Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
Betur má
ef duga skal
Bækur
Eðvarð Ingólfsson
Bjarni Dagsson:
Ófrísk - af hans völdum.
Slqaldborg 1990.
íslenskir rithöfundar sem hafa
lagt fyrir sig að semja unglinga-
sögur úr nútímasamfélagi hafa
verið teljandi á fingrum annarrar
handar undanfarin ár. Þess vegna
vekur það dálitla forvitni þegar
nýr höfundur kveður sér hljóðs á
þessu sviði og menn hugsa sem
svo: Hvað skyldi hann hafa fram
að færa?
Fyrsta bók Bjama Dagssonar
fjallar um sextán ára strák,
Gumma, sem fær draum sinn upp-
fylltan er honum býðst að leika
með alvöruhljómsveit á dansleikj-
um hér og hvar um landið. Hróður
hennar fer víða og undir lok sög-
unnar er henni boðið að spila á
útisamkomu í Atlavík. Þar hittir
Gummi stelpu sem hann hefur
kynnst lítillega áður og er hrifinn
af. „Saklaus atlot þeirra urðu
skyndilega að meiru“ og nokkrum
vikum eftir Atlavíkurhátíðina
hringir stelpan snöktandi og til-
kynnir honum að hún sé ólétt!
Sagan endar á því að Gummi hugs-
ar með sjálfum sér: „Ólétt af hans
völdum!“ Punktur og basta!
Ég get ekki dregið dul á það
að þessi saga veldur nokkrum von-
brigðum. I raun er ekki tekið á
nokkrum sköpuðum hlut. Atburða-
rásin er alltof hröð og yfirborðsleg
— og söguna vantar alla dýpt. Hún
er rituð eins og um annál sé að
ræða. Persónumar eru fjarlægar;
við fáum lítið að kynnast þeim og
höfum þess vegna enga samúð
með þeim. Það hefði styrkt söguna
til muna ef einhver raunveruleg
átök hefðu átt sér stað í henni.
Loksins þegar góð flækja virðist
í uppsiglingu með óvæntum ólétt-
utíðindum þá er klippt á söguþráð-
inn. Við fáum ekki meira að heyra.
Lesandinn spyr sjálfan sig: Hvern-
ig ber að skilja lokaorðin? Var
Gummi upp með sér yfir því að
stelpa, sem hann hafði aðeins
þekkt í nokkrar klukkustundir, var
ófrísk eftir hann — eða var hann
miður sín yfir fréttunum? Hvemig
ætluðu þau að taka á þessum
vanda? Ymsum grundvallarspum-
ingum er ekki svarað.
Ekki bætir úr skák að málfar
er víða afleitt. Dæmi: „Gummi var
þó alveg til í slíkt væri hann viss
um að það bæri einhvern árangur
í för með sér.“ (Bls. 75) Og nokkr-
ÚT ER komin hjá Máli og menn-
ingu bókin Hraunhellar á íslandi
eftir Björn Hróarsson.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„í bókinni er öllum þekktum
íslenskum hraunhellum lýst, sagt
er frá myndun þeirra, varðveislu
og sérkennum og meðal annars
gripið niður í sagnir um hellisbúa
fyrri tíðar. Þá hefur bókin að geyma
kort af mörgum hellum og mikinn
fjölda litljósmynda eftir höfundinn.
Höfundurinn, Björn Hróarsson,
er jarðfræðingur sem stundað hefur
hellarannsóknir í tæpan áratug og
er bókin afrakstur þeirrar vinnu.
Bjöm er einn af forsprökkum Hella-
rannsóknafélags íslands og hefur
hann hlotið viðurkenningu á al-
þjóðavettvangi fyrir hellaljósmyndir
sínar.“
Bókin er 174 bls., prentuð í
Prentsmiðjunni Odda hf. Margrét
E. Laxness hannaði kápu, útlit bók-
arinnar og kort.
um setningum neðar: „... vegna
náins sambands hans og Svölu
sem allt að því bjó orðið heima
hjá honum.“ Það hefði þurft að
fá fólk með góða íslenskukunnáttu
til að lesa handritið og leiðbeina
höfundi. Útgefandi er síður en svo
saklaus. Hann ber aðalábyrgð á
prófarkalestrinum og að þessu
sinni hefur hann ekki staðið sig
sem skyldi. Við fyrri lestur bókar-
innar hnaut ég um hvorki færri
né fleiri en 34 prentvillur; á tveim
stöðum vantaði orð inn í setningar
og þrjár málvillur sá ég. Og var
ég þó alls ekki að leita sérstaklega
að þessu.
