Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
43
Leikfélag Akureyrar:
Framlag af fjár-
aukalögrim hækkað
úr 2,5 í 6 milljónir
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fjórðungssamband Norðlendinga efndi til kynningarfundar um umhverfismál á Hótel KEA á föstudag-
inn, en daginn áður hafði sambandið efnt til fundar um sama efni á Sauðárkróki.
Fundur um umhverfismál:
Brýnast að koma upp mót-
tökustöð fyrir hættuleg efni
MÓTTÖKU STÖÐ fyrir hættuleg
efni ér brýnasta verkefnið á sviði
sorphreinsunar á Eyjafjarðar-
svæðinu, að mati Valdimars
Brynjólfssonar heilbrigðisfull-
trúa, en hann hélt eitt framsögu-
erindanna á fundi Fjórðungssam-
bands Norðlendinga um umhverf-
ismál, sem haldinn var á föstudag.
Júlíus Sólnes umhverfisráðherra
hélt framsöguerindi á fundinum og
einnig þau Birgir Þórðarson, frá
Hollustuvernd, Davíð Egilsson frá
Náttúruverndarráði og Sigurbjörg
Sæmundsdóttir frá Umhverfisráðu-
neyti. Þá rættu framkvæmdastjórar
Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar og
Norðurlands eystra, þau Valdimar
Vinnumiðlunarskrifstofan:
Mikið um nýskráning-
ar fólks án atvinnu
MIKIÐ hefur verið um nýskrán-
ingar fólks án atvinnu hjá
Vinnumiðlunarskrifstofunni á
Akureyri eftir helgina. Fyrstu
tvo dagana í desember höfðu
20 manns látið skrá sig atvinnu-
lausa hjá skrifstofunni.
í lok síðasta mánaðar voru 198
á atvinnuleysisskrá, 111 karlar og
87 konur, en í nóvember öllum
voru 270 skráðir atvinnulausir.
Karlar voru 145 og konur 125.
Ef miðað er við fyrra ár, er at-
vinnuleysi heldur minna, nú, en
þá. í lok nóvember á síðasta ári
voru 223 skráðir atvinnulausir,
eða um 20 fleiri en á þessu ári.
Hjá Vinnumiðlunarskrifstof-
unni fengust þær upplýsingar að
nokkur aukning hefði verið á milli
mánaða, en í október voru 259
skráðir atvinnulausir, 140 karlar
og 119 konur. í lok þess mánaðar
voru 1.84 án atvinnu, á móti 198
i lok nóvember.
Aukninguna má m.a. rekja til
þess að fleiri bílstjórar hafa komið
inn á skrána og einnig hafa verka-
menn í auknum mæli komið inn,
en hvað iðnaðarmenn varðar er
ástandið svipað.
Brynjólfsson og Auður Arnórsdóttir
um stöðu mála á sínu svæði. Guð-
mundur Guðlaugsson yfírverkfræð-
ingur hjá Akureyrarbæ fjallaði um
tæknileg atriði varðandi framkvæmd
mengunarvarnamála og Kristján Þór
Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík um
fjármálahlið mengunarvarna sveit-
arfélaga.
Valdimar Brynjólfsson sagði að
sveitarstjórnarmenn væru almennt
orðnir mun jákvæðari gagnvart
umhverfismálum en áður og sér virt-
ist sem þessum málaflokki væri
meiri gaumur gefinn nú.
Brýnasta yerkefnið nú er að
koma upp móttökustöð fyrir hættu-
leg efni, en menn hafa engan stað
fyrir slík efni hér á svæðinu. Sumir
hafa verið mjög forsjálir og sent slík
efni til sorpeyðingarstöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu, en aðrir fara því
miður með slík efni á haugana.
FRAMLAG ríkissjóðs af
fjáraukalögum til Leikfélags
Akureyrar hefur hækkað úr 2,5
milljónum eins og ráðgert var
við fyrstu umræðu í 6 milljónir,
en fram kom í máli formanns
fjárveitinganefndar Alþingis
við þriðju umræðu í fyrradag
að vegna mikils rekstrarvanda
félagsins hefði verið samþykkt
að hækka framlag ríkisins upp
í 6 milljónir króna.
Sigurður Hróarsson leikhús-
stjóri sagði að mikið hefði verið
barist til að fá upphæð þá sem
fyrst kom fram í fjáraukalögum
• hækkaða. Menn væru því ánægðir
þegar þessi árangur hefði náðst.
„Það bráðvantaði þessa peninga
til að hreinsa hjá okkur borðið,
með þessu framlagi komum við
út á sléttu,“ sagði Sigurður. Hann
sagði að aðhalds hefði verið gætt
í rekstrinum og menn gripið tíl
spamaðarráðstafana og einnig
hefði lán verið tekið fyrir hönd
félagsins til að mæta fjárhags-
vandanum.
