Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 42
£t 42 oeei nmM33m .9 huo^ootmmn QiGAjauuonoM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Tillaga frá Kvennalista: Níu mánaða fæðingarorlof SIGRÚN Jónsdóttir (SK-Rn) mælti fyrir frumvarpi sem m.a. gerir ráð fyrir lengingn fæðing- arorlofs í níu mánuði. Um leið var lagt fram samsvarandi frum- varp um breytingar á fæðingar- styrk. Meðflutningsmenn eru, Kristín Einarsdóttir (Sk-Rv), Málmfríður Sigurðardóttir (Sk- Ne) og Þórhildur Þorleifsdóttir (Sk-Rv). Flutningsmenn leggja m.a. til að ^barnshafandi kona skuli eiga rétt á fæðingarorlofi einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag fram að fæðingu og er óheimilt að bæta því orlofi við það fæðingarorlof sem tekið er eftir bamsfæðinguna. Ætt- leiðandi foreldrar eiga einnig rétt á orlofi vegna töku bams að fimm ára aldri þess. Gert er ráð fyrir að lögum um fæðingastyrk verði m.a. breytt á þann veg að framlengja skuli greiðslu fæðingarstyrks um þijá mánuði fyrir hvert barn um- fram eitt ef fleiri fæðast í einu. Þar að auki skal kona sem gengur með fleiri en eitt barn eiga rétt á greiðslu fæðingarstyrks í tvo mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Gert er ráð fyrir að lenging fæð- ingarorlofsins gerist í áföngum, verði sjö mánuðir frá gildistöku lag- anna fram til 1. janúar 1992. Átta mánuðir á árinu 1992 en taki að fullu gildi 1. janúar 1993. Orlof ættleiðandi foreldra lengist á sama veg og er miðað við sömu dagsetn- ingar. Sigrún Jónsdóttir sagði m.a. að stigið hefði verið skref í rétta átt þegar frumvörp þáverandi heil- brigðisráðherra, Ragnhildar Helga- dóttur, um lengingu fæðingarorlofs úr þremur í sex mánuði voru sam- þykkt. Það bæri að meta þær breyt- ingar sem væru til batnaðar en nú væri kominn tími til að stíga næsta skref. Það væri hagsmunamál alls samfélagsins ekki síður en foreldr- anna og barnanna. Það hlyti að vera umhugsunarefni hvað við bið- um börnum okkar upp á í dag; í mörgum tilfellum væru þau sett í hendur ókunnugra mestan part dagsins aðeins sex mánaða gömul. Guðrún taldi slíkt ekki æskilegt né þroskavænlegt. Þremur mánuðum síðar hefði barnið þó öðlast meiri þroska og gæti betur tekist á við umhverfi sitt. Ræðumaður flutti og fleiri rök máli sínu til stuðnings, tilfínninga- og sálfræðileg, og einn- ig fjárhagsleg. Það köm m.a. fram í hennar ræðu að rétturinn til fæð- ingarorlofs er alls staðar á Norður- löndum rýmri en hér á landi. Flutningsmaður fór nokkrum orðum um kostnaðarhlið frumvarp- anna og greindi t.a.m. frá því að kostnaðarauki vegna lengingar orlofsins um tvo mánuði strax þ.e.a.s. einn mánuð fyrir og eftir fæðingu myndi nema um 200 millj- ónum á næsta ári. E.t.v. þætti ein- hverjum þetta há upphæð en á máli fjármálamanna mætti kannski orða það svo að verið væri að ijár- festa í auknum mæli í bömum okk- ar. „En hver telur sig þess umkom- inn að meta til íjár þann ávinnig sem við höfum af því að veita nýjum borgurum þeSsa lands bestu umönnun á fyrstu mánuðum ævi sinnar." Mannfæð Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) tók undir málflutning fyrra ræðu- manns. Einnig komu fram von- brigði yfir fæð þingmanna í salnum. Sigrún Jónsdóttir (SK- Rn) saknaði heilbrigðisráðherrans sem hún hafði hálfpartinn vænst að yrði viðstaddur til að hlýða á ályktun framsóknarmanna um lengingu fæðingarorlofs. Sigrún vitnaði einn- ig í ályktanir Alþýðuflokksins sem gengu í sömu átt. Rannveig Guðmundsdóttir (A- Rn) tók undir