Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 51
51
MORGUNBLAJ)IÐ :KlM,.MTi;DAGUK 0. DESKMBER 1990 ,
kemur til móts við þarfir atvinnu-
lífsins.
Dæmið sem ég tek hér er af
námskrá í vélsmíði, og þeim breyt-
ingum sem þar eru gerðar frá áður-
gildandi námskrá. I 22. og 23. gr.
laga um framhaldsskóla og 10. og
11. gr. reglugerðar um framhalds-
skóla er kveðið á um skipun og
hlutverk iðnfræðsluráðs og fræðslu-
nefnda iðngreinaflokka. í iðn-
fræðsluráð og fræðslunefndir iðn-
greinaflokka var skipað samkvæmt
nýjum lögum í byijun árs og tóku
þær nefndir þegar til starfa. Á
starfssviði þessara nefnda er að
fylgjast með þróun iðnaðar og gera
tillögur um breytingar á iðnnámi í
samræmi við hana. Einnig að gera
tillögur um námsskipan, námskrá;
námsgagnagerð og sveinspróf. I
þessum nefndum hafa verið lagðar
fram tillögur samtaka atvinnulífs-
ins um verulega aukna raungreina-
kennslu til að undirbyggja og stytta
tileinkunartíma á stöðugt nýrri og
flóknari tækni sem iðnaðarmenn
þurfa að kunna skil á. Einnig hefur
á sama vettvangi verið til umijöllun-
ar samþykkt frá stjórn Sambands
iðnfræðsluskóla frá 23. mars síðast-
liðnum, sem hnígur mjög í sömu átt.
Breytingar ráðuneytisins á
námsskrá í vélsmíði komu því sem
þruma úr heiðskíru lofti. Felldar
voru út 8 einingar í raungreinum,
þar með öll eðlisfræði, öll efnafræði
og tvær einingar í stærðfræði, en
valáföngum bóklegra greina fjölgað
úr 4 í 5 einingar. Einnig var hrin-
glað í faggreinaáföngum án skiln-
ings að því er virðist. Þessar breyt-
ingar embættis- og l'orsjárhyggju-
valdsins, sem nú hafa öðlast ígildi
reglugerðar, hafa allar verið settar
án þess að þær væru kynntar eða
lagðar fyrir iðnfræðsluráð eða
fræðslúnefnd í málmiðnaðargrein-
um, þrátt fyrir afdráttarlaus ákvæði
gildandi laga og reglugerða þar um.
Þessi vinnubrögð og önnur lík eru
nú langt komin með að breyta göml-
um og göfugum sánnindum, þ.e.
að íslendingar séu vel menntuð
þjóð, í hrein öfugmæli.
Ég endurtek, enn og aftur, að
samkeppnishæfni atvinnulífs ræðst
fyrst og fremst af þeim skilyrðum
sem stjórnvöld skapa því á hverjum
tíma, til að takast á við sífellt ný
og flóknari verkefni. Dæmið hér
að framan er því miður ekkert eins-
dæmi, þau eru mörg önnur í bók-
inni rauðu. Síðan eru önnur dæmi,
sem ekki hafa fengið þá náð að
komast inn í bókina. Þessu til við-
bótar koma svo málin, sem krefjast
það skjótrar úrlausnar, að engum
dettur í hug að reyna að bera þau
á borð ráðuneytisins. Hér skal til-
fært eitt slíkt mál. Um síðastliðin
áramót tók gildi í Evrópu nýr stað-
all um málmsuðu. Samkvæmt kröf-
um hans er nú svo komið að enginn
á íslandi hefur kennsluréttindi til
þeirra gæðakrafna sem staðallinn
gerir kröfur til. Enginn hérlendis
hefur heldur réttindi til að taka út
eða gæðameta suðu samkvæmt
þeim staðli. Hæfnispróf Iðntækni-
stofnunar standast ekki þann stað-
al, því þar vantar m.a. bókleg próf
í efna- og eðlisfræðilegri þekkingu
málma, s.s. suðuhæfni einstakra
málma, svo og þekkingu á spennu-
og ástandsbreytingum þeirra við
suðu.
