Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 32
82
MORQlUNÖLAfME! EUMMHUD'AQMR ]6t DESBMBER 1390
Skoðanakönnun DV:
55% fylgjandi
ríkisstjóminni
I NIÐURSTOÐU skoðanakönn-
unar DV, sem fram fór um helg-
ina, sögðust 55% þeirra sem tóku
afstöðu vera fylgjandi ríkis-
stjórninni.
Þegar spurt var um fylgi flokk-
anna og sögðust 12,4% sem afstöðu
tóku styðja Alþýðuflokkinn, 22,7%
styðja Framsóknarflokkinn, 43,1%
Sjálfstæðisflokkinn, 11% Alþýðu-
bandalagið og 9,9% Kvennalis-
tanna. Miðað við skoðanakönnun
sem gerð var í október hefur Al-
þýðuflokkurinn misst 2% fylgi,
Kvennalistinn á
Reykjanesi:
Anna Olafs-
dóttir Bjöms-
soní l.sæti
ANNA Ólafs-
dóttir Björns-
son alþingis-
maður skipar
efsta sæti
framboðslista
Kvennalistans
í Reykjanesi
fyrir næstu
kosningar.
Flokkurinn á
nú einn þing- ______________
mann í kjör- Anna Ólafsdóttir
dæminu. Björnsson
í forvali flokksins fékk Anna
flestar tilnefningar. I öðru sæti
listáns verður Kristín Sigurðar-
dóttir og í 3. sæti Ragnhildur
Eggertsdóttir. Þessar þijár hlutu
bindandi kosningu en gengið verð-
ur frá listanum í heild innan
skamms.
Forvalið var skriflegt og var góð
þátttaka, að sögn Ragnhildar Egg-
ertsdóttur. Ákveðið var á félags-
fundi í haust að ef 40% félags-
kvenna tækju þátt yrði kosning
bindandi í þrjú efstu sætin.
Framsóknarflokkurinn bætt við sig
3%, Sjálfstæðisflokkurinn misst um
4,8%, Alþýðubandalagið bætt við
sig um 2,8% og Kvennalistinn bætt
við sig um 2,5%.
Þá sögðust 71,9% þeirra sem
tóku afstöðu vera andvígir ákvörð-
un þingflokks Sjálfstæðismanna um
að greiða atkvæði gegn bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinnar. Ur-
tak könnunarinnar voru 600 manns
þar af helmingur búsettur í
Reykjavík og nágrenni.
Enn fremur var spurt, hver af-
staðan væri til setningar bráða-
birgðalaga um takmörkun á launa-
hækkun háskólamanna BHMR og
sögðust 65,2% þeirra sem tóku af-
stöðu vera fylgjandi bráðabirgða-
lögunum en 34,8% andvígir.
Morgunblaðið/RAX
Forystumenn BHMR afhentu alþingismönnum afrit af kæru bandalagsins gegn ríkisstjórninni til Alþjóða-
vinnumálastofnuninni í gær. Hér má sjá Margréti Frímannsdóttur formann þingflokks Alþýðubandalags-
ins taka við afritinu.
Hagfræðistofnun Háskóla Islands:
4,5% hækkun launa BHMR
hefði lítil verðlagsáhrif
Dóms Alþjóðavinnumálastofnunarinnar að vænta í mars, að sögn forystumanna BHMR
BANDALAG háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hélt fréttamannafund
í gær þar sem kynnt var efni kæru BHMR til Alþjóðavinnumálastofnun-
arinnar (ILO) og álit Hagfræðistofnunar Háskóla Islands á verðbólgu-
hvata BHMR-samningsins. Er þar miðað við áhrif 4,5% launahækkunar
BHMR-manna frá 1. júli 1990 á verðbólgu næstu 12 mánuði. Helsta
niðurstaða stofnunarinnar er að verðlagsáhrif hækkunarinnar yrðu á
bilinu 0,07 - 0,14% í framfærsluvísitölu og hefði sáralítil áhrif á hækk-
un meðallauna annarra stétta í landinu.
