Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Bretland: Rushdie í viðræðum við einn af leiðtogum múhameðs trúamiamia St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. Rithöfundurinn Saiman Rus- hdie sagði í síðustu viku, að hann hefði átt viðræður við einn af leiðtogum múhameðstrúar- manna í Bretlandi. Leiðtoginn, sem ekki hefur verð nefndur, Svíþjóð: Israelar mót- mæla bréfi til Saddams Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR stjórnar ísraels hafa mótmælt því að sænsk stjórnvöld skuli hafa líkt her- námi Israela á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu við innlimun Kúvæts í írak. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, lýsti þessari skoðun í bréfi er hann ritaði Saddam Hussein ír- aksforseta fyrir skemmstu en bréfið var lesið upp á íraska þinginu og er talið hafa átt mik- inn þátt í að sænskir gíslar í Irak fengu heimfararleyfi. Sten Andersson, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, sagði á þriðjudag að undirrót allra átakanna í Mið- Austurlöndum væri deilan milli ísraela og Palestínumanna. ísra- elsstjórn hefur ávallt vísað slíkum staðhæfingum á bug. Carl Bildt, leiðtogi sænskra hægrimanna, og Bengt Wester- berg, formaður Þjóðarflokksins, hafa báðir gagnrýnt bréf Carlssons en talsmenn jafnaðarmanna hafa svarað fullum hálsi. Stjómvöld neituðu fyrst í stað að birta bréfið en það var loks gert sl. föstudag. Komið hefur fram tillaga um að framvegis verði fjallað um bréf af þessu tagi í utanríkismálanefnd þingsins áður en þau eru send. I4ÝTT 5ÍMANÚMER PRENTMYNDAGERÐAR-. JRorijimWnbíít staðfestir þetta í viðtölum við tvö blöð sl. sunnudag. Salman Rushdie hefur verið í felum undir eftirliti öryggislög- reglumanna í eitt og hálft ár. Hann hefur reynt smám saman að hefja eðlilegt Ííf á ný, en það getur ekki gerst nema múhameðstrúarmenn failist á að láta hann afskipta- lausan. í viðtalinu á annarri rás BBC- sjónvarpsins upplýsti Rushdie, að hann hefði átt viðræður við einn leiðtoga múhameðstrúarmanna til að reyna að finna einhvern sameig- inlegan grundvöll. Hann sagði að hann ætti margt sameiginlegt með breskum múhameðstrúarmönnum og það þyrfti að styrkja. Þessi leiðtogi breskra múha- meðstrúarmanna segir í samtali við The Sunday Telegraph sl. sunnudag, að hann hafi að fyrra bragði haft samband við Rushdie fyrir tveimur mánuðum. Hann seg- ist ánægður með samræðurnar, sem hann hafi átt við rithöfundinn og vongóður um framhaldið. Hann segist halda, að múhameðstrúar- menn átti sig á því, að Rushdie sé ekki óvinurinn. Leiðtoginn segist vera reiðubú- inn að tala máli Rushdies við mú- hameðstrúarmenn í löndum araba og í íran til að fá dauðadómi Kho- meinis, erkiklerks, aflétt. Aðrir leiðtogar breskra múham- eðstrúarmanna hafa fordæmt þessar yfirlýsingar. Talsmaður bresks ráðs um málefni múha- meðstrúarmanna, sem hefur haft forystu um aðgerðir gegn Rushdie, segir að ekki sé hægt að semja um eitt né neitt við trúvilling og múhameðstrúarmenn hafí aldrei óskað eftir viðræðum við höfund þessarar trúlausu bókar, þ.e. Söngva Satans. Leiðtoginn, sem hefur talað við Rushdie, segir að múhameðstrú liggi uhdir ámæli vegna afstöðu sinnar til Rushdies. Rushdie sé reiðubúinn að leggja sitt af mörk- um með því að þrýsta ekki á um útgáfu bókarinnar í pappírskilju og hann muni