Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Afengisneysla hefur aukist um 21% frá 1988 eftir Árna Einarsson Fyrir skömmu voru birtar í fjöl- miðlum upplýsingar um áfengis- neyslu íslendinga fyrstu níu mán- uði ársins 1990. Samkvæmt þeim er heildameysla áfengis orðin rúmlega 731 þúsund vínandalítrar það sem af er árinu. í umræðum um bjórinn á sínum tíma bentu andstæðingar hans á þá hættu og miklar líkur að með honum ykist neysla áfengis mikið. Fylgjendur hans gerðu hins vegar lítið úr þeirri hættu, sögðu hana hugsanlega fyrst í stað en síðan drægi úr henni. Á þessu var hamr- að á síðasta ári þegar gífurleg aukning á áfengisneyslu blasti við. Fyrstu níu mánuði ársins 1989 jókst neyslan um 27% frá árinu á undan en í lok ársins var niður- staðan um 23% aukning frá árinu 1988. (Á það ber að líta að bjórinn hafði þá aðeins verið seldur í 10 mánuði ársins.) Margir bentu þá á að of snemmt væri að draga ályktanir af þessari aukningu. íslendingum væri gjarnt að taka alla hluti með trompi og hlífa sér hvergi þegar nýjungar væru annars vegar. Þess vegna væri réttast að láta árið 1989 liggja á milli hluta. Þetta var vissulega rétt ábending þó að full ástæða væri til að taka þennan fyrsta skell alvarlega og gera mætti ráð fyrir því að aukningin yrði mest til að bytja með en hægði síðan á sér. „Ótti margra við að bjórinn yki neysluna hefur reynst réttmætur og tímabært að taka fastar á til að halda aukningunni sem mest niðri.“ Nu er fyrsta bjórárið vel að baki og nægilega langt um liðið til að taka áhrif bjórsins á áfengis- neyslu alvarlega. Þá bregður svo við að gert er sem minnst úr þeim í fjölmiðlum og vísað til ársins í fyrra með samanburð, sem áður hafði verið varað við. Bent er á að neyslan hafi minnkað um tæp 5% fyrstu níu mánuðina í ár frá sama tímabili í fyrra í stað þess að benda á hin raunverulegu áhrif sem eru 21% aukning frá 1988. Með því að miða við árið 1989 er að sjálfsögðu engu logið en sá samanburður gefur alranga mynd af því sem gerst hefur í áfengis- málunum. Raunhæfasti saman- burðurinn er á milli áranna 1988 og 1990. Á myndinni hér á eftir er áfeng- isneyslan á þessum árum borin saman og sést þar berlega um hvað er að ræða. Ótti margra við að bjórinn yki neysluna hefur reynst réttmætur og tímabært að taka fastar á til að halda aukningunni sem mest niðri. Til að átta sig betur á þessari miklu aukningu er upplýsandi að bera hana saman við breytingar á heildarneyslu áfengis á árunum 1981-1988. Á þessum árum jókst áfengisneysla meðal íbúa 15 ára og eldri aðeins um 2,5% og urðu, að því er ég best veit, fáir til þess að halda því fram að ástandið í áfengismálum færi batnandi á Árni Einarsson þessu tímabili ef frá er talin upp- bygging meðferðárstofnana, sem talin var mikil þörf fyrir. Meiri en Heildarneysia (í þúsundum vínandalítra) og samanbur&ur á áfengisneyslu tslendinga fyrstu 9 mánubi 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Aukning á áfengisneysiu fyrstu 9 mánubi ársins 1990 frá fyrstu 9 mánubum ársins 1988 er 21,09%. áranna 1988, 1989 og 1990, . \ 603.826 hW.: ■iMi :Íi%iiililiÍHiÍfáÍiÍiÍi:: éhhhiiiéÍ'UÍiÍihé'-^Í imm mm ttWWWWtf :■ MWki éhhiéhhiihhhhhh h •' m#mmmmi mmm WtMI —*■ ► wm 27,081 -4,71? mm wm ééwéhéWíéW:: éhiiiéiéhiiiiiéiééi fei# éÍ&éhW&hh&tá - ■.v..-Nv.vcC mmm* m mmmmi mmí íaiaaaiiiaJ im. mmmt- 1988 1989 !990 fimmtungs aukning á einu ári ætti því að vekja til umhugsunar og valda áhyggjum í stað þess að gera lítið úr henni. Nú fer í hönd sá tími þegar stjórnmálamenn ráðstafa fjár- magni til ýmissa viðfangsefna í þjóðfélaginu, þar á meðal vímu- vama. Ekki síst beinist athyglin nú að þeim stjórnmálamönnum sem greiddu bjórnum leið og höfðu á orði um leið að á móti þyrfti að stórauka forvarnarstarf. Nú reynir á efndirnar af þeirra hálfu. Taka þeir á sig rögg og gera sitt til að auðvelda þeim starfið sem vilja kljást við afleiðingar bjórsins. Þús- undkallar í gustukaskyni eru til þess eins að skemmta skrattanum. Það þarf annað og meira til. Á vegum geðdeildar Landspítal- ans hefur undanfarið verið unnið að því að kanna áhrif bjórsins á áfengismál íslendinga og eru þeg- ar famar að berast þaðan niður- stöður. Meðal þess sem fyrir ligg- ur er að áfengisneysla jókst um 43% hjá unglingum 13-19 ára fyrstu sex mánuðina eftir bjórtök- una; 63% hjá piltum en mun minna hjá stúlkum. Athyglisvert er að aukin neysla þessa aldurshóps er ekki eingöngu í bjór heldur jókst neysla á sterkum drykkjum einnig. Ölvunaráhrif verða algengari eftir að bjórinn kemur til sögunnar. Aftur á móti jókst neysla fullorð- inna um 9% að jafnaði, tæp 19% hjá körlum en tæp 3% hjá konum. Af þessu má draga þá ályktun að viðbótin vegna bjórsins hafí fyrst og fremst komið fram í aukinni neyslu bama og unglinga. Nú fer að reyna á viljann til forvama; eða verðum við enn að stórauka við- gerðarstarfíð? Höfundur er ritari Sam vinnunefndar bindindismanna. ný leið til bættrar þjónustu og aukinna viðskipta Grænt númer er ný þjónusta hjá Pósti og síma, sem gerir íyrirtækjum og stofnunum kleift aö bjóða viðskiptavinum sínum um land allt upp á betri %■A’Ærlvý | f m ’-Jm WM. tilggr,v* Wm símaþjónustu á lágmarkskostnaði. Sá sem hringir í grænt númer greiðir aðeins gjald fyrir staðarsímtal. Græn númer hafa rutt sér til rúms víða um lönd á mjög skömmum tíma. Komið hefur í ljós að neytendur hringja frekar í græn númer en senda t.d. pöntunarseðla, auk þess sem viðskiptin taka mun skemmri tíma. Hringdu í grænt númer Pósts og síma, 99 - 6360, og leitaðu nánari upplýsinga um þessa nýju þjónustu. Ef þú óskar færðu bækling sendan til þín. fÍlll s 3 Grænt númer: 99 -6360 \ / postur mm OG SÍMI Viö spörum þér sporin Mmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.