Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
• LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER •
SÖMÆElggJf''
GÓLFEFNI
• LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER •
Metsölulisti New York Times (25 11)
Mest
seldu
kiljurnar
SkáWsógur Vikur
á lislanum
Dawn eftir V.C. Andrews. Skólastúlka
i Virginiu verður fyrir skeHilegum
ásóknum 4
H£jijjU Daddy eftir Danielle Steel. 6
Q Reasonabie Doubt eftir Philip Friedman. 5
D *^ark HaW ef1ir s,ePhen Kin9- 9
The Captíve eftir Víctoria Holt. 5
The Qreat and Secret Show
eftir Clive Barker. 2
Sorceress of Darshiva eftir David Eddings. 4
The Bad Place eftir Dean R. Koontz. 1
Oldest Living Confederate Widow Tells All
eftirAllanGurganus. 9
Defcon One eftir Joe Weber. 3
The Secret Diary of Laura Palmer
eftir Jennifer Lynch. 8
So Worthy My Love
eftirKathleenE. Woodiwiss. 20
The Mínotaur eftir Stephen Coonts. 8
Exiles, Strak Trek Next Generation
eftir Howard Weinstein. 3
Poodle Springs eftir Raymond Chandler og
Rcbert B. Parker. 1
AfmæUskveðja:
Helga Rafnsdóttir
Helga Rafnsdóttir, Austurbrún
33 í Reykjavík, á 90 ára afmæli í
dag, 6. desember. Öll fjölskylda
hennar, margir vinir og gamlir fé-
lagar gleðjast innilega yfir því að
heilsa hennar hefur hingað til verið
nægilega góð til að gera henni
mögulegt að búa í eigin íbúð og
vera fullgildur þátttakandi í lífí fjöl-
skyldunnar og áhugasamur og
skemmtilegur félagi.
Helga fæddist á Norðfirði. Móðir
hennar var Guðrún Gísladóttir,
fædd í Götuhúsum í Reykjavík 27.
júní 1872. Götuhús voru á horni
Vesturgötu og Bakkastígs og
byggði faðir hennar húsið. Faðir
Helgu var Rafn Júlíus Símonarson
fæddur27.júlí 1866 í Mælifellssókn
í Skagafírði. Hann ólst upp á Vind-
heimum.
Helga flutti til Vestmannaeyja
frá Norðfírði 1918, árið sem Katla
gaus og sá hún til gossins af skips-
fjöl í ferð sinni. Hún réðst fyrst til
Steins Sigurðssonar klæðskera og
konu hans, Kristínar Friðriksdóttur,
systur hins þekkta uppeldisfrömuð-
ar séra Friðriks Friðrikssonar.
Haustið sem Helga kom til Eyja
barst spánska veikin til landsins og
heijaði'sem drepsótt. Helga var
meðal þeirra sem unnu hjúkrunar-
störf fyrir þá sem veiktust af þess-
ari lífshættulegu farsótt í Vest-
mannaeyjum.
Þegar leið að jólum á þessu við-
burðaríka ári var Helga beðin um
að skrifa á jólakortin til fjölskyldu-
vina hjónanna sem hún vann hjá.
Helga hafði og hefur enn fagra rit-
hönd. Einn af þeim sem fékk jóla-
kort með rithendi hennar var Gunn-
ar Ólafsson útgerðarmaður og eig-
andi Tangaverslunarinnar. Hann
varð svo hrifínn af rithendi Helgu
að hann óskaði eftir henni til skrif-
stofustarfa og vann Helga hjá
Tangaversluninni í 2 ár.
Helga giftist ísleifi Högnasyni
20. ágúst 1921. ísleifur var fæddur
30. nóvember 1895 á Seljalandi
undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans
voru Marta Jónsdóttir (1867-1948),
Eystri-Sólheimum í Mýrdal, og
Högni Sigurðsson (1863-1923) frá
Barkarstöðum í Fljótshlíð af Prest-
Högnaætt. Högni og Marta fluttu
til Vestmannaeyjá 1902 og var
hann útvegsbóndi og hreppstjóri í
Eyjum.
