Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
Verð aðeins
kr. 2.390,-
5^ T Ts z&r
unuF
H
Nú er líka teygja að aftan, sem heldur
bleiunni á réttum stað.
Allar Libero bleiur
eru óbleiktar
og ofnæmisprófaðar
Verndið náttúruna
r
Reuter
Albanir heiðra móður Teresu
Móðir Teresa hefur verið sæmd einni æðstu heiðurs-
orðu Albana fyrir „óþreytandi mannúðarstörf í þágu
þeirra sem þjást í efnislegri og andlegri eymd“.
Móðir Teresa, sem hefur rekið kaþólskt kristniboð
og hjálparstarf í Kalkútta á Indlandi um árabil, var
heiðruð af leiðtogum harðlínukommúnista, þeim
sömu sem bönnuðu trúarbrögð á árum áður og lýstu
yfir því að Albanía væri fyrsta „trúlausa" ríki heims.
Móðir Teresa, sem fæddist í Júgóslavíu af albönsku
foreldri, var stödd í höfuðborg Albaníu, Tirana, tii
að halda upp á 80 ára afmæli sitt. Á myndinni sést
Móðir Teresa á tali við leikskólabörn í Tirana áður
en hún tók við verðlaununum úr hendi Nexhmije
Hoxha, ekkju Envers Hoxha, fyrrverandi einræðis-
herra landsins.
Iran:
„Dauðanefnd“ stend-
ur fyrir fjöldaaftökum
- segir Amnesty International
London. Reuter.
ÞÚSUNDIR pólitískra fanga hafa verið líflátnar með leynd í íran
að fyrirskipan „dauðanefndar" sem starfar þar í landi, að því er
sagði í skýrslu sem mannréttindasamtökin Amnesty International
sendu frá sér á þriðjudag.
Samtökin sögðu að yfír 5.000
manns hefðu verið líflátnir á und-
anfömum þremur árum. Hvöttu
þau írönsk stjómvöld til að binda
nú endi á mannréttindabrot sem
viðgengist hefðu í landinu í meira
en áratug.
„Dauðanefndin hefur fyrirskipað
aftökur um það bil helmings þessa
fólksfjölda á allra síðustu mánuð-
um,“ sagði í skýrslu samtakanna
um mannréttindi í íran. „Ekki hef-
ur kveðið jafn rammt að pólitískum
aftökum í íran og nú undanfarið
frá því snemma á níunda áratugn-
um. Yfír 2.500 pólitfskír fangar
vom líflátnir með leynd á nokkrum
mánuðum árið 1988 fyrir tilverkn-
að nefndarinnar".
Haldið er áfram geðþóttahand-
tökum á pólitískum andstæðingum
stjórnvalda og samviskuföngum er
haldið í fangelsi án ákæm eða rétt-
arhalda, samkvæmt skýrslu Amn-
esty Intemational. Tuttugu þekktir
stjómarandstæðingar, þar á meðal
nokkrir fyrrverandi ráðherrar, vom
handteknir í júnímánuði síðastliðn-
um eftir að þeir skrifuðu undir
opið bréf til Ali Akbar Rafsanjani,
forseta írans, þar sem kvartað var
yfír mannréttindabrotum í landinu.
„Þeir era enn í fangelsi og óttast
er að þeir verði að þola pyntingar
sem beitt er í því skyni að neyða
þá til að játa á sig þátttöku í bylt-
ingarstarfsemi.“
í skýrslunni kemur fram að fyrr-
verandi fangar hafa greint frá því
að „nefndin“, sem embættismenn
á vegum stjórnarinnar skipa, velji
daglega hópa fanga af handahófi
og láti taka þá af lífí, falli skoðan-
ir þeirra ekki í kramið hjá nefnd-
inni.
Grænland:
Ákveðið að hefja gull-
gröft á austurströndinni
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
Viðtalstimi borgarfulltrua
Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum i'vetur frá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum.
Allir borgarbúar velkomnir.
Laugardaginn 8. desember verða til viðtals Katrín Fjeldsted, 2. varaforseti borgarstjórnar, í borgar-
ráði, formaður heilbrigðisnefndar og í umhverfismálaráði, og Hilmar Guðlaugsson, formaður bygg-
inganefndar, formaður húsnæðisnefndar og í íþrótta- og tómstundaráði.
y y y y y y y y y y y y y
GRÆNLENSKA landsstjórnin
ætlar að hefja gullgröft á aust-
urströndinni milli Scoresby-
sunds og Ammasalik. Að sögn
Jonathans Motzfeldts, formanns
landssfjórnarinnar, er gert ráð
fyrir að námubrotið hefjist árið
1994.
Áformað er að Nuna Oil, olíufyr-
irtæki landsstjómarinnar, hafi
fmmkvæði að gullgreftrinum.
Vonast er eftir þátttöku danska
ríkisins og tveggja kanadískra fyr-
irtækja. Landsstjórnin • hefur í
þessu skyni nýlega aukið hlutafé
Nuna Oil úr 25 milljónum í 50
milljónir danskra króna (425 millj-
ónir ÍSK). Motzfeldt segir að vilji
danska ríkið ekki vera með í verk-
efninu fari Grænlendingar sínar
eigin leiðir til að útvega nauðsyn-
legt fjármagn til að koma gull-
greftrinum af stað.
Framrannsóknir benda til að
gull fyrirfinnist í nokkrum mæli á
austurströndinni ásamt hvítagulli
en ekki hefur verið sýnt
með óyggjandi hætti að
þess borgi sig.
fram á
vinnsla
ERLENT
Svissneskt
víkinga-
skip sökk
Zllrich. Frá Önnu Bjarnadóitur,
frcttaritara Morgunblaðsins.
EFTIRLÍKING af víkinga-
skipi sem hópur Svisslend-
inga ætlaði að sigla í kjölfar
Eiríks rauða á í sumar beið
skipbrot á Genfarvatni um
síðustu helgi. Áhöfnin bjarg-
aðist en skipið sökk úti fyrir
bænum Thonon í Frakklandi.
Svisslendingurinn Jean-Luc
Gautier átti hugmyndina að
smíði hins 17,5 metra langa og
fjögurra metra breiða víkinga-
skiþs. Það átti að leggja upp
frá Noregi í vor og 22 ræðarar
ætluðu á slóðir víkinga í fjóra
mánuði. En skipið, senr vó 17
tonn, stóðst ekki prófið í háv-
aðaroki og þriggja metra háum
öldum. Það sökk en þyrla að-
stoðaði við björgun skipvetja.