Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 75
75 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR íWVTO9fk\ OHOM FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KA hefur augastað á tveim ur eriendum leikmönnum ÚRSLIT Valur - Selfoss24 : 18 íþróttahúsið að Hlíðarenda, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla — VÍS-keppn- in y- miðvikudaginn 6. desember 1990. Gangur leiksins: 2:3, 6:5, 11:10, 15:12, 16:15, 19:15, .20:18, 24:18. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 7, Jón Kristjánsson 4, Jakob Sigurðsson 3, Júlíus Gunnarsson 3, Dagur Sigurðsson 3, Ingi R. Jónsson 2, Örn Amarsson 1. Varin skot: Árni Þ. Sigurðsson 11 skot, þar af skilaði boltinn sér átta sinnum til samheija. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Selfoss: Einar G. Sigurðsson 8, Gú- staf Bjarnason 5/1, Einar Guðmundsson 4/1, Siguijón Bjarnason 1. Varin skot: Gísli Felix Bjamason 17, þar af skilaði boltinn sér í ellefu skipti til sam- heija. Utan valjar: 4. mínútur. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli P. Olsen. Áhorfendur: 60. KA hefur að undanförnu verið að kanna möguleika á að fá tvo erlenda leikmenn til félagsins fyrir næsta keppnistímabil og hef- ur þegar ákvéðinn framherja í huga, en hefur einnig fengið ábendingar um sterkan vamar- mann. „Við höfum augastað á júgó- slavneskum framherja og höfum fengið ábendingar um sterkan varnarmann í Tékkóslóvakíu. Við munum athuga þessi mál mjög vel á næstunni, en ljóst er að við verðum að styrkja hópinn fyrir næsta tímabil og munum einnig hafa í huga að fá innlenda leik- menn til liðs við okkur,“ sagði Sveinn Brynjólfsson, formaður knattspyrnudeildar KA, aðspurð- ur um málið. Tveir leikmenn liðsins á síðasta keppnistímabili hafa þegar skipt yfir í önnur félög; Bjarni Jónsson í Stjörnuna og Þórður Guðjónsson í ÍA. Kjartan Einarsson hefur ekki enn tekið ákvörðun um að skipta í ÍBK og sömu sögu er að segja af hugsanlegum félaga- skiptum Jóns Grétars Jónssonar í Val. Að sögn Sveins munu þess- ir menn taka ákvörðun á næst- unni, „en ég vona að þeir sjái sér hag í því að leika áfram með okk- ur.“ Hann sagði ennfremur að Gauti Laxdal og Heimir Guðjóns- son hefðu ákveðið að vera áfram og þá hafa Páll Gíslason, Reyni Árskógsströnd og áður Þór, og Sverrir Sverrisson, Tindastóli,. gengið til liðs við KA. Guðjón Árnason sendir knöttinn framhjá Stjörnumönnunum Sigurði Bjamasyni og Patreki Jóhannessyni. Morgunblaðið/JúKus Uppsveifla hjá FH w Víkingur - Grótta 23:18 Laugardalshöll, íslandsmótið í handknatt- leik, 1. deild karla — VÍS-keppnin — mið- vikudaginn 5. desember 1990. Gangur leiksins: 0:1, 3:3, 6:6, 9:7, 11:9, 13:9, 16:11, 19:14, 23:18. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 5, Birgir Sigurðsson 5, Alexej Trúfan 4, Björgvin Rúnarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Hilmar Sigurgíslason 2, Karl Þráinsson 2, Árni Friðleifsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 9/1, Reyn- ir Þ. Reynisson 2. Utan vallar: 4 mínútur Mörk Gróttu: Halldór Ingólfsson 6/5, Stef- án Amarsson 3/1, Guðmundur Sigfússon 3, Páll Bjömsson 2, Svafar Magnússon 2, Davíð B. Gíslason 1, Friðleifur Friðleifsson 1. Varin skot: Þorlákur Amasonll/1. Utan vallar: 6 minútur. Dómarar: Guðmundur Sigurbjömsson og J_ón Hermannsson. Áhorfendur: Um 70. Stjarnan - FH 27 : 30 Ásgarði, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla — VÍS-keppnin — miðvikudaginn 6. desember 1990. Gangur leiksins: 0:1, 1:4, 2:5, 4:5, 6:6, 6:8, 9:12,10:14,12:15,12:18,14:18,16:22, 18:24, 21:24, 23:25, 23:27, 24:28, 27:28, 27:30. Mörk Stjörnunnar: Patrekur Jóhannesson 9/2, Axel Bjömsson 5, Sigurður Bjamason 5, Skúli Gunnsteinsson 3, Magnús Sigurðs- son 3/1, Hafsteinn Bragason 2. