Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Er forsjárhyggjan að mola allt starfsfræðslukerfi okkar? eftir Guðjón Tómasson Samkeppnishæfni atvinnulífs ræðst að langmestu leyti af þeim skilyrðum, sem löggjafinn og fram- kvæmdavaldið býr því til fijálsrar þróunar og framsækni. Þröngsýni og höft forsjárhyggj- unnar, hvort sem þau birtast beint í laga- og reglugerðarsetningu, eða .framkvæmd embættismanna sem fneta stöðu sína fremur sem valda- stöðu en þjónustustöðu, mun ávallt vinna gegn þróun og framsækni alls atvinnulífs. Löggjafarvald sem skapa vill trausta og ábyggilega umgjörð um tilgang og stjórnskipan lagasettningar sinnar, verður að leggja þá starfshætti af, að sam- þykkja sífellt galopin lög. Já, með óheimilu framsáli löggjafai’valds, þar sem sett er í lagatexta að nán- ar skuli kveðið á um atriði eins og gildissvið, verksvið, valdsvið eða starfshætti í reglugerð. Slík laga- smíð er sérhveiju Alþingi til van- sæmdar og getur valdið því, að til- gangur laganna snýst upp í and- hverfu sína. Mér virðist sem slíkt sé að gerast í lögum um framhalds- skóla, já, sérlega þeim hluta sem samþykktur var sem lög nr. 72/1989. Menntakerfi hverrar þjóðar eða samfélags er og verður alltaf einn þeirra meginþátta sem móta sam- keppnis- og markaðshæfni atvinnu- lífs á hveijum tíma. Slitni bein tengsl atvinnulífs og menntakerfis, eða séu þau heft á einn eða annan veg, koma stöðnunareinkennin þeg- ar í ljós bæði hjá menntastofnunum og atvinnulífinu. Þróun starfs- menntunar í okkar forsjárhyggju- hijáða landi er vægast sagt dapur- leg. í stuttu máli má segja, að tengsl og áhrif atvinnuhfs á alla starfsmenntun í landinu hafi nánast aðeins verið í orði en ekki á borði síðan 1955. Þá afhentu fijáls sam- tök atvinnulífsins ríki og sveitarfé- lögum starfsmenntunina til rekst- urs. Allt frá þeim tíma hafa fijáls samtök atvinnulífsins mátt sæta því, að tillögur þeirra til endurbóta á menntun starfsmanna sinna hafa að meira eða minna leyti rykfallið í skúffum forsjárhyggjukerfisins. Það tók t.d. 18 ár að koma í gegn námskrá í stálskipasmíði hjá okkar sjávarútvegsþjóð. Nánast engin fræðsla hefur til dæmis fengist inn ÁSIARSÖGURNAR KI.: FÓRNFÚS MÓÐIR ELSE-MARIE NOHR Hún hefur aldrei verið mikið fyrir börn, en í fríi sínu verður hún ástfangin af manni nokkrum og kynnist lítilli dóttur hans, sem er hjartveik og bíður eftir því að komast undir læknishendur. f DAG HEFST LÍFIÐ ERIK NERLÖE Aðeins sautján ára gömul er hún að verða fræg og rík. Og margt er að gerast í lífi henn- ar. Hún fær tækifæri sem söngkona; hún verður ástfangin; hún hittir móður sfna, sem hún hefur aldrei þekkt, en hefur svo oft dreymt um. HAMIN G JUHJARTAÐ EVA STEEN Hún er rekin úr ballettskólanum og fer þvf til London, þar sem hún gerist þjónustu- stúlka hjá fjölskyldu einni, og gætir lftillar stúlku. Á leiðinni til London kynnist hún ungum manni, sem sýnir henni mikinn á- huga. ÆVINTYRI I MAROKKO BARBARA CARTLAND Nevada Van Arden var bæði mjög falleg og vellrík, og hún naut þess að kremja hjörtu ungu mannanna. Tyrone Strome varð æva- reiður, þegar hann komst að raun um, hvernig hún fór með aðdáendur sína, og hve laus hún var við alla tillitssemi og hjartahlýju. í SKUGGA FORTÍÐAR THERESA CHARLES Ilona var dularfuíl í augum samstarfsfólks síns. Engu þeirra datt íhug, að hún skrifaði spennusögur í frítfma sínum, eða að þessi ,,Nikulás“ sem hún átti að vera trúlofuð, væri aðeins til í hugarheimi hennar. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF í almenna starfsfræðslukerfið um háþrýst vökvakerfi eða frysti- og kælikerfi hjá okkur tæknivæddu fiskveiði- og matvælaþjóð, þó þjóð- félagið geri þá kröfu til þjónustuað- ila í málmiðnaði, fyrirtækja og iðn- aðarmanna að þeir geti bilanagreint og haldið þessum kerfum við af fagmennsku. Fijáls samtök at- vinnulífsins hafa sem betur fer brugðist þannig til varnar neyðar- ástandi, að setja sjálf upp á sinn kostnað annað fræðslukerfi. Nú taka þau þar á þessum málum og fjölda annarra vanræktra fræðslu- mála, allt með dyggri samhjálp fyr- irtækja og starfsmanna þeirra. Þegar frumvarp Birgis ísleifs Gunnarssonar, fyrrverandi mennta- málaráðherra, varð að lögum nr. 57/1988, virtist sem rofa ætti til í forsjárhyggju menntakerfisins. Boðleiðir voru styttar og dreginn var máttur úr höftum forsjárhyggj- unnar. Atvinnulífinu tryggt aðgengi að ákvarðanatöku um námsefnis- innihald og í stjórnun skóla. En Adam var ekki lengi í paradís. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar fór frá vegna ástleitni Alþýðuflokks og Framsóknarflokks til aukinnar mið- stýringar. Ný ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar var mynduð og í stól menntamálaráðherra settist þraut- reyndur aðmíráll íslenskrar forsjár- hyggju, Svavar Gestsson. Hann hófst þegar handa við breytingar á nýsettum framhaldsskólalögum og fékk samþykkt lög nr. 107/1988 og 72/1989. Aukin áhrif atvinnu- lífsins voru tekin til baka, stjórn- kerfi skólanna og menntakerfisins stóriega breytt og gert nánast óstarfhæft, með slíkum fjölda stjórnunarstiga og stjórnskipunar- þátta, embætta og skilyrða, að eng- inn veit með vissu lengur hver á að stjórna hverju. Búið er að skapa fijósaman jarðveg fyrir beina valds- stjórnun embættismanna forsjár- hyggjunnar. I upphafi reglugerðarsmíðar við framhaldsskólalögin var þegar ljóst, að forðast átti sem kostur var öll afskipti fijálsra samtaka atvinnu- lífsins af þeirri vinnu. Ekki voru þau beðin um tilnefningar á mönn- um til starfans, og það sem verra er, þeim voru ekki send reglugerð- ardrögin til umsagnar, fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni og tilkynntur umsagnarfrestur var nánast liðinn. Samtök atvinnulífsins lögðu samt mikla vinnu í skoðun þessara reglu- gerða og gerðu ýtarlegar athuga- semdir, sem plássins vegna er ekki hægt að gera nein skil hér og nú. Þess skal þó getið, að lögfræðing- Guðjón Tómasson „Fyrir mér er megin- munur skipulags frjáls- hyggju og forsjár- hyggju sá, að frjáls- hyggjan setur skipulag- ið þjónustunnar vegna en forsjárhyggjan valdsins vegna, og þá gleymist þjónustan.“ ar samtakanna drógu víða mjög í efa, að ákvæði reglugerðardrag- anna ættu nokkra stoð í lögunum. Athugasemdum atvinnulífsins var flestum tekið, sem vindi er um eyru þýtur. I reglugerðunum var meira að segja stofnað til embætta með starfs- og valdssviði, án beinnar stoðar í framhaldsskólalögunum. Þó keyrir gjörsamlega um þver- bak, þegar framkvæmd kerfisins á nýsettum lögum og reglugerðum er skoðuð nánar. Þessu til staðfestu vil ég taka eitt dæmi af mörgum, sem taka mætti úr tæplega 400 síðna riti menntamálaráðuneytisins sem heitir Námskrá handa fram- haldsskólum og er í eldrauðu bandi. Á titilsíðu sem undirrituð er af Svavari Gestssyni og Árna Gunn- arssyni segir m.a.: „Námskráin gildir frá og með skólaárinu 1990- 1991 og tekur til skóla sem starfa samkvæmt lögum um framhalds- skóla nr. 57/1988 með áorðnum breytingum frá 1989.“ Einnig seg- ir: „í námskránni eru tilgreindar þær námsbrautir sem skólár geta boðið fram. Einnig er tilgreindur ijöldi námseininga í einstökum greinum eða greinaflokkum sem krafist er á viðkomandi braut.“ Bókin hefur beint reglugerðargildi varðandi námslengd og námsinni- hald á framhaldsskólastigi. Hún markar innihald alls starfsnáms á iðnaðarbrautum, tæknibrautum, viðskiptabrautum, heilsugæslu- brautum og svo framvegis. Skoðum þá örlítið brot af því, hvernig hún Skáldsaga eftir BjörgTÍlf Ólafsson SÖGUFORLAGIÐ hefur gefið út bókina Síðasta sakamálasagan eftir Björgúlf Ólafsson. í kynningu útgefanda segir um efni bókarinnar: „Dufþakur Repp, mikill sérvitringur og fróðasti mað- ur íslands, lifir fábrotnu lífi í heimi bóka sinna. Einn dag dregst hann fyrir tilviljun inn í atburðarás of- beldis, morðs og eiturlyfjasmygls, þar sem við sögu koma m.a. stórat- hafnamaður í veitingarekstri, ut- anríkisráðherra og tvíburadætur hans. Frásögnin einkennist af mik- illi spennu, óvæntum uppákomum og miklum húmor. Dufþakur sér atburðarásina með augum sérvitr- ingsins og um leið veltir hann fyrir sér, á sinn sérstæða hátt, stærstu spurningum mannlegrar tilveru. Höfundur fléttar hér saman spennusögu, gamansögu og fagur- bókmenntum á mjög óvæntan og Björgúlfur Ólafsson. nýstárlegan hátt.“ Þórhallur Þráinsson gerði káp- una.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.