Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 66
66
MORGÍJNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989
' .A
t
ÁSGEIR GUÐJOHNSEN
lést 8. desember í Dallas, Texas.
Fyrir hönd ættingja,
Aðalsteinn Guðjohnsen.
t
BJARGMUNDUR JÓNSSON
frá Stykkishólmi
andaðist þann 10. desember í Landspítalanum.
Fyrir hönd barna og tengdabarna.
Jensfna Óskarsdóttir.
t
KOLBEINN GUÐMUNDSSON,
Auðnum,
Vatnsleysuströnd,
lést í Landspítalanum föstudaginn 8. desember. Útförin fer fram
frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 15. desember kl. 14.00.
Árný Kolbeinsdóttir,
Magnús Kolbeinsson.
t
Eiginkona mfn og móðir,
BJÖRNÝ HALL,
lést aðfaranótt 10. desember á heimili sínu, Skólavörðustíg 18,
Reykjavík.
Hallgrímur Magnússon,
Júlfana Erla Hallgrímsdóttir,
Magnús Hallgrímsson,
Halla Hallgrimsdóttir,
Þorleifur J. Hallgrimsson,
Elvar Hallgrímsson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
HELGA JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis f Sólheimum 25,
Reykjavík,
lést í Hafnarbúðum sunnudaginn 10. desember.
Halldór Kristinsson,
Mínerva Kristinsdóttir,
Iðunn Kristinsdóttir, Ágúst Kjartansson,
Jón Kristinsson, Sigrfður Eysteinsdóttir,
Sólveig Kristinsdóttir, Einar Guðmundsson.
t
Útför föður okkar og afa, *
BJARNA E. GUÐMUNDSSONAR
frá Seli, Grfmsnesi,
Hlaðhömrum,
Mosfellsbæ,
verður gerð frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 13. desember kl.
11.00 f.h. Jarösett verður á Mosfelli í Grímsnesi.
Helga Bjarnadóttir,
Björg Bjarnadóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT SAMÚELSDÓTTIR,
Fossvogsbletti 13,
Reykjavík,
er lést á Droplaugarstöðum 6. desember, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. desember kl. 13.30.
Samúel D. Jónsson,
Dóra G. Jónsdóttir,
Stefán Jónsson, Kolbrún Þórðardóttir,
Jón J. Jóhannsson, Steinunn Stefánsdóttir.
t
Faöir okkar, tengdafaðir og afi,
STYRKÁR SVEINBJARNARSON
prentari,
Torfufelli 27,
verður jarðsettur í dag, þriðjudaginn 12. desember, kl. 15.00 í
Fossvogskirkju.
Hrafn Helgi Styrkársson,
Sveinbjörn Styrkársson,
Auður Styrkársdóttir, Svanur Kristjánsson,
Snorri Styrkársson, Kristrún Ragnarsdóttir,
Unnur Styrkársdóttir, Sveinn Bragason,
Herdfs Ditta Styrkársdóttir, Jón Ágúst Reynisson
og barnabörn.
Minning:
Styrkár Sveinbjam-
arson prentari
Fæddur 23. febrúar 1927
Dáinn 2. desember 1989
I dag verður ti! moldar borinn
tengdafaðir minn, Styrkár Svein-
bjarnarson prentari, er lést fyrir ald-
ur fram, 62 ára að aldri. Foreldrar
hans voru Sveinbjöm P. Guðmunds-
son kennari, síðast í Flatey á Breiða-
firði, og seinni kona hans, Margrét
Guðmundsdóttir. Styrkár var við
nám í Héraðsskólanum á Reykjanesi
við Isaíjarðardjúp, lærði setningu í
prentsmiðju Þjóðviljans og lauk
sveinsprófi í faginu árið 1953. Hann
starfaði lengi við iðn sína í prent-
smiðju Þjóðviljans og síðar í prent-
smiðjunni Odda uns kraftar þrutu.
Styrkár var virkur félagi í stéttar-
félagi sínu og einnig í Sameiningar-
flokki alþýðu — Sósíalistaflokknum,
meðan sá flokkur starfaði og síðar
í Alþýðubandalaginu. Hann var einn
af stofnendum ferðafélagsins Úti-
vistar og tók mikinn þátt í starfsemi
þess.
Styrkár kvæntist árið 1949
Herdísi Helgadóttur, Jónssonar hús-
gagnasmiðs og konu hans, Elísabet-
ar Magnúsdóttur. Þau skildú. Börn
þeirra eru: Hrafn Helgi (f. 1949),
búsettur í Svíþjóð; Sveinbjörn (f.
1950), búsettur í Reykjavík; Auður
(f. 1951), maki Svanur Kristjánsson
og eiga þau þijú börn, búsett í
Reykjavík; Snorri (f. 1958), maki
Kristrún Ragnarsdóttir og eiga þau
eitt barn, búsett á Norðfirði; Unnur
(f. 1961), maki Sveinn Bragason og
eiga þau eitt barn, búsett í Dan-
mörkuj Herdís Ditta (f. 1970), maki
Jón Agúst Reynisson, búsett í
Reykjavík.
