Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Æviskýrsla lögreglumanns Bókmenntir ErlendurJónsson Kristján Pétursson: MARGIR VILDU HANN FEIGAN. 230 bls. Bókaútgáfan Skjaldborg hf. 1990. »Niðurstaðan varð sú að enda þótt um endurminningar væri að ræða kaus ég að skrifa þær að hluta til í skáldsöguformi en byggja samt á staðreyndum úr lífi mínu sem lögreglumanns,« segir Kristján Pét- ursson í formála. Við lesturinn skýr- ast þessi orð. Nöfnum er breytt. Um annað var víst ekki að ræða. En þar að auki er talsverður hluti hvers þáttar skráður í samtals- formi. Og það er vitanlega skáld- skapur. Enginn man frá orði til orðs þrjátíu fjörutíu ára gömul samtöl, í mesta lagi eitt og eitt til- svar. Samtölin setja verulegan svip á textann. Kristján er maður ritfær í besta lagi. Hins vegar er hann ekki vanur að skrifa samtöl. Að minni hyggju hefði frásögnin orðið áhrifaríkari ef hann hefði samið þetta meira sem beina frásögn, þó flotið hefði með eitt og eitt tilsvar sem hann kann að muna orðrétt. Því nóg eru frásagnarefnin. Ekki vantar það. Þetta er á við þijátíu skammta af Derrick. Munurinn er þó sá að sakamálaþættirnir þýsku eru skáldskapur frá rótum en hér blasir við hrollkaldur veruleikinn. Kristján ólst upp í fámennri sveit við einfalda lífshætti þar sem krafan um heiðarleika, réttlæti og hjálpsemi var í heiðri höfð. Þessar dygðir hafði hann síðan að leiðar- ljósi sem lögreglumaður. Því lög- reglumaður gerðist hann ekki að- eins að starfi, heldur einnig að hug- sjón. Hann vann ekki aðeins tilskil- inn tíma samkvæmt klukku. Tóm- stundum sínum varði hann flestum til starfsins kauplaust! Og þannig náði hann þeim frábæra árangri sem í minnum er hafður. Hann fór til New York til að læra af lögregl- unni þar. Þar gildir 'reglan að verða fyrri til að skjóta. Kristján mátti fylgjast með — sem áhorfandi. En þess háttar statistahlutverk hentaði ekki íslendingnum. Fyrr en varði var hann sjálfur tekinn að upplýsa mál og láta hendur standa fram úr ermum — í bókstaflegum skiln- ingi! Einnig heimsótti hann Scot- land Yard þar sem starfshættirnir reyndust öðruvísi og viðhorfin til lögreglustarfsins annars konar en í Ameríku. Einnig þangað hafði hann sitthvað að sækja. Undirbún- ingur hans til starfsins gat því varla betri verið. En yfirmönnunum hér heima féllu ekki alls kostar vinnubrögð þessa manns. í fyrsta lagi gerði hann sér aldrei mannamun. Og það kann sjaldan góðri lukku að stýra í þjóðfélagi kunningskaparins! í öðru lagi fór hann stundum króka- leiðir að úrlausnarefnunum, beitti jafnvel smábrögðum ef því var að skipta. Störf hans utan vinnutíma voru sömuleiðis litin hornauga. Þeg- ar öll kurl komu til grafar var hann 'síst alls sá auðsveipi undirmaður sem margur yfirmaðurinn kýs sér. Allt var þetta illa þolað þrátt fyrir frækilegan árangur í starfi. Svo fór að yfirmennirnir þráðu það heitast að losna við manninn en — brast hins vegar kjark til að reka hann hreinlega! Kristján leitast ekki við að útskýra það kjarkleysi. Skýring- in mun þó liggja nokkuð ljós fyrir ef grannt er skoðað. Kristján lét nefnilega oft til sín heyra á þessum • árum. Blaðaskrif hans vöktu veru- lega athygli. Hann var í raun þjóð- kunnur maður. Fullyrða má að hann hafi notið almennrar samúðar, ekki aðeins vegna þess árangurs sem hann náði í starfinu heldur einnig sakir réttarfarshugmynda sinna sem mjög fóru saman við almennar skoðanir í þann tíð, og vonandi enn. Fjársvikamál voru þá allt að daglegt brauð. Að vísa á brott manninum sem reynst hafði hvað ötulastur að koma upp um ósómann hefði litið grunsamlega út svo ekki sé meira sagt! Kristján fékk því að sitja. En að lokum var honum orðið svo illa sætt að hann kaus að hverfa Kristján Pétursson á brott um stundar sakir, eða þar til honum bauðst að gerast deildar- stjóri í tollinum á Keflavíkurflug- velli. En þar má segja að hann tæki upp þráðinn þar sem frá var horfið. Því þá var svo komið að mörg alvarlegustu sakamálin komu einmitt til kasta þeirrar stofnunar. Saga Kristjáns er engin alhliða úttekt á íslensku þjóðlífi. En hún lýsir vel efstu og neðstu þrepum samfélagsstigans. Reynsla Krist- jáns er sérstæð, að minnsta kosti frá sjónarhóli meðalborgarans séð. Sjálfur er hann enginn meðalmað- ur. Hann kynnir sig sem forvitinn mann og tilfinninganæman. í lög- reglumannsstarfi kann hið fyrrtalda Bakhúsið tískuvörwerslun Blómahöllin blóm og gjofovörur Bræðraborg söluturn