Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 47
.MOflGUÍNBLADlÐ FlMM’rL'UAUUit6. jJESKMBER,l,9ijO Æ Þjóðarsátt um pen- ínga og sljómarskrá eftir Steingrím A. Arason Rök hafa verið færð fyrir því að setning bráðabirgðalaganna um samninga BHMR sé í andstöðu við íslensku stjórnarskrána. Þeir sem fallast á þau rök verða þannig að gera það upp við sig hvort þeir kjósa fremur að styðja bráðabirgðalögin eða standa vörð um stjórnarskrána. í raun ætti það ekki að vera erfitt. Stuðningsmenn bráðabirgðalag- anna verða að viðurkenna að setn- ing laganna er umdeilanleg. Þess vegna ættu þeir öðrum fremur að leiða hugann að þeirri voðastöðu sem upp kæmi í þjóðfélaginu, ef dómstólar hnekktu lögunum. Eða ætla þeir ef til vill að láta nægja að benda á stjórnarandstöðuna og ásaka hana fyrir að. hafa ekki verið nógu fjölmenna? Þeir sem vilja standa vörð um stjórnarskrána og leikreglur lýð- ræðisins verða hins vegar eins og aðrir að hugleiða afleiðingar þess að fella bráðabirgðalögin. I fram- haldi af því er vert að undirstrika eftirfarandi: ★ Með þjóðarsáttinni hefur nú þegar náðst umtalsverður árangur. Það að bráðabirgðalögin verða felld breytir ekki þeirri staðreynd. Ef það gerist má hins vegar til sanns veg- ar færa að árangurinn hafi náðst á fölskum forsendum. Því er augljóst að núverandi ríkisstjóm ber skilyrð- islaust að segja af sér. ★ Þeir samningar sem ríkisstjórn- in hefur gert við opinbera starfs- menn fá ekki staðist fjárhagslega. Þeim verður að breyta. Og í raun ætti ekki að vera erfitt að fá þeim breytt, því nýir samningar eru í þágu opinberra starfsmanna, ekki síður en annarra launamanna. Langtíma markmið samninganna þarf að tryggja með samningum um leiðir til að hagræða í starfsemi hins opinbera og til að draga úr þeim mun sem er á rekstri ríkisins og einkaaðila. Ef nýir samningar nást ekki er mögulegt að víxlhækkun launa og verðlags fari af stað. Sú atburðarás kæmi augljóslega í veg fyrir um- samdar kjarabætur og yrði öllum til tjóns. Það er hins vegar rétt að undirstrika að þetta gerist aðeins með fulltingi ríkisvaldsins. At- burðarás af þessu tagi er útilokuð án tilheyrandi gengislækkana. ★ Önnur möguleg afleiðing óbreyttra samninga er að ríkisvald- ið hækki skatta, fækki ríkisstarfs- mönnum, stytti vinnutíma og dragi almennt úr opinberri þjónustu. Hluti ríkisstarfsmanna gæti þannig náð- fram bættum kjörum, en þá fyrst og fremst á kostnað þeirra sem misstu vinnu og stæðu undir skatta- hækkunum. Mergur málsins er sá, að þegar grannt er skoðað er þjóðarsáttin í meiri hættu með því að bráða- birgðalögin verði samþykkt en felld. Að halda öðru fram er í raun skammsýni. Til að tryggja farsælt framhald þjóðarsáttarinnar, ekki aðeins á næsta ári heldur einnig á komandi árum, þarf festu í stjórn landsmálanna þannig að því megi treysta að settum leikreglum sé framfylgt. Það er útilokað meðan núverandi stjórn situr og hæpið ef bíða á eftir úrskurði dómstóla varð- andi það hvort bráðabirgðalögin fái staðist. Þótt bráðabirgðalögin verði felld, verður sá árangur sem náðst hefur með þjóðarsáttinni ekki tryggður V^terkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiðill! með því að hækka laun einungis vegna afnáms bráðabirgðalaganna. Um leið og núverandi ríkisstjórn færi frá yrði gengi íslensku krón- unnar í fyrsta lagi fellt eftir kosn- ingar og nýja stjórnarmyndun. Með kauphækkunum, sem engar efnahagslégar forsendur eru fyrir, væri því tekin mikil áhætta. Aðilar vinnumarkaðarins gætu hvorki treyst því, né í raun ætlast til þess, að ný stjórn byijaði feril sinn á því að fella gengi íslensku krónunnar. Sú tilætlunarsemi myndi heldur ekki flýta fyrir stjórnarmyndun. Kauphækkanir við stöðugt gengi og án aukinnar verðmætasköpunar myndu leiða til gjaldþrota atvinnu- fyrirtækja, minni vinnu og aukins atvinnuleysis. Kauphækkanir færu að hluta út í verðlagið og að hluta í aukna skatta. Með óraunhæfum krónutöluhækkunum myndu marg- ir og ef til vill flestir launþegar þannig í reynd skerða ráðstöfunar- tekjur sínar. Með þjóðarsáttinni hefur tekist að tryggja viðunandi atvinnu og Steingrímur A. Arason verðlagsþróun. Þar til nú hefur hún einnig þýtt kaupmáttarrýrnun fyrir flesta launþega. Verkefnið fram- undan er að tryggja áfram stöðug- leika í verðlags- og atvinnumálum, en jafnframt verðmætasköpun og aukinn kaupmátt. Afnám bráðabirgðalaganna breytir engu um það hvernig skyn- samlegast er fyrir aðila vinnumark- aðarins að halda á launa- og kjara- málum næstu misserin. Ef Alþingi fellir bráðabirgðalögin hafa for- sendur þjóðarsáttarinnar reynst rangar og núverandi ríkisstjórn ber að segja af sér. Sú niðurstaða breyt- ir ekki þeim árangri sem náðst hef- ur, heldur rennir traustum stoðum undir raunverulega þjóðarsátt; þjóðarsátt til frambúðar bæði um laun og leikreglur. Höfundur er hagfræðingur Verslunarráðs Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.