Ég kynntist Styrká fyrir rúmum
áratug er við Auður dóttir hans hóf-
um sambúð. Nokkru áður hafði ég
gengið í Alþýðubandalagið og fyrstu
áhrifin af kynnum mínum við
tengdaföður minn urðu mjög til að
styrkja mig í þeirri ákvörðun, því
hinn stéttvísi launamaður var ekki
goðsögn heldur raunveruleikinn
sjálfur. A seinni árum virtist mér
hins vegar sem flokkapólitík skipti
tengdaföður minn ekki miklu máli.
Ekki vegna þess að hann hefði skipt
um skoðun — sem fyrr var hann
sannfærður sósíalisti og verkalýðs-
sinni — heldur vegna hins að hann
skynjaði að íslenskt þjóðfélag hafði
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR PÉTURSDÓTTUR,
fyrrum húsmóður á Spítalavegi 8,
síðasttil heimilis á Dvalarheimilinu Hlfð,
Akureyri,
fer fram frá Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 13. desember kl.
13.30.
Margrét Helgadóttir,
Guðrún Helgadóttir,
Pétur Helgason,
Sigurlaug Helgadóttir,
Hallgrímur Helgason,
Björg Helgadóttir,
Páll Helgason,
Jóhann Ingimarsson,
Ása Ásbergsdóttir,
Ragnar Á. Ragnarsson,
Magnús Fr. Sigurðsson,
Bjarney Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
ELÍN ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Svínárnesi,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram.
Jóhann Jónasson, Emilfa Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar
JÓRUNNAR STEFÁNSDÓTTUR,
Hátúni 10.
Hrönn Aðalsteinsdóttir,
Gunnar Bjarnason
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu hlýhug og samúð við
fráfall og útför móðursystur minnar,
STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hvassaleiti 95,
Reykjavík.
Fyrir hönd ættingja hinnar látnu,
Sæmundur Óskarsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall eigin-
manns mfns,
ÁSGRÍMS SIGURÐSSONAR,
Selási 7,
Egilsstöðum.
Guð blessi ykkur öll.
Steinvör Þórarinsdóttir.
breyst; tími hinna hörðu andstæðna,
tími harðrar stéttabaráttu, væri lið-
inn og kæmi ekki aftur.
Ég hygg að Styrkár hafi ekki
saknað þeirrar fortíðar mikið. Landið
var enn fagurt og frítt og enn mátti
ferðast með vinum og félögum, oft
í skipulögðum ferðum með Útivist
en einnig á eigin vegum, og þá ekki
síst með þeim hjónum Guðjóni
Bjarnasyni og Gunni Jónsdóttur og
bróður sínum Asbirni. Styrkár unni
íslandi, náttúru þess, veðrabrigðum
og dýraríki. Sjaldan sá ég hann
sælli en eftir ferðalag, stutt eða
langt, og ekki spillti fyrir ef hrakn-
ingar höfðu verið með í spilinu, t.d.
að ryðja þyrfti slóð fyrir samferða-
menn í hávaðaroki og blindbil.
Tengdafaðir minn bar með sér
margt af hinu besta í fari foreldra-
kynslóðar minnar: Hann var hógvær
maður og vinnusamur, hlýr og um-
burðarlyndur í dómum um menn og
málefni, bókhneigður og fjölfróður
um landið okkar, náttúru þess og
sögu. Styrkár var fáorður um eigin
hag og bar ekki tilfinningar sínar á
torg. Börnum sínum, tengdabörnum
og barnabörnum var hann bundinn
traustum böndum sem ávallt héldu.
Hann brást við áf reisn við áföllum
lífsins, en þungt var reitt til höggs
er sex ára sonarsonur hans og nafni
lést af slysförum fyrir tveimur árum.
Fáum mánuðum síðar tók sig upp
sjúkdómur er hann fyrst kenndi fyr-
ir fjórum árum, og nú var baráttu-
þrekið horfið. Þegar ljóst var að
hveiju stefndi kvaddi tengdafaðir
minn landið sem hann elskaði með
ferð í bifreið sinni norður um land
og á æskuslóðir á Austurlandi þar
sem hann dvaldi síðan hjá syni sínum
Snorra, konu hans Kristrúnu og syni
þeirra og nafna sínum. Þangað hélt
Auður fyrir hálfum mánuði til að
kveðja föður sinn. Hann var sáttur
við allt og alla og líka sáttur við að
deyja, farinn að kröftum og heilsu.
Að kvöldi 1. desember lagðist hann
til svefns og hlakkaði til næsta dags
því þá var von á tveimur barna hans
í heimsókn. Hann vaknaði ekki að
morgni og lést 2. desember, sama
dag og nafni hans var borinn til
hvíldar fyrir tveimur árum. í dag
verður Styrkár Sveinbjarnarson
jarðsettur við hlið nafna síns í Foss-
vogskirkjugarði.
Við söknum þeirra.
Svanur Kristjánsson
Blómastofa
Frídfínm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sfmi 31099
Opið öli kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.