Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 39 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík FiaraldurSveinsson. Matttiías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Þjóðarsáttin og framhaldið * Iþeim umræðum, sem orðið hafa síðustu daga um bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar og þjóðarsáttina svo- nefndu hafa komið fram mis- munandi skoðanir á gildi og þýðingu þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru í febrúarmán- uði sl. Hver svo sem skoðun manna er á þeim samningum og áhrifum þeirra á efna- hagslíf og atvinnulíf, þegar til lengri tíma er litið er Ijóst, að í kjölfar þessara samninga hafa orðið umskipti í rekstri og afkomu atvinnufyrirtækja og jafnframt á fjárhagslegri stöðu þeirra einstaklinga, sem á undanförnum árum hafa ver- ið að kljást við byggingar- skuldir. Hins vegar er fullt tilefni til þess að hefja umræður um, hvað við tekur á vinnumark- aðnum á næsta hausti, þegar komið verður að lokum samn- ingstímabilsins. í því sambandi er ástæða til að minna á, að forsendan fyrir því, að laun- þegar voru tilbúnir til að taka á sig miklar fórnir í nokkur misseri var sú, að betri tíð væri í vændum. Þess vegna- lagði Morgunblaðið höfuð- áherzlu á það í umfjöllun sinni um þessa kjarasamninga sl. vetur og vor, að atvinnurek- endur yrðu að nota þennan tíma vel til þess að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækja sinna og auka með því getu þeirra til þess að bæta launa- kjör starfsmanna. Morgun- blaðið hefur alveg sérstaklega beint þessum orðum að sjávar- útveginum en afkoma þeirrar atvinnugreinar ræður úrslitum um það, hvort í raun tekst að bæta lífskjör í landinu. Svig- rúm útgerðar og fiskvinnslu til þess að bæta rekstur, auka hagnað og þar með að greiða hærri laun hefur verið mikið, þótt olíuhækkanir skerði það vissulega töluvert. Engu að síður skiptir miklu máli, að haustið 1991 verði þessar at- vinnugreinar tilbúnar til að bæta kjör starfsmanna sinna. Takist það ekki er hætt við, að launþegar verði ekki tilbún- ir í nýja kjarasamninga á hóf- sömum nótum. En jafnframt er það alveg rétt, sem fram kom hjá Davíð Oddssyni, varaformanni Sjálf- stæðisflokksins, í sjónvarps- umræðum í fyrrakvöld, að hlutur ríkisins liggur eftir. Ríkisstjórn og Alþingi hefur ekki tekzt nú frekar en áður að hemja útgjöld ríkisins. Þótt það sé vissulega spor í rétta átt, að hallarekstur ríkissjóðs sé allur fjármagnaður með inn- lendu lánsfé, eins og Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, vék að í fyrr- nefndum sjónvarpsumræðum og gerzt hefur á þessu ári, hefur sú lántaka átt ríkan þátt í að halda vöxtum uppi og koma í veg fyrir enn meiri vaxtalækkun. A næsta ári má búast við, að meiri eftirspurn verði eftir lánsfé frá atvinnu- fyrirtækjununm, sem hafa haldið að sér höndum um fjár- festingar síðustu misserin og þá verður ríkið í harðri sam- keppni við atvinnulífið um lánsfjármagn, sem leiðir til hærri vaxta, riema takast megi að koma böndum á ríkisfjár- málin. Ríkisstjórnin hefur því alls ekki staðið við sitt í þessum efnum en jafnframt er ástæða til að benda á, að það hafa sveitarfélögin heldur ekki gert a.m.k. ef marka má upplýsing- ar, sem fram hafa komið um verulega aukin umsvif þeirra. Að halda verðbólgurini í skefjum er meira en 2ja ára verkefni. Það er stöðugt verk- efni. Þess vegna skiptir máli, að þegar nýir kjarasamningar verða gerðir haustið 1991 verði áfram byggt á því að viðhalda lágu verðbólgustigi enda getum við íslendingar nánast ekki lifað og starfað í sama umhverfi og