Á fjárlögum næsta árs er gert
ráð fyrir rúmlega 15 milljón króna
framlagi úr ríkissjóði til LA og
kvaðst Sigurður vonast til.að sú
tala hækkaði svo unnt væri að
halda áfram óbreyttri stefnu fé-
lagsins varðandi fjölda verkefna
og fleira. Akureyrarbær hefur
einnig lagt fram fé til LA og sagði
leikhússtjóri að fjárframlag bæjar-
ins hefði verið rausnarlegt, en
jafnan væri við það miðað að fram-
lag hans væri í það minnsta jafn-
hátt framlagi ríkisins. „Forráða-
menn bæjarins hafa verið áhugas-
Lesum og brosum:
Samfelld bókmennta-
dagskrá í Samkomuhúsinu
í TILEFNI af ári læsis verður efnt til viðamikillar dagskrár í Samkomu-
húsinu á Akureyri á laugardag, 8. desember, en hún mun standa yfir
frá því kl. 10 árdegis og fram til kl. 16. Fyrir hádegi verða fluttir
fyrirlestrar um málþroska barna, undirbúning lestrarnáms, hvernig
örva megi lestraráhuga barna og úrræði vegna lestrarörðugleika á
framhaldsskólastigi. Eftir hádegi verður samfelld bókmenntadagskrá
með upplestri og samlestri barna og leikara. Þá verða tónlistaratriði
á dagskránni og sýningar á bókum og myndum nema í Myndlistarskó-
lanum. Að þessari dagskrá standa fjölmargir aðilar er málið varða.
Yfirskrift dagskrárinnar er „Les-
um og brosum“ og er hún sem fyrr
segir haldin í tilefni af ári læsis.
Fyrsta erindið sem flutt verður fjall-
ar um málþroska forskólabarna og
það flytur Björg Bjarnadóttir, sál-
fræðingur. Þá flytur Elín Stephen-
sen yfirkennari erindi sem ber heitið
„Þetta er leiðinleg bók, má ég
skipta?" Helga Siguijónsdóttir
námsráðgjafi fjallar um úrræði
vegna lestrarörðugleika á fram-
haldsskólastigi og þá munu félagar
í Leikklúbbnum Sögu lesa reynslu-
amir, ég fínn að rnenn hafa áhuga
á að halda hér úti öflugú leikhúsi."
Sigmundur
Ofeigsson
ráðinn deildar-
stjóri hjá KEA
SIGMUNDUR Ófeigsson hefur
verið ráðinn deildarsljóri Bygg-
ingavörudeildar KEA. Hann tek-
ur við starfinu um áramótin af
Mikael Jóhannessyni, er tekur við
störfum aðstoðardeildarstjóra
Byggingavörudeildar.
Sigmundur er fæddur 20. apríl
árið 1958. Hann lauk námi í iðn-
rekstrarfræði frá Háskólanum á
Akureyri vorið 1989 og hefur starfað
við áætlanagerð og fleira hjá KEA
frá því í febrúar á liðnu ári.
Akureyrsk-
ir tónar á
Sauðárkróki
SEX akureyrskar hljómsveitir
halda tónleika í félagsheimilinu
Bifröst á Sauðárkróki annað
kvöld, föstudagskvöld. Þeir hefj-
ast kl. 21 og standa i þrjá klukku-
tima.
Hljómsveitir þessar hafa að und-
anförnu staðið sameiginlega að tón-
leikahaldi og stefna innan tíðar á
Húsavík og seint í desember á Sjall-
ann á Akureyri. Hljómsveitirnar sem
fram koma í Bifröst eru Exit, Skurk,
1/2 Dust, Hrafnar, Norðanpiltar og
Helgi og hljóðfæraleikararnir.
sögur ungs fólks með lestrarörðug-
leika.
Eftir hádegi munu nemendur í
skólum bæjarins lesa upp, börn af
dagvistum syngja og upplestur fé-
laga í Sögu og Leikfélagi Akureyrar
verður á dagskránni. Auk þess verð-
ur boðið upp á tónlist á milli atriða.
Stutt hlé verður á milli atriðanna,
þannig að fólk getur valið úr dag-
skrárliðum. í anddyri og Borgarsal
verður Amtsbókasafnið með sýningu
á bókum fyrr og nú og þar verður
einnig sýning á verkum nemenda
Myndlistarskólans.
TISSOT
GÆÐIOG
GLÆSILEIKI
1!
S. 96-25400
Leikfangalistinn 1990
Vörur úr listanum verða seldar í
kjallaranum laugardaginn 8. des.
kl. 13.00-18.00.
Leikfangamarkaðurinn
PARÍSHF.,
Hafnarstraeti 96 — Akureyri.
Pöntunarsími 27744.
Hægt er að greiða með greiðslukorti
þegar pantað er í gegnum síma.
ÚTGEFANDI: ISLENSK SPIL HF.
VERÐBREFASPH.IÐ
DREIFING: