Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Enn gegn sósíal- isma í sjávarútvegi eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson Árið 1946 sömdu allir helstu hag- fræðingur landsins álitsgerð til stjórnvalda um það, hvernig koma skyldi á jafnvægi í efnahagsmálum. Úrræði þeirra voru í fæstum orðum víðtækari höft, fleiri boð og bönn, aukin ríkisafskipti. Þremur árum síðar kom dr. Benjamín Eiríksson, hagfræðingur og síðar bankastjóri, þá starfsmaður Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, til landsins á vegum opin- berra aðila og leiddi rök að því í rækilegri^ skýrslu, að leið fijálsrar verðmyndunar að jafnvægi væri jafngreiðfær hér á landi og annars staðar. Breyttust þá skyndilega við- teknar skoðanir íslenskra hagfræð- inga. Þetta litla atvik sýnir það tvennt, hversu háðir hagfræðingar eru tísku hvers tíma í hugmynda- heiminum og hversu varasamt er einmitt af þeim sökum að treysta því, sem einhveijir menn í þeirra röðum segja þá alla sammála um. Hér sem endranær eru þær systurn- ar rökvísleg hugsun, heilbrigð skyn- semi og reynslan sjálf bestar til leið- sagnar, ekki sjálftekið kennivald hagfræðinga, sem veifa prófskírtein- um sínum af sama ákafa og aðrir menn flokksskírteinum. I. Nú er okkur tilkynnt, að flestir eða allir „óháðir hagfræðingar" landsins séu sammála um, að hefja beri sölu veiðileyfa í sjávarútvegi. Ég hef skrifað heila bók, Fiskistofn- arnir við ísland: Þjóðareign eða ríkis- eign?, gegn þessari skoðun og ætla mér ekki að endurtaka öll þau rök, sem þar eru reifuð, þótt bókin hafi strax selst upp og verði ekki endur- prentuð, fyrr en ég hef gefið mér tíma til að bæta við nokkrum at- hugasemdum. Ég hlýt þó að víkja nokkrum orðum að greinum, sem birst hafa hér í blaðinu síðustu vikur um málið eftir þá Gylfa Þ. Gíslason, Þorkel Helgason og höfund Rey kj avíkurbréfs Morgun blaðsins 25. nóvember 1990. Þeir Gylfi og Þorkell andmæla því, sem Jóhann J. Ólafsson, formaður Verslunar- ráðsins, hefur haldið fram, að sala veiðileyfa jafngilti sósíalisma í sjáv- arútvegi. Én Jóhann gerði ekki ann- að en nota þetta hugtak í hefðbund- inni merkingu. Ef ríkið selur útgerð- armönnum veiðileyfi til eins eða fleiri ára, þá merkir það vitaskuld, að ríkið telur sig eiga fiskistofnana. Sósíalismi hefur jafnan verið skil- greindur sem krafa um, að ríkið ætti mikilvægustu framleiðslutæki og helstu náttúruauðlindir. Stalín þjóðnýtti jarðir í Ráðstjórnarríkjun- um í nafni sósíalismans. Attlee og menn hans þjóðnýttu kolanámur og stálver í Bretlandi undir merkjum hans. Nú vilja þeir Gylfi Þ. Gíslason, Þorkell Helgason og höfundur Rey kj avíkurbréfs Morgun blaðsins þjóðnýta_ fiskistofnana, gjöfulustu auðlind íslendinga, en vegna hinna skýru feigðarmerkja á sósíalisman- um á okkar dögum gangast þeir ekki við honum. Þjóðnýtingarsinnar neita ekki að- eins að segja til raunverulegs nafns síns, heldur beita þeir líka ómerki- legu áróðursbragði. Þeir segja, að fylgismenn einkaeignarréttar á veiðileyfum eða kvótum eins og við Jóhann J. Ólafsson séum í raun og veru líkastir austrænum sósíalistum, því að við viljum fámenniseign á kvótum. Mynda eigi nýja valdastétt útgerðarmanna á íslandi í líkingu við þá stétt dyggra flokksbrodda, sem völdin hafði í sameignarríkjun- um. Margur ætlar mig sig! Lítum snöggvast á málið. Vitaskuld mætti nýta fiskistofnana með hagkvæmari hætti, lægri tilkostnaði: Færri togar- ar væru þá að eltast við sama þorsk- íj'ölda, minna væri kostað til að draga hvert þorsktonn að landi. Setj- um svo, að hugsanlegur spamaður við hagkvæmari skipan mála gæti numið tíu milljörðum króna á árí. Þá er spumingin ekki sú, hvort „þjóðin" gæti fengið þetta fé eða útgerðarmennirnir. Fylgismenn þjóðnýtingar tala íjálglega í nafni stórra heilda eins og sósíalistar hafa jafnan gert. Áður var gjaman rætt um alþýðuna, nú um þjóðina. Hin raunverulega spurning er, hvort þetta fé á að renna í ríkissjóð til viðbótar þeim áttatíu milljörðum, sem 33 manna meirihluti á Alþingi hefur til ráðstöfunar, eða hvort það á að renna í vasa um 2.000 eigenda hlutafjár í útgerðarfyrirtækjum. Hvor hópurinn er líklegri til að veija þessum geypilegu fjármunum skyn- samlegar: 33 atvinnustjórnmála- menn eða 2.000 útgerðaraðilar? Hvort mun stuðla að meiri valddreif- ingu, betra jafnvægi í þjóðarbú- skapnum? II. Deilur um það, hvort sala veiði- leyfa jafngildir sósíalisma, era þræt- ur um merkingu orða, og þær skipta þrátt fyrir allt ekki eins miklu máli og umræður um það, hvað eigi að gera og hvers vegna. Þorvaldur Gylfason hefur í fjölda greina í Vísbendingu, blaði Kaupþings, mælt með sölu veiðileyfa, af því að hún væri skjótvirkasta leiðin til að vinsa úr þau fyrirtæki í sjávarútvegi, sem hætta ættu starfsemi sinni. Rök Þorvalar fyrir síðari skoðuninni era einföld: Ef ríkið selur veiðileyfí á uppboði, þá munu óhagkvæmari fyr- irtækin ekki geta boðið jafnhátt verð og hin hagkvæmari, ekki öðlast nein veiðileyfi og verða fyrir vikið að hætta starfsemi sinni. Uppboðið væri eins kona sía, sem hagkvæm- ari fyrirtækin kæmust ein í gegnum. Fljótt á litið virðist þessi hugmynd skynsamleg. En hún stenst ekki, þegar nánar er að gáð. í fyrsta lagi er vanmetið, hversu fljótt full hag- kvæmni fengist, væri hinum fijálsa kvótamarkaði, sem nú er að mynd- ast, leyft að starfa. Fáir reka útgerð- arfyrirtæki af hugsjónaástæðum. Ef aðrir bjóða meira í kvótana en menn treysta sér til þess sjálfir að fá fyrir þá með því að halda áfram veiðum, þá munu þeir flýta sér að selja þá. Þess vegna er mjög mikilvægt að trufla ekki kvótakerfið með beinum og óbeinum styrkjum til óhag- kvæmra útgerðarfyrirtækja. í öðru lagi er í lausn Þorvaldar ekki tekið nægilegt tiilit til hinna óhagkvæmari útgerðarfyrirtækja. Munurinn á lausn minni og Þorvald- ar á fiskveiðivandanum er sá, að ég vil afhenda öllum núverandi útgerð- arfyrirtækjum kvóta til fullrar eign- ar og frjálsrar endursölu í samræmi við fyrri veiðar (eins og gert er í aðalatriðum samkvæmt núverandi lögum um kvótakerfí), en hann vill, að ríkið bjóði kvótana tafarlaust upp. Lausn mín leiðir til þess, að hagkvæmari útgerðarfyrirtæki kaupa kvóta af hinum óhagkvæm- ari, en með því er einmitt tekið tillit til hagsmuna þeirra, sem viðriðnir era óhagkvæmari fyrirtækin, þar sem þeir fá þó í sinn hlut andvirði kvótanna og geta notað það til að koma undir sig fótunum annars stað- ar. Þeir eru smám saman keyptir út úr sjávarútvegi með friðsamlegum hætti, en neyðast ekki til þess að Bókaútgáfa Menningarsjóðs: Seinna bindi Hafrann- sókna við Island komið út Morgunblaðið/Árni Sæberg Á myndinni eru þeir, sem stóðu að útgáfu seinna bindis Hafrann- sókna við ísland. Jón Jónsson fiskifræðingur og höfundur bókarinn- ar situr við borðsendann. BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út seinna bindi ritsins Hafrannsóknir við Island eftir Jón Jónsson fiskifræðing og fyrr- verandi forsljóra Hafrannsókna- stofnunar. Bókin fjallar um tíma- bilið frá árinu 1937 til okkar daga. Fyrra bindi Hafrannsókna við Island kom út árið 1988 en þar var rakin saga þessara mála frá öndverðu til ársins 1937. Jón Jónsson fiskifræðingur veitti íslenskum hafrannsóknum forystu á árunum 1954-1984, sem vartími mikilla umbrota í íslenskum sjávar- útvegi og ber þar hæst útfærslu