nágranna- þjóðir okkar nema okkur takist að halda svipuðu verðbólgu- stigi og þær. Forsendan fyrir því, að slík samningagerð takist er auðvit- að sú, að opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög leggi sitt af mörkum til þess að svo megi verða. Launþegar hafa tekið á sig miklar byrðar til þess að tryggja það þjóðarsáttartíma- bil, sem nú stendur. í næstu umferð hljóta það að verða stjórnmálamennimir á vett- vangi ríkis og sveitarstjórna,. sem verða að láta til sín taka, svo að um munar. Jafnframt verður ekki hjá því komist að ná einhvers kon- ar sáttum við BHMR, þannig að félagsmenn þeirra samtaka verði fullgildir þátttakendur í því framhaldsátaki, sem gera verður frá og með næsta hausti. Álverið í Straumsvík; Mengunarvamabúnaður sett- ur upp fyrir milljarð króna í álveri íslenska álfélagsins við Straumsvík er nú verið að koma fyrir nýjum mengunarvarnarbúnaði í kerskálum, sem mun kosta sam- tals um milljarð króna á fjórum árum. Lokið hefur verið við að selja búnaðinn upp í öðrum kerskálanum af tveimur en áætlað er að verk- inu ljúki í árslok 1992. Við þetta minnkar verulega flúoríð- og rykm- engun frá álverinu og andrúmsloft í kerskálum batnar verulega. Umræddur búnaður var kynntur fréttamönnum í gær. Er um að ræða svonefndar felliþekjur, sem eru vélknúin lok á kerin. Lokin eru úr stáli, vega 230 kíló hvert og eru 11 fermetrar að stærð. Þau eru opnuð og lokuð með lofttjökkum en einnig er-hægt að ljArstýra þeim úr vinnuvélum. Þessar felliþekjur falla mun þéttar að keijunum en eldri búnaður, laus lok sem tekin eru af með handafli. Sá búnaður er enn í öðrum kerskálanum. Þá hefur verið sett upp lokað flutninga- kerfí á súráli í annan skálann, sem dregur verulega úr rykmengun og verður slikt kerfi einnig sett í hinn skálann. Þegar fréttamenn gengu gegnum kerskálana í gær var greinilegt að loftið var mun hreinna í skálanum með felliþekjunum. Að sögn Rann- veigar Rist deildarstjóra umhverfis- deildar ÍSAL eykst hreinsihlutfall þurrhreinsistöðva álversins úr um 80% í yfír 95% með tilkomu felli- þekjanna. Rannveig sagði, að gert sé ráð fyrir að flúoríð frá álverinu minnki úr um 580 tonnum á ári í um 170 tonn árið 1993, og ryk úr rúmlega 600 tonnum í um 250 tonn árið 1993. Búnaðurinn hefur hins vegar engin áhrif á koltvísýrings- og brennisteinsdíoxíðmengun frá álverinu. Einar Guðmundsson tæknileg- ur framkvæmdastóri ÍSAL sagði, að samskonar búnaður hefði verið í notkun í nokkur ár í Söral, systur- fyrirtæki ÍSAL í Noregi,_en hönnun- in verið endurbætt hér. íslensk fyr- irtæki sáu að mestu leyti um smíði og uppsetningu. Einar sagði að þessi búnaður væri einn sá full- komnasti sem nú þekktist en stutt væri síðan hann hefði verið þróðað- ur. í upphafi voru kerin í álverinu opin, en fyrir um áratug voru sett- ar á þau handþekjur. Þá minnkaði mengun í kerskálunum til muna en hafði verið að aukast aftur á síðustu árum vegna þess að þekjurnar urðu óþéttari. Þegar Rannveig Rist var spurð um áhrif þeirrar mengunar á starfsmenn, sagði hún að ný sam- eiginleg rannsókn í álverum á Norð- urlöndum sýndi, að þau væru lítil. Stefnt' er að því að birta niðurstöð- ur þessara rannsókna innan skamms. Settar voru felliþekjur á 40 ker á síðasta ári og 120 ker á þessu ári, og nam kostnaður við það sam- tals 320 milljónum króna. Á næstu tveimur árum verða settar þekjur á 160 ker til viðbótar og er kostnað- ur við það áætlaður 718 milljónir króna. Alls verður varið 1.074 millj- ónum til mengunarvarna á þessum fjórum árum. Christian Roth for- stjóri ÍSAL sagði aðspurður að þetta