Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 27 hvorki gróði né tap og hafi menn ekki fengið neinn arð af eigin fé, þá hafi þeir tapað sem nemur fuilum vöxtum. Ég tel því fulla vexti af stofnfé vera kostnaðarverð hvort sem allt er tekið að láni og um er að ræða útlagðan vaxtakostnað eða Landsvirkjun hefur lagt fram alit stofnféð og kostnaðurinn kemur fram sem arðsemiskrafa. Kostnaðarverð án stóriðju Það er verulegt ofmat sem fram kom í fyrri grein minni að án ISAL hefði rafmagnið til almenningsveitn- anna getað verið hátt í helmingi ódýrara. Það mat fékkst með því að bera saman tapið af ÍSAL með fullri arðsemiskröfu (a.m.k. 40 Gkr.) og söluverðið (án slíkrar arðsemiskr- öfu) til almenningsveitnanna, en núvirði þess var (gróft) metið í þeirri grein sem 90 Gkr. miðað við 5,5% vexti. Ég biðst afsökunar á fljót- færni minni því þetta er rangtúlkun þótt ég télji tölurnar réttar. Rétt er að bera saman sölu- og kostnaðar- verð til almenningsveitnanna þannig að án stóriðju hefði verðið til þeirra átt að geta lækkað úr 81 Gkr. í 58 Gkr. þ.e. um 25% fremur en 44% miðað við sömu (nánast enga) arðse- miskröfu. Hitt geta menn svo spáð í, hver virkjanaröðin hefði orðið ef ÍSAL hefði ekki komið til og hvort það hefði haft áhrif á verðbólgugróð- ann og núverandi aðstæður. Óskhyggja og leikþröng Ég tel þannig tap Landsvirkjunar af ISAL (sem er væntanlegt tap af ATLANTAL) í raun um helmingi meira en tafla 2 sýnir því það eigi einnig að telja með vexti af eigin fé og afskriftum. Raforkuverðið til stóriðjunnar er mjög óeðlilega lágt en þar með er ekki sagt að verðið til almenningsveitnanna sé óeðlilega hátt. Landsvirkjun hefði eðlilega átt að hafa hagnað og vera búin að safna miklu eiginfé þó að verðbólgu- gróðinn hefði ekki komið til. Það væri alls ekkert óeðlilegt okur þó að fullyrðingarnar í byrjun greinar- innar um hagnað Landsvirkjunar af ÍSAL væru sannar. En hvaða merk- ingu sem menn leggja í órðið kostn- aðarverð og hvernig sem menn ímynda sér nútíðina ef fortíðin hefði verið önnur, þá er allavega ljóst að ÍSAL hefur greitt Landsvirkjun meira en 40 milljörðum króna lægri upphæð en stjórn hennar fullyrðir og ráðherra, Þjóðhagsstofnