Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 2
H39M323Q
OAQlJTMMr*
Jt
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
Björgólfur Guðmundsson fyrrv. fram-
kvæmdastjóri Hafskips;
Aætlanir tilbúnar um
stofnun skipafélags
BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, fyrrum framkvæmdastjóri Hafskips,
hefur að undanförnu unnið að gerð frumáætlana að stofnun skipafé-
lags í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Björgólfur staðfesti
í samtali við Morgunblaðið að ónefndir aðilar hefðu rætt við sig um
þátttöku í skiparekstri og að hann hefði verið ráðgefandi við gerð
áætlana sem væru tilbúnar um slíkt félag en engar ákvarðanir hefðu
verið teknar. Hann sagðist sjálfur vera óráðinn í hvort hann tæki
þátt í því frekar. Hann vildi ekkert segja um hvaða aðila væri að ræða.
„Það er engin launung á því að
innlendir og erlendir aðilar á meg-
inlandi Evrópu hafa rætt þetta við
mig. Það eru til fullbunar áætlanir
sem ég tók þátt í að gera en engar
frekari ákvarðanir hafa verið teknar
og ég á ekki von á að fleira gerist
í málinu fyrir áramót. Menn fara
rólega í þetta,“ sagði hann.
Björgólfur sagði að áætlanir
gerðu ráð fyrir að innlendir aðilar
yrðu í meirihluta en erlendir þátt-
takendur myndu einnig leggja fram
fjármagn ef af þessu yrði. „Það eru
m.a. gamlir samstarfsaðilar í skipa-
rekstri erlendis sem hafa áhuga á
þessari siglingaleið," sagði Björg-
ólfur. Sagði hann áætlanir gera ráð
fyrir rekstri sem væri gjörólíkur því
sem viðgengist hefur í flutningum
á íslandi til þessa.
Álviðræður í Atlanta á sunndag:
Áhersla á tryggingar og
endurskoðunarákvæði
FUNDUR álviðræðunefndar
Landsvirkjunar og Atlantsáls um
raforkusamninginn hefst í Atl-
anta á sunnudag. Að sögn dr.
Jóhannesar Nordal, formanns
stjórnar Landsvirkjunar og
formanns viðræðunefndarinnar,
Holiday Inn:
verður höfuðáherslan lögð á
samninga um endurskoðunar- og
tryggingarákvæði. Jóhannes
segpr að enn sé mikil vinna eftir
í samningaviðræðunum við Atl-
antsál, en hann telur enn að
hægt sé að ljúka samningagerð-
inni í marsmánuði á næsta ári,
eins og stefnt er að.
Námsfólki boð-
in lesaðstaða
HÓTEL Holiday Inn við Sigtún
í Reykjavík hefur ákveðið að
leigja stúdentum við Háskóla
íslands lesaðstöðu yfir jólahát-
íðina og fram í miðjan janúar.
Að sögn Wilhelms Wessmann
hótelsljóra, er gert ráð fyrir að
þrír námsmenn geti fengið að-
stöðu í hveiju herbergi.
„Ég hef heyrt um vandræði á
heimilum námsmanna, sem krefj-
ast algers næðis við lesturinn fyr-
ir prófin í janúar,“ sagði Wilhelm.
„Annað heimilisfólk getur oft ekki
hlustað á útvarp eða jafnvel talað
saman og þess vegna datt mér í
hug að leigja út herbergi sem
annars stæðu auð. Þetta er hvort
daufur tími hjá hótelun-
sem er
um.
Leiga fyrir hvert herbergi er
15 þús. krónur fyrir allt tímabilið
og geta þrír námsmenn sameinast
um eitt herbergi. Rúmin eru fjar-
lægð og skrifborðum komið fyrir.
Þríburar
fæddust á
Landspítala
ÞÓRA Karlsdóttir frá Grund-
arfirði fæddi þríbura á fæð-
ingardeild Landspítalans í
gærmorgun.
Drengimir þrír voru níu og
tíu merkur og gekk meðganga
og fæðing að óskum. Faðirinn
heitir Rúnar Russel.
V estmannaeyjar:
Frá slysstað í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Júlíus
_ *
Banaslys í Artúnsbrekku
Stúlka látin og önnur alvarlega slösuð eftir árekstur
UNG stúlka lést og önnur slasaðist mjög alvarlega í hörðum
árekstri fólksbíls og sendibíls neðarlega í Ártúnsbrekku laust
fyrir klukkan tíu í gærkvöldi.
