Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 45 Mikil vægur viðauki við bæklinginn „ Aðstaða til laxahafbeitar á íslandi“ eftirBjörn Jóhannesson í bæklingnum „Aðstaða til laxa- hafbeitar á Islandi“ rekur höfundur þessa greinarstúfs helstu þættina sem talið er að tryggi sem bestar endurheimtur laxa af hafi. Er það mat hans, að Líffræðistofnun Há- skólans undir stjórn Loga Jónsson- ar sé vel í stakk búin til að greiða úr örfáum spurningum sem enn er ekki að fullu svarað. En af ókunnugleika hefur höfundur þess- arar greinar sést að mestu leyti yfir einn framleiðsluþátt sem getur reynst afdrifaríkur. Viðfangsefnið varðar svokallað „afsilfrun" laxa- seiða. Seiðaeldismönnum er vel kunn- ugt um, að sjógönguseiði þurfa að „silfrast“ (verða silfurgljáandi með svartar uggarendur) áður en þau þola fulla sjávarseltu (um 34%o) og sækja þá jafnframt í að komast til sjávar. Það er einnig alkunna að fullsilfi'uð seiði „afsilfrast“, eða glata hæfileikanum til að þola full- saltan sjó og þar með lönguninni til að sækja til hafs, sé þeim hald- ið of lengi í fersku vatni. í þessu sambandi skortir okkur svör við 2 mikilvægum spurning- um: Fyrri spurningin eða fyrra vandkvæðið hljóðar svo: Hve lengi geta silfruð seiði dvalist í fersku vatni án þess að „afsilfrast" eða glata hæfileikanum til að þola full- saltan sjó? Raunar má búast við að slík tímalengd sé háð hita eldis- vatnsins að einhverju leyti. Einnig benda skoskar rannsóknir til þess að slík tímalengd sé háð eldissögu seiðanna. Á bls. 17 í umræddum bæklingi er getið niðurstöðu þeirra Langdon og Thorpe, þar sem 2+ seiði (2ja sumra seiði í eldi) sýndu fullt seltuþol um 7 vikna bil, frá því snemma í mái og þar til seint í júní, en 1+ seiði (1 sumars seiði í eldi, eins og flest íslensk seiði eru) sýndu fullt seltuþol aðeins um 2ja vikna skeið, frá því seint í maí. En ekkert er fyrirfram vitað um það, hve lengi fullsilfruð íslensk seiði „endast“ áður en þau „afsilfr- ast“. Á það ber að leggja áherslu, að hér ræðir um fulla sjávarseltu, um það bil 34%o. Afsilfruð seiði þrífast vel í fersku vatni og í blöndu sem er allt að 10%o sölt. Seinna vandkvæðið er þetta: „Afsilfruð" seiði bera áfram óbreytt ytri einkenni seiðanna er þau urðu fyrst silfruð. Skoski vísindamaðurinn Dr. Thorpe hefur í bréfi til mín skýrt þetta atriði. Af þessu er ljóst að orðið „afsilfr- un“ er óheppilegt og villandi, þar sem slík „afsilfrun" er ekki sýni- leg. Hentugra myndi að taka upp hinar alþjóðlegu orðmyndanir „smoltun", að „smolta" og að „afs- molta“. Þar sem hvorki er vitað hve lengi „silfruð" seiði endast áður en þau „afsilfrast“, né heldur má greina slíkar breytingar af út- liti seiðanna, er óhjákvæmilegt að ákvarða eða meta seltuþol með líffræðilegum eða efnafræðilegum aðferðum. Er hér enn vísað til Líffræðistofnunar Háskólans um slíkt mat. Sjá einnig bls. 17 í um- ræddum bæklingi og ritgerðir 42 og 45 í ritskrá bæklingsins. Það er í öllum tilvikum nauðsynlegt að ganga úr skugga um það, hvort seiði sem verið er að sleppa til sjáv- ar séu viðhlítandi seltuþolin. Ann- ars er sleppingin að mestu unnin fyrir gýg. XJöfðar til -TI fólks í öllum starfsgreinum! Þá má vekja athygli á „gildru“ sem getur borið að vegna eftirfar- andi seiðameðferðar. Það er hald sumra hafbeitarmanna að skyn- samlegt muni að fara eftir þeirri (norsku) reglu að sleppa göngu- seiðum ekki til sjávar fyr en hiti þar er minnst 6°C. Þetta er að sjálfsögðu saklaust ef sleppiseiðin hafa verið alin við fulla sjávarseltu (34%o). Hafi þau hins vegar verið alin í fersku eða- lítið söltu vatni (minna en 10%o söltu), kann svo að vera að þau séu „afsmoltuð" þó að útlitið bendi til fullrar silf- runar. Þannig „afsmoltuð“ seiði drepast séu þau sett í fullsaltan sjón. Loks skal í þessu sambandi vísað til álitlegustu hafbeitarstöðva landsins, Ólafsijarðarvatns og Hraunsíjarðar á Snæfellsnesi. Um fyrrnefnda staðinn má segja, að þar sé kjörstaða. Seiðin hverfa þar niður í fullsalt undirlag vatnsins og svo er þar einnig ákjósanlegur hiti. Um Hraunsfjörð gildir hið sama að því leyt-i, að sjógönguseiði þurfa að þola fulla sjávarseltu áður en þeim er sleppt til hafs. Vegna ókunnugleika á aðstöðunni reyni ég ekki að spá um það hvernig að skuli staðið. En eflaust myndi æskilegt að ala þar gönguseiði í kvíum fyrir sleppingu í fullsöltum sjó um nokkurt skeið, þótt hitaskil- yrði séu ekki eins hagstæð og í Ólafsfirði. „Hve lengi geta silfruð seiði dvalist í fersku vatni án þess að „af- silfrast“ eða glata hæfi- leikanum til að þola fullsaltan sjó?“ Höfundur mun sjá til þess að ljósrit af þessari grein berist þeim bókaverelunum sem annast sölu á bæklingnum „Aðstaða til laxahaf- beitar á íslandi." Höfundur er verkfræðingur og fyrrum starfsmaður Sameiuuðu þjóðanna. Björn Jóhannesson Pú mnnfmrist um að bragða áþví 1 eina og hálfa öld hefur pastað frá Buitoni verið ómissandi á ítölskum heimilum. Nú er það komið í verslanir hérlendis og þar bíða þín fjölmargar tegundir af þessu ljúffenga pasta. Nýttu þér uppskriftir okkar til að matreiða gómsæta Buitoni- p astar étti. guitoni Ekta Ítalskt Pasta Gunnar Kvaran hf Vatnagörðum 22 104 Reykjavík súni S 37 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.