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 7/1, Brynj- ar Kvaran 3. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk FH: Stefán Kristjánsson 7, Hálfdán Þórðarson 6, Guðjón Árnason 6/1, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Gunnar Beinteinsson 3, Pétur Petersen 2, Óskar Helgason 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 13/1, Guðmundur Hrafnkellsson 1/1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Grétar Vilmundarson og Ævar Sigurðsson komust þokkalega frá leiknum. Áhorfendur: Um 250. Enn frestað Haukar komust ekki til Vestmannaeyja í gær - Ekki var flogið - og leiknum gegn ÍBV því frestað, senniiega þar til í bytjun janúar. Fyrri leik félaganna var einnig fre- stað á sínum tima, en hann hefur verið settur á 15. desember. Staðan: Víkingnr .14 14 0 0 350:290 28 Valur ..14 11 1 2 341:299 23 St,jarnan..l4 10 0 4 347:329 20 FH ...14 8 2 4 340:325 18 Haukar....l2 7 0 5 281:289 14 KR ...13 3 6 4 299:307 12 ÍBV ...12 4 3 5 291:284 11 KA 4 1 8 302:291 9 Grótta... ...14 3 1 10 304:328 7 Selfoss... ...14 2 3 9 279:321 7 Fram.... ...13 1 4 8 264:300 6 ÍR ...13 2 1 10 279:314 5 IMM í keilu íslendingar höfnuðu í neðsta sæti á Norð- urlandamótinu í keilu, sem fram fór ! Osló um síðustu helgi, bæði í karla og kvenna- flokki. Alls voru 15 lið sem tóku þátt í tveggja manna sveitakeppninni og 10 lið i þriggja manna sveitakeppni kvenna. Kvennasveitir Islands röðu sér í þijú neðstu sætin. Island 2, sem skiguð var þeim Heiðrúnu Þorbjöms- dótturogAgústu Þorsteinsdóttur, náði best- um árangri þeirra, 13. sæti með^samtals 2.062 stig. Sigursveit Svía hlaut samtals 2.367 stig. Ágústa náði besta skori íslensku kvennanna, 1.076 stig. Konumar kepptu einnig í þriggja manna sveitakeppni. Þar vora Islendingar með tvær sveitir og skip- uðu þær neðstu sætin. I karlaflokki var sama upp á teningnum og þjá kvennasveitinni, ísland hafnaði í þremur neðstu sætunum. ísland 3, sem skipuð var þeim Gunnari Gunnarssyni og Atla Þór Karlssyni, náði bestum árangri, 13. sæti. Þeir hlutu samtals 2.110 stig, en sigursveit Svía hlaut samtals 2.456 stig. Besta skori íslendinga náði Valgeir Guð- bjartsson, samtals 1.056 úr sex umferðum. „ÞETTA voru dýrmæt stig og nú erum við öruggir í úrslita- keppnina - í bili að minnsta kosti. Það er gott áð vinna Val og Stjörnuna með svona stuttu millibili og nú eru Víkingar næstir," sagði Þorgils Ottar Mathiesen þjálfari FH eftir að þeiru nnu Stjörnuna. FH virðist hafa tak á Stjörnunni þegar lið- in leika í Garðabænum því þar hafa þeir ekki tapað hin síðari ár. Leikurinn var slakur og vilja Stjörnumenn eflaust gleyma honum sem fyrst. FH-ingar væru alveg til í að gera slíkt hið sama, nema hvað þeir vilja Skúli Unnar eflaust muna eftir Sveinsson stigunum sem þeir skrítar feng-u. Gestirnir höfðu forustu allan tímann nema hvað heimamönnum tókst tvívegis að jafna í upphafi leiks. Varnarleikur beggja liða var slakur, en Stjörnu- vömin var þó sýnu verri. Sóknarleikur heimamanna var langt frá því að vera eins og hann getur bestur orðið. Þegar þeir vom að saxa á forskotið undir lok leiks- ins höfðu þeir ekki þolinmæði til að leika skipulega og vildu greini- lega skora tvö mörk í hverri sókn. Bestir hjá heimamönnum voru Patrekur og Axel og voru þeir reyndar þeir einu sem léku eðlilega. Ingvar stóð sig þokkalega í markinu eftir að hann kom inná. Hjá FH var Bergsveinn sterkur í markinu. Stefán og Guðjón skoruðu falleg mörk, Þorgils stjórnaði leik liðsins af festu og Hálfdán var öruggur á