Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
41
Reykjaneskjördæmi:
Fundur um stjórnmála-
ástandið og þjóðarsáttina
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í
Reykjaneskjördæmi og kjördæm-
Skífurit víxluðust
SKÍFURITIN í sérblaði Morgun-
blaðsins, Úr verinu, í gær víxluðust
og nafnabrengl urðu á fisktegundum
í einu þeirra. Ýsa varð að þorski í
skífuriti á forsíðu og að auki víxluð-
usti ritin þar. Neðri myndin á við
efri textann og öfugt og ekki var
um þorskafla að ræða heldur ýsu
eins og fram kemur í textanum. Á
sama hátt víxluðust skífuritin inni í
blaðinu og komi þau því á rangan
stað í textanum. Beðizt er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
isráð halda fund um stjórnmáia-
ástandið síðustu daga og hvað er
framundan, í safnaðarheimilinu
Kirkjulundi í Garðabæ, í kvöld
6. desember kl. 20.30.
Frummælendur á fundinum verða
þeir Þorsteinn Pálsson, formaður
flokksins og Ólafur G. Einarsson,
formaður þingflokksins. Fundinn
setur Pétur Stefánsson formaður
Sjálfstæðisfélas Garðabæjar, fund-
arstjóri er Ellert Eiríksson bæjar-
stjóri í Keflavík og fundarritarar eru
Erna Nielsen bæjarfulltrúi á Sel-
tjarnarnesi og Örn Kjærnested for-
maður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna í Mosfellsbæ.
FISKVERÐ AUPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
5. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Þorskur 119,00 55,00 96,82 47,615 4.610.206
Þorskur(óst) 70,00 66,00 6,28 0,352 23.332
Smáþorskur 86,00 79,00 79,61 1,896 150.939
Ýsa 130,00 69,00 108,48 15,171 1.645.867
Ýsa (ósl.) 97,00 50,00 89,37 0,764 68.282
Karfi 45,00 45,00 45,00 2,648 119.151
Ufsi 46,00 46,00 46,00 0,449 20.637
Steinbítur 70,00 66,00 68,39 0,708 48.420
Langa 65,00 65,00 65,00 0,993 64.545
Lúða 290,00 250,00 287,09 0,377 108.375
Keiia 51,00 51,00 51,00 1,294 65.994
Skata 50,00 50,00 50,00 0,025 1.250
Blandað 59,00 59,00 59,00 0,035 2.065
Samtals 95,80 72,328 6.929.063
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík.
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Helldar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur(sl.) 116,00 80,00 99,80 67,078 6.894.665
Þorskurjósl.) 100,00 83,00 94,95 0,997 94.668
Ýsa (sl.) 130,00 94,00 104,48 16,414 1.714.927
Ýsa (ósl.) 116,00 80,00 103,28 5,688 587.469
Blandað 53,00 53,00 53,00 0,069 3.657
Blandað 57,00 27,00 44,85 0,221 " 9.914
Gellur 350,00 350,00 350,00 0,013 4.550
Grálúða 25,00 25,00 25,00 0,019 475
Karfi 47,00 43,00 46,53 1,240 57.700
Keila 56,00 39,00 49,40 4,316 213.207
Kinnar 260,00 260,00 260,00 0,020 5.200
Langa 79,00 63,00 76,26 2,441 186.158
Lúða 390,00 210,00 284,02 0,797 226.360
Lýsa 60,00 60,00 60,00 1,231 73.860
Saltfiskflök 220,00 220,00 220,00 0,124 27.280
Skata 125,00 60,00 118,04 0,797 94.075
Skarkoli 90,00 88,00 88,58 0,048 4.252
Steinbítur • 76,00 60,00 64,44 1,606 103.486'
Ufsi 47,00 40,00 41,53 17,947 745.447
Undirmálsfiskur 81,00 42,00 68,23 2,005 136.800
Samtals 89,25 123.073 10.984.151
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 90,00 90,00 90,00 1,031 92.790
Ýsa 109,00 90,00 92,07 0,239 22.004
Blandað 44,00 44,00 44,00 0,018 792
Ufsi 34,Ó0 34,00 34,00 0,002 68
Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,008 40
Lýsa 60,00 39,00 58,71 0,065 3.816
Langa 40,00 40,00 40,00 0,025 1.000
Keila 39,00 30,00 36,09 0,065 2.346
Steinbítur 59,00 50,00 51,50 0,024 1.236
Lúða 300,00 250,00 275,00 0,008 2.200
Karfi 50,00 48,00 48,01 0,267 12.820
Undirm.fiskur 60,00 60,00 60,00 0,023 1.380
Skarkoli 90,00 50,00 74,05 0,074 5.480
Samtals 78,95 1.849 145.972
Olíuverö á Rotterdam-markaði, síöustu tíu vikur,
25. sept. - 4. des., dollarar hvert tonn____
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn í Sandgerðisbæ, Sigurður Bjarnason sem var kjörinn forseti bæjarstjórn-
ar, er í ræðupúlti. Aðrir á myndinni eru frá vinstri til hægri: Stefán Jón Bjarnason bæjarstóri og bæjar-
fulltrúarnir Sigurjón Jónsson, Óskar Gunnarsson, Reynir Sveinsson, Pétur Brynjarsson, Sigurður Jó-
hannsson og Ólafur Gunnlaugsson.