Fólksbíllinn var á austurleið en
snerist skyndilega á götunni og
lenti í veg fyrir stóra sendibifreið
á leið í vestur. Áreksturinn varð
mjög harður.
í fólksbifreiðinni voru tvær
stúlkur. Farþeginn. var látinn við
komu á slysadeild en sú sem ók
var alvarlega slösuð. Ökumaður
sendibílsins slasaðist ekki alvar-
lega, að sögn lögreglu.
Hálka var á akbrautinni þegar
slysið varð og gekk á með éljum.
Með Jóhannesi í nefndinni em
þeir Davíð Oddsson, borgarstjóri,
Birgir ísleifur Gunnarsson, þing-
maður, og Páll Pétursson, formaður
þingflokks Framsóknarflokksins.
„Við vonumst til þess að við get-
um komist áfram með ýmsa hluti
á þessum fundum, einkum hvað
varðar tryggingar og endurskoðun-
arákvæði í raforkusamningnum. Ég
á ekki von á því að neinum samning-
um verði lokið að þessu sinni, enda
er mikil tæknileg vinna og ýmis
frágangur eftir,“ sagði Jóhannes í
samtali við Morgunblaðið.
Byij unarörðugleikar sem
ráðin hefur verið bót á
segir Gunnar H. Kristinsson hitaveitustjóri
„ÞETTA voru byijunarörðugleikar sem ráðin var bót á fyrir tveimur
vikum,“ sagði Gunnar H. Kristinsson hitaveitustjóri um bókun Sigrún-
ar Magnúsdóttur í borgarráði. Sigrún leggur þar til að skipuð verði
nefnd er kanni vandamál, sem upp hafa komið hjá Hitaveitunni eftir
að Nesjavallaveita var tekin í notkun og útfellinga varð vart í heita
vatninu. Hitaveitustjóri gaf Davíð Oddssyni borgarstjóra skýrslu um
málið í gærmorgun.
Að sögn Gunnars, er það ekki
rétt, sem kemur fram í bókun Sig-
rúnar, að Hitaveitan hafi ekki vitað
af rannsóknum á blöndun á fersku
vatni og heitu á vegum Orkustofnun-
ar. Þvert á móti hafi skýrslur þaðan
verið til umræðu á árunum 1984 til
1986. Það var síðan árið 1987 að
tekin var ákvörðun um að haga
veitunni á þann veg að hita upp
kalt vatn á Nesjavöllum og að fram-
leiða þannig heitt vatn inn á kerfi
veitunnar. „Það er því ekki rétt að
Hitaveitunni hafi ekki verið kunnugt
um þetta eða hitt og draga upp
skýrslu frá árinu 1983,“ sagði hann.
„Við eigum skýrslur frá Orkustofnun
frá árinu 1980 og 1983 og frá 1987
um nákvæmlega sama mál og auð-
vitað fylgjumst við vel með. Það var
þess vegna sem reist var tilrauna-
stöð á Nesjavöllum, sem er nánast
líkan af núverandi virkjun, þar sem
fram hafa farið tilraunir í mörg ár
og sú niðurstaða fengin að beita
þarf ákveðinni aðferð við upphitun
á vatninu og afloftun svo að það sé
' nothæft. Frá árinu 1984 hafa farið
fram tilraunir hjá okkur í bænum
með blöndun á vatninu. Þeim tilraun-
um var lokið árið 1986 en þær eru
þó alltaf í gangi og vel fylgst með
ástandi vatnsins.“
Gunnar sagði að eftir að virkjunin
var sett í gang hafí tekið einn mán-
uð að ráða fram úr truflunum í stýri-
kerfi og ýmsum öðrum vandamálum
en það er eðlilegt þegar um jafn
stóra virkjun er að ræða. „Byijað
var að dæla vatni í litlu magni í
bæinn í september en það var ekki
fyrr en um miðjan október að við
urðum varir við útfellingar," sagði
Gunnar. „Þá var strax farið að skoða
það og efnagreina og síðan að breyta
blöndun og keyrslu. Á þessu gekk
þar til fyrir tveimur vikum að allt
var komið í lag og hefur ekki borið
á útfellingu síðan. Hitt er annað
mál að þessi aðferð er viðkvæm og
við verðum að fylgjast vel með og
það er gert.“
Verðlagsráð sjávarútvegsins:
Samstaða hjá fiskkaup-
endum um fijálst fiskverð
Kauptryggingu sagt upp
hjá tveimur fyrirtækjum
Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins í gær tóku fulltrúar fisk-
seljenda, sjómanna og útgerðar-
manna sér frest til klukkan 10 í
dag til að svara tilboði fiskkaup-
enda í ráðinu um að fiskverð
verði gefið frjálst gegn því að
eingöngu verði fluttur út óunn-
inn fiskur, sem fari beint til
neyslu, þannig að Aflamiðlun
heimili ekki útflutning á óunnum
fiski, sem fari í vinnslu erlendis.
