Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 24
24 2861 Jiaauagaa .si JitJOAaui.Gia<i cHGLAiavuojiOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 Frásagnir Þóru í Vernd Bókmenntir Sigurjón Björnsson Þóra Einarsdóttir: Af lifl og sál. Þóra Einarsdóttir í Vernd segir frá. Bókaútgáfan Skjald- borg. Reykjavík. 1989. 264 bls. Þóru í Vemd kannast margir við, sérstaklega vegna hinna miklu starfa hennar í þágu þess fólks sem gerst hefur brotlegt við refsi- löggjöf iandsins. Það var markmið samtakanna Vemdar. Þóra Ein- arsdóttir, fyrrum prestfrú á Kálfa- fellsstað í Suðursveit, var fmm- kvöðull að stofnun þessara sam- taka haustið 1959 og síðan óslitið formaður þeirra í 20 ár. Ekki er þetta ævisaga í venju- legri merkingu, enda varla ætlað að vera það. í stuttum inngangskafla segir höfundur frá æsku sinni og upp- vexti á Hvanneyri og Akranesi. Þóra mun líkléga vera fædd um 1913, þó að ekki sé þess beint getið í þessari bók. Kennaradóttir er hún, en fékk þó ekki langa skólagöngu að því er mér skilst. Fljótt er farið yfir sögu í þessum kafla. Hann er aðeins rúmar 6 bls. í næsta kafla er Þóra orðin prestfrú og sest að á Kálfafellsstað í Suðursveit. Það er fjörlega ritað- ur kafli og greinir ítarlega frá umsvifum hinnar ungu og óreyndu húsfreyju á mannmörgu og gest- kvæmu sveitaheimili. Þeim kafla lýkur árið 1943 er þau hjón fluttu til Reykjavíkur. Fljótlega eftir að þangað kemur fer Þóra að sinna félagsmálum af miklum krafti. Frá því er að vísu sáralítið sagt og sagan hefst eiginlega ekki aftur fyrr en Þóra fer til Kaupmanna- hafnar að leita sér lækninga 1956. Þá dvöl noraði hún jafnfram til þess að kynna sér hjálparstarf fyrir bágstadda einstaklinga, eink- um brotamenn. Frá þessum þætti í æviferli höfundar segir í þriðja kafla er nefnist Kaupmannahöfn. Eftir Kaupmannahafnardvölina er Vemd stofnuð. í fjórða kafla, sem er að vonum langur, segir frá stofnun Vemdar og stafseminni í tvo áratugi eða meðan Þóra var formaður. ■ / STÚDENTAKJALLARAN- UM við Hringbraut í Reykjavík verður bókmenntakvöld, hið fjórða og síðasta í röðinni að sinni, mið- vikudagskvöld 13. desember. Sex höfundar koma og lesa úr verkum sínum og hefst lesturinn klukkan 21. Höfundarnir eru Sigfús Bjartmarsson, Steinunn As- mundsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Jón Om Marionósson, Birgir Sig- urðsson og Hrafn Gunnlaugsson. Aðgangur er ókeypis og allir boðn- ir velkomnir. ■ KRISTJÁN Bernburg, sem verið hefur búsettur í Belgíu um árabil, hefur í samvinnu við ferða- skrifstofu í Lokeren skipulagt þjón- ustu við íslendinga sem vilja gera innkaup í Belgíu. Gerðir hafa verið samningar við nokkrar stórar versl- unarkeðjur, s.s. Macro-keðjuna, sem verslar með allt milli himins og jarðar, þar með talinn íslenskan regbogasilung. Að sögn Kristjáns eru miklir möguleikar á hagstæðum innkaupum í Belgíu og vöruvöndun er þar meiri en í nágrannalöndun- um. Hann sagði að náðst hefðu góðir samningar við margar versl- anir m.a. um sérstök afsláttarkjör fyrir íslendingana. Jafnframt því að skipuleggja ferðimar, sjá um alla flutninga, hvort heldur er frá Lúxemborg eða Amsterdam, er boð- ið upp á þá þjónustu að innheimta og endursenda fólki endurgreiddan virðisaukaskatt. Um svipað leyti og Vernd hóf starfsemi sína eða 1959 „skipaði