málflutning Sigrúnar og síns eigin flokks um nauðsyn á Samstarfsráð sjúkra- húsa í Reykjavík GUÐMUNDUR Bjarnason, heil- brigðisráðherra, mælti í gær á 17. fundi efri deildar fyrir laga- frumvarpi um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu. Lagt er til að komið verði á fót fimm manna samstarfsráði sjúkrahú- sanna í Reykjavík. I samstarfsráðinu skulu sitja for- menn stjóma Borgarspítala, St. Jósefsspítala og Ríkisspítala. Ráðið skipi stjómarformenn sjúkrahús- anna þriggja og tveir fulltrúar skip- aðir af ráðherra. Hlutverk ráðsins er að gera tillögur um mótun fram- tíðarstefnu sjúkrahúsanna, flokkun ,starfssyiðs og verkaskiptingu, gera þróunar- og fjárfestingaráætlanir til að nýta sem best þá fjármuni sem til ráðstöfunar em. Einnig skal ráðið fylgast með því að sjúkrahús- in starfi í samræmi við fjárveitingar til þeirra. Heilbrigðisráðherrann benti þingheimi m.a. á að • sífellt ykust kröfur - og kostnaður - á sviði heilbrigðismála; íslendingar hefðu aukið útgjöldin til þessa málaflokks sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu úr 6,6 í 8,5 % og væru Svíar einir Norðurlandaþjóðanna með hærra hlutfall. — En á hinn bóginn hefði boríð á harðri andstöðu í þjóð- félaginu við aukna skattheimtu. IRáðherrann taldi ekki lfklegt að heilbrigðismálin fengu mikið stærri hlut af landsframleiðslu á næstu ámm nema til kæmi aukinn hag- vöxtur, ekki væri heldur líklegt að samstaða næðist um viðbótarskatt- heimtu til að auka útgjöldin til heil- brigðismála. Heilbrigðisráðherra rakti í nokkm máli sögu þess máls sem hann nú mælti fyrir. Hann hefði skipað nefnd á síðasta ár til að kanna alla möguleika á auknu sam- starfi sjúkrahúsa á höfuðborgar- rsvæðinu og hefði sú nefnd lokið störfum nú á haustmánuðum. Framvarp það sem nú væri mælt fyrir gerði ráð fyrir nánast sömu skipan og nefndin hefði orðið sam- mála um. Áherslumunur varð hins vegar í nefndinni um hvernig sam- starfsráðið skyldi skipað. Frum- varpið eins og það lægi nú fyrir ' gerði ráð fyrir svipaðri skipan ráðs- ins og meirihluti nefndarinnar gerði tillögur um. Guðmundur Bjarnason Misskilningur og fullyrðingar Ráðherrann greindi frá því í sinni ræðu að nokkrar umræðúr hefðu orðið um nefndarálitið og fyrstu drög að frumvarpi sem kynnt hefði verið á blaðamannafundi. Þessar umræður hefðu einkennst af mis- skilningi og fullyrðingum manna sem virtust ekki hafa kynnt sér nægjanlega vel nefndarálitið né heldur þær hugmyndir sem hann hefði sett fram. En hann hefði talið nauðsynlegt að samstarfsráðið hefði meira með fjárlagagerð og skiptingu fjárveitinga til þessara stofnana að gera. Heilbrigðisráðherra skýrði nokk- uð lagagreinar frumvarpsins og til- gang frumvarpsins. Benti m.a. á að formaður ráðsins skyldi kosinn af ráðinu sjálfu úr hópi fulltrúa sjúkrahúsanna til tveggja ára í senn. Gert væri ráð fyrir því að ráðið tengdist því sjúkrahúsi sem formaðurinn kæmi frá og að fram- kvæmdastjóri þess sjúkrahúss væri þá ennfremur framkvæmdastjóri ráðsins. Þannig að ekki væri gert ráð fyrir neinni nýrri stofnun eða starfsliði kringum samstarfsráðið. Einnig kom fram að tillögur þær sem ráðið gerði skyldu lagðar fyrir Morgunblaðið/Þorkell Sigrún Jónsdóttir áframhaldandi lengingu fæðingar- orlofsins, þótt stórt skref hefði ver- ið stigið þegar orlofið var lengt í sex mánuði og ætti Ragnhildur Helgadóttir þáverandi heilbrigðis- ráðherra þakkir skyldar fyrir að hrinda þeim áfanga fram. í máli Rannveigar kom einnig fram söknuður eftir fleiri samþings- mönnum en hún fagnaði komu Guðmundar Bjarnasonar heilbrigð- isráðherra þegar hann gekk í sal. Rannveig ræddi nokkuð um rétt- indamál foreldra í fæðingarorlofi og mismun á réttindum, þá hefði verið von á að nefnd skilaði tillög- um. Hún innti heilbrigðisráðherra eftir frumvarpi um þau efni. Málmfríður Sigurðardóttir (SK-Ne) tók til máls, vildi að fært yrði til bókar nú væru einungis sjö þingmenn viðstaddir. Árni Gunn- arsson forseti neðri deildar upp- lýsti að 29 þingdeildarmenn væru í húsinu. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra baðst velvirðingar á fjarveru sinni en hann hafði m.a. orðið að tala fyrir framvarpi í efri deild. Hann tók undir að hér væri mikilsvert mál rætt en jafnframt dró hann enga dul á það að spurn- ingar um kostnað og forgangsröð væra ofarlega í margra hug. í mörgum málum í heilbrigðiskerfinu sneri maður sér ekki við fyrir minna en tugi milljóna. Heilbrigðisráðherra greindi einn- ig frá því að ekki hefði tekist full samstaða um þær tillögur sem Rannveig hefði innt eftir, opinberir starfsmenn teldu nokkuð gengið á þann rétt sem þeir hefðu áunnið. Að endingu lýsti ráðherrann stuðningi við þá stefnu sem fælist í frumvarpinu en varð að gera fyrir- vara vegna kostnaðar og forgangs í ráðstöfun opinberra fjármuna. Flutningsmaður þakkaði Rann- veigu Guðmundsdóttur og heil- brigðisráðherra undirtektirnar þótt hún vildí gjarnan heyra frá honum að þetta mál kæmi strax til fram- kvæmda. Sumum þætti of hægt vera farið í sakirnar. Flutningsmaður hafði lagt til að máiinu yrði vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar en ekki tókst að greiða atkvæði um þá tillögu því þingflokksfundir voru að hefjast og tæpast von til að næðist til nægjan- legs þingmannafjölda í húsinu fyrir þann tíma. Þetta er fyrsta mál sem þingmað- urinn flytur en hún skipar nú 10 þingsæti Reykjaneskjördæmis í fjarveru Önnu Olafsdóttur Björns- son. stjórnir sjúkrahúsanna áður en þær yrðu sendar til heilbrigðisráðuneyt- isins. Ennfremur að ráð væri fyrir því gert að samstarfsráðið annaðist þau verkefni sem Heilbrigðismála- ráð Reykjavíkurlæknahéraðs á að hafa með höndum en snerti þessi sjúkrahús, þannig að þau myndu ekki eiga fulltrúa í Heilbrigðismála- ráði Reykjavíkurlæknahéraðs. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra greindi frá efasemdum ýmissa um hvort þær breytingar sem tillaga væri gerð um, gengu nægjanlega langt, e.t.v. þryfti sam- starfsráðið að hafa meira raunveru- legt ákvörðunar- og framkvæmda- vald. Ráðherrann vænti þess þó að hér væri mikilvægt skref stigið. Hann taldi nauðsynlegt að láta á það reyna hvort virkara samstarf næðist með sjúkrahúsunum með þessu fyrirkomulagi, áður en aðrar og ennþá róttækari ráðstafanir kynnu að vera gerðar. Að endingu lagði framsögumað- ur til að málinu yrði vísað til annarr- ar umræðu og heilbrigðis- og trygg- inganefndar og fengi þar skjöta afgreiðslu svo samstarfsráðið gæti tekið sem fyrst til starfa, og hefði sú vinna þurft að tengjast gerð fjár- laga fyrir árið 1991 ef vel hefði átt að vera. Silkihúfa Guðrún J. Halldórsdóttir (SK- Rv) sagði þáð vera óskandi að þetta samstarfsráð reyndist ekki enn ein silkihúfan í nefndafarganinu. Guð- rún taldi samt samstarf og samráð vera af hinu góða. Vissulega þyrfti að byggja upp og bæta margt í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægur þáttur í því væri góðir starfskraftar sem væru sæmilega ánægðir með sín kjör og vildu að sínar raddir heyrðust. Guðrún