Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR DESEMBER 1990
Ú5
Manilla. Reuter.
ORKUVERÐ var hækkað á
Filippseyjum í gær um 45% að
meðaltali en Corazon Aquino for-
seti sagði að hækkanirnar væru
of miklar og bað yfirvöld orku-
mála að milda þær á sumum
orkutegundum. Herinn fór strax
í viðbragðsstöðu vegna ótta við
að óeirðir brytust út í mótmæla-
skyni við hækkanirnar. Tvisvar
sinnum hefur verið reynt að
steypa Aquino af stóli og í bæði
skiptin í kjölfar orkuverðshækk-
unar en talsmenn hersins sögðust
að þessu sinni ekki óttast valda-
ránstilraun.
Aquino sagði í sjónvarpsávarpi
að þótt ríkisstjórnin kæmist ekki
hjá því að hækka orkuverð vegna
Persaflóadeilunnar þá væri hún
mótfallin hækkun á dísel-olíu, stein-
olíu og eldunargasi. Hagfræðingar
sögðu að hækkanir á þessum þrem-
ur orkutegundum kæmu hart niður
á láglaunafólki og almenningssam-
göngum. Aquino lagði til að verð á
öðrum tegundum yrði hækkað
meira en ráð var fyrir gert til að
hægt væri að lækka verð aftur á
þrem áðurgreindum orkutegundum.
Hækkanirnar koma ekki til með
að koma hart niður á iðnaði lands-
ins því eldsneyti til iðnaðar hækk-
aði aðeins um 1,37%.
Tíu Súdanir
fórust með
farþegaþotu
Nairobi. Reuter.
VÖRUFLUGVÉL af gerðinni
Boeing-707 hrapaði skammt frá
flugvellinum í Nairóbí, höfuð-
borg Kenýu, á þriðjudag með
þeim afleiðingum að allir sem
um borð voru biðu bana.
Þotan var í eigu flugfélagsins
Sudan Aviation Company og hafði
verið leigð til þess að flytja hjálpar-
gögn frá Kenýu til suðurhluta Súd-
ans. Var hún um það bil að ljúka
flugi frá Khartoum, höfuðborg Súd-
ans, er hún rakst á rafmagnsmast-
ur í aðfluginu að flugvellinum í
Nairóbí. Mun þotunni hafa verið
flogið alltof lágt. Tíu Súdanir voru
um borð og biðu þeir allir bana.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
' síöum Moggans!
Fallegir hlutir gefa lífinu gildi
Það á einnig við um penna. Sumir misskilja þá en við ætlumst til þess að skrifað sé með
þeim.
Parker Duofold kúlupenninn hér að neðan er vissulega fallegur, enda hefur ekkert verið til
sparað. Hitt er þó mikilvægara að hann er mjög vandaður.
Parker Duofold dansar um blaðið með jöfnu flæði af bleki. Það er hrein unun að skrifa
með Parker Duofold.
Parker Duofold fæst hjá eftirtöldum söluaðilum.
mmmm
Ý PARKER
REYKJAVÍK
Penninn, Hallarmúla
Mál og menning, Síðumúla
Eymundsson, Mjódd
Penninn, Kringlunni
Griffill, Síðumúla
Mál og menning, Laugavegi
Eymundsson, við Hlemm
Penninn, Austurstræti
KÓPAVOGUR
Bókaverslunin Veda
HAFNARFJÖRÐUR
Bókabúð Olivers Steins
KEFLAVIK
Bókabúð Keflavíkur
ÍSAFJÖRÐUR
Bókaverslun Jónasar
Tómassonar
AKUREYRI
Bókaverslun Jónasar
Jóhannssonar
Tölvutæki - Bókval
Harðnandi kosningabarátta í Póllandi:
Ný könnun bendir til
öruggs signrs Walesa
Léleg kjörsókn gæti þó aukið möguleika Tyminskis
bragðsstöðu
eftir orku-
Varsjá. Reuter.
NÝ skoðanakönnun sem birt var
í Póllandi í gær gefur til kynna
að Lech Walesa Samstöðuleiðtogi
muni vinna yfirburðasigur í
seinni umferð forsetakosning-
anna í Póllandi næstkomandi
sunnudag. Forstöðumaður stofn-
unarinnar sem könnunina gerði
sagðist efins að hún endur-
speglaði raunverulega afstöðu
kjósenda og sagði að Walesa yrði
Filippseyjar:
Herinn í við-
því aðeins öruggur um sigur að
kjörsókn yrði mikil.
Samkvæmt könnuninni fengi
Walesa 61% atkvæða en Stanislaw
Tyminski 20% sé aðeins tekið tillit
til svara þeirra sem afstöðu tóku.
Er þetta þriðja könnunin sem birt
er á einni viku en samkvæmt þeim
öllum ætti Walesa að vinna öruggan
sigur.
Slawomir Nowotny, forstöðu-
maður Demoskop-stofnunarinnar,
sagðist þó efins um að niðurstaðan
í kosningunum yrði jafn afdráttar-
laus og skoðun sín væri að yrði
kjörsókn undir 50% væru möguleik-
ar Tyminskis á sigri mun meiri.
„Hann er fulltrúi hinna óánægðu
og þeir munu ekki láta sig vanta á
kjörstað. Hættan er hins vegar sú
að þorri almennings telji að Walesa
eigi auðveldan sigur vísan og stór
hópur muni því ekki hafa fyrir því
að koma sér á kjörstað,“ sagði
Nowotny.
Til átaka kom á kosningafundi
Tyminskis í námaborginni
Jastrzebie á þriðjudag er stuðnings-
menn .þeirra Walesa reyndu að
yfirbuga hvorir aðra með hrópum
og köllum. Hefur barátta frambjóð-
endanna harðnað síðustu daga og
mikið borið á persónulegum skæt-
ingi þeirra í millum. Hefur Walesa
Reuter
Lech Walesa heilsar varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Dick Che-
ney, sem sótti Pólveija heim í gær.
m.a. sakað Tyminski um að vera
forsprakki óheilindamanna og einn-
ig leiðtogi gagnbyltingarhóps gam-
alla kommúnista og leyniþjónustu-
manna. Tyminski segist hins vegar
hafa komist yfir upplýsingar sem
eigi eftir að koma Walesa í klandur
og tapi verkaiýsðforinginn fyrir sér
á sunnudag muni hann ekki eiga
annarra kosta völ en flýja land.
verðshækkun