menntamálráðhera nefnd til að annast vistun ungra kvenna, sem á einn eða annan hátt höfðu lent á glapstigum eða vom ofurseldar áfengisneyslu, á skóla- eða með- ferðarheimilum erlendis. Nefndin hlaut nafnið „Hjálpamefnd stúlkna“. Þóra Einarsdóttir tók að sér formennsku í þessari nefnd árið 1965 og var formaður hennar að því er mér skilst uns nefndin var lögð niður árið 1973. — Fá starfi þessarar nefndar greinir í fimmta kafla, en frásaga af einum skjól- stæðingi hennar tekur þó mest rúm. Tímafrekt og erfitt mun þetta starf hafa verið og kostað margar og sumar næsta einkenni- legar ferðir til útlanda, einkum þó til Noregs. Þá víkur sögunni að Alþjóða- samtökum fangahjálpar, sem 6. kafli fjallar um. Raunar er hann svo til allur um ferð með þingfull- trúum til Egyptalands, sem höf- undi hefur orðið nokkuð eftir- minnileg. Þá er eftir síðasti kafli er nefn- ist Indland. Hann er langlengstur, um 100 bls. eða rífúr þriðjungur bókarinnar. Spannar hann þó ekki nema síðasta áratuginn í ævi höf- undar. Svo er mál með vexti að árið 1978 fór höfundur til Indlands að nema á guðspekiskóla þar. Ekki kemur fram hvað slíkri ráða- breytni olli. Og taki menn eftir: þá mun Þóra hafa verið um hálf- sjötug. Hún gengur þar á skóla í eitt ár og hefur síðan, eftir því sem ég skil, verið þar meira eða minna langdvölum. Nú er svo komið að hún hefur komið þar upp með- ferðar- og vinnuheimili fyrir holds- veikar stúlkur. Enda þótt afrekaskráin sé orðin nokkur hefur Þóra Einarsdóttir sýslað við sitthvað fleira sem í Bókmenntir ErlendurJónsson Heba Jónsdóttir: SENDI- HERRAFRÚIN SEGIR FRÁ. 294 bls. Skjaldborg. Reykjavík, 1989. Það eru engir ótíndir slordónar sem frá er greint í endurminning- um þessum heldur ijóminn af íslenskri embættismannastétt, hvorki meira né minna. Blóma- drottning segir frá bernsku sinni og æsku, menntun og starfi að því loknu, tilhugalífi og hjúskap sem endar með látum og skilnaði. Vart að furða þó nokkurrar beiskju gæti í þvílíkri frásögn. Að trúa öllu, sem þar er sagt, eins og hei- lögum sannleika næði ekki nokk- urri átt. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og hér er það einungis annar málsaðilinn sem talar. Hitt væri jafnfráleitt að taka ekkert mark á orðum konunnar. Sjálfsagt er að taka hana trúanlega — með þeim augljósa fyrirvara að hún er að tala sínu máli, skýra sjónarmið- in frá sinni hlið. Sendiherrastaða þykir jafnan hæfa fyrirmönnum einum sem best má marka af því að ráðherrar og fyrrverandi flokksforingjar kjósa oft að enda feril sinn sem Þóra Einarsdóttir þessari bók er rétt aðeins nefnt. T.a.m. kemur fram að hún hefur starfrækt meðferðarheimili vestur á Mýrum. Um það hefði verið fróð- legt að heyra eitthvað. Engum blöðum er um það að fletta að Þóra Einarsdóttir er mjög sérstæð kona. Þörf hennar til að hjálpa öðrum er óslökkvandi og hún hefur svo sannarlega verið „af lífi og sál“ í því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Frásögnin ber með sér að hún hefur verið vargur dugleg, einstaklega fylgin sér og höfðingjadjörf í meira lagi. Enda hefur hún komið málum sínum betur fram en margir aðrir. Við kýnnumst hér tilfinning- aríkri" og skapsterkri konu, sem ekki hefur vílað fyrir sér að taka stór stökk og sveiflur í líf i sínum. Ýmislegt má raunar að bók hennar