Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLABÍÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Morgunblaðið/Emilía Við afhendingu gjafanna til Skógræktar ríkisins. Frá vinstri eru Sigurður Blöndal, fyrrverandi skóg- ræktarstjóri, forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Jón Loftsson skógræktarstjóri, Hulda Valtýsdótt- ir, formaður Skógræktarféiags íslands, og sendiherra Finnlands á íslandi, Hákan Branders. VEÐURHORFUR í DAG, 6. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Við Jan Mayen er 978 mb lægð sem hreyfist norð- austur en 984 mb lægð við strönd Grænlands vestur af Vestfjörð- um hreyfist suðaustur. SPÁ: Norðanátt, víða allhvöss eða hvöss með snjókomu eða élja- gangi um allt norðanvert landið en úrkomulítið syðra. Vaxandi frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Minnkandi norðan- og norðvestanátt með éljum um norðaustanvert landið en björtu veðri sunnanlands og víða talsverðu frosti. Þykknar upp með vestlægri átt og fer að hlýna vestanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Vestlæg eða suðvestlæg átt og hlýn- andi veður. Rigning eða skúrir um vestanvert landið en þurrt á Suðaustur- og Austurlandi. TÁKN: Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / / / / / / / Rigning / / / * / * r * r * Slydda / * / * # * * * * * Snjókoma * * * 1fl° Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CxD Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 snjóél Reykjavík 2 úrkoma Björgvin 2 snjókoma Helsinki 4-2 hálfskýjað Kaupmannahöfn 2 léttskýjaö Narssarssuaq 4-15 heiðskírt Nuuk 4-11 snjókoma Ósló 2 skýjað Stokkhólmur 0 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 14 rignlng Amsterdam 7 skýjað Barcelona 9 mistur Berlín 3 skýjað Chicago 4-8 skýjað Feneyjar 9 skýjað Frankfurt 5 léttskýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 3 s t Las Palmas 22 skýjað London 7 léttskýjað Los Angeles 16 hátfskýjað Lúxemborg S léttskýjað Madríd 8 léttskýjað Malaga 13 súld Mallorca 16 léttskýjað Montreal 4-7 snjókoma NewYork 2 alskýjað Orlando 6 alskýjað^ París 6 léttskýjað Róm 8 þokumóða Vín 2 skýjað Washington 1 úrkoma Winnipeg 4-2 léttskýjað Forsetinn afhend- ir gjafir til Skóg- ræktarinnar FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, • afhenti í gær Skógrækt ríkisins stórgjafir sem forseta hafa borist útanlands frá og eru framlag til skógræktar á íslandi. Er þar meðal annars um að ræða 5 kg af lerkifræi sem Koivisto Finnlandsforseti færði forsetanum þegar hann var á ferð í Finnlaudi í október síðastliðnum. Talið er að allt að 250 þúsund tijáplöntur geti vaxið af fræjunum og myndað veglegan íslenskan skóg þegar fram líða stundir. Þá hafa Lionsmenn á norðurslóðum í Finn- landi hafið söfnun á birkifræjum sem færð verða íslendingum í framhaldi af gjöf Finnlandsforseta. Þá barst forseta íslands gjöf frá Ekenás-skógtækniskólanum í Finn- landi gjöf sem fól í sé'r tvo náms- styrki fyrir íslendinga til 4-5 ára náms í skógtæknifræðum og ná styrkirnir bæði til skólagjalda og uppihalds á meðan á námi stendur. íslensku styrkþegarnir munu hefja nám við Ekenás-skólann á næsta ári. Nokkru eftir opinbera heimsókn forseta Frakklands, Francois Mitt- errands, til íslands síðastliðið sumar barst forseta íslands skeyti frá Frakklandi þar sem Mitterrand til- kynnti um gjöf til forseta. Gjöfin var 74 birkitré í tilefni af eigin afmæli, eitt tré fyrir hvert ár. Verða trén afhent á næsta vori og hefur forseti íslands óskað eftir að þau verði gróð- ursett í Vinaskógi. I Japansheimsókn forseta íslands nýverið afhenti forstjóri og stofnandi fyrirtækjasamsteypunnar „Sugar Island“, Mitsuo Satoh, forseta eina milljón jena og framkvæmdastjóri sama fyrirtækis lagði fram 300 þús- und jen. Ónefndur Japani sem var viðstaddur afhendinguna afhenti forseta íslands 5000 jen í sama skyni. Alls nema þessar peningagjaf- ir frá Japan vel yfir hálfa milljón íslenskra króna og eiga að renna til skógræktarinnar í Vinaskógi í Þing- vallasveit. Hle gert á loðnuveið- um og um 1.000 manns án atvinnu Veiðanleg loðna er 370 þús. tonn en 