BúnaÓarbanki íslands Byigjan hórgreiöslustofa og snyrtivöruverslun Doja tiskuverslun Filman Ijósmyndavörur og framköllun Gleraugnoverslun Benedikts Hans og Gréta bamafatoverslun Verslunin Inga tisku-, vefnaðar- og gjafavora íslondsbanki Klvkknn úr, klukkur og skartgripir Kópavogs Apótek Mamma Rósa vertingastaður verslana- og þjónustumiðstöð í hiarta Kópavogs TAKTU ÞATT í LEITINNIAÐ JÓIA-BOMBUNNI! Við „felumu þrjár 5.000 kr. jóla-bombur í jafn mörgum verslunum í Hamraborginni hvern laugardag í desember. Gerðu jólainnkaupin spennandi. Komdu í Hamraborgina og ef til vill verður heppnin með þér. OpiÖ alla laugardaga Pú færð allt til jólahaldsins í Hamraborgmni, Kópavogi NÆG OKEYPIS BILASTÆÐI! ffmm HAMRAB0RG „Allt ó einum staÖ" Mólý honnyrðaverslun Nóatún nýfenduvöruverslun Óli Prik skyndibitastaSur Rfltvís ferioskrifstofa Sevilla rakorastofa Skóverslun Kópavogs Sólarland sólboisstafa Sportbúð Kópavogs Sveinn Bakari Teleffaxbúðin Tónborg hljómplötur og gjotavörur Vedfl bókoversiun VídeómarkaÓurinn VIS Vófryggingofólag Islands að þykja gagnlegt, en tæpast hið síðartalda. Má um hann segja eins og sagt var um breskan leynilög- reglumann að »spenna og áhætta virðist honum í blóð borin«. En vegna þessara samtvinnuðu eigin- leika varð starfið honum snöggtum meira en venjulegt brauðstrit. Það varð honum ástríða. Slík var bar- áttugleðin að hann gat naumast hugsað sér annað en fullnaðarsigur í hveiju máli. Oft lagði hann sig í verulega hættu. Titillinn: Margir vildu hann feigan — er ekki valinn út í hött! En alltaf slapp Kristján. Heppni má kalla það. Og þó öllu heldur farsæld. Að loka augunum fyrir óréttlæti jafngilti því að fremja það sjálfur í bændaþjóðfélaginu gamla. Sú til- finning sýnist einatt hafa vakað fyrir Kristjáni í starfi hans. Þess vegna átti hann til að blanda sér í mál þó þau heyrðu ekki beint undir stofnun hans. Og þess vegna rækti hann starf sitt af slíkum eldmóði að til einsdæma má telja. Þessi æviskýrsla Kristjáns kemur fyrir sjónir eins og hrópandi mót- sögn alls þess sem fyrirmenn mæla hér á hátíðum og tyllidögum. Fram kemur að í hópi þeirra, sem brotleg- ir gerðust á lögreglumannsferli hans, voru ekki aðeins frúr og for- standsmenn heldur líka hávaðasam- ir vandlætarar. Þrátt fyrir hávaða þeirra sjálfra var ekki alltaf haft hátt um ávirðingar þeirra. Það er ekki sama hver maðurinn er! Kristján dregur ekki fjöður yfir að hann hafi verið erfiður yfirmönn- um sínum. Samskiptin lýstu sér stundum í orðahnippingum, jafnvel í fálæti. Eigi að síður lætur hann þá njóta sannmælis og viðurkennir að sökin hafi einnig verið sín. Óvil- hallur lesandi hlýtur þó að líta svo á að orsakarinnar hafi fremur verið að leita í sjálfu kerfinu, því sálar- lausa, vélræna vaidi sem allir finna fyrir en enginn getur þó í raun tek- ið á. Því öðru fremur ieggur kerfi þetta höft á hvers konar frum- kvæði, og fékk Kristján tíðum á því að kenna. Að lokum drepur Kristján á til- tekin mál sem rannsökuð voru af öðrum. Telur hann að ekki hafi allt- af verið rétt að rannsóknum staðið, né réttar ályktanir af því dregnar sem rannsóknir gáfu til kynna, og færir fyrir því gild rök. Hann fer þó vægt í þær sakirnar þar eð fátt verður fullyrt um mál hvert fyrr en sönnun liggur á borðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta meira en starfssaga lög- reglumanns. Þetta er í raun hin prýðilegasta þjóðfélagsfræði. Hér gefur að líta svipmótið undir grím- unni. Morgunblaðið/Árni Sæberg ■ VERÐLA UNvoru afhent föstu- daginn 30. nóvember sl. í getraun- asamkeppni Samtaka íslenskra myndbandaleiga og Samtaka rétthafa á Islandi. Góð þátttaka var í getrauninni og kom fyrsti vinningur, myndbandsupptökuvél, af SANYO gerð, í hlut Margrétar Ellertsdóttur, Melgerði 1, Kópa- vogi,, og sýnir meðfylgjandi mynd formann SÍM, Ásgeir Þormóðs- son, afhenda Margréti verðlunin ásamt fögrum blómvendi. Aðrir vinningshafar sem hlutu hver um sig 4.000 króna úttekt á einhverri myndbandaleigu innan vébanda SIM, voru eftirtaldir: Kristín Krist- insdóttir, Stekkjarkinn 17, Hf., Rúnar Örn Felixson, Safmýri 33, R., Hreinn Baldursson, Dalseli 17, R., Elín Birna Árnadóttir, Herjólfsgötu 22, Hf., Guðmar Einarsson, Vesturbergi 78, R., Ólöf Gerður Pálsdóttir, Brúar- holti 2, Ólafsv., María Pálsdóttir, Bleikjukvísl 20, R., Helga Brynj- ólfsdóttir, Hagamei 52, R., Edda Þorkelsdóttir, Miðbraut 20, Seltjn. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.