Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Ofbeldi - Einelti í skóla eftirHansínu B. Einarsdóttur „Krakkarnir höfðu skrúfað borðplötu kennarans lausa til þess að hann dytti þegar hann tyllti sér á kennaraborðið. Ég gat ekki hugs- að mér að vera með í þessu og sagði kennaranum frá þessu. Krakkarnir voru auðvitað skamm- aðir. Þegar ég kom út úr þessum tíma þá var búið að binda saman skóna mína. Ég var lengi að leysa '^lkþá, svo lengi að ég missti af næsta tíma og fékk auðvitað skróp, ég missti móðinn og grét. Þegar ég kom svo út úr skólanum þá fann ég hvergi nýja hjólið mitt. Mér þótti vænt um hjólið, það var það eina sem ég átti sjálf. Ég fann það loksins, bútað í sundur og sumir hlutir voru upp á skólaþakinu. Ég gafst upp og fór grátandi heim. Eftir þetta þá ákvað ég að hætta að reyna að eignást vini og reynd- ar þá hætti ég öllum samskiptum við krakka á mínum aldri. Þetta var þegar ég var 11 ára. Ég bjó mér til einkaheim og þar lifði ég ein, félagslega afskipt í fleiri ár.“ Inngangur Þetta er ein lítil saga úr, skóla hér í bæ. Það hefur vakið athygli mína við kennslu um þessi málefni að flestir þeir sem ég hef rætt þessi mál við kannast að einhveiju leyti við þetta vandamál, sumir þekkja þetta af eigin raun, eða muna eftir slíkum tilvikum og þá fyrst og fremst í tengslum við skóiagöngu. í öðru lagi þá eru sífellt að koma fram meiri upplýsingar um ofbeldi almennt í hvaða formi sem er. Nægir hér að nefna umræðu í fjöl- miðlum um „vernd“ skólabarna svo og þá umræðu sem átti sér stað á kirkjuþingi nú í vetur. Ofbeldi í skólum í þessari grein mun ég fyrst og fremst ijalla um ofbeldi í skólum. Ég vil taka það skýrt fram að ein- elti og ofbeldi er ekki einkavanda- mál skólamanna og þeirra sem starfa að skólamálum heldur vand- amál sem snertir okkur öll. Ástæðan fyrir því að ég fjalla um ofbeldi í skólanum er hinsvegar sú að þar á ofbeldið sér oftar stað en t.d. á heimavelli, samanber þá umræðu sem átt hefur sér stað. (Þessu til viðbótar hef ég talsvert af upplýsingum bæði frá kennurum og foreldrum sem vilja halda því fram _að ofbeldi í skólum hafi auk- ist.) í öðru lagi er skólinn ef til vill sá vettvangur þar sem æskilegt er í samráði við foreldra að heija markvissa fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldi og til þess að fjalla um afleiðingar ofbeldis og eineltis í skóla. Nú þarf það ekki að vera að hér sé um að ræða stóran hóp barna eða unglinga heldur geta hér verið ákveðnir áberándi ein- staklingar eða smærri hópar sem ráðast að öðrum börnum og ungl- ingum og annaðhvort ógna þeim andlega eða valda þeim líkamleg- um áverkum. Hvað er einelti eða ofbeldi í skóla? Einelti í skóla er fyrst og fremst félagslegt og líkamlegt. Þegar tal- að er um félagslegt einelti er átt við að börn og unglingar einang- rist, þau eignast ekki félaga eða 'vini. Börnin eru ekki tekin með, þeim er ekki boðið með, þau fá ekki upplýsingar um öll þau óform- legu atriði sem skipta máli fyrir skóla og félagsstarf. „Þegar partýin byijuðu upp úr 12 ára aldri þá var mér aldrei boð- ið með. Ég sat ein heima og horfði á sjónvarpið. Stundum heyrði ég hlátrasköll og glaum þegar skóla- félagarnir voru að koma heim. Ég sat oft við gluggann og fylgdist með þeim. Mér leið ömurlega, stundum fannst mér ég eldgömul, stundum óskaði ég þess að vera ekki til.“ Afleiðingar félagsleg eineltis eru þær að barnið kvíðir skólagöngu, hveijum skóladegi. Barnið þrosk- ast ekki eðlilega, og á erfitt með öll félagsleg samskipti. Þessi kvíða- og hræðsluköst verða síðan oft til þess að barnið eða ungling- urinn fer að eiga við veruleg hegð- unarvandamál að glíma. Önnur tegund eineltis er líkamlegt of- beldi. Hér er þá átt við beint of- beldi þar sem börnum eð^ ungling- um eru veittir líkamlegir áverkar. Þessir áverkar geta verið allt frá sparki eða höggi til grófra mis- þyrminga. „Hann var á heimleið frá félags- miðstöð með vinum sínum eitt föstudagskvöld. Þeir komu við í sjoppunni og eftir að þeir komu út rákust þeir á tvo skólafélaga. Annar skólafélaginn þrífur til hans og tekur af honum peninga. Síðan gerðist allt mjög snöggt, þeir börðu hann í andlitið, og þegar hann féll í götuna þá var sparkað aftur í andlitið á honum. Vinimir urðu hræddir og hlupu á braut. Hann lá eftir í götunni og átti erfitt með að komast heim.