400 þús. tonn þarf til að viðhalda stofninum LOÐNUSKIPIN fóru heim af miðunum við Kolbeinsey í gær, miðviku- dag, vegna tilmæla sjávarútvegsráðherra og tillögu Hafrannsóknastofn- unar um að hlé yrði gert á veiðunum en einungis hafa verið veidd um 80 þúsund tonn af loðnu á þessari vertíð. Veiðanlegi loðnustofninn er nú ekki nema 370 þúsund tonn, samkvæmt mælingum rannsóknaskips- ins Bjarna Sæmundssonar, sem kom úr loðnuleiðangri á fimmtudag. Talið er að 400 þúsund tonn af hrygningarloðnu þurfi til að viðhalda um milljón tonna loðnuveiðistofni en hcildarloðnuveiðin á hverri vertíð hefur verið 0,8 til 1,3 milljónir tonna frá árinu 1984. Um 1.000 manns gætu orðið at- vinnulausir vegna stöðvunar loðnu- veiðanna og til dæmis er búið að segja upp starfsmönnum Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði. Starfs- menn loðnuverksmiðjanna eru 400-500 talsins. Samkvæmt skiln- ingi Félags íslenskra fiskmjölsfram- leiðenda eru þeir fiskvinnslufólk og því hægt að segja þeim upp störfum fyrirvaralaust þegar um hráefniss- kort er að ræða, eins og núna. Ein- hveijir þeirra hafa þó vinnu við síldarbræðslu en 16 verksmiðjur.hafa brætt síld í haust. Loðnuskipin eru 45 talsins og sjó- menn á skipunum eru um 570. Þar af eru undirmenn um 300 talsins og hægt er að segja þeim upp störfum með viku fyrirvara. „Það hefut- verið miðað við að 400 þúsund tonn af loðnu hrygni og svo þarf þorskurinn eitthvað," segir Jak- ob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. „Við teljum að þessi mæling á loðnustofninum núna sé mjög marktæk og það er meira en Flug úr skorðum FLUG lá niðri fyrir hádegi i gær en eftir hádegi fóru Flugleiðir tvær ferðir til Akureyrar og Eg- ilsstaða og til ísafjarðar síðar um daginn. Flugi til Vestmannaeyja og Petreksfjarðar var aflýst vegna ókyrrðar í lofti. Þá flugu Flugleiðir til Húsavíkur og Sauðárkróks seinni hluta dags. Athuga átti með flug til Hornafjarð- ar. Arnarflug flaug tvær ferðir til Vestmannaeyja og eina til Sauðár- króks og Bíldudals. Flugi til Rifs og Stykkishólms var aflýst. Færð var víðast góð í gær en hálka á fjallvegum um allt land og á láglendi Suðvestanlands. Það var helst á Vestíjörðum að ekki var fólksbílafært, t.a.m. frá Patreksfirði til ísafjarðar. við þorðum að fullyrða í fyrra. Ef eitthvað annað kemur í ljós eftir ára- mótin hlýtur það fyrst og fremst að vera vegna þess að loðnustofninn hefur ekki fundist." Jakob segir að það sé mjög ábyrg afstaða hjá skipstjórum loðnuskipa að verða svona fljótt við tilmælum sjávarútvegsráðherra um að gera hlé á loðnuveiðunum. Loðnuskipin fara aftur í loðnuleit strax eftir áramótin og Jakob segir að reiknað sé með að rannsóknaskipin Bjarni Sæ- mundsson og Árni Friðriksson fari í loðnuleiðangur 2. janúar næstkom- andi. Eftir þann leiðangur verði end- anlegur loðnukvóti á þessari vertíð væntanlega gefinn út. Loðnukvótinn er nú 600 þúsund tonn og þar af mega íslensk skip veiða um 475 þúsund tonn. Loðnu- kvótinn var 900 þúsund tonn á • síðustu vertíð en þá tókst ekki að veiða nema 808 þúsund tonn. Þar af veiddu íslensk skip 666 þúsund tonn en loðnuafli þeirra var 54 þús- und tonn á síðustu haustvertíð. Loðnuafli íslendinga á þessu ári er um 692 þúsund tonn en veidd voru 667 þúsund tonn af loðnu í fyrra. Aflaverðmæti loðnuskipa er jafn mikið í ár og á síðasta ári, eða um 2,6 milljarðar króna en útflutn- ingsverðmæti loðnuaflans er um 100 milljónum minna en í fyrra, eða um 4,8 milljarðar króna. Loðnuverksmiðjurnar eru 20 tals- ins og 15 þeirra hafa brætt loðnu á þessari vertíð. Þær hafa greitt 4.200 krónur fyrir loðnutonnið á vertíðinni, eða samtals 336 milljónir og útflutn- ingsverðmæti aflans er um 600 millj- ónir króna. Síldarverksmiðjur ríkisins greiddu 3.736 krónur að meðaltali á síðustu vetrarvertíð en þær hafa ein- ungis tekið á mýti 13.260 tonnum á þessari vertíð. Á Neskaupstað hefur mestu verið landað af loðnu á þess- ari vertíð, eða 17.600 tonnum. Hins vegar hefur engri loðnu verið landað í haust á Höfn í Hornafirði, Ólafsfirði og í Sandgerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.