væri há upphæð, en þó ekki of há þegar umhverfísvernd væri annars vegar. Hann sagði, að Alusuisse hefði varið um 100 millj- ónum svissneskra franka, eða að jafnvirði 14,3 milljarða króna, til endurbóta á álverinu í Straumsvík á síðustu árum. Á meðan felliþekjurnar voru sýndar fréttamönnum var straumur tekinn af kerskálunum svo hægt væri að taka sjónvarpsmyndir á myndbönd, en rafstraumurinn í skálunum myndar að öðrum kosti svo sterkt segulsvið að það þurrkar af segulböndum, segulröndum á greiðslukortum og sk'ku. Var straumrofið í um-45 mínútur og var áætlað hver mínúta hefði kostað ÍSAL um 7.000 krónur ef miðað er við söluverð framleiðslunnar. iviorgunDiaoio/PorKeu Christian Roth forstjóri ÍSAL í kerskála 1, sem hefur nú fengið annað og hreinlegra yfirbragð en áður. Starfsmaður ÍSAL skiptir um rafskaut í skála 1. Áður þurfti að opna lok á keijunum með handafli en nú eru lokin opnum með fjarstýringu inni í vélinni, sem skiptir um rafskautin þannig að starfsmenn verða ekki fyrir óþægindum vegna hita og mengunar. Tekjur vegagerðar 1991 umfram verðbólgu: Skilja ekki að þjóðarsátt nær líka til ríkissjóðs - segir Halldór Blöndal alþingismaður HALLDÓR Blöndal alþingismað- ur segir að ríkisstjórnin áformi að ijúfa þjóðarsáttina með því að leyfa vegagerðinni að auka tekjur sínar langt umfram verð- bólgu á næsta ári. Hann segir forseta Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins hafa komið á fund í veganefnd og þar hafi þeir mótmælt þessum áformum og sagt að ekki yrði friður um framkvæmd þeirr^a. Halldór seg- ir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í veganefndinni virðist ekki skilja að það aðhald sem felst í þjóðar- sáttinni nái einnig til ríkissjóðs. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er áætlað að til vegagerðar renni á næsta ári fímm milljarðar króna. „Sú tala er reist á áætlun um að hækka bensíngjald og þungaskatt verulega umfram verðlagshækkanir á næsta ári,“ segir Halldór. Hann segir að af þessum sökum hafi Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ óskað eftir fundi með nefnd um langtímaáætl- un í vegagerð. „Þeir vöruðu mjög við þessu þar sem verkafólk, sem lagt hefur mikið á sig vegna þjóðar- sáttar, getur ekki sætt sig við að ríkið -gangi -lengra-Ltekjuöflun en sem nemur verðbólgunni á næsta ári. Þórarinn tók svo djúpt í árinni að segja að það yrði enginn friður á vinnumarkaðnum ef Vegagerð ríkisins tæki til sín 12% hækkun á sínum kaupmætti, sem væri svipað stæða. Aðeins tveir laxar af 313 sem athugaðir voru reyndust vera kvía- laxar og veiddist annar þeirra í klak- veiði eftir veiðitíma. 292 laxanna, eða 95% reyndust vera úr göngu- seiðasleppingum frá 1989 og 1988 og 14 laxar eða 4,5% reyndust vera úr náttúrulegu.klaki, Kvíalaxar voru hlutfall og launafólk hefði misst. Ásmundur lagði áherslu á að í hans huga ætti þjóðarsáttinni ekki að ljúka 1. september á næsta ári og það stæði alls ekki til að taka nein heljarstökk þá,“ segir Halldór. „Við sjálfstæðismenn höfum lagt áherslu á að Vegagerðin gæti hófs því aðeins 0,7% af athuguðum hreistursýnum, en þau voru tekin jafnt og þétt allan veiðitímann og eiga því að gefa góða mynd af því hver samsetning laxagangnanna var. Ofangreindar upplýsingar er að finna í bréfi sem Magnús Jóhanns- á næsta ári og hækki bensíngjaldið ekki meira en sem 'nemur verð- bólgu. Við höfum lagt það til í vega- nefndinni, en fulltrúar ríkisstjórnar- innar virðast sitja við sinn keip og láta sér í léttu rúmi liggja hvað aðilar vinnumarkaðarins hafa fram að færa í þessum efnum. Þeir virð- ast ekki skilja að það aðhald sem felst í þjóðarsáttinni nær einnig til ríkissjóðs.