fiskveiðilögsögunnar en rannsóknir á ástandi helstu nytjastofna okkar komu þar mikið við sögu. í bókinni Hafrannsóknir við ís- land II dregur höfundur saman ár- angur hafrannsókna við ísland und- anfarin fímmtíu ár og fjallar um alla helstu þætti hafrannsókna, eðli- og efnafræði sjávar, jarðfræði land- grunnsins, þátt plöntu- og dýrasvifs í vistfræði hafsins, hryggleysingja, alla nytjafiska, hvali og seli. Þá er greint frá rannsóknum á veiðarfær- um og áhrifum þeirra á einstakar tegundir, leit að nýjum fiskimiðum, svo og síldar-, loðnu- og rækjuleit. Einnig er sagt frá friðunaraðgerð- um íslendinga, allt frá fyrstu hug- myndum manna um takmörk veiða í Faxaflóa fyrir 120 áram til áhrifa af útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Hin raunverulega spurning er, hvort þetta fé á að renna í ríkissjóð til viðbótar þeim áttatíu milljörð- um, sem 38 manna meirihluti á Alþingi hefur til ráðstöfunar, eða hvort það á að renna í vasa um 2.000 eigenda hlutafjár í út- gerðarfyrirtækjum.“ hætta starfsemi sinni tafarlaust. Gerir Þorvaldur ráð fyrir því, að aðlögun fólks að breyttum aðstæð- um verði ríkinu kostnaðarlaus, verði óhagkvæm fyrirtæki vinsuð úr í uppboði? Býst hann við því, að til- hneiging stjómmálamanna til að bjarga óhagkvæmum fyrirtækjum verði minni við skipan hans en mína? í þriðja lagi má ekki gleyma því sem þegar hefur raunar verið bent á, að tíu milljarðar í klóm 33 atvinnu- stjórnmálamanna era líklegir til að gefa miklu minna af sér en tíu millj- arðar í höndum 2.000 útgerðaraðila. Þegar við metum hagfræðilega sam- an ólíkar lausnir, megum við ekki gleyma því, að fjármunir gefa mis- jafnlega mikið af sér í höndum ólíkra aðila. III. Með hrópum sínum og köllum draga þjóðnýtingarsinnar í sjávarút- vegi athygli frá þremur aðalatriðum, sem allir raunverulegir hagfræðing- ar ættu að hafa mestan áhuga á. Fyndi ríkið nýja og gjöfula tekjulind, væri því í fyrsta lagi slegið á frest að komá á sæmilegum aga í ríkis- fjármálum. Ríkissjóður Islands er rekinn með halla, útgjöld fara á þeim bæ langt fram úr tekjum. Tvenns konar viðbrögð eru hugsan- leg við þessum vanda. Önnur era viðbrögð lýðskrumara og sósíalista. Þau eru að svipast um eftir nýjum tekjustofnum, bæta sífellt við nýjum sköttum og gjöldum. Þessir menn sjá glytta í gull í sjávarútvegi, og þeir ætla sér að klófesta það með veiðigjöldum. Hin viðbrögðin eru að lækka útgjöld, hagræða og spara, selja ríkisfyrirtæki, þar sem það á við, og setja upp verð fyrir opinbera þjónustu, þar sem það er eðlilegt (til dæmis í Háskóla Islands). _Er það ekki miklu skynsamlegra? I öðra lagi skiptir langmestu máli, að nú- verandi kvótakerfi fái að skila árangri, en það merkir, að beijast verður með öllum tiltækum ráðum gegn tilhneigingu stjórnmálamanna og hagsmunahópa til að halda óhag- kvæmum fyrirtækjum á floti með beinum og óbeinum styrkjum. Kvótakerfið getur sjálfkrafa vinsað út þau fyrirtæki, sem ættu að hætta starfsemi sinni. Ættu íslenskir hag- fræðingar ekki að einbeita sér að því að rökstyðja fijálsa verslun með. kvótana, þar sem þeir færast í hend- ur þeirra, sem best kunna með þá að fara, jafnvel þótt það merki, að einstök fyrirtæki og jafnvel sjávar- þorp hverfi smám saman úr sög- unni? Ættu þeir ekki að standa vörð um þann vísi að fijálsum markaði, sem nú er að myndast? Þriðja atriðið snýr að útlöndum. Hagfræðin kennir okkur, að í fijáls- um viðskiptum komist gæði og gögn jarðarinnar í hendur þeirra, sem mesta þörf hafa fyrir þau, því að þeir bjóða hæst verð fyrir þau. Þetta lögmál gildir eins um kvóta og veiði- leyfi í íslenskri fiskveiðilögsögu og allt annað. Þeir einir afneita