vildi því að ráðið væri aðeins öðruvísi skipað; tveir fulltrúar starfsmanna gætu örugg- lega korriið með gagnlegar ábend- ingar m.a. um sparnað. Einnig væri til bóta að Reykjavíkurborg hefði þar fulltrúa því þessi sjúkra- hús vörðuðu mjög allt líf og starf í bænum. Að tillögu framsögumanns var málinu svo vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar og annarrar um- ræðu. Stuttar þingfréttir Kirkjuhvolsprestakall Fimm þingmenn í efri deild vilja bæta við svohljóðandi bráða- birgðaákvæði við lögin um skipun prestakalla og prófastsdæma: „Meðan núverandi sóknarprestur í Kirkjuhvolsprestakalli þjónar kallinu taka breytingar á Odda-, Kirkjuhvols- og Fellsmúlapresta- köllum í Rangárvallaprófastdæmi skv. 1. gr. ekki gildi.“ Frumvarp- ið er flutt vegna óska þriggja sóknarnefnda til kirkjumálaráð- herra um: 1) Hafa áfram sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur. 2) Að þurfa ekki að hlíta því að vera með stjórnvaldsákvörðunum sett í ann- að prestakall. Flutningsmenn, Halldór Blöndal (S-Ne), Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl), Karl Steinar Guðnason (A-Rn), Guðrún J. Halldórsdóttir (SK-Rv) og Salóme Þorkelsdóttir (S-Rn), vilja að sóknarbörnin njóti handieiðslu þess prests sem þau kusu sér en telja rétt að leggja það álitamál til hliðar um sinn hvort Kirkju- hvolsprestakall verði lagt niður. Hjálparbúnaður fyrir sjónskerta Halldór Blöndal (S-Ne), Guðrún J. Halldórsdóttir (SK-Rv), Eyjólf- ur Konráð Jónsson (S-Rv), Karvel Pálmason (A-Vf) og Egill Jónsson (S-Al) flytja lagafrumvarp um að hjálparbúnaður fyrir sjónskerta verði undanþeginn ákvæðum laga um virðisaukaskatt. í greinargerð segir að þótt varlega verði að fara í undanþágum þá séu „slík prinsipp“ léttvæg gagnvart þeim sem eru að missa sjónina. í grein- argerð kemur einnig fram að les- tæki með sambyggðri myndavél og skjá kosti 170-340 þús. kr. og framlög til Sjónstöðvar íslands séu hvergi nærri svo rífleg að dugi til að sinna öllu því fólki sem vegna sjóndepru þurfi á myndavél og skjá að halda. Spurt um kostnað við tannlækningar Fyrirspurn frá Geir H. Haarde GEIR H. Haarde (S/Rv) hefur lagt fram fyrirspurn til heil- brigðis- og tryggingamálíiráð- herra um sparnað vegna breyttra reglna um endur- greiðslu tannlæknakostnaðar. Fyrirspum þingmannsins er í fjórum liðum: 1) Hver var heildar- kostnaður opinberra aðila vegna tannlækninga á árunum 1988 og 1989? Hver var hlutur tannréttinga í þessum kostnaði? 2) Hvað hefur mikið sparast í tannlækningakostn- aði almannatrygginga á þessu ári í kjölfar laga nr. 122/1989? Hvað mikið af þessum sparnaði er til kominn vegna breyttra reglna um tannréttingar? 3) Hvað nýtur stór hluti barna og unglinga 6-18 ára tannréttingaþjónustu hér á landi? 4) Hvernig hefur til tekist um flokk- un tannréttinga og breytta greiðslu- þátttöku hins opinbera eftir eðli aðgerða? Hvað má gera ráð fyrir að kostnaður verði mikill árlega vegna hins nýja flokkunarkerfis og eftirlits með því? Með lögum nr. 122/1989 sem þingmaðurinn vitnar til var lögum um almannatryggingar breytt þannig að endurgreiðslur vegna tannlæknaþjónustu og tannréttinga við börn og unglinga urðu heimilda- greiðslur en ekki sjálfvirkar. Einnig var í lög fest að þjónustan skyldi veitt hjá skólatannlæknum og á heilsugæslustöðvum nema annað væri talið hagkvæmt og um það samið. Með þessum lagabreytingum var stefnt að 80-100 milljóna króna sparnaði á verðlagi í desember 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.