“ Halldór segir að samkvæmt áætl- un Vegagerðar sé gert ráð fyrir að hækka bensíngjaldið um 15% í þremur áföngum til 1. september á næsta ári. Hann segist ekki vera á móti því að auka framlög til vega- framkvæmda, en það verði að gera af tekjum af umferðinni eins og þær eru núna, en ekki með því að hækka skatta og tjúfa þjóðarsátt. son fiskifræðingur sendi nýverið til hagsmunaaðila við Rangárnar. Þar kernur einnig fram meðalþyngd laxa í Rangánum. Mest var um eins árs fisk úr sjó að ræða, eða 1275, 92% aflans. Meðalþungi þeirra var þó með mesta móti, eða 3,07 kg, en meðalþyngd 109 stórlaxa hins vegar 5,4 kg. Meðalvigt “smálaxins" vakti athygli manna, ekki síst þar eð eins árs fiskar úr sjó vógu allt að 8 og 9 pund og eru miklar vangaveltur í gangi um hvað fískar af sama árgangi muni vega sem koma í árn- ar næsta sumar eftir tvö í sjó. Hitaveita Suðurnesja: Ný Suður- nesjalína kostar 400 milljónir Vogum. NÝ háspennulína til Suðurnesja' ásamt aðveitustöð á Filjum í Njarðvík kostar um fjögur hundr- uð miHjónir króna segir Júlíus Jónsson framkvæmdasljóri Hita- veitu Suðurnesja í samtali við Morgunblaðið. Núverandi lína er ónýt og því brýnt að fá nýja. Vírinn í línunni slitnar í góðu veðri, og það eru að- eins framkvæmdar bráðabirgðavið- gerðir á línunni, enda ekki talið borga sig að leggja mikla peninga í viðgerðir, þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar við nýju línuna, sem hefur flutningsgetu á 100 mw. Júlíus segir að um þetta leyti næsta ár verði búið að taka nýju línuna í notkun. _ EtQt Meirihlutaálit komið fram Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar neðri deildar Al- þingis lagði í gær fram nefndará- lit um bráðabirgðalögin á samn- inginn við BHMR. Leggur meiri- hlutinn til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Von er á áliti frá minnihluta nefnd- arinnar í dag. Búist er við því að fulltrúar sjálfstæðismanna leggi fram sérálit og sömuleiðis fulltrúi Kvennalista. u I Stórveiðin í Rangánum: Metveiðiárnar voru ekki fullar af eldislaxi í sumar Sérfræðingar Veiðimálastofnunnar hafa nú lesið úr hreistursýnum 313 laxa sem veiddust í Rangánum á síðasta sumri, en þá voru þær óvænt hæstar yfir landið með 1619 laxa. Háværar raddir voru uppi um að veiðin mikla í Rangánum hefði byggst að meira og minna leyti á kvíaeldislöxum sem sloppið hefðu úr búrum við Vestmannaeyjar. Rannsóknir á umræddum hreistursýnum staðfesta hins vegar hið gagn- Meginreglur og hentistefna eftirJón Steinar Gunnlaugsson Sú ákvörðun þingmanna Sjálf- stæðisflokksins að greiða atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar til staðfestingar á bráðabirgðalög- um um kjarasamning BHMR hefur mætt andbyr og verið af sumum talin bera keim af .pólitískri tæki- færisstefnu. Ég er annarrar skoð- unar um þetta og tel raunar að þingmönnum, sem greiða atkvæði gegn staðfestingarlögunum, þótt vitað sé um óvinsældir slíkrar af- stöðu hjá „aðilum vinnumarkaðar- ins“ og fieirum, sé mikill sómi af slíkri afstöðu. I. Nauðsynlegt er að fara yfir nokk- ur meginatriði þessa máls: 1. Fjármálaráðherra gerði í maí 1988 kjarasamning við BHMR. Eitt meginefni samningsins var að fall- ast að nokkru á kröfur BHMR um meiri hækkanir til sinna manna en aðrir fengju. Var ætlunin með þessu að jafna kjör félagsmanna BHMR við kjör annarra manna við sam- bærileg störf, sem ynnu hjá öðrum en ríkinu. Var kveðið á um hvernig þetta skyldi framkvæmt, m.a. á þann hátt að launin skyldu við til- tekin skilyrði hækka um 4,5% 1. júlí 1990. 