ekki halda bókinni á lofti í framtíðinni. Reuter Stjörnusjónaukar bandarísku geimfeijunnar Kólumbiu, er sjást hér á myndinni, eru hluti af „rannsóknarstofu" sem komið var fyrir í vörulest feijunnar. Kólumbía myndar ósýni- leg geimfyrirbrigði Houston. Canaveralhöfða. Reuter. TEKIST hefur að laga bilun í miðunarbúnaði fjögurra stjörnu- sjónauka um borð í bandarísku geimfeijunni Kólumbíu eftir þriggja daga glímu áhafnarinnar og sérfræðinga á jörðu niðri við að leiðrétta tölvuforrit miðunar- búnaðarins sem tengdur er sjálf- stýribúnaði geimfeijunnar. Strax og komist var fyrir bilunina tóku sjónaukarnir að skyggnast milljarða ljósára aftur í tímann og hafa þeir náð merkjum og myndum af leyndardómsfullum fyrirbrigðum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. Hefur ekki verið hægt að rannsaka þau með tækjum af jörðu niðri. í gærmorgun skoðaði áhöfn Kól- umbíu og myndaði t.a.m. stjörnu- þyrpinguna Krabbann sem er í nautsmerkinu, en þar er um að ræða leyfar gamallar sprengi- stjörnu. Er tilgangurin.n með rann- sóknunum m.a. að mæla röntgen- og útfjólubláa geisla frá atvikum sem áttu sér stað í geimnum fyrir milljörðum ára og kortleggja hinn „ósýnilega alheim". Mikill fögnuður braust út í stjórnstöð geimfeijunnar í Houston þegar fyrstu myndirnar fóru að berast og sagði fulltrúi hjá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, að þetta væri stór dagur í sögu mannkynsins. Á þriðjudag fylgdist áhöfn Kól- umbíu með því er sovéska geimfar- ið Sojúz-TMll lagðist að geimstöð- inni MÍR en aðeins 53 km voru á milli geimfaranna er leiðir þeirra skárust í 320 km hæð yfir Kyrra- hafi. „Stefnumótið" stóð þó mjög stutt vegna mismunandi hraða þeirra. Deby lýsir sig forseta í Tsjad N’Djamena, París, Túnis. Reuter. LEIÐTOGI uppreisnarmanna í Tsjad, Idriss Deby, hefur lýst sig forseta landsins og lofað þjóðinni frelsi og réttlæti. Deby hét því í ræðu sem hann flutti á þriðjudag að koma á fjölflokkalýðræði í landinu, halda leynilögreglunni í skefjum og tryggja grundvallar- mannréttindi. í yfirlýsingu sem gefin var út sama dag var Deby sagður vera þjóðhöfðingi og formaður ríkisráðs, sem í sitja 27 menn og fer tímabundið með völd í landinu. Nokkur hundruð pólitískum föngum var sleppt eftir valdatökuna og tóku tveir þeirra sæti í ríkisráðinu. Deby skipaði einnig tvo af ráðherrum fráfarandi ríkis- stjórnar til setu í ráðinu. Deby-sagði ekki hvenær boðað yrði til frjálsra kosninga. Hissene Habre, sem farið hefur með völd í Tsjad sl. átta ár, flýði til Kamerún frá höfuðborginni, N’Djamena, á laugardag ásamt nánustu samstarfsmönnum sínum og hermönnum, sem voru honum hliðhollir. U.þ.b. 5.000 Tsjadar flýðu til Kamerún á laugardag en margir þeirra hafa snúið aftur til heimalands síns. Í ræðu sinni, sem Deby hélt á þriðjudag, gágnrýndi hann Habre, kallaði hann einræðis- herra er hefði fangelsað og pyntað andstæðinga sína. Deby sakaði hann um að hafa stolið fjármagni sem borist hefði erlendis frá og var ætlað til hjálparstarfs og jafnframt að flýja með meginhluta ríkissjóðs. Stríð hefur geisað í Tsjad með litlum hléum frá 1967, sjö árum eftir að landið hlaut sjálfstæði frá Frökkum. Líbýumenn hafa haft af- skipti af átökunum í landinu en Deby brást skjótt við til að frið- þægja nágranna sína. Hann sleppti meira en 400 líbýskum