Miðneshreppur verður að bæ:
Sandgerði heitir nú Sandgerðisbær -
Keflavík.
SANDGERÐINGAR iiéldu mánudaginn 3. desember hátíðlegan, en
þann dag varð Sandgerði og Miðneshreppur að bæ og heilir nú
Sangerðisbær. Miðneshreppur var stofnaður 3. desember 1886 útfrá
Rosmhvalaneshreppi og að sögn Stefáns Jóns Bjarnasonar bæjar-
sljóra eru íbúar nú 1.250-1.300.
Hátíðarhöldin fóru fram í íþrótta-
húsinu og hófust á fyrsta bæjar-
stjómarfundi þar sem embætti Stef-
áns Jóns Bjarnasonar breyttist úr
því að vera sveitarstjóri í bæjar-
stjóri. Þá var Sigurður Bjarnason
kosinn forseti bæjarstjórnar og
Óskar Gunnarsson og Sigurður Þ.
Jóhannsson fyrsti og annar varafor-
seti. Tvö mál voru á dagskrá, bygg-
ing sérhannaðs íbúðarhúsnæðis fyr-
ir aldraða og gerð útivistarsvæðis
í grjótnámu utan við bæinn þar sem
gijót var tekið í hafnargarðinn.
Að fundinum ioknum flutti Sig-
urður Bjarnason forseti bæjar-
stjórnar ávarp, sóknarpresturinn
séra Hjörtur Magni Jóhannsson fór
með hugvekju, blásarasveit Tónlist-
arskólans flutti nokkur lög undir
stjórn Odds Björnssonar. Þá söng
kirkjukór Hvalsneskirkju við undir-
leik Franks Herlufsen og sungu
Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir og
Lilja Hafsteinsdóttir einsöng. Fjöl-
menni var í íþróttahúsinu og var
öllum viðstöddum boðið uppá veit-
ingar í boði bæjarstjórnarinnar. í
dagskrárlok söng kirkjukórinn lagið
ísland er Iandið og tóku allir við-
staddir undir.
BB
Karpov jafnaði metín óvænt
___________Skák_______________
Karl Þorsteins
ANATOLY Karpov gerði sér
lítið fyrir og sigraði Garrí
Kasparov i 17. einvígisskákinni
sem tefld var í gærkvöldi. Um
leið og Karpov lék fertugasta
leik sínum rétti heimsmeistar-
inn fram hönd sína til merkis
um uppgjöf. „Ég bara tefldi“
voru orð sigurvegarans að
skákinni lokinni og bætti við
að Kasparov hefði auðsjáan-
lega ekki verið í góðu formi.
Með sigrinum jafnaði Karpov
stöðuna í einvíginu á ný eftir
ósigur i 16. skákinni.
Ráðstefnuhöllin í Lyon var þétt-
setin þegar meistaranir hófu tafl-
ið í gær. Byijunin kom þó fáum
á óvart. Drottningarpeðsleik
Karpovs svaraði heimsmeistarinn
með Griinfeld vörn og byijunar-
leikirnir féllu í svipaðan farveg
og í 15. einvígisskákinni. Kasp-
arov varð fyrri til að breyta útaf
þegar hann lék biskup sínum til
g4 í níunda leik. Karpov svaraði
með rólegum leikjum og fékk
heldur þægilegra tafl í áframhald-
inu án þess að svartur hefði mikla
ástæðu til að óttast. Nema þá
helst andstæðinginn, því Karpov
var gríðarlega einbeittur á meðan
viðureigninni stóð og saumaði
hægt og sígandi að Kasparov eft-
ir ónákvæma leiki heimsmeistar-
ans. Tímahrak Karpovs var í raun
einasta von heimsmeistarans
síðustu tíu leikina og þegar tíma-
mörkunum var náð gafst Kasp-
arov þegar í stað upp.