Grundallarforsendur álitsins eru Birgir Björn Siguijónsson, hag-
að laun annarra launþega hækki fræðingur BHMR, sagði þetta alger-
ekki og er annars vegar miðað við
að að laun BHRM séu jöfn launum
þeirra sem eru utan samtakanna og
hins vegar að þeir hafi tvöföld launa
miðað við aðra. Niðurstaða Hag-
fræðistofnunar er að í fyrra tiivikinu
þýði 4,5% launahækkun BHMR-
manna 0,27% hækkun meðallauna í
landinu en í síðara tilvikunu þýði
hækkunin 0,14% hækkun og áhrif á
verðlag yrðu helmingi minni á fyrstu
sex mánuðunum og síðan eyðast út
á síðari hluta tímabilsins.
lega gagnstæð skilaboð miðað við
niðurstöðu Þjóðhagsstofnunar sem
væri þjónustustofnun ríkisstjórnar-
innar.
Forystumenn BHMR sögðust eiga
von á að Alþjóðavinnumálastofnunin
myndi kveða upp dóm í kærumáli
BHMR í mars á næsta ári og í sama
mánuði mætti vænta dóms í Bæjar-
þingi Reykjavíkur í dómsmálinu sem
einn félagi í BHMR höfðaði vegna
afnáms 4,5% launahækkunarinnar
með bráðabirðgalögunum. Páll Hall-
dórsson, formaður BHMR, kynnti
fréttamönnum kæru samtakanna til
ILO, og sagði að meginrökstuðningur
hennar væri að enn einu sinni hefðu
stjórnvöld sett bráðabirgðalög gegn
fijálsum og lögmætum samningum.
Páll sagði að athygli ILO væri einnig
vakin á að hér væri óvenjulegt mál
á ferðinni þar sem bráðabirgðalögun-
um væri eingöngu beint gegn af-
mörkuðum hópi launafólks.
„Við bendum einnig á að sá rökstuðn-
ingur sem hafður var fyrir bráða-
birgðalögunum stenst ekki. Það er
Ijóst að launahækkunin ein og sér
hefði haft óveruleg áhrif og eyðst á
örfáum mánuðum,“sagði Páll. Þá
sagði hann að nýverið hefði formaður
Vinnuveitendasambandsins lýsti því
yfir í viðtali að um það hefði verið
samið á sínum tíma, með handsali;
að ekki yrði staðið við samning ríkis-
ins og BHMR. „Ef eitthvað er að
marka Einar Odd, þá er hér um að
ræða mjög alvarlega ásökun, að ríkið
hafi gert leynisamkomulag við þriðja
aðila um að standa ekki við samning
sem það hafði áður undirritað og
kallað tímamótasamning," sagði
Páll.
A Landa-
koti
Setberg gefur út
bók Bjarna Jóns-
sonar um sögu
spítalans
SETBERG hefur gefið út bók-
ina „Á Landakoti" eftir dr.
Bjarna Jónsson, yfirlækni.
Hún fjallar um sögu spítalans
og það líknarstarf, sem þar
hefur verið unnið nær heila
öld.
í umsögn útgáfunnar segir
m.a.:
„Efnið er starf St. Jósefssystra
og spítala þeirra. Þær komu
hingað um aldamót, byggðu
spítala, sem brýn þörf var fyrir
— og þessi spítali var eini kennsl-
uspítali landsins í nær þijá tugi
ára. Hans vegna var. unnt að
sinna sjúkum og halda uppi
kennslu læknisefna.
Dr. Bjarni Jónsson, yfirlæknir,
var um áraraðir fremsti sérfræð-
ingur íslendinga í bæklunarsjúk-1
Dr. Bjarni Jónsson
dómum og meðferð höfuðslysa.
Hann segir m.a. í formála bókar-
innar:
„Eg hef unnið á bessari stofn-
un alla mína læknisævi... Hafa
götur mínar og systranna legið
saman í nær hálfa öld.“
Bókin er um 256 blaðsíður að
stærð, prentuð í Prentbergi hf.
Um 60 ljósmyndir prýða bókina.