stríðsföng- um, sem sumir hafa verið í haldi í Tsjad síðan 1982 þegar Habre komst til valda, og var flogið með fangana til Trípólí, höfuðborgar Líbýu, á þriðjudag. Líbýumenn til- kynntu í gær að Habre hefði tekið þrjá Líbýumenn í gíslingu er hann flýði frá Tsjad og að þeir ætluðu að fá alþjóðlegar hjálparstofnanir og alþjóðalögregluna Interpol í lið með sér til að frelsa þá. Að sögn varnarmálaráðherra Frakka, Jean-Pierre Chevenements, fengu sveitir Debys tæplega helm- ing vopna sinna frá Líbýumönnum þegar þær gerðu árangurslausa valdaránstilraun í apríl á síðasta ári, en Líbýumenn hafa neitað því. Deby tilkynnti yfirmanni franska herliðsins, sem verið hefur í Tsjad síðan 1986, að hann vildi að liðið héldi áfram að veija landið fyrir erlendri íhlutun. Herlið Frakka gerði ekkert til að bjarga Habre og sögðu yfirmenn þess að átökin Stæðu innbyrðis milli Tsjada. Sendiherra Tsjada í Frakklandi, með aðsetur í París, lýsti í gær hollustu sinni við nýja valdhafa í Tsjad en á þriðjudag hafði hann dregið lögmæti þeirra í efa. Sendi- herrann, Ahmed Alami, hvatti aðra sendimenn Tsjada erlendis að fara að dæmi sínu sem fyrst. Sendiráðið í Frakklandi er mikilvægasta sendi- ráð Tsjada. Opið í kvöld Eldhúsid opid frá kl. 18-24 Yfirmatmdslumadur David Wallach frá New York Dansað til kl. 01.00 Tónlistarstjóri; Árni Jónsson Aðgangseyrir: FRÍTT INN í KVÖLD matsölu- og skemmtistaður Kringlunni 4, sími 689686 Sjö milljónir Asíubúa gera það gott í Bandaríkjunum Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. UM SÍÐUSTU aldamót laldist fólk af asískum uppruna vera 0,3% af íbúum Bandarílganna. A þessu ári áætlar manntals- skrifstofan bandaríska, að um 3% bandarískra þegna séu af asískum uppruna, og ef fer sem horfir verða þeir 10% af íbúum Bandaríkjanna árið 2080. Niðurstöður manntalsins sem gert var í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári hafa ekki verið birtar enn. En þær virðast benda til þess að fólki af asískum uppruna, er komið hefur með löglegum hætti til Bandaríkjanna, hafi ijölgað um 80% á síðasta áratug, og teljist vera um sjö milljónir manna. Bróðurpartur þess fjölda býr í Kaliforníu. Spænsku- eða portúgölsku- mælandi fólk (hispanics) verður stærsti „minnihluta“-hópurinn. Asíu-hópurinn vex hins vegar langhraðast. 42% allra innflytj- enda á níunda áratugnum komu frá Asíu og sumir sérfræðingar telja, að fólk af asiskum uppruna verði e.t.v. orðið 10% bandarísku þjóðarinnar árið 2080. Asíufólkið sem sest1 hefur að í Bandaríkjunum er ýmist ríkara — eða fátækara en almennt gerist. Enginn þjóðahópur fólks, að hvítum meðtöldum, var tekju- hærri. Meðal fjölskyldutekjur Asíufólks í Bandaríkjunum 1980 námu 36.100 dollurum (um tvær milljónir ÍSK), en meðalfjöl- skyldutekjur allrar þjóðarinnar voru 28.910 dollarar. En meðal Asíufólksins er einnig mikil fá- tækt; 14% þess taldist fátækt á sl. ári á sama tíma sem 10% hvítra lifa undir fátæktarmörkum. Mun- ar þar mest um svokallað „báta- flóttafólk" frá Víetnam. Asíufólk er betur menntað en aðrir hópar Bandaríkjamanna; 40% þess hefur lokið háskóla- prófi, móti tæplega 25% hvítra. Og þó aðeins 3% bandarísku þjóð- arinnar séu af asískum uppruna er áætlað að 19,6% þeirra sem útskrifast frá Harvard-háskóla 1994 verði Asíufólk. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.