2. í febrúar 1990 gerðu ASÍ, VSI og fleiri aðilar með sér kjara- samning sem kenndur hefur verið við þjóðarsátt. Var í honum samið um hófstilltar launahækkanir. í 10. gr. samnings þessa voru taldar upp svonefndar forsendur hans. Þar var talið upp í 9 tl. sem forsenda að „launaþróun annarra verði sú sama og gert er ráð fyrir í samningi þess- um“. í þessum kjarasamningi var ekkert vikið að kjarasamningi BHMR við ríkisvaldið, þó að samn- ingsaðilarnir hafi vel vitað um til- vist hans og efni. 3. Ríkisstjórnin ákvað í júní 1990 að efna ekki samning sinn við BHMR að j)ví er varðaði hækk- unina 1. júlí. Ágreiningur um þetta gekk til Félagsdóms. Gekk dómur þann 23. júlí 1990 með þeirri niður- stöðu að viðurkennd var krafa BHMR um að fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs væri skylt að efna samn- inginn. Fengu félagsmenn BHMR greidd laun sín í júlí og ágúst í samræmi við það. 4. Þann 3. ágúst 1990 voru svo að tilhlutan forsætisráðherra sett bráðabirgðalög, sem afnámu þær sérstöku launahækkanir sem fé- lagsmenn BHMR höfðu öðlast rétt til og lýst er að ofan. í formála bráðabirgðalaganna kemur fram, að megintilefni þeirra sé að vinnu- veitendur hafi ákveðið að veita sínum viðsemjendum sömu hækkun launa og félagar í BHMR höfðu hlotið. Nú er rekið fyrir bæjarþingi Reykjavíkur dómsmál, þar sem á því er byggt að bráðabirgðalögin standist ekki stjórnarskrá landsins og beri því að greiða aðilum BHMR laun skv. kjarasamningi þeirra þrátt fyrir bráðabirgðalögin. Þá hefur ríkisstjórnin, svo sem skylt er, flutt á Alþingi frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögunum. Þingmaður, sem taka þarf af- stöðu til málsins, hefur að. nokkrum atriðum að hyggja. Skal nú litið á þau. II. Það fyrsta og langþýðingarmesta sem þingmaðurinn þarf að athuga er hvort frumvarpið standist stjórn- arskrá landsins, enda hafa allir al- þingismenn unnið eið eða dreng- skaparheit að stjórnarskránni skv. fyrirmælum í 47. gr. hennar. Ég tel nokkuð augljóst að bráða- birgðalögin brjóti í bága við stjórn- arskrá bæði að formi og efni. Að því er formið varðar tel ég að skilyrði fyrir setningu bráða- birgðalaga sem felast í 28. gr. stjórnarskrár hafí ekki verið til staðar. Stafar það af því að öll málsatvik sem máli skipta um kjarasamning BHMR lágu fyrir meðan Alþingi sat sl. vor. Það fær ekki staðist að ríkisstjórn geti beðið með lagasetningu þar til þing hefur verið slitið til að bregðast við „brýnni nauðsyn", sem í ljós var komin meðan þing sat. Um efnið, og það er enn þýðing- armeira, er það að segja, réttur félagsmanna BHMR til launa sinna skv. kjarasamningnum voru örugg- lega eignarréttindi þeirra sem nutu verndar 67. gr. stjórnarskrár. Þar er lagt bann við að mönnum sé gert að láta af hendi eign sína nema fullt verð komi fyrir. Það er því brot gegn þessu ákvæði stjórnar- skrár að gera þessi eignarréttindi upptæk án bóta. Einhveijir hafa fleygt því í um- ræðunum um málið að hliðstæður þessara bráðabirgðalaga megi finna. Ekki hef ég heyrt um nein dæmi þess. Þegar lög hafa verið sett um launamál og gerð kjara- samninga hafa þau yfirleitt verið um almenn atriði svo sem bann við verkbindingu launa hjá öllum laun- þegum eða þá um aðferð við að koma á samningi t.d. með gerðar- dómi til að aflétta vinnustöðvun. Þess háttar lög eru allt annars eðl- is en lög sem hreinlega afnema kjarabætur, sem tiitekinn tiltölu- lega fámennur launþegahópur hef- ur öðlast rétt til með samningi. Og svo mikið er víst að engum dómsúr- lausnum er til að dreifa sem veita