Samtök atvinnulífsins í málmiðn-
aði hafa tekið höndum saman í
þessu mikilvæga fræðslumáli sem
og öðrum líkum. Þau hafa ákveðið
að freista þess að finna lausn á fjár-
mögnun þess mikla kostnaðar sem
því er samfara að koma þekking-
unni inn í landið. Já, og mennta
kennara og leiðbeinendur, þó kostn-
aðurinn sé á sjöttu milljón króna.
Samtökin vilja með öllum tiltækum
ráðum koma í veg fyrir útilokun
íslenskra málmiðnaðarfyrirtækja
og starfsmanna frá væntanlegum
uppbýggingarverkefnum við virkj-
anir og stóriðjuframkvæmdir. Já,
koma í veg fyrir að þeim verði vísað
frá verkum á rökstuddri vöntun á
þekkingu og hæfni samkvæmt við-
urkenndum stöðlum.
Lokaorð
Hér að framan hef ég dregið upp
litið brot af því hvernig heimska
forsjárhyggjunnar er að mola allt
startsfræðslukerfi landsins og
grafa undan samkeppnishæfni at-
vinnuveganna. Orð hagsýslu- og
ráðuneytisstjóra, Magnúsar Péturs-
sonar, um að steypa þyrfti undan
kerfinu, hafa leitað æ sterkar á
huga minn, þegar ég var a púsla
þessum efnisbrotum saman í grein.
Ég er Magnúsi hjartanlega sam-
mála, því fullvíst má telja að aðrir
þættir íslenska stjórnkerfisins séu
líka illa farnir af völdum heimsku
forsjárhyggjunnar. Fyrir mér er
meginmunur skipulags frjálshyggju
og forsjárhyggju sá, að fijálshyggj-
an setur skipulagið þjónustunnar
vegna en forsjárhyggjan valdsins
vegna, og þá gleymist þjónustan.
Ég ákalla því ^illa ftjálshyggju-
menn hvar sem pið eruð og starfið
á Alþingi, við fjölmiðla, til sjávar
og sveita, leikmenn sem lærða.
Skerið upp herör gegn íslenskri
forsjárhyggju. Látið ykkur ekki
nægja að sjá hana falla í Austur-
Evrópu, því ella verða lífskjör þjóð-
ar okkar áður en varir orðin lakari
en þeirra.
Höfundur á sæti í fræðslunefnd
málmiðnaðarins.
DUNILIN servíettan
er svo mjúk að þú
finnur ekki muninn
DUNIUN servíettan frá Duni sameinar kosti pappírs- og
tauservíettu. DUNILIN servíettan er mjúk og sterk og
l>aö er auóvelt að setja liana í brot. DIINILIN servíettan
er til prýði á veisluborðinu og kemst nær því að vera tau-
servíetta en nokkur önnur pappírsservíetta.
DUNILIN servíeltur j'ást í fjölbreyltu litaúrvali í
nœstu verslun.
STÓRGÓÐAR SÖGUR
TVEGGJA VERÐLAUNAHAFA
Míramar er nafn á gistiheimili í Alexandríu þar sem 5 karlmenn hafa
vetursetu. Sagan fjallar um samband þeirra við þjónustustúlkuna,
hina fögru Zóhru. Þessi stolta bóndadóttir verður miðdepill í mikilli
flækju er snýst um ástir, völd og auðæfi.
Sigurður A. Magnússon þýddi.
TIL AMERlKU eHlr Antii Tvuri
Erkki Hakala hefur flækst í þvílíka fjármálaóreiðu að hann sér
þann kost vænstan að flýja undan yfirvofandi málssókn. Leið hans
liggur til Bandaríkjanna með fúlgu fjár en þau reynast ekki
sá griðarstaður sem hann hélt Þetta er hröð frásögn þar sem
á snilldarlegan hátt er fléttað saman spaugi og alvöru.
Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 198S.
Njörður R Njarðvík þýddi.
SETBERG
HVÍTA HÚSID / SÍA