“ Atburðir sem þessir eru alls ekkert einsdæmi, og margir foreldrar vita ekki hvað á til bragðs að taka. Barnið vill ekki kæra og oft er það svo að þau vilja ekki að foreldrar eða forr- áðamenn aðhafist nokkuð af ótta við það að verða aftur fyrir árás. Það er e.t.v. við þessar aðstæður sem einhver börn hafa gripið til þess ráðs að „kaupa sér vernd“ annarra að þekktri fyrirmynd. Hverjir verða fyrir ofbeldi eða einelti? Það er erfitt að segja til um það hveijir verða fyrir ofbeldi í skóla. Það getur jafnt verið sá sem ekk- ert virðist skera sig úr í upphafi en eitthvert örlítið atriði eða útlits- galli orðið til þess að draga at- hygli annarra barna að viðkom- andi. Þeir sem verða fyrir einelti geta eins vel verið þeir sem skara fram úr í námi eins óg þeir sem sýna lakan námsárangur. Það er hægt að telja upp ótal dæmi um það hversvegna einhver varð fyrir valinu og ástæðurnar eru jafn- margar. „Ég var alltaf kallaður Óli-piss og krakkarnir sögðu að ég lyktaði illa.“ „Ég var með útlits- galla sem ekki kom í ljós nema í leikfimi þegar við þurftum að af- klæða okkur. Það var nóg.“ „Ég held að það hafi verið vegna þess að ég- átti í erfiðleikum með að segja r!“- Foreldrar eru oft meira meðvit- uð um þau börn sem eitthvað skera sig úr í útliti, hafa t.d. gleraugu, eru feit eða annað og fylgjast mjög gjarnan með því að þessi börn verði ekki fyrir einelti. En eins og áður sagði þá er erfitt að vita hver verð- ur fórnariamb aðstæðnanna og staðreyndin virðist oft vera sú að þau sem ekki beint skera sig úr veljast sem þolendur. Hverjir standa fyrir einelti eða beita ofbeldi? Það er vitað að einelti á sér sjald- an stað á milli tveggja einstaklinga í skóla. Markmið eineltis og ofbeld- is erfyrst og fremst að sýna hversu „kiár“ sá aðili er sem stendur fyr- ir aðgerðunum og stjórnar þeim. Þessi aðili þarf áhorfendahóp til þess að ná fram markmiðum sín- um. Þannig getur hann sýnt fram á hversu mikið vald hann hefur eða hversu sterkur hann er. Oftast kemur eineltið eða of- beldið frá þeim sem eru eldri eða sterkari að líkamlegum burðum og það bitnar á þeim veikari í marg- faldri merkingu þess orðs. Ég vil aðeins skjóta því að hér SIEMENS Fjölhœf hrœrivél! MK 4450 Blandari, grænmetiskvöm og hakka- vél fylgja með. • Allt á einum armi. • Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker. • Isl. leiðarvísir og uppskriftahefti. • Einstakt verð: 13.960 kr. SMrTH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMl 28300 1H lirvalsbækur sem mali skipta Eftir dr. Hannes Jónsson, fv. sendiherra oy * Evrópumarkaðshyggjan: Hagsmunir og valkostir Islands. Hötundur rekur þróun Evrópumark- aðshyggjunnartilfríverslunarkenningar Adams Smith. Af henni hati sprottið jafn ólíkar stofnanir og Gatt, Oeec/ Oecd, Eb, Efta og síðast hucimyndin um Efnahagssvæði 18 Evropuríkja, Ees. Gerð er grein fyrir einkennum og markmíöum þessara stofnana, yfirþjóðlegu eðli Eb og fullveldisafsali aðildarríkjanna. Gerö er úttekt á gildandi pfnahags- og utanríkisviðskiptakerfi Islands. I lokakafla skoðar höfundur aðra og betri valkosti fyrir Island en Ees og Eb. Þetta er traust og aðgengileg heimild um mikilvægasta milliríkjamal okkar í dag. Yfirgripsmikið efni er sett fram á lipru máli og svo skýran hátt, aö ailir megi skilja. Fjöldi mynda og skýringa- teikninga. Kilja í storu broti, 118 bls. Verðkr. 