Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 25 BARNASKÍÐAPAKKI frá 12.500,- kr. ELAN skíöi 80-120 sm, ALPINA skór, bindingar og stafir. BARNASKÍÐAPAKKI frá 14.950,- kr. ELAN skíbi 130 - 150 sm; ALPINA skór, bindingar og stafir. UNGLINGASKÍÐAPAKKI frá 15.800,- kr. ELAN skíöi 150- 170 sm ALPINA skíbaskór bindingar og stafir FULLORÐINSSKÍÐAPAKKI frá 19.950,- kr. ELAN skíbi 160 - 195 sm, ALPINA skór, bindingar og stafir. GÖNGUSKÍÐAPAKKI 13.950,- kr. ELAN skíbi, ALPINA skór, bindingar og stafir. SKAUTAR frá 3.980,- kr. GEGNT UMFERÐARMIÐSTÖÐINNl SIMI: 91-19800 EVA LUNA segir frá. Isabel Allende hefur þegar öðlast hylli íslendinga fyrir litríkar sögur sínar. Hér eru á ferðinni tuttugu og þrjár splunkunýjar smásögur um jafnmörg tilbrigði ástarinnar. Þetta eru sögur sem ýmist eru sóttar beint í furðulegan veruleika Suður-Ameríku eða framkallaðar með óþrjótandi ímyndunarafli skáldkonunnar, litríkar og töfrandi. Tómas R. Einarsson þýddi úr spænsku. ÞJÓFURINN eftir Göran Tunström. Skemmtileg, sorgleg og umfram allt áhrifarík frásögn um mann, sem á sér þann draum æðstan að stela gamalli bók. Göran Tunström hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Jólaóratoríuna. Þjófurinn gefur því verki hvergi eftir enda hefur sagan notið fádæma vinsælda í heimalandi höfundar. Þórarinn Eldjárn þýddi bókina. ÓDAUÐLEIKINN eftir Milan Kundera. Eins og í bókinni Óbærilegur léttleiki tilverunnar er það aðalsmerki höfundar að tengja fjörlega frásögn við djúpar hugleiðingar um ástina, dauðann og ódauðleikann - mannlegt hlutskipti sem hann sér oft speglast í óvæntum hlutum. Meðal þeirra sem leiddir eru fram á sjónarsviðið í þessari glænýju skáldsögu eru Goethe og Hemingway - bæði lífs og liðnir! Friðrik Rafnsson þýddi á íslensku. Mál IMI og menning Bœkur eru ódýrari Laugavegi 18. Sími 15199 - 24240. Síðumúla 7-9 Sími 688577. ímyndaða skammtímahagsmuni, ber það vitni um skammsýni, eins og bent hefur verið á, og fáfræði um mikilvæga kafla í sögu íslensku þjóðarinnar. Það er ekki í þágu ís- lenskra hagsmuna, að æðsta dóms- vald verði aftur fært úr landi og raunveruleg yfirráð landhelginnar fengin útlendum mönnum. Hér skal minnt á, að það var lán íslendinga, að fullveldisbarátta okkar var háð við frændur vora Dani, er hafa á ýmsan hátt breytt drengilega við okkur, sbr. t.d. hand- ritamálið. Fullvíst má telja, að full- veldið væri úr sögunni um aldur og ævi,' ef við í skammsýni og heimsku fórnuðum því í hendur voldugu stórveldi eða ríkjasam- steypu. Húsbændur þar yrðu ekki til viðtals um breytingar, og rök reist á sanngirnishugmyndum og sögulegum rannsóknum myndu þá reynast haldlaus méð öllu. Förum því varlega — og forðumst gáleysi í þessum efnum. Fullveldi og sjálf- stæði íslands er, eins og áður sagði, tilfinningamál, en það er um leið okkar mesta hagsmunamál. Um framtíð hins fullvalda ríkis Við íslendingar þurfum fljótlega að taka mikilvægar ákvarðanir um stöðu okkar í síbreytilegum heimi. Miklu skiptir, að þær verði teknar af skynsemi, yfirvegun og sögu- legri yfirsýn. Heimskulegt væri að efna til flokkadrátta í þeim efnum. Omerkilegir pólitískir flokkadrættir yrðu aðeins til ills. Þá er óhjákvæmilegt, að horfið verði af braut erlendrar skuldasöfn- unar. Stórskuldugur maður er ekki frjáls, og hið sama á við um þjóðir. í þessu efni verður að huga að komandi kynslóðum. Nauðsynlegt er að stefna að því að auka einingu þjóðarinnar og huga að því, er sameinar hana. Því miður hafa nú nýlega orðið dapur- legir atburðir, er stefna í þveröfuga átt. Hér er átt við bráðabirgðalögin illræmdu frá 3. ágúst sl. og þá múgsefjun, er leiddi til þeirra. Það er ekki gæfulegt að reyna að sam- eina þjóðina eða meiri hluta hennar um andúð á menntun og skóla- starfi. Þær menningarþjóðir, sem nú eru öflugastar, hafa þvert á móti fyrir löngu ákveðið að efla sem mest skólastarf með öllum tiltækum ráðum. Það að ala á óvild og for- dómum í garð skóla- og mennta- manna hefur hvaivetna leitt til mik- ils tjóns, og svo mun einnig verða hér. Því miður virðast ýmsir áhrifa- menn hér á landi vera svo skamm- sýnir, að þeir skilja þetta ekki. Það er óhjákvæmilegt að ræða þessi mál, þótt þau séu heldur sorg- leg, þegar hugað er að framtíð hins fullvalda ríkis. Ef menn hlúa ekki í raun að uppeldi barna og ung- menna og telja menntun einungis ómerkilega neyslu, þá verður fram- tíðin ekki björt hér á landi. Er það gæfusamlegt, að ýmsir skólar eru vanræktir og kennarar í fjötrum „þrælalaga" á sama tíma og ölkrár blómstra og þeim ijölgar ört? í hugann kemur spurning lista- skáldsins: „Höfum við gengið til góðs?“ Svarið er: „Nei, við höfum villst af leið.“ Það er nauðsynlegt, vilji menn í raun sameinast um það að varð- veita frjálst og fullvalda ríki, að horfið verði af þessari braut for- dóma og sundurþykkju. Að öðrum kosti mun ekki takast farsællega það brýna verkefni að sameina þjóð- ina um mikilvæg málefni, er bíða úrlausnar. Höfundur er íslenskufræðingur og kennnri. • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • somiK A STIGAHUS LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.