Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Verð aðeins kr. 2.390,- 5^ T Ts z&r unuF H Nú er líka teygja að aftan, sem heldur bleiunni á réttum stað. Allar Libero bleiur eru óbleiktar og ofnæmisprófaðar Verndið náttúruna r Reuter Albanir heiðra móður Teresu Móðir Teresa hefur verið sæmd einni æðstu heiðurs- orðu Albana fyrir „óþreytandi mannúðarstörf í þágu þeirra sem þjást í efnislegri og andlegri eymd“. Móðir Teresa, sem hefur rekið kaþólskt kristniboð og hjálparstarf í Kalkútta á Indlandi um árabil, var heiðruð af leiðtogum harðlínukommúnista, þeim sömu sem bönnuðu trúarbrögð á árum áður og lýstu yfir því að Albanía væri fyrsta „trúlausa" ríki heims. Móðir Teresa, sem fæddist í Júgóslavíu af albönsku foreldri, var stödd í höfuðborg Albaníu, Tirana, tii að halda upp á 80 ára afmæli sitt. Á myndinni sést Móðir Teresa á tali við leikskólabörn í Tirana áður en hún tók við verðlaununum úr hendi Nexhmije Hoxha, ekkju Envers Hoxha, fyrrverandi einræðis- herra landsins. Iran: „Dauðanefnd“ stend- ur fyrir fjöldaaftökum - segir Amnesty International London. Reuter. ÞÚSUNDIR pólitískra fanga hafa verið líflátnar með leynd í íran að fyrirskipan „dauðanefndar" sem starfar þar í landi, að því er sagði í skýrslu sem mannréttindasamtökin Amnesty International sendu frá sér á þriðjudag. Samtökin sögðu að yfír 5.000 manns hefðu verið líflátnir á und- anfömum þremur árum. Hvöttu þau írönsk stjómvöld til að binda nú endi á mannréttindabrot sem viðgengist hefðu í landinu í meira en áratug. „Dauðanefndin hefur fyrirskipað aftökur um það bil helmings þessa fólksfjölda á allra síðustu mánuð- um,“ sagði í skýrslu samtakanna um mannréttindi í íran. „Ekki hef- ur kveðið jafn rammt að pólitískum aftökum í íran og nú undanfarið frá því snemma á níunda áratugn- um. Yfír 2.500 pólitfskír fangar vom líflátnir með leynd á nokkrum mánuðum árið 1988 fyrir tilverkn- að nefndarinnar". Haldið er áfram geðþóttahand- tökum á pólitískum andstæðingum stjórnvalda og samviskuföngum er haldið í fangelsi án ákæm eða rétt- arhalda, samkvæmt skýrslu Amn- esty Intemational. Tuttugu þekktir stjómarandstæðingar, þar á meðal nokkrir fyrrverandi ráðherrar, vom handteknir í júnímánuði síðastliðn- um eftir að þeir skrifuðu undir opið bréf til Ali Akbar Rafsanjani, forseta írans, þar sem kvartað var yfír mannréttindabrotum í landinu. „Þeir era enn í fangelsi og óttast er að þeir verði að þola pyntingar sem beitt er í því skyni að neyða þá til að játa á sig þátttöku í bylt- ingarstarfsemi.“ í skýrslunni kemur fram að fyrr- verandi fangar hafa greint frá því að „nefndin“, sem embættismenn á vegum stjórnarinnar skipa, velji daglega hópa fanga af handahófi og láti taka þá af lífí, falli skoðan- ir þeirra ekki í kramið hjá nefnd- inni. Grænland: Ákveðið að hefja gull- gröft á austurströndinni Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Viðtalstimi borgarfulltrua Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum i'vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 8. desember verða til viðtals Katrín Fjeldsted, 2. varaforseti borgarstjórnar, í borgar- ráði, formaður heilbrigðisnefndar og í umhverfismálaráði, og Hilmar Guðlaugsson, formaður bygg- inganefndar, formaður húsnæðisnefndar og í íþrótta- og tómstundaráði. y y y y y y y y y y y y y GRÆNLENSKA landsstjórnin ætlar að hefja gullgröft á aust- urströndinni milli Scoresby- sunds og Ammasalik. Að sögn Jonathans Motzfeldts, formanns landssfjórnarinnar, er gert ráð fyrir að námubrotið hefjist árið 1994. Áformað er að Nuna Oil, olíufyr- irtæki landsstjómarinnar, hafi fmmkvæði að gullgreftrinum. Vonast er eftir þátttöku danska ríkisins og tveggja kanadískra fyr- irtækja. Landsstjórnin • hefur í þessu skyni nýlega aukið hlutafé Nuna Oil úr 25 milljónum í 50 milljónir danskra króna (425 millj- ónir ÍSK). Motzfeldt segir að vilji danska ríkið ekki vera með í verk- efninu fari Grænlendingar sínar eigin leiðir til að útvega nauðsyn- legt fjármagn til að koma gull- greftrinum af stað. Framrannsóknir benda til að gull fyrirfinnist í nokkrum mæli á austurströndinni ásamt hvítagulli en ekki hefur verið sýnt með óyggjandi hætti að þess borgi sig. fram á vinnsla ERLENT Svissneskt víkinga- skip sökk Zllrich. Frá Önnu Bjarnadóitur, frcttaritara Morgunblaðsins. EFTIRLÍKING af víkinga- skipi sem hópur Svisslend- inga ætlaði að sigla í kjölfar Eiríks rauða á í sumar beið skipbrot á Genfarvatni um síðustu helgi. Áhöfnin bjarg- aðist en skipið sökk úti fyrir bænum Thonon í Frakklandi. Svisslendingurinn Jean-Luc Gautier átti hugmyndina að smíði hins 17,5 metra langa og fjögurra metra breiða víkinga- skiþs. Það átti að leggja upp frá Noregi í vor og 22 ræðarar ætluðu á slóðir víkinga í fjóra mánuði. En skipið, senr vó 17 tonn, stóðst ekki prófið í háv- aðaroki og þriggja metra háum öldum. Það sökk en þyrla að- stoðaði við björgun skipvetja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.