karfaaflanum og 11% af ufsaaflan-
um flutt óunnin til Vestur-Þýska-
lands í fyrra.
FISKVINNSLUFÓLKI hjá tveimur fyrirtækjum í Vestmannaeyjum,
Vinnslustöðinni og Frostveri, hefur verið sagt upp kauptryggingu
frá og með áramótum. Hátt á annað hundrað manns starfa hjá
Vinnslustöðinni en að sögn Viðars Elíassonar hjá Vinnslustöðinni
bitna þessar aðgerðir á um 60 starfsmanna þess fyrirtækis. Viðár
segir að gripið sé til þessa ráðs vegna fyrirsjáanlegrar skerðingar
aflaheimilda.
„Það hefur ekki tíðkast hér að
grípa til aðgerða af þessu tagi en
vegna þess hvemig mál hafa þróast
sjáum við ekki aðra leið,“ sagði
Viðar. „Við sjáum fram á það mikla
skerðingu að við náum ekki að vinna
nema 11 mánuði á ári. Það er dýr-
ast að sækja fiskinn í janúar, þegar
mest er um brælu og minnst að
hafa af fiski og því teljum við þetta
hentugasta tímann fyrir stopp. Það
er ekki fullljóst hvenær við getum
byijað aftur en það verður strax og
við getum, sennilega þegar farið
verður að halla eitthvað í janúar."
Viðar sagði að í janúar ætti tog-
ari fyrirtækisins, Breki, að fara í
klössun í Þýskalandi og sá mánuður
yrði einnig nýttur til nauðsynlegs
viðhalds hjá þeim fímm vertíðarbát-
um sem einnig sæju fyrirtækinu
fyrir hráefni. Viðar sagði að togar-
inn mundi fara til veiða í lok ársins
eða skömmu eftir nýár og selja afl-
ann í Þýskalandi áður en hann færi
þar í slipp.
Kauptryggingarsamningum hef-
ur einnig verið sagt upp hjá Frost-
veri í Vestmannaeyjum, fyrirtæki
sem rekur lítið frystihús, en ekki
hjá öðrum fyrirtækjum í bænum.
Samkvæmt heimildum Morgun-'
blaðsins náðist full samstaða meðal
fiskkaupenda í Verðlagsráði um
þessa tillögu en á fundi Verðlags-
ráðs síðastliðinn fimmtudag lögðu
fulltrúar kaupenda í ráðinu fram
sameiginlega tillögu um að fiskverð
verði gefið fijálst frá 1. desember
síðastliðnum. Hægt er að gefa fisk-
verð fijálst ef allir fulltrúar í Verð-
lagsráði eru því samþykkir.
í fyrra voru flutt óunnin til Bret-
lands 11% af heildarþorskafla okk-
ar, 35% af ýsuaflanum og 42% af
kolaaflanum, svo og voru 26% af
Veitingar
M. biðja um
gjaldþrot
VEITINGAR hf., sem á hús Múla-
kaffis í Hallarmúla, og er í eigu
sömu aðila og Múlakaffi og Veit-
ingahöllin, sem nú er gjaldþrota,
hefur óskað eftir gjaldþrotaskipt-
um. Beiðnin verður tekin fyrir í
skiptarétti Reykjavíkur á morgun,
föstudag.
Veitingahöllin hf. hafði rekstur
Múlakaffis á leigu með samningi við
Veitingar hf., þar til að Veitingahöll-
in varð gjaldþrota fyrir skömmu.
Fyrirtækin munu að mestu eða öllu
leyti vera í eigu sömu aðila.
í