Það er leiðinlegt að þurfa að
veita nýjum höfundi þessar viðtök-
ur. Hann hefur áreiðanlega ritað
bókina í góðri trú. Hugmynd hans
er að sumu leyti góð en kallar á
betri úrvinnslu. Það er neisti í sög-
unni; á því leikur enginn vafi.
Að lokum er svo rétt að hrósa
höfundi sérstaklega fýrir þá ein-
örðu afstöðu sem hann tekur gegn
vímuefnanotkun ungmenna.
Björn Hróarsson
Bók um hraunhella
Fyrsta ástín
__________Bækur________________
Eðvarð Ingólfsson
Titill: Ég elska þig.
Höf.: Guðbergur Bergsson, Guð-
mundur Andri Thorsson, Magnea
J. Matthíasdóttir, Nína Björk
Arnadóttir, Olga Guðrún Árna-
dóttir, Ólafur Haukur Símonar-
son, Ólafur Gunnarsson, Sigurð-
ur A. Magnússon og Stefanía
Þorgrímsdóttir.
Útg.: Forlagið 1990.
Níu þjóðkunnir rithöfundar
skrifa hér smásögur um „fyrstu
ástina“. Sumar þeirra bera það
sterklega með sér að þeir gætu
verið að endurvekja og umskapa
löngu liðna atburði í eigin lífi — en
erfitt er að glöggva sig á öðrum;
þær gætu verið hreinn skáldskapur.
Hvort heldur er skiptir ekki máli
því að hér er dregin upp nokkuð
trúverðug mynd af reynsluheimi
æskufólks.
Sögur þessar gerast á ýmsum
tímum og ræðst það af aldri höfund-
anna. Fjallað er um ár mikilla til-
fínninga og innri baráttu, leit ungl-
ingsins að sjálfsmynd. Stutt er á
milli gleði og sorgar, beiskju og
blíðu, ástar og haturs. Hér er tekist
á um margt.
Smásagan Ástarþríleikur sker
sig að mörgu leyti úr. Hún gerist
rétt fyrir upphaf seinni heimsstyij-
aldar. Eymd kreppuáranna hafði
dregið skörp skil milli fólks eftir
efnum þess og ástæðum. Fátækt
söguhetjunnar er sem Berlínarmúr
milli hans og tveggja fyrstu stelpn-
anna sem hann ber sterka ástarþrá
til. Þær gera ekki svo lítið sem
senda honum augnatillit, þurfal-
ingnum. Ástardraumarnir rekast
þar á grimman og miskunnarlausan
veruleikann. Drengurinn kynnist
þeim ljúfsáru kvölum sem óendur-
goldinni ást eru samfara.
I annarri sögu, sem gerist nær
samtímanum, komu hins vegar
hvorki stéttamúrar né fordómar í
veg fyrir kynni elskenda. Aðalsögu-
hetjan, sem er kvenmaður, kynntist
fyrstu ástinni á útimóti um verslun-
armannahelgi og hvorugt þeirra
vissi hvað hitt hét því að „elskendur
þarfnast ekki nafna“ — en það er
einmitt heiti sögunnar. Þetta ástar-
ævintýri, sem kom og fór með versl-
unarmannahelginni, greyptist til
lífstíðar í hjarta söguhetjunnar.
Sögumenn leggja misjafnan
skilning í hugtakið ást. Aðalpersón-
an í La Dolce Vita átti sér aðeins
eitt markmið: Að losa sig við svein-
dóminn — og gilti einu hvort fórnar-
lambið væri siðfáguð stúlka eða
vændiskona. Þar er „egóið“ í önd-
vegi. í síðustu sögú bókarinnar,
Fyrstu ástinni, er allt annað uppi á
teningnum og þroskaðri skilningur
á þessu margræða hugtaki. Sögu-
maður kemst að þeirri niðurstöðu
að það að elska er að vera á ein-
hvern hátt lostinn svo myrkum og
djúpum einmanaleika að vit og aðr-
ar mannlegar tilfinningar verða að
mestu vamarlausar gegn því sem
elskað er.