fordæmi fyrir lögum af því tagi, sem hér um ræðir. III! Auðvitað verða þingmenn að taka afstöðu til þess, hvort þeir telji lagafrumvarp bijóta í bága við stjórnarskrá. Þeir geta aldrei vísað því álitaefni frá sér t.d. með tilvísun til þess að verið sé að íjalla um mál fyrir dómstólum. Ef þingmaður kemst að þeirri niðurstöðu að frum- varp fari gegn stjórnarskrá, eins og hér virðist vera augljóst, ber honum brýn skylda til að greiða atkvæði gegn því. Hann má aldrei láta hávaðasama þrýstihópa eða von um fleiri atkvæði í kosningum hrekja sig af leið í þessu efni. Hér eru nefnilega miklu þýðingarmeiri gæði í húfí, sjálf stjórnskipun lands- ins og leikreglurnar sem við höfum sem siðmenntuð þjóð ákveðið að eigi að gilda í samskiptum okkar hvert við annað. Þeir þingmenn, sem láta þessi gildi ráða afstöðu sinni á stundum, þegar fjöldi manna hrópar á annað, verðskulda allan heiður. IV. Talað er um að setning bráða- birgðalaganna hafi verið nauðsyn- leg til að vemda hina svokölluðu þjóðarsátt um að halda verðbólgu í skefjum. Þetta er rangt. Hin um- samda kauphækkun til BHMR- manna hefði lítil áhrif á verðbólgu þótt framkvæmd yrði. Áður var að því vikið, að hvergi var getið um BHMR-samninginn í hinum al- mennu kjarasamningum í febrúar sl. Þó vissu menn vel um hann. Þetta ber líklega að túlka þannig, að framkvæmd samnings BHMR hafi ekki verið meðal þeirra atriða sem gátu gefið tilefni til frávika í samningi ASÍ og VSÍ og upp voru talin sem forsendur þess samnings, enda var mönrium við samnings- gerðina í lófa lagið að víkja að þessu berum orðum. Jón Steinar Gunnlaugsson „Um efnið, og það er enn þýðingarmeira, er það að segja, réttur fé- lagsmanna BHMR tii launa sinna skv. kjara- samningnum voru ör- ugglega eignarréttindi þeirra sem nutu vernd- ar 67. gr. stjórnar- skrár.“ 'Það sem stefnir „þjóðarsátt“ í voða er yfirlýsing fyrirsvarsmanna vinnuveitenda um að þeir muni hækka laun viðsemjenda sinna ef kjarasarnningur BHMR yrði efndur. Þetta er raunar skýrt tekið fram í inngangi bráðabirgðalaganna, svo sem áður var sagt. Engin samnings- skylda knúði þá til slíkra hækkana. Og jafnvel þótt svo hefði verið gat það aldrei orðið viðhlítandi ástæða til að afnema umsamdar kjarabætur BHMR-hópsins. Eða eiga svonefnd- ir aðilar á vinnumarkaði að geta samið um það sín í milli, að aðrir aðilar í þjóðfélaginu skuli láta sín eignarréttindi bótalaust af hendi? Allir sjá að slíkt getur ekki gengið. Ef ríkisstjórnin taldi nauðsynlegt að koma með lagasetningu í veg • fyrir verðbólguáhrif af þeim atvik- um sem hér er lýst átti hún að gera það með lögum sem bönnuðu, að framkvæmd kjarasamnings BHMR hefði áhrif til hækkunar launa á almennum vinnumarkaði. V. í því sem hér hefur verið sagt er ekki að neinu leyti verið að rétt- læta samningsgerð fjármálaráð- herra við BHMR í maí 1989. Sú samningur var áreiðanlega afar óskynsamlegur. Ráðherrann, sem þann samning gerði, ætti raunar fyrir löngu að hafa axlað ábyrgð á honum með því að segja af sér. En sá samningur var gerður af aðila sem til þess hafði formlegt vald og við það situr. Þar með hafði þessi launþegahópur öðlast þau réttindi sem þar var kveðið á um. Það er því miður of sjaldgæft í íslenskum stjórnmálum að sjá stjórnmálamenn standa vörð um þau grundvallarréttindi, sem eru okkur öllum þýðingarmest, þegar okkur hefur tekist að þurrka skammsýnisglýjuna úr augunum. Nú hafa þingmenn_ Sjálfstæðis- flokksins gert þetta. Ég er viss um að þar hvílir aðeins trúnaður við meginreglur að baki. Iíöfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.