línunni. Grótta engin hindrun Lið Gróttu var engin hindran á sigurbraut Víkinga í 1. deild- inni í handknattleik. Víkingar sýndu þó engan stórleik og í heildina var leikurinn frekar slakur. Jafnræði var með liðunum fram í miðjan fyrri hálfleik. Þá misstu Gróttu- menn boltann nokkrum sinnum klaufalega í sókninni. Víkingar gengu á lagið og höfðu tveggja marka forystu i hálfleik. í síðari hálfleik juku Víkingar forskotið og var sigur þeirra aldrei í hættu. Hraðaupphlaup Víkinga gengu vel í þessum leik og gerðu þeir 11 mörk úr hraðaupphlaupum. Þeir voru einnig snöggir aftur í vörnina og náðu að kæfa öll hraðaupphlaup Gróttumanna í fæðingu. Alexej Trúfan var bestur Víkinga, var geysisterkur í vörninni og lék vel í sókn. Birgir Sigurðsson og Bjarki Sigurðsson áttu einnig góðan leik. Lið Gróttu er skyttulaust og háir það sóknarleik liðsins. Hraðaupp- hlaup Gróttu gengu ekki upp í þess- um leik og gerði liðið hvorki mark úr langskotum né hraðaupphlaup- um. Páll Björnsson átti ágætan leik fyrir Gróttu á línunni, var sívinnandi og fiskaöi_ 4 vítaköst. Einnig lék Þorlákur Árnason vel í markinu. Valur í basli með nýliðana alsmenn lentu i nokkru basli með nýliða Selfoss og það var ekki fyrr en stundarfjórðungur var til loka leiks að þeim tókst að gera •■■■■■ út um leikinn með Frosti þremur mörkum, og Eiðsson breyta stöðunni úr skrífar 16;15 ; 19;15 Síðustu mín- útumar einkenndust síðan af miki- um mistökum bæði hjá leikmönnum og dómurum. Valsmenn náðu betur að nýta sér mistök andstæðinganna og þeir skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins eftir að Selfoss hafði minnkað muninn í tvö mörk, fímm mínútum fyrir leikslok. Jón Kristjánsson var besti maður Vals í leiknum, gifurlega útsjóna- samur og kunni á Gísla í markinu. Þá var Valdimar sterkur, sérstal^- lega í hraðaupphlaupum þar sem hann skoraði fjögur mörk af þeim átta sem Valsmenn gerðu úr hraða- upphlaupum. Ungu strákarnir eru mjög frískir og þrátt fyrir að liðið léki án Einars markvarðar og Brynjars Harðarssonar þá kom það ekki að teljandi sök. Breiddin er lítil hjá Selfyssingum og gott dæmi um það er að aðeins fjórir leikmenn skoraðu fyrir liðið. Gísli Felix varði mjög vel og nafn- arnir, Einar Sigurðsson og Guð- mundsson voru atkvæðamiklir í sóknarleiknum. Þá var gaman að sjá til Stefáns Halldórssonar í vörn- inni. KR féll á eindaga B-lið meistaraflokks KR átti að leika gegn Haukum í gærkvöldi og voru liðin tilbúin, en dómararnir flautu leikinn af og dæmdu Haukum 10:0 sigur. Ástæðan var sú að hahd- knattleiksdeild KR hafði ekki greitt tilskilin dómaragjöld til HSÍ vegna þátttöku í 1. deild, í keppni b-liða, í 1. flokki og 2. deild kvenna. í 7. grein reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót segir m.a. að dómaragjöld og ferðakostnað dóm- ara beri að greiða I einu lagi 1. sept- ember ár hvert eða á fjórum gjald- dögum; 15. október, 15. nóvember, 15. janúar og 15. febrúar. Eindagi skal vera 15 dögum eftir gjalddaga. { 16. grein segir m.a. að vegna van- skila skuii leikur tapast 10:0. Vigfús Þorsteinsson, sem hefur umsjón með mótamáium HSÍ, sagði að félög reyndu almennt að draga eins lengi og unnt væri að greiða þessi gjöld og hefðu m.a. fjögur 1. dfeiidar félög greitt í gær. Hver af- borgun væri 83.080 krónur og hefðu KR-ingar verið aðvaraðir í gær, en þar sem greiðsla hefði ekki borist, hefði ekki verið um annað að ræða en fara að lögum. KR á að leika gegn ÍR í 1. deild í kvöld, en leikurinn fer ekki fram og dæmist heimamönnum tapaður 10:0, hafí þeir ekki gert upp fyrir kiukkan 20. Pétur Hraf Sigurðsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.