þessu lögmáli, sem taka sérhagsmuni fram yfir almenn sannindi, til dæmis vegna þess að þeir teljast sjálfir til einhvers hagsmunahóps eða fá greitt fyrir að ganga erinda hans. Ég sé aðeins ein gild andmæli við því að heimila sölu veiðileyfa úr landi, til dæmis til fyrirtækja í Evrópubanda- laginu'. Þau eru, að nú sé markaður- inn ekki raunveralega fijáls, þar sem sjávarútvegur í mörgum Évrópu- löndum njóti verulegra opinberra styrkja og ívilnana. Á meðan svo er, kann vissulega að vera eðlilegt að banna eða skilorðsbinda sölu veiði- leyfa til útlanda. Væri markaðurinn fijáls, væri hins vegar óeðlilegt að hindra sölu veiðileyfa. En rekast hér á sérhagsmunir íslendinga sem hóps og almenn hagfræðileg sannindi? Aðeins þegar til skamms tíma er lit- ið. Aðalatriðið er, að íslenskur sjáv- arútvegur sé samkeppnisfær við sjávarútveg í öðrum löndum. Það merkir, að íslensk útgerðarfyrirtæki þurfa að vera svo vel rekin, að þau geti boðið sama verð fyrir veiðileyfi á fijálsum markaði og erlend útgerð- arfyrirtæki. Þá þurfa þau og um leið íslendingar allir ekki að óttast frelsi til að selja veiðileyfi á alþjóð- legum markaði. Hér væri frelsið ís- lendingum hæfilegt aðhald. Án þess yrði Island allt að vernduðum vinnu- stað. (Það er síðan annað mál, en skylt þessu, að bann við söiu veiði- leyfa til útlendinga mun alltaf mis- takast, þar sem tiltölulega auðvelt er að fara í kringum það.) Það má Þorvaldur Gylfason eiga, þótt ég sé ekki sammála honum um allt, að um þetta hefur hann hug- rekki til að segja það, sem segja þarf: Ftjáls verslun með veiðileyfi eða kvóta nær ekki fullri hag- kvæmni, nema hún sé alftjáls. Þeir Mogunblaðsmenn virðast á hinn bóginn vilja gera ísland allt að vernduðum vinnustað. En við eigum ekki eða þurfum að skríða í skjól kvótasöluhafta. Hinn fijálsi markað- ur er eins og stormurinn í kvæði Hannesar Hafsteins. Hann bugar að vísu og brýtur gráfeysknu kvistina, en hann treystir bjarkirnar, um leið og hann þýtur. Ég trúi á lífsmátt íslensks sjávarútvegs, fái hann að vera í friði fyrir stjórnmálamönnum og mannkynsfrelsurum, hinu há- væra fólki með prófskírteini sín og flokksskírteini. Islenskur sjávarút- vegur er ekki eins og gráfeyskinn kvistur, heldur sem ilmandi björk. Höfundur er lektor í stjórnmálafræði í Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Aths. ritstj. Hinn 11. ágúst 1979 sagði Ólafur Björnsson, prófessor í grein í Morg- unblaðinu: „Hugmyndir þær um auðlinda- skatt sem ræddar hafa verið nokkur undanfarin ár hér á landi finnast mér athyglisverðar. Fyrir um það bil 60 árum setti danskur prófessor í hagfræði, Jens Warming að nafni, fram þá kenningu að mikil hætta væri á ofnýtingu fiskimiða þar sem enginn hafði eignarhald á þeim með rétti til þess að takmarka nýtingu þeirra. Öðru máli gegndi um auðlind- ir á landi. Þessi kenning liggur að baki hug- myndinni um auðlindaskatt. Auðvit- að er hægt að takmarka sóknina með beinum bönnum og kvótum. Auðlindaskattur þýðir aftur á móti að markaðsöflunum er beitt til þess að takmarka sóknina. Getan og vilj- inn til þess að greiða auðlindaskatt ræður því þá hveijir stunda veiðarn- ar. Deilan um réttmæti auðlinda- skattsins er því skyld deilunni um það hvort takmarka skuli innflutning með innflutningsleyfum eða með því að skrá rétt gengi en láta síðan fram- boð og eftirspurn ráða.“ Hvort endurgjald fyrir rétt til þess að nýta fiskimiðin er nefnt auðlinda- skattur eða veiðileyfi skiptir ekki máli. En með tilvísun til framan- greinds er full ástæða til að spyija greinarhöfund hvort hann telji Olaf Björnsson vera sósíalista?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.