finna, þó að merk sé. í henni er visst ójafnvægi. Stundum er farið alltof fljótt yfir sögu eða atriðum er sleppt, sem orkað gætu til skýringa. I öðrum tilvikum er frásögnin óþarflega langdregin og smámunasöm. Þá sé ég naumast tilganginn með því að eyða jafn- miklu rými og hér er gert í sögu af skjólstæðingum. ' Þóra Einarsdóttir telst bókar- höfundur. En hver er svo hlutdeild Eyjólfs Sigurðssonar, sem formál- ann ritar, og segir hánn hafa átt við hana viðtöl? slíkir. Við ímyndum okkur sendi- herra sem háttprúðan mann, gæt- inn í orðum og verkum, virðulegan og umfram allt yfir hversdágslega smámuni hafinn. Sama máli gegn- ir um sendiherrafrúna. Þau skulu vera andlit þjóðarinnar út á við. Sumir munu skoða þetta sem ævintýrastarf: að fara á milli heimsborga og dveljast svo sem þijú ár í hverri og kynnast þannig öllu því menningarlegasta og þægilegasta sem heimurinn hefur að bjóða. Er það ekki hápúnktur hins ljúfa lífs? Vafalaust má líta svo á. En starfi þessu fylgja líka vissir erfíð- Ieikar. Langvarandi búseta fjarri heimahögum felur alltaf í sér nokkurs konar útlegð, hvað sem mannvirðingum og titlatogi líður. Vegnr. tíðra búferlaflutninga er hvergi hægt að festa rætur. Og dýrindisveislur, sem í byijun kunna að gleðja hugann og kitla hégómagirnina, verða eins og hver önnur skyldukvöð þegar nýjabru- mið er farið af starfinu; geta reyndar, þegar verst gegnir, endað með því að maður temji sér háska- legar lífsvenjur. Þegar veigarnar fljóta, kannski dag eftir dag og viku eftir viku, kann að koma á daginn að prúðmennið á bak við kjólfötin og orðumar sé enginn elsku séntilmaður heldur bara Verðleikarnir á bak við orðuna <• Viðtöl Valgeirs Bókmenntir Sigurjón Björnsson Valgeir Sigurðsson: Við mann- inn mælt. 12 viðtalsþættir. Bó- kaútgáfan Skjaldborg. Reylgavík. 1989. 269 bls. A þessa bók hefur Valgeir Sig- urðsson blaðamaður sett 12 við- talsþætti. Átta þeirra hafa áður birst í ýmsum blöðum og tímarit- um, s.s. Tímanum og Sunnudags- blaði Tímans, Jólablaði Samvinn- unnar og Heima er best. Eitt við- talanna var flutt í Ríkisútvarpið og þijú hafa legið í handraðanum til þessa. Flest eru viðtölin birt óbreytt frá upphaflegri gerð, en fáein þeirra hafa verið endurskoð- uð vegna þessarar útgáfu. Viðtölin dreifast á langan tíma. Hið elsta er tekið árið 1971 og það yngsta á þessu ári. Margir lesendur munu þekkja færni Valgeirs Sigurðssonar að stýra viðtölum, enda er hann einn af kunnustu fagmönnum á því sviði. Áður hefur hann safnað nokkrum viðtölum sínum á bók. Það var bókin Um margt að spjalla er kom út árið 1978. Viðmælendur Valgeirs nú eru: Heiðrekur Guðmundsson skáld, Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöf- undur, Þorsteinn Valdimarsson skáld, Símon Jóhannes Ágústsson prófessor, Sigurður Sigurðsson landlæknir, Eiríkur Guðmundsson frá Dröngum i Strandasýslu, Guð- rún E. Jónsdóttir frá Reykjahlíð við Mývatn, Jóhanna Björnsdóttir landnemi í Kópavogi, Skjöldur Eiríksson skólastjóri á Skjöldólfs- stöðum í Jökuldal, Þórir Daníels- son framkvæmdastjóri Verka- mannasambands íslands og Jó- hann Pétursson vitavörður á Horn- bjargsvita. Það má með sanni segja að Valgeir hefur kunnað að velja sér viðmælendur. Allir eru þeir hið merkasta fólk sem skilað hefur merku og miklu ævistarfi hver á sínu