunda og myndavél- ar. Meðal annars veltir hann því fyrir sér í skýrslunni, hvort ekki sé ástæða til að hafa uppi sérstaka löggæslu við þá skemmtistaði, þár sem ábefandi óregla ríki. Innbrotið uppgötvaðist þegar starfsmenn Þjóðleikhússins komu til vinnu í gærmorgun. Snævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, sagði að þjófarnir hefðu farið um allt hús og brotið upp hurðir á leið sinni. Aðrar skemmdir hefðu þeir ekki unnið og einskis væri saknað. Þá hefðu þeir greinilega reynt að komast í peningaskáp í húsinu. Þeim hefði ekki tekist að opna hann og þó svo hefði verið þá hefðu ekki verið neinir peningar í honum. Þjóðleikhúsið er vaktað á nótt- unni, en að sögn Snævars var brot- ist inn undir morgun, eftir að vakt- menn höfðu farið um húsið. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að rannsókn málsins. ■ 7' -y.'r'. Hugmyndir um úrbætur í miðbæ Reykjavíkur um helgar: VEÐURHORFUR í DAG, 12. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Austan- og norðaustangola eða kaldi á landinu. Skýjað en úrkomulaust við noröurströndina, þokubakkar í Skaga- firði, en víðast léttskýjað annars staðar. Hiti 1 til 2 stig allra syðst á landinu, en 1 til 11 stiga frost annars staðar, kaldast í innsveitum norðaustanlands. SPÁ: Norðaustangola eða kaldi en sums staðar stinningskaldi við suðurströndina í nótt. Skýjað og dálítil él við norður- og norðaustur- ströndina, skýjað með köflum syðst, en víðast léttskýjað annars staðar. Hiti nálægt frostmarki yfir daginn við suðurströndina, ann- ars 2ia til 12 stiqa frost. mest í innsveitum norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Austlæg átt og frem- ur svalt inn til landsins en hlýnar við ströndina. Þurrt á Vesturl- andi og inn til landsins á Suður- og Norðurlandi en annars slydduél. TÁKN: Heiðskírt •á Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r / / Rigning / / / * r * r * r * Slydda / * / * # * * # * # Snjókoma * * * ■jq Hrtastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * , V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Suld OO Mistur Skafrenningur [7 Þrumuveður vn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +7 létlskýjaí Reykjavik o léttskýjað Bergen 0 hálfskýjaö Helsinki +11 skafrenningur Kaupmannah. 1 úrkoma Narssarssuaq 12 skýjaft Nuuk 7 skýjaft Osló +1 léttskýjað Stokkhólmur +4 snjókoma Þórshöfn 0 skýjað Algarve 14 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Barcelona 14 mistur Beriín 1 snjókoma Chicago +7 kornsnjór Feneyjar 2 þokumófta Frankfurt +4 þokumófta Glasgow 4 reykur Hamborg 4 skúr Las Palmas vantar London 7 mistur Los Angeles 9 þokumóða Lúxemborg +3 þoka Madríd 9 þokumófta Malaga 18 skýjað Mallorca 16 hálfskýjað Montreal +15 léttskýjað New York 2 skýjaft Orlando 8 þokumóða París + 1 alskýjað Róm 9 þokumófta Vín +4 skýjaft Washington +3 þokumóða Winnipeg +28 heiðskírt Orkuskattur á sveitarfélög: Óþekkt að ríkið geri sveitarfélög að féþúfii - segir Davíð Oddsson borgarsljóri „ÞAÐ er óþekkt alstaðar, þar sem við þekkjum til að ríkið reyni beinlínis að gera sveitarfélög að féþúfu," sagði Davíð Oddssion borg- arsljóri, um tillögu sem flram hefúr komið á Alþingi, að sérstökum orkuskatti á sveitarfélög. Davíð sagði, að lítið væri vitað um þennan skatt umfram það, sem fram kom á Alþingi í umræðum um vantraust á ríkisstjómina. Á fundi með þingmönnum Reykjavíkur kom fram að óþekkt er, að mati borgar- yfirvalda, að ríkisvaldið setji tekju- skatt á sveitarfélög eða þjónustu- fyrirtæki þeirra, þjónustufyrirtæki sem ekki eru í samkeppni við önnur fyrirtæki. „Þetta kemur beint ofan á virðis- aukaskattinn en hann mun væntan- lega kosta okkur um 400 milljónir króna,“ sagði Davíð. „Eftir því sem við best vitum þá er það einnig óþekkt að virðisaukaskattur sé lagður á byggingaframkvæmdir, sem sveitarfélögum er skylt að inna af hendi. Til dæmis hættir ríkið nú samkvæmt verkaskiptareglunni að Forgangsverkefni í skólastarfi: Skortur á náms- gögnum talinn brýn- asta úrlausnarefiiið leggja peninga til byggingar grann- skóla eða dagvistarheimiia en þess í stað er ætlunin að leggja um 25% skatt á þessar framkvæmdir. Það er náttúrlega alveg einstakt og við óskuðum eftir því við þingmenn Reykjavíkur að þeir beittu sér af hörku gegn þessu því þetta nær náttúrlega ekki nokkurri átt.“ Að sögn Davíðs er ljóst að fyrr eða síðar mun þessi skattur leiða til hækkunar á orkuverði og aukinn- ar verðbólgu. „Þá mun hann knýja sveitarfélög til að fara í minni fram- kvæmdir. Einmitt þær framkvæmd- ir sern svokallaðir félagshyggju menn þykjast vera að beijast fyrir í orði kveðnu en þeir eru hinir verstu dragbítar á þegar til stykkis- ins kemur,“ sagði Davíð. í SVÖRUM við fyrirspurn sem menntamálaráðuneytið sendi í grunn- skóla, framhaldsskóla, til foreldrafélag, stéttarfélaga, sveitarfélaga og þingflokka snemma á þessu ári um forgangsröð verkefna í skóla- starfi kemur fram að langflestir svarenda telja brýnast að bætt verði úr skorti á námsgögnum. Margir nefndu einnig einsetinn skóla, samfelldan skóladag og lengri skóladag. Svavar Gestsson menntamálaráðherra segir að stefnt sé að því að ofangreind þrjú atriði komi til framkvæmda á næstu 5-10 áram. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands var falið að vinna úr svörum sem bárast en þau voru alls 355. Menntamálaráðherra sagði að svör- in væru mikilvæg viðmiðun fyrir menntamálaráðuneytið. Svavar sagði að margar breyt- ingar væru ráðgerðar í skólamálum og nefndi hann að búið væri að vinna drög að framvarpi um nýtt leikskólastig og á næsta ári lyki vinnu við stefnumótun fyrir fram- haldsskóla. Einnig væri í undirbún- ingi frumvarp um fullorðinsfrseðslu sem ráðherrann taldi að mest fjölg- un yrði í á næstu áram. í könnuninni nefndu 195 svar- endur, eða 55%, að biýnast væri að endurskipuleggja starfsemi Námsgagnastofnunar og auka framboð á námsgögnum en 170 svarendur töldu að verk- og list- greinar í skólum ættu að hafa foi- gang. 149 töldu að leggja bæri mesta áherslu á einsetinn skóla og 140 nefndu bætt kjör kennara. Alls vora talin upp 60 atriði sem sva- rendur töldu brýnt að bætt yrði úr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.