Finnbogi Jónsson frkvslj. Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað:
Eigum nóg hráefni fram
í síðari hluta næstu viku
Togarar fyrirtækisins stöðvast vegna óánægju áhafnanna með kjör sín
„VIÐ munum eiga nóg hráefni fram í síðari hluta næstu viku en um
150 manns vinna við bolfiskvinnslu hjá fyrii-tækinu," segir Finnbogi
Jónsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað. Tveir
af togurum Síldarvinnslunnar, Barði NK og Bjartur NK, Iiggja bundn-
ir við bryggju vegna óánægju áhafnanna með kjör sín og sá þriðji,
Birtingur NK, sem er á sóknarmarki, kemur inn í lok þessarar viku
en hann er I sinni síðustu veiðiferð á þessu ári.
Barði er á sóknarmarki og átti
eftir 14 daga á veiðum en Bjartur
er á aflamarki og á eftir 200 tonna
kvóta. Barði átti að fara aftur á
veiðar síðastliðinn föstudagen Bjart-
ur síðastliðinn sunnudag.
„Áhafnir á togurum Síldarvinnsl-
unnar, Barða NK, Bjarti NK og Birt-
ingi NK, vilja fá sömu kjör og sjó-
menn á togurum Fáskrúðsfirðinga,
Hoffelli og Ljósafelli, það er að segja
28% heimalöndunarálag á þann fisk,
sem tekinn er til vinnslu hér heima
frá 10. júlí síðastliðnum en Fá-
skrúðsfirðingar sömdu um það í
byrjun september síðastliðins," segir
Ketill Freysson trúnaðarmaður á
togaranum Barða NK.
Finnbogi Jónsson segir að sjó-
mönnum á togurum Síldarvinnslunn-
ar hafi verið boðið 30% heimalöndun-
arálag gegn því að þeir fengju ekki
sérstaklega greitt vegna útflutnings
á óunnum fiski í gámum og fyrirtæk-
ið fengi að ráðstafa aflanum eins
og það vildi. „Þegar til þess er litið
hvað sjómenn á togurum Sfldar-
vinnslunnar fá greitt vegna útflutn-
ings á óunnum fiski fá þeir svipað
verð og sjómenn á togurum frá Fá-
skrúðsfirði.“
Finnbogi segir að sjómenn á tog-
urum Síldarvinnslunnar fái greitt um
10% álag á Verðlagsráðsverð og til
viðbótar fái áhafnirnar hlutdeild í
útflutningi á óunnum fiski, sem hafi
verið að meðaltali um 20% af heildar-
afla togara fyrirtækisins.
„Það eru engar líkur til að þessi
deila leysist á næstunni, þar sem
Síldarvinnslan bauð okkur á fimmtu-
daginn 30% heimalöndunarálag með
því skilyrði að við fengjum ekkert
greitt sérstaklega vegna útflutnings
fyrirtækisins á óunnum fiski, sem
er náttúrulega algjörlega óaðgengi-
legt,“ segir Ketill Freysson. „Við
erum búnir að standa í ströggli við
Síldarvinnsluna í tvo mánuði vegna
þessa máls og lýsum undrun okkar
á þeim ummælum framkvæmda-
stjóra Síldarvinnslunnar að við ber-
um meira úr býtum en sjómenn á
Hoffelli og Ljósafelli,“ segir Ketill.
Hann segir að Síldarvinnslan sé
búin að flytja út óunnin með skipum
og gámum rúm 30% af afla togara
Síldarvinnslunnar. Samið hafi verið
um það síðastliðinn vetur að sjómenn
fengju 12% heimalöndunarálag ef
70% aflans væri unninn heima en
álagið skertist um 0,4% fyrir hvert
1% af aflanum, sem flutt væri út
óunnið, þannig að ekki þyrfti að
greiða heimalöndunarálag ef 30%
aflans væru flutt út óunnin. „Síldar-
vinnslan fær löndunarálagið niður
með því að flytja svona mikið út og
við fáum í rauninni eingöngu Lands-
sambandsverð fyrir fisk, sem unninn
er hér heirna," segir Ketill.