sviði. Því fýsir mann að kynn- ast þeim betur og hlýðá á skoðan- Valgeir Sigurðsson ir þeirra. Og Valgeir kann sitt fag. Nálægð hans birtist í fáum en hnitmiðuðum spurningum, sem sýna að hann er vel undir viðtölin búinn og getur því stýrt þeim þangað sem mestu máli skiptir. Sérstaklega gildir þetta um við- tölin við skáldin. Þar er Valgeir bersýnilega á heimavelli. Mörg þessara viðtala eru hin merkilegustu, t.a.m. viðtalið við Þorstein Valdimarsson, sem mun vera eina stóra viðtalið sem við hann var tekið. Skjöldur Eiríksson hefur líka sitthvað athyglisvert um Hrafnkelssögu að segja og ekki er hann allskostar sammála sum- um fræðimönnum sem um þá merku bók hafa ritað. Leiðir það hugann að því að fræðimönnum væri oft hollt að ræða vel við heimamenn áður en þeir útlista eða meta rit af því tagi. Með mik- illi ánægju las ég viðtalið við Jó- hann vitavörð. Alls ekki hafði ég gert mér grein fyrir þeim erli og erfiðleikum sem slíku starfi fylgja. Þannig mætti áfram halda, því að öll hafa viðtölin til síns ágætis nokkuð. En í sem stystu máli; skemmtileg og fræðandi bók. Val- geir Sigurðsson mætti gjarnan bæta þeirri þriðju við. Heba Jónsdóttir venjulegur ruddi. Heimilislífið inn- an um fínu mublurnar getur þá tekið að líkjast því sem gerist og gengur í versta slömmi: ókvæðis- orð, barsmíðar, illindi og »vanda- mál«. Þessi getur sem sagt orðið skuggahlið ljúfa lífsins. Og þetta er einmitt söguefni sendiherrafrú- arinnar, Hebu Jónsdóttur. Sendiberrafrúin segir frá er bók í stóru broti, tæpar þijú hundruð síður, skrifuð af sterkri frásagnar- þörf, og stundum líka frásagnar- gleði, þrátt fyrir dapurlegt sögu- efni! Mikið er um hversdagslífslýs- ingar og sýnilegt að frúin hefur lagt ærinn metnað í að greina sem nákvæmlegast frá því sem á daga hennar hefuf drifið. Mikill tilfinn- ingahiti er í frásögninni eins og títt er þegar verið er að veija sig fyrir rangsnúnum heimi. Heba nefnir hlutina sínum réttu nöfnum. Hér er ekkert verið að fela, ekki heldur ávirðingar hennar sjálfrar sem sýnilega hafa valdið nokkru (kannski miklu) um það hversu skrykkjótt hefur orðið vegferð hennar á veraldarinnar hála svelli. Föðurmissir í bemsku sýnist hafa valdið því að hún naut ekki á upp- vaxtarárum þess háttar leiðsagnar sem mörgum unglingi reynist nauðsynleg. Þrátt fyrir velgengni finnur hún til vanmáttar sem svo veldur því að hún stígur skref sín hikandi og grunar að ekki muni það allt verða gæfuspor en skortir festu til að hafa eigið sjálf að leið- arljósi. Dómar hennar um fólk markast oft af því hvenær á lífsleiðinni það verður á vegi hennar. Flestir eru góðir meðan allt leikur í lyndi. Þegar gæfan hefur snúið baki við henni taka kunningjar að snið- ganga hana. Þegar t.d. manni hennar og börnum er boðið í vina- fagnað — hjónabandið er þá kom- ið í rúst — er hún ein skilin eftir, henni einni er ekki boðið. »Húsið var hljótt, ég skreið undir sæng og grét mig í svefn.« Þessar endurminningar Hebu Jónsdóttur em að ýmsu leyti tímanna tákn. Kvennabarátta, kvennabókmenntir og yfirhöfuð almenn umræða um stöðu og rétt kvenna hefur vafalaust veitt henni kjark og áræði sem til þurfti að leggja í þetta verk. Ekki er ólík- legt að fleiri bækur af þessu tagi muni sjá dagsins ljós á næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.