Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6! DBSEMBER 1990
73-
KORFUKNATTLEIKUR / LANDSBANKAMOTIÐ
Seljaskóli og Breidholtsskóli sigruðu
LANDSBANKAMÓT ÍR íkörfu-
knattleik - minnibolta, fórfram
í áttunda sinn um síðustu helgi
og var leikið til úrslita að þessu
sinni í íþróttahúsi Seljaskóla.
Ellefu ára krakkar úr skólunum
■' Breiðholti tóku þátt í mótinu.
Seljaskóli sigraði í piltaf lokki
og Breiðholtsskóli í stúlkna-
flokki.
Alls voru níu lið í pilta og
stúlknaflokki sem tóku þátt í
úrslitakeppninni og voru þau frá
öllum fimm skólunum í Breiðholti.
Aður hafði farið fram undan-
keppni, en alls tóku á annað hundr-
að krakkar þátt í mótinu.
í piltaflokki sigraði Seljaskóli 6
ÁH annað árið í röð. í öðru sæti
varð Breiðholtsskóli. Leikmaður
mótsins í piltaflokki var kjörinn
Guðbrandur Elí Lúðvíksson, Selja-
skóla.
I stúlknaflokki sigraði Breið-
holtsskóli 6D og Ölduselsskóli varð
í öðru sæti. Leikmaður mótsins í
stúlknaflokki var valin Dögg Guð-
mundsdóttir, Breiðholtsskóla.
Að lokinni keppni fór fram verð-
launaafhending í Breiðholtsútibúi
Landsbankans. Þar afhenti Bjarni
Magnússon, útibússtjóri, verðlaun,
bikara og verðlaunapeninga, en auk
þess var sérhver þátttakandi leystur
út með gjöf og viðurkenningu fyrir
þátttökuna. Síðan þáðu keppendur
og starfslið mótsins veitingar í boði
bankans.
Ikvöld
EINN leikur verður í 1. deild
karla á íslandsmótinu í hand-
knattleik í kvöld. KR og ÍR
eigast við í Lauagrdalshöll kl.
20.00.
SIEMENS
MorgunblaðiÖ/Sverrir
Sigurlidin í Landsbankamóti ÍRV Seljaskóli sem sigraði í piltaflokki og Breiðholtsskóli í stúlknaflokki, ásamt útibús-
stjórum banskans í Mjódd, Bjarna Magnússyni (t.v) og Sigurði Jóhannssyni.
Morgunblaðið/Sverrir
Bjarni Magnússon, útibússtjóri
ásamt bestu leikmönnum mótsins;
Guðmundi Elí Lúðvíkssyni og Dögg
Guðmundsdóttur.
FRJALSAR
Jónas
nálægt
metinu
í þrístökki
4T
Agætis árangur náðist á innan-
félagsmóti IR í fijálsum íþrótt-
um sem fram fór í Baldurshaga í
síðustu viku. Jónas Jónasson náði
bestum árangri er hann stökk 11,31
m í þrístökki og var aðeins 17 sm
frá unglingametinu í flokki 13 - 14
ára pilta. Hann var einnig nálægt
metinu í 50 m grindahlaupi er hann
hljóp á 7,8 sek, en metið er 7,6 sek.
í flokki stelpna 12 ára og yngri
hljóp Birna María Gunnarsdóttir á
8,9 sek í 50 m grindahlaupi og er
það aðeins einu sekúndubroti frá
unglingametinu. Hún stökk 4,62 m
í langstökki og 9,13 m þrístökki.
Hildur Ingvarsdóttir stökk 10,47 m
i þrístökki 15-16 ára. Hjalti Sigur-
jónsson hljóp 50 m á 6,3 sek í flokki
15 - 16 ára sveina.
Mörg persónuleg met voru sett
í mótinu og er ljóst að unglingalið
ÍR er í mikilli framför. Næsta mót
hjá unglingunum verður 12. des-
ember í Baldurshaga.
/'/
Þvottavélar
Þurrkarar
VINNU-
PALLAR
Viö bjóðum upp á létta hjólapalla úr
áli, níösterka og meðfærilega.
Þú rennir þeim í lægstu stööu um öll
dyraop og hækkar þá síðan með
einu handtaki, þrep af þrepi, í þá
hæð sem óskað er að vinna í.
íím§
mm
Uppþvottavélar
inni-vinnupallar
eru atls staðar til þæginda
5:
Þrepafjöldi 4x6 4x9 4x11
Pailhæð Hæð með handriði Vinnuhæð Þyngd 1.80- 3,00 m 2.80- 4,00 m 3.80- 5,00 m 50 kq 2.60- 4,56 m 3.60- 5,56 m 4.60- 6,56 m 55 kq 3.16- 5,68 m 4.16- 6,68 m 5,15-7,68 m 59 kq
Eldavélar
zn
Pallur í lægstu stöðu án handriðs
smýgur léttilega um öll dyraop.
VELDU VANDAD - VELDU PALLA
““ Pallar hf.
SALA
Dalvegi 16, Kópavogi sími 641020 - 42322
Örbylgjuofnar
Gœfiatœki fyrir
þig ug þína!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300