Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990
45
Mikil vægur viðauki við bæklinginn
„ Aðstaða til laxahafbeitar á íslandi“
eftirBjörn
Jóhannesson
í bæklingnum „Aðstaða til laxa-
hafbeitar á Islandi“ rekur höfundur
þessa greinarstúfs helstu þættina
sem talið er að tryggi sem bestar
endurheimtur laxa af hafi. Er það
mat hans, að Líffræðistofnun Há-
skólans undir stjórn Loga Jónsson-
ar sé vel í stakk búin til að greiða
úr örfáum spurningum sem enn
er ekki að fullu svarað. En af
ókunnugleika hefur höfundur þess-
arar greinar sést að mestu leyti
yfir einn framleiðsluþátt sem getur
reynst afdrifaríkur. Viðfangsefnið
varðar svokallað „afsilfrun" laxa-
seiða.
Seiðaeldismönnum er vel kunn-
ugt um, að sjógönguseiði þurfa að
„silfrast“ (verða silfurgljáandi með
svartar uggarendur) áður en þau
þola fulla sjávarseltu (um 34%o)
og sækja þá jafnframt í að komast
til sjávar. Það er einnig alkunna
að fullsilfi'uð seiði „afsilfrast“, eða
glata hæfileikanum til að þola full-
saltan sjó og þar með lönguninni
til að sækja til hafs, sé þeim hald-
ið of lengi í fersku vatni.
í þessu sambandi skortir okkur
svör við 2 mikilvægum spurning-
um: Fyrri spurningin eða fyrra
vandkvæðið hljóðar svo: Hve lengi
geta silfruð seiði dvalist í fersku
vatni án þess að „afsilfrast" eða
glata hæfileikanum til að þola full-
saltan sjó? Raunar má búast við
að slík tímalengd sé háð hita eldis-
vatnsins að einhverju leyti. Einnig
benda skoskar rannsóknir til þess
að slík tímalengd sé háð eldissögu
seiðanna. Á bls. 17 í umræddum
bæklingi er getið niðurstöðu þeirra
Langdon og Thorpe, þar sem 2+
seiði (2ja sumra seiði í eldi) sýndu
fullt seltuþol um 7 vikna bil, frá
því snemma í mái og þar til seint
í júní, en 1+ seiði (1 sumars seiði
í eldi, eins og flest íslensk seiði
eru) sýndu fullt seltuþol aðeins um
2ja vikna skeið, frá því seint í
maí. En ekkert er fyrirfram vitað
um það, hve lengi fullsilfruð íslensk
seiði „endast“ áður en þau „afsilfr-
ast“. Á það ber að leggja áherslu,
að hér ræðir um fulla sjávarseltu,
um það bil 34%o. Afsilfruð seiði
þrífast vel í fersku vatni og í blöndu
sem er allt að 10%o sölt.
Seinna vandkvæðið er þetta:
„Afsilfruð" seiði bera áfram
óbreytt ytri einkenni seiðanna er
þau urðu fyrst silfruð. Skoski
vísindamaðurinn Dr. Thorpe hefur
í bréfi til mín skýrt þetta atriði.
Af þessu er ljóst að orðið „afsilfr-
un“ er óheppilegt og villandi, þar
sem slík „afsilfrun" er ekki sýni-
leg. Hentugra myndi að taka upp
hinar alþjóðlegu orðmyndanir
„smoltun", að „smolta" og að „afs-
molta“. Þar sem hvorki er vitað
hve lengi „silfruð" seiði endast
áður en þau „afsilfrast“, né heldur
má greina slíkar breytingar af út-
liti seiðanna, er óhjákvæmilegt að
ákvarða eða meta seltuþol með
líffræðilegum eða efnafræðilegum
aðferðum. Er hér enn vísað til
Líffræðistofnunar Háskólans um
slíkt mat. Sjá einnig bls. 17 í um-
ræddum bæklingi og ritgerðir 42
og 45 í ritskrá bæklingsins. Það er
í öllum tilvikum nauðsynlegt að
ganga úr skugga um það, hvort
seiði sem verið er að sleppa til sjáv-
ar séu viðhlítandi seltuþolin. Ann-
ars er sleppingin að mestu unnin
fyrir gýg.
XJöfðar til
-TI fólks í öllum
starfsgreinum!
Þá má vekja athygli á „gildru“
sem getur borið að vegna eftirfar-
andi seiðameðferðar. Það er hald
sumra hafbeitarmanna að skyn-
samlegt muni að fara eftir þeirri
(norsku) reglu að sleppa göngu-
seiðum ekki til sjávar fyr en hiti
þar er minnst 6°C. Þetta er að
sjálfsögðu saklaust ef sleppiseiðin
hafa verið alin við fulla sjávarseltu
(34%o). Hafi þau hins vegar verið
alin í fersku eða- lítið söltu vatni
(minna en 10%o söltu), kann svo
að vera að þau séu „afsmoltuð"
þó að útlitið bendi til fullrar silf-
runar. Þannig „afsmoltuð“ seiði
drepast séu þau sett í fullsaltan
sjón.
Loks skal í þessu sambandi vísað
til álitlegustu hafbeitarstöðva
landsins, Ólafsijarðarvatns og
Hraunsíjarðar á Snæfellsnesi. Um
fyrrnefnda staðinn má segja, að
þar sé kjörstaða. Seiðin hverfa þar
niður í fullsalt undirlag vatnsins
og svo er þar einnig ákjósanlegur
hiti. Um Hraunsfjörð gildir hið
sama að því leyt-i, að sjógönguseiði
þurfa að þola fulla sjávarseltu áður
en þeim er sleppt til hafs. Vegna
ókunnugleika á aðstöðunni reyni
ég ekki að spá um það hvernig að
skuli staðið. En eflaust myndi
æskilegt að ala þar gönguseiði í
kvíum fyrir sleppingu í fullsöltum
sjó um nokkurt skeið, þótt hitaskil-
yrði séu ekki eins hagstæð og í
Ólafsfirði.
„Hve lengi geta silfruð
seiði dvalist í fersku
vatni án þess að „af-
silfrast“ eða glata hæfi-
leikanum til að þola
fullsaltan sjó?“
Höfundur mun sjá til þess að
ljósrit af þessari grein berist þeim
bókaverelunum sem annast sölu á
bæklingnum „Aðstaða til laxahaf-
beitar á íslandi."
Höfundur er verkfræðingur og
fyrrum starfsmaður Sameiuuðu
þjóðanna.
Björn Jóhannesson
Pú mnnfmrist um
að bragða áþví
1 eina og hálfa öld hefur pastað frá Buitoni verið ómissandi
á ítölskum heimilum. Nú er það komið í verslanir hérlendis
og þar bíða þín fjölmargar tegundir af þessu ljúffenga pasta.
Nýttu þér uppskriftir okkar til að matreiða gómsæta
Buitoni- p astar étti.
guitoni
Ekta Ítalskt Pasta
Gunnar Kvaran hf Vatnagörðum 22 104 Reykjavík súni S 37 88