ísleifur varð kunnur fyrir upp-
byggingu samvinnuverslunar í
Vestmannaeyjum 1920-1942 og
síðan í Reykjavík, sem forstjóri
KRON 1942-1953. Hann var eig-
andi og forstjóri Kaupstefnunnar
frá 1956 til dauðadags 1967. Það
fyrirtæki stóð fyrir miklum alþjóð-
legflm vörusýningum hérlendis.
ísleifur var þingmaður Kommún-
istaflokksins og síðar Sósíalista-
flokksins, sameiningarflokks al-
þýðu 1937-1942.
ísleifur og Helga tóku mjög virk-
an þátt í verkalýðsbaráttunni í
Vestmannaeyjum í rúma tvo ára-
tugi og hús þeirra nefnt Bolsastað-
ir vegna þess að það var miðstöð
fyrir verkalýðsbaráttuna og stjóm-
málastarfsemi róttækra sósíalista.
Heimili Helgu og ísleifs var líka
samastaður margra skálda og lista-
manna bæði Eyjanna og Reykjavík-
ur. Frá Reykjavík voru það einkum
listamenn sem tengst höfðu sterk-
um hugsjónaböndum í Unuhúsi hjá
Erlendi. Helga og ísleifur voru því
löngum í kjarnmiklum félagsskap í
réttindabaráttu alþýðunnar um 40
ára skeið. Til að fá góða mynd af
verkalýðsbaráttu millistríðsáranna
í Vestmannaeyjum og víðar, veit
ég engan texta betri en „Vor í ver-
um“ eftir Jón Rafnsson, bróður
Helgu.
A árunum meðan ísleifur sat á
þingi í Reykjavík hvíldi kaupfélags-
reksturinn á herðum Helgu. í grein
sem Haraldur Guðnason skrifar í
Eyjablaðið 1989 um kreppuárin
1930-1940, segir hann: „Ég heyrði
sjálfstæðismenn segja, að „hann
ísleifur væri forretningsmaður fram
í fíngurgóma" og margir virtu hann
sem andstæðing í stjórnmálum.
Áreiðanlega fór fátt framhjá honum
í rekstrinum. Dæmi uppá það. Eitt
sinn er ísleifur var nýkominn af
þingi var ég staddur í skrifstofu
kaupfélagsins. Hann segir í léttum
tón:
— Þú varst að plata hana Helgu.
— Hvemig þá, spurði ég og kom
af fjöllum.
— Sjóvettlingamirfráþérseljast
ekki, vertíðin er búin.
Ég átti sem sé nokkur pör af
sjóvettlingum og seldi þá Helgu,
konu ísleifs, sem settist í stól ísleifs
þegar hann var á þingi.“
Isleifur og Helga fluttu heimili
sitt frá Vestmannaeyjum 1942 er
ísleifur varð forstjóri KRON. Þau
bjuggu á Skólavörðustíg 12. Heim-
ili þeirra þar hélt áfram að vera
vinsæl miðstöð fyrir samherja og
vini þeirra hjóna og einnig sama-
staður fyrir marga vini og skóla-
systkini barna þeirra, Erlu, Högna
og Gísla.
Ég held að enginn okkar, sem
urðum heimagangar á heimili Helgu
og ísleifs höfum nokkru sinni feng-
ið sektarkennd af að íþyngja heimil-
inu með samræðum, söng og þrá-
setum, auk þess að vera þungir á
kaffí og meðlæti. í söng reis stjama
okkar hæst, þegar hið heimsfræga
tónskáld frá Ármeníu, Aram Katsj-
aturian, kom í heimsókn á Skóla-
vörðustíg 12 og við fengum ein-
stakt tækifæri til að sýna hvað í
okkur bjó. Hann sagði hvað eftir
annað „í þjóðleikhúsið, í þjóðleik-
húsið“ meinandi af fyllstu ein-
lægni, held ég enn, að söngur okk-
ar verðskuldaði að heyrast þar.
Helga lét sig ekki muna um að
standa fyrir félagsmiðstöð nokk-
urra stúdenta til viðbótar öllum
öðrum störfum við félagsmál á
heimilinu og utan þess. Ég held
reyndar að það hafí alla tíð verið
mesta ánægja hennar að vera innan
um fólk, sérstaklega ungt fólk.