Þetta er í ijórða skipti í 137
einvígisskákum þeirra sem
Karpov vinnur rakleiðis næstu
skák eftir tap. Spennan í einvíginu
hefur aukist mikið á ný og verður
fróðlegt að fylgjast með næstu
skákum. Kasparov stýrir hvítu
mönnunum í 18. einvígisskákinni
sem tefld verður á laugardaginn
nema annar hvor keppanda nýti
sér réttinn til frídags.
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Griinfeld vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3
— d5 4. cxd5 — Rxd5 5. e4 —
Rxc3 6. bxc3 — Bg7 7. Be3 —
c5 8. Dd2 Karpov notast ennþá
einu sinni við sama afbrigðið gegn
Grunfeld vörn heimsmeistarans.
Það gefur vísbendingu um að
hann hyggist ekki tefla á tvær
hættur í viðureigninni, heldur
vonast eftir þægilegu frumkvæði
eftir byijunina sem hann geti teflt
áhættulaust til vinnings. Sú ráða-
gerð heppnast fullkomlega 8. —
0-0 9. Rf3 — Bg4!? Kasparov er
fyrri til að breyta út af fyrri viður-
eignum. í 15. einvígisskákinni lék
hann 9. — Da5 og eftir 10. Hcl
e6 11. Bh6 stóð hvítur heldur
betur að vígi. Nú veitir 10. Be2
hvítum ekkert frumkvæði eftir 10.
— cxd4 11. cxd4 Rc6 12. Hdl
e5!. Karpov grípur til annarra
ráða 10. Rg5 — cxd4 11. cxd4
— Rc6 12. h3 - Bd7 12. - Bxd4?
væri vanhugsaður leikur. Eftir 13.
Bxd4 Dxd4 14. Dxd4 Rxd4 15.
hxg4 Rc2+ 16. Kd2 Rxal 17. Bd3
sleppur riddarinn ekki út.13. Hbl
— Hc8 14. Rf3 Peðið má ekki
drepa. Eftir 14. Hxb7? Rxd4! 15.
Bxd4 Bxd4 16. Dxd4 Hcl+ 17.
Kd2 Hdl+! 18. Kxdl Ba4+ fellur
hvíta drottningin. 14. — Ra5 15.
Bd3 - Be6 16. 0-0 - Bc4 17.
Hfdl — b5 Hvítu miðborðspeðin
veita hvítum þægilegt frumkvæði.
Svartur þarf á hinn bóginn ekki
að kvarta þegar hér er komið til
sögu. Peðameirihluti á drottning-
arvæng auk óhindraðs aðgangs
riddarans að c4 reitnum veitir
honum ágæt mótfæri. 18. Bg5! —
a6 19. Hbcl - Bxd3 20. Hxc8
- Dxc8 21. Dxd3 - He8? Það
er góð regla í endatöflum þegar
aðeins annar biskupinn er á borð-
inu, að stilla peðunum upp á reit-
um andstæðum lit við eigin bisk-
up. Eftir 21. — e6 hefur hvítur
aðeins heldur betra tafl. Karpov
er í essinu sínu í áframhaldinu.
22. Hcl - Db7 23. d5! - Rc4
24. Rd2 - Rxd2 25. Bxd2 -
Hc8 26. Hc6! — Be5Kasparov
fellur auðvitað ekki í gildruna 26.
- Hxc6? 27. dxc6 Dxc6? 28.
Dd8+ Bf8 29. Bh6 og svartur
verður skjótlega mát. Með síðasta
leik sínum tryggði Karpov sér
yfirráð yfir c-línunni sem gerir
svörtum erfitt um vik. 27. Bc3! —
Bb8?Kasparov er ekki öfunds-
verður af stöðunni. Engu skárra
var að leika 27. — Bxc3 því eftir
28. Dxc3 Hxc6 29. dxc6! Dc7 30.
g3 getur svartur sig hvergi hreyft.
28. Dd4 - f6 29. Ba5!Nú er hót-
unin 30. Db6! Dxb6 31. Hxc8+
og næst 32. Bxb629. — Bd6 30.
Dc3 - He8 31. a3 - Kg7 32.
g3 - Be5 33. Dc5 - h5 34.
Bc7! - Bal 35. Bf4 - Dd7 36.
Hc7 - Dd8 37. d6 - g5 38. d7
- Hh8 39. Bd2 - Be5 40. Hb7-
Kasparov gafst hér upp. Peðið á
d7 gerir frekari baráttu vonlausa.
Ein af fjölmörgum hótunum hvíts
er að leika 41. Ba5! Dxa5 42.
Dxe7+ Kg6 43. Df7+! Kxf7 44.
d8+ og næst 45. Dxa5.