Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 44
44 MORGÍÍNIBÍAÐIÐ FÍMMTUÓÁGÚR 6. DESÉMBÚR Í990 TEPPAÞURRHREINSUN SKÚFUR notar þurrhreinsikerfiö HOST, sem yfir 100 teppaframleiðendur mæla sérstaklega með. HOST leysir upp, dregur og þerrar öll óhreinindi, alveg niður í botn teppisins. ÞAÐ RAUNVERULEGA DJÚPHREINSAR! Engin bleyta, teppið er tilbúið til notkunar strax að lokinni hreinsun. HOST-kerfið er sérlega hentugt þegar vandmeðfarin ullarteppi skulu h'reinsuð, þ.a.m. austurlenskar mottur. yt, REYNIÐ SKÖFUR Sími: 678812 VIÐSKIPTIN SPARIÐ - SETJIÐ SAMAN SJALF GERÐU GAMALT SEM o N4 er ekki lengur stórmál aö gera gömlu eldhúsinnréttinguna sem nýja. Eigum gott úr- val boröplötueftiis og skápahuröa. Margar viöartegundir og ýmsar stæröir. - Geföu þeirri gömlu nýjan svip. Yr r] Yr cL. o SKINANDI SOLBEKKIR ISÆikiö úrval af sér- framleiddum skínandi sólbekkj um til afgreiösla Margar geröir fyrir- liggjandi. AiSú tréwré ónmftkáss BJÖRNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 # Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kjartan Ólafsson tekur formlega við fyrsta eintaki Árskóga úr hendi Páls Lýðssonar. Skógræktarfélag Árnesinga: Bókin Arskógar gefin út í tilefni 50 ára afmælis Selfossi. BÓKIN Arskógar, afmælisrit Skógræktarfélags Arnesinga, var kynnt sérataklega í afmælishófi félagsins sem haldið var í Inghól á Selfossi. Félagið varð 50 ára 2. nóvember, var stofnað þann dag í Tryggvaskála 1940. Félagið er eitt traustasta og stærsta héraðs- skógræktarfélagið á landinu. Það var Páll Lýðsson bóndi og fræðimaður í Litlu Sandvík sem annaðist skráningu sögunnar i bókina. Þetta er tíunda bókin sem Páll skrifar. Bókin Árskógar er 160 blaðsíður að stærð og rekur sögu félagsins frá upphafi til þessa dags. Kjartan Ólafsson í Hlöðutúni, formaður Skógræktarfélags Ár- nesinga, afhenti árituð eintök af bókinni til nokkurra einstaklinga sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu skógræktar. Svein- björn Dagfínnsson flutti félaginu kveðjur og frá Skógræktarfélagi íslands. Félagar í Leikfélagi Sel- foss fluttu leikþáttinn Skrafað í skrúðgarðinum eftir Guðmund Daníelsson við mikla ánægju gesta. 1 formála bókarinnar Arskógar segir Kjartan Ólafsson meðal ann- ars: „Það er ekki síður tilgangur félagsins að stuðla að öflugu starfi hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum. Þeir sem stærstu löndin eiga eru bændurnir og þeim þarf að gera kleift að taka á í skógræktarmálum líkt og gert er þar sem ræktunarbúskapur er stundaður.“ Sig. Jóns. POPPTÓNLISTAR- Athygli skal vakin á því, að ósóttar pantanir á hljómplötu og disk Megasar, Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella, verða til sölu í Plötubúdinni, Laugavegi 20. HMH MEÐ ALLT í RÖÐ OG REGLU Miklaholtshreppur: Fáskrúðar- bakkakirkju berast góð- ar gjafir Borg. Fáskrúðarbakkakirkju hafa borist góðar gjafir núna nýlega. María Edvardsdóttir frá Hrísdal og börn hennar færðu kirkjunni að gjöf ljósastand úr renndum álmi, hinn fegursta grip, sem smíð- aður er af Hafsteini Stefánssyni útskurðarmeistara og bónda á Túni í Hraungerðishreppi í Árnes- sýslu. Gjöf þessi er gefin til minn- ingar um eiginmann Maríu, Kristj- án Erlend Sigurðsson, fyrrverandi bónda í Hrísdal. Hann var fæddur 7. september 1920, dáinn 2. janúar 1987. Þá hefur Kristín Hannesdóttir í Ólafsvik og böm hennar fært kirkj- unni að gjöf tvo blómavasa úr brenndum leir, hina fegurstu gripi. Gjöf þessi er gefin til minningar um eiginmann Kristínar, Hjörleif Sigurðsson, vegaverkstjóra frá Hrísdal og son þeirra, Sigurgrétar. Hjörleifur var fæddur 9. maí 1945, dáinn 28. maí 1946. Minning þessara bræðra frá Hrísdal eru öllum hlý og góð enda valinkunnir sæmdarmenn í bestu merkingu þessa orðs. Aldir upp á miklu menningarheimili í hópi 11 systkina sem öll bera foreldrum sínum gott vitni um heilbrigt og menningarlegt uppeldi. Blessuð sé minning þeirra. - Páll ------♦ ♦ ♦ Trékyllisvík: 35 mættu á basarinn Trékyllisvík. KVENFÉLAG Árneshrepps hélt jólabasar sinn laugardáginn 1. desember í matstofu Sláturhúss Norðurfjarðar. Veður var frekar leiðinlegt þennan dag, hvasst og gekk á með éljum. Árneshreppsbúar létu þó veðrið ekki á sig fá og mættu 35 manns. Til sölu var ýmiskonar handa- vinna kvenfélagskvenna ásamt kaffi og kökum. Þarna mátti m.a fá tuskudýr fyrir bömin, potta- leppa, svuntur auk margra annarra nytsamra jólagjafa. Það er mál manna hér í sveit að basarinn hafi heppnast í alla staði mjög vel. Ágóðinn af sölu undanfarinna ára hefur runnið til ýmissa góðra málefna, t.d. gaf Kvenfélagið les- lampa við öll rúm í Finnbogastaða- skóla í haust. - V.Hansen ...-—»■■♦ ♦---- < 1 8 með Ö seven star ÚTSÖLUSTAÐIR: GRÍMA, GARÐATORGI3, GARÐABÆ ÍSAFOLD, AUSTURSTRÆTI10, RVK. KIRKJUHÚSIÐ, KIRKJUHVOLI, RVK. MÁL OG MENNING, LAUGAVEGI18, RVK. MÁL OG MENNING, SÍÐUMÚLA 7-9, RVK. NESBÓK, HAFNARGÓTU 36, KEFLAVÍK KIRKJUFELL HEILDVERSLUN SÍMI 666566 Leiðrétting MORGUNBftAÐINU hefur bo- rist eftirfarandi athugasemd frá Sinfóníuhljómsveit Islands. Að gefnu tilefni vill stjórn Sin- fóníuhljómsveitar íslands geta þess að á síðustu tónleikum hljómsveit- arinnar (29. nóvember) þar sem flutt var sinfónía nr. 13 „Babi jar“ eftir Sjostakovitsj var ranglega sagt í frétt í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 28. nóv. að kórstjóri væri Jón Stefánsson. Daginn eftir var greint frá því að kórstjórar væru tveir, Peter Locke og Paul Rosenbaum. Hið rétta er að kór- stjóri á ofangreindum tónleikum var Peter Locke frá Bretlandi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.