í bókinni leggja snjallir höfundar
sitt lóðið hver á vogaskálarnar.
Þeir eiga auðvelt með að búa til
skemmtilegar fléttur og lokka les-
andann þannig inn í söguheim sinn.
Það er ósanngjarnt að gera upp á
milli þeirra. Hver saga er heimur
út af fyrir sig.
Það eina, sem mér finnst að-
finnsluvert við bókina þegar á þeg-
ar á heildina er litið, er það hvað
undirtónninn er háalvarlegur í
mörgum af þessum sögum. Gleði
og gáski fá þar lítið rúm en það
eru þættir sem æskunni em hug-
leiknir ekki síður en alvaran.
Hér er sannarlega ekki um nein-
ar afþreyingarsögur að ræða. Efni
bókarinnar er vel ígmndað, samið
af þroskuðu, fullorðnu fólki er lítur
um öxl og virðir fyrir sér fyrstu
sporin á hálli braut unglingsáranna
og allt er baðað í ljósi minninganna.
Mesti kostur bókarinnar er sá
að aðalsöguhetjumar horfast í augu
við sjálfar sig, kosti sína og galla.
Þær kenna ekki öðrum um ófarir
sínar, reyna ekki að réttlæta sig.
Þær koma til dyranna eins og þær
era klæddar. Þess vegna á bókin
erindi við unglinga á öllum aldri.
Gul tónleikaröð Sinfóníuhljómsveitarinnar:
Bryndís Halla Gylfa-
dóttir leikur einleik
eftir Rafn Jónsson
í haust var Bryndís Halla
Gylfadóttir ráðin fyrsti knéfiðlu-
leikari _Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands. Á tónleikum hljómsveitar-
innar í Háskólabíói kl. 20.00
fimmtudaginn 6. desember, þreyt-
ir hún frumraun sína sem einleik-
ari í konsert fyrir knéfiðlu eftir
Robert Schumann. Hljómsveitar-
stjóri verður Petri Sakari, aðal-
hljómsveitarstjóri. Auk konserts-
ins verða flutt Hughreysting (fyr-
ir strengi) eftir Jón Leifs og sin-
fónía nr. 5 eftir Anton Bruckner.
Tónskáldin og verk þeirra
Jón Leifs fæddist árið 1899 og
lést 1968. Hann stundaði tónlist-
amám í Þýskalandi og er með
þekktustu tónskáldum sem ís-
lendingar hafa átt. Tónlist hans
hefur þó ekki alltaf átt upp á
pallborðið hjá gagnrýnendum og
almenningi erlendis, en á síðustu
árum hefur orðið nokkur breyting
þar á og má t.d. benda á Svíþjóð
þar sem ýmsir eru að vakna til
vitundar um mikilvægi hans í tón-
listarsögunni. Vorið 1989 voru
haldnir sérstakir tónleikar í tilefni
100 ára ártíðar hans.
Schumann samdi konsertinn
fyrir knéfiðlu í Dusseldorf á 2
vikum í október árið 1850, en
þangað var hann nýfluttur frá
Dresden til að taka við starfi tón-
listarstjóra borgarinnar. Konsert-
inn var þó ekki frumfluttur fyrr
en í Leipzig árið 1860, eða 4 ámm
eftir dauða Schumanns.
Konsertinn er ekki í anda
gömlu klassísku meistaranna,
heldur sótti hann, eins og Chopin,
fyrirmyndina frekar í verk
Hummels og Moscheles fremur
en Mozarts og Beethovens.
Schumann lýsir sjálfur konsertin-
um sem „konsertstykki fyrir kné-
fíðlu með hljómsveitarundirleik".
Þegar Schumann samdi kon-
sertinn hafði hann um nokkurra
ára skeið átt við geðræn vanda-
mál að stríða. Andlegri heilsu
hans hrakaði hratt eftir 1850 og
eftir misheppnaða sjálfsmorðstil-
raun 1854 var hann lagður inn á
geðveikrahæli þar sem hann lést
1856, 46 ára að aldri. Schumann
var einn af frumheijum ró-
mantísku stefnunnar, bæði í eigin
tónsmíðum og ekki síður í rituðu
máli. Hann var ritstjóri „Die neue
Zeitschrift fiir Music“ 1834—
1844 og birti þar margar greinar
(undir ýmsum nöfnum) þar sem
hann hrósaði tónlist tónskálda
eins og Chopins, Berlioz, Schu-
berts o.fl.
Anton Bruckner fæddist í smá-
þorpi í Austurríki árið 1824. Fað-
ir hans var kennari og Bruckner
fetaði í fótspor hans. Hann naut
ekki formlegrar tónlistarmennt-
unar framan af og það var ekki
fyrr en 1856, er hann varð orgel-
leikari við dómkirkjuna í Linz, að
hann fór að líta á sjálfan sig sem
tónlistarmann frekar en kennara.
Fram að þeim tíma hafði mestöll
tónlistarmenntun hans falist í
sjálfsnámi.
Árið 1868 er Brackner skipaður
prófessor við „konservatoríið" í
Vín, auk þess sem hann er út-
nefndur hirð-organisti. í Vín
samdi hann flestar sinfóníur sínar,
en auk kórverka voru þær uppi-
staðan í tónsmíðum hans. Bruckn-
er sætti mikilli gagnrýni fyrir sin-
fóníur sínar. Hljómsveitir neituðu
að flytja sinfóníurnar, t.d. neitaði
Fílharmóníuhljómsveitin í Vín að
flytja 1. sinfóníuna þar sem hún
þótti of „villt og djörf“, þeim þótti
2. sinfónían vera „rugl“ og „óspil-
anleg“. Ákveðnir gagnrýnendur
lögðu Bruckner í einelti (sérstak-
lega eftir að hann tileinnkaði 3.
sinfóníu sína Wagner) og Bruckn-
er, sem að upplagi var óöruggur
með sjálfan sig, tók þessu mót-
læti illa. Hann fór að umrita sin-
fóníur sínar, hvattur af „vinum
og velunnurum", með þáð í huga
að gera þær aðgengilegri fyrir
hljómsveitir og almenning. Þessar
umritanir urðu sjaldnast til góðs.
Það voru þó alltaf einhveijir
sem sáu snilligáfu Bruckners, t.d.
Mahler sem var viðstaddur frum-
flutning 3. sinfóníunnar og með
tímanum áttuðu æ fleiri sig á því
hversu mikið var spunnið í
Bruckner. Síðustu æviár sín naut
Bruckner almennrar viðurkenn-
ingar fyrir verk sín og í dag era
flestar sinfóníurnar fluttar í uppr-
unalegu útgáfunum.
Bruckner samdi 5. sinfóníu sína
á árunum 1875—1877, en hún var
ekki framflutt fyrr en í Graz árið
1894. Sakir veikinda gat Brackn-
er ekki verið viðstaddur frum-
flutninginn og hafði hann því aldr-
ei heyrt sinfóníuna þegar hann
lést í Vín árið 1896.
Einleikarinn
Bryndís Halla Gylfadóttir var
sl. haust ráðin 1. knéfiðluleikari
Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún
stundaði tónlistarnám í Barna-
músíkskólanum og Tónlistarskóla
Kópavogs í nokkur ár, uns hún
flutti með foreldram sínum til
Halifax í Kanada. Þar stundaði
hún frekara tónlistarnám í fimm
ár. Þegar heim kom hélt hún
áfram námi í Tónlistarskólanum
í Reykjavík og lauk einleikara-
prófi 1984 hjá Gunnari Kvaran.
Hún hélt til framhaldsnáms í New
England Conservatory of Music í
Boston í Bandaríkjunum og út-
skrifaðist þaðan með master-
gráðu. í fyrra stundaði hún nám
hjá einkakennara í Hollandi uns
hún kom heim í vor. Bryndís
Halla hefur haldið tvenna einleiks-
tónleika hér, 1988 og 1989, auk
þess sem hún hefur leikið einleik
og með kammersveitum í Kanada,
Bandaríkjunum og Hollandi.
Höfundur er kynningarfuHtrúi
Sinfóníuhljómsveitarinnar.