Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR '6. DESEMBER 199R
15
EINAR
ÁSKELL
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
MÁL OG menning sendir frá sér
3 myndabækur um Einar litla
Áskel. Höfundur þeirra er Gun-
illa Bergström Qg Sigrún Árna-
dóttir snaraði þeim á islenzku.
Prentstofa G. Benediktssonar sá
um setningu og filmuvinna, en
pentun unnin af Aarhus Stifts-
bogtrykkerie.
Þetta eru sögur fyrir ungar
manneskjur, krakka sem eru að
byrja að sækja bækur í hillu, bera
að hnjám sér eldri og biðja um lest-
ur. Þær eru stuttar, einfaldar í allri
gerð, og því auðskildar. Tvær þær
eldri eru glíma barnshugans við
áleitnar spurnir, sú yngsta ærsla-
full gamansaga. Einar Áskell býr
einn með pabba sínum í þeim tveim
fyrri, eins og góðri, sænskri bók
hæfir. En komum aðeins nær.
Er það vofa, Einar Áskell? heitir
sú elzta (1983). Þar er sagt frá því
er flest börn kynnast, myrkfæln-
inni. Einar Áskell hræðist myrkrið,
undarleg hljóð í faðmi þess, og höf-
undur einsetur sér að hjálpa snáð-
anum að sigrast á óttanum, gerir
það á glettin, áhrifaríkan hátt.
Onnur sagan er Höldum veislu,
Einar Áskell! (1986). Hér er eftir-
væntingu þess sem er að vaxa lýst,
þeim stórviðburði sem afmælisdag-
ur barns er. Fía frænka býður fram
kunnáttu sína við undirbúning all-
an, nokkuð stórtæk að áliti föður
snáðans. Veizla er haldin og eins
og oft heimamenn því fegnastir er
henni lauk. Þá loks er hlustað á
óskir afmælisbarnsins, og það fær
að halda sína veizlu. Grínagtug lýs-
ing á ráðsmennsku fullorðinna með
Iítil börn. Engan æsing, Einar
Áskell! (1989) er þriðja bókin. Hér
hefir drengurinn eingazt systur,
Millu. Þetta er sprenghlægileg lýs-
ing á innkaupaferð þeirra feðgina,
eða réttara sagt, röðun þess er þau
höfðu keypt, í hirzlur heimilisins.
Hefði karlmaður skrifað svo um
konu, hefði hann verið ásakaður
um karlrembu, en ekki kann ég að
kvenkenna það orð. Allt, hreint allt,
fer úrskeiðis þrátt fyrir góðan
ásetning.
Teikningar hefir Gunilla sjálf
gert, einfaldar, barnslegar, en þær
tjá það er lýsa þarf.
Þýðing Sigrúnar tær og vel gerð.
Frágangur allur góður. Bækur fyrir
ung börn.
-----• ♦ ♦
■ ANNALÍSA eftir Ib H. Cavl-
ing er komin út hjá Bókaútgáf-
unni Hildi. Á bókarkápu segir m.a.:
„Annalísa er sext-
án ára og býr
heima hjá foreld-
rum sínum, þar
sem búa fimm
manns í lítilli
tveggja herbergja
íbúð. Hún vill allt
til vinna, að þau
geti fengið stærri
íbúð, en leigumarkaðurinn er erfið-
ur. Hún tekur það ráð að ráða sig
til starfa á lögfræðiskrifstofu, sem
sér um úthlutun leiguíbúða. Þar
lendir hún í klónum á kvensömum
lögmanni, en sleppur þó ósködduð
og reynslunni ríkari."
Ib H. Calving
■ KOMIN er út hjá Máli og
inenningu Percival Keene eftir
sæfarann kaptein Marryat sem var
uppi á fyrri hluta 19. aldar. í kynn-
ingu útgefanda segir m.a.: „Perciv-
al Keene er óforbetranlegur prakk-
ari sem gerir uppreisn gegn hefðum
heimilis og skóla og er ungur til
sjós þar sem hann lendir í stórkost-
legum ævintýrum, orustum og
lífsháska. Sagan af honum er talin
meðal sígildra strákabóka og hefur
verið endurútgefín margoft víða um
heim, m.a. hér, en hefur lengi verið
ófáanleg."
Um ár og vötn á Islandi.
Litmyndir og kort.
KIMNI
OG SKOP
í NÝJA TESTA-
MENTINU
Jakob Jónsson
Kimnl og skop
í Nýja testamentlnu
LJOÐ
OG LAUST MÁL
Hulda
J-íuláa
Jakob Jónsson
íslensk þýðing á doktors-
riti. Könnuð ný viðhorf í
túlkun og boðskap Krists.
SIÐASKIPTIN
Will Durant
I Ðuranl
2. bindi. Saga evrópskrar
menningar 1300—1564.
Tímabil mikilla straum-
hvarfa. Þýðandi: Björn
'Jónsson, skólastjóri.
ALMANAK
ÞJÓÐVINA-
FÉLAGSINS
ALMANAK Hins Íslonika Þjóðvinafótagj 1991
WW
l>t 4«W
ÍHllil Hlrf/,
Orval úr kvæðum og sög-
um. í útgáfu Guðrúnar
Bjartmarsdóttur og Ragn-
hildar Richter.
KJOT
Ólafur Haukur
Símonarson
Ólafur Haukur
Simonarson
ÍSLENSK^él
IFJKRÍT
Nútímaleikrit, sem gerist í
kjötbúð í Reykjavík. Frum-
sýnt í Borgarleikhúsi s.l.
vetur.
ANDVAR11990
VARl
RAFT/EKNI-
ORÐASAFN III.
Orðanefnd
rafmagns-
verkfræðinga
RAFTÆKNI
ORÐASAFN
Vltmáa. jyninguroji Arijinx HtWbv
Hugtök á sviði vinnslu,
flutnings og dreifingar raf-
orku.
4. bindi.' Lokabindi sögu
hins mikla athafnamanns í
íslensku atvinnu- og
menningarlífi.
■
Almanak um árið 1991,
reiknað af ■ Þorsteini
Sæmundssyni Ph.D., og
Árbók íslands 1989 eftir
Heimi Þorleifsson.
Tímarit Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs og Hins ís-
lenska þjóðvinafélags. Rit-
stjóri: Gunnar Stefánsson.
Aðalgrein: Æviþáttur um
Jón Leifs, tónskáld, eftir
Hjálmar H. Ragnarsson.
Bókaúfgöfa
/14ENNINGARSJOÐS
SKÁLHOLTSSTÍG 7« REYKJAVÍK
621822