1000,00. "ö . • ,it yorra dalA irá Unðf'ami ^ (> wmjih»rr» • Islensk sjálfstæöis- og utanríkismál. Yfirgripsmikiö grundvallarrit þar sem í fyrsta sinn er brugðið upp heildarsýn yfir sjálfstæöis-, fullveldis- og utan- ríkismál þjóöríkisins, konungsríkisins og lýðveldisins. „Þjóðveldið" er þjóð- félagsfræðilega skilgreint sem þjóöríki meö stjórnskipulagi höfðingjaveldis, er þróaðist niður í klíkuveldi og tortímdi sjálfu sér vegna höfðingjadeilna og ógætilegra milliríkjasamskipta. Megin- hluti bókarinnar er um utanríkis- og öryggisstefnu lýðveldisins og 8 hlutlæg stefnumótandi atriði, sem smáríki getur ekki sniögengið. Varar höfundur við hliöstæðum hættum Sturlungagldar, sem nú steðja að fullveldi okkar. I um- sögn „Þjóðlífs" segir: „Hér er á ferðinni bók, sem á erindi til allra þeirra, sem líta vilja þróun íslandssögunnar frá nýj- um sjónarhóli." Yfir 70 myndir og upp- drættir, 336 bls. í stóru broti og vönduðu bandi. Verð kr. 2800,00. Lýöræöisleg félagsstörf, 2. útgáfa. Heilsteyptogyfirgripsmikilhandbókfyrir alla þá, sem taka vilja ábyrgan þátt í félagsstarfi og ná árangri í fundarstörf- um og mælsku. Bókin fjallar á hlutlaus- an, hagnýtan og fræðilegan hátt um alla þætti télags- og fundarstarfa, fundi og fundarstjórn, félags- og forystustörf, mælsku, rökræöur, lýðræðisskipulagið og samhengi félagslífsins. Margar fróðlegar teikningar af hentugu fyrir- komulagi í fundarsal smærri og stærri funda. í bókinni eru verkefni og dagskrár til þjálfunar á 10 málfundum. Hentug bók fyrir málfundarstarfsemi allra félaga, flokka og skóla, byggð á ís- lenskum aðstæðum. 304 bls. í fallegu bandi. Verö kr. 2000,00. ! BÓKASAFN FÉLAGSMÁLASTOFNUNARINNAR Pósthólt 9168 - 109 Reykjavík - Slmi 75352 Hansína B. Einarsdóttir „Markmið þessa grein- arstúfs er að vekja at- hygli á því alvarlega vandamáli sem ofbeldi og einelti er. Þrátt fyrir að skólinn geti verið sá aðili sem fer af stað með markvissa fræðslu um þessi málefni þá tel ég að foreldrar og for- ráðamenn barna eigi að gegna hér mikilvæg- asta hlutverkinu.“ að til eru dæmi þess að kennari hafi með framkomu sinni orðið öðrum nemendum fyrirmynd að því að leggja ákveðna nemendur í einelti. Þetta getur gerst t.d. með því að kennari hefur einn nemanda að háði og spotti og niðurlægir hann fyrir framan skóiafélagana. Þar með er komið fordæmi sem getur reynst auðvelt að fara eftir, sérstaklega þegar haft er í huga aldur og þroski barnanna sem í fæstum tilfellum hafa burði til þess að taka sjálfstæða afstöðu í aðstæðum sem þessum. Afleiðingar eineltis Rannsóknir á þessu vandamáli leiða í ljós að afleiðingar eineltis í skóla geta verið margvíslegar eins og reyndar vísað var til hér að ofan. Vitað er að nemendur hafa þjáðst af ýmsum andlegum ein- kennum svo sem kvíða og hræðslu- köstum, einmanakennd til þess að nefna eitthvað. Ennfremur kemur einelti í skóla í veg fyrir eðlilegan félagslegan þroska sem aftur getur leitt til alvarlegra hegðunarvanda- mála. Þegar fjallað er um líkamleg einkenni sem fram koma vegna eineltis þá gerist það oft að börn fá svitaköst, svefntruflanir, væta rúmið og sum hver hafa beinlínis þróað rheð sér enn alvarlegri ein- kenni sem koma fram m.a. í upp- köstum, höfuðverk og lystarleysi. Niðurlag Markmið þessa greinarstúfs er að vekja athygli á því alvarlega vandamáli sem ofbeldi og einelti er. Þrátt fyrir að skólinn geti verið sá aðili sem fer af stað með mark- vissa fræðslu um þessi málefni þá tel ég að foreldrar og forráðamenn barna eigi að gegna hér mikilvæg- asta hlutverkinu. Það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldranna hvaða samskiptahætti börn og unglingar temja sér. Forsenda góðra sam- skipta er ást, umhyggja og virðing. Érfiðar félags- og efnahagsleg- ar aðstæður foreldra hafa kostað okkur miklu meira en við gerum okkur grein fyrir. Gildismat samfé- lagsins hefur breyst. Við kaupum okkur ekki umhyggju með ríkis- tryggðum skuldabréfum eða öðr- um skuldabréfum, né heldur getum við keypt okkur vernd gegn ofbeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.