Ymis hagsmunamál og þá sér-
staklega kvenna og barna kröfðust
á fyrri ámm eins og nú mikillar
vinnu og tíma vegna funda og vinnu
að framgangi mála í bæjarstjóm, á
þingi, í Kvenfélagasambandinu,
Kvenfélagi sósíalista og Mæðra-
styrksnefnd, svo fátt eitt sé talið.
Helga var alltaf rausnarleg á tíma
sinn fyrir þessi málefni. Hún var
löngum öðmm fremri í fjáröflunar-
starfí fyrir góð málefni eins og söfn-
un í verkfallssjóði í löngum launa-
deilum eða til að bjarga illa stöddum
baráttumálgögnum eins ogÞjóðvilj-
anum.
1963 réð Helga sig til starfs í
Þjóðminjasafni Islands sem safn-
vörður og vann þar fram til 80 ára
aldurs. Hún hafði mikla ánægju af
starfí sínu þar, enda fjörleg og fjöl-
breytt menningarstarfsemi í safn-
húsinu á starfsámm hennar. Sýn-
ingar Listasafns ríkisins og sérsýn-
ingar í Bogasal safnhússins efldu
mjög aðdráttarafl staðarins. Helga
er mjög ættfróð, minnug á persónu-
sögu og oft ótrúlega giögg á að
bera kennsl á svipmót fólks og rekja
það til ætta og landshluta. Þessi
sérgáfa hennar fékk oft notið sín
vel meðan hún vann á Þjóðminja-
safninu. í gestastraumnum þar gat
hún lesið svipi úr flestum landshlut-
um og jafnvel byggðum Vestur-
íslendinga, sem komu að skoða
þjóðminjar gamla landsins. Oft
seiddu þessir svipir fram í góðu
minni hennar dijúgan persónufróð-
leiþ og þegar best lét hafði hún
veitt manni hlutdeild í sögu, sem
jafnaðist á við að hafa lesið merka
æviminningabók. Á umliðnum ámm
hafa ungir sagnfræðingar oft leitað
til hennar til að fá upplýsingar um
liðna baráttutíma.
Barnabörn Helgu, sem vaxin eru
úr grasi, eru átta og hún á 5 barna-
barnabörn. Ég veit að hún viður-
kennir engan sérréttindahóp nema
börnin. Þau standa henni næst
hjarta nú eins og jafnan áður. Ég
vil fyrir hönd þeirra færa Helgu
langömmu bestu afmæliskveðjur og
heillaóskir frá Ólafí Arnari Þórðar-
syni og Ásu Þórhildi Þórðardóttur
í Reykjavík, Atla Isleifssyni og
Drífu ísleifsdóttur í Hjamp í Svíþjóð
og Sigurði Rafni Þorkelssyni í Berg-
en í Noregi. Við fullorðnu krakkarn-
ir tökum heilshugar undir þetta.
Ólafur Jensson
Friðrik
Karlsson í
Pulsinum
FRIÐRIK Karlsson gítarleikari
heldur tónleika í Púlsinum í
kvöld, fimmtudagskvöld. Kynnt
verður efni af nýútkominni plötu
Friðriks, Point Blank.
Auk Friðriks koma fram Eyþór
Gunnarsson og Kjartan Valdimars-
son, sem leika á hljómborð, Gunn-
laugur Briem á trommur, Pétur
Grétarsson á slagverk og Jóhann
Ásmundsson á bassa. Sérstakur
gestur verður Ellen Kristjánsdóttir,
söngkona.
Friðrik Karlsson.
lý
REKSTRÁRVÖRUR
Réttarhálsi 2,. 110 Rvík. - símar 31956-685554-Fax 687116
2S
■4.E.VI/ Hobby Háþrýstidælan
E.
Bíllinn þveginn og
bónaöur á tíu mínútum.
Fyrir alvöru bíleigendur, sem vilja fara vel með
lakkið á bílnum sínum, en rispa það ekki með
drullugum þvottakúst.
Sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylgir.
Einnig getur þú þrifið húsið, rúðurn-
ar, stéttina, veröndina og sandblásið
málningu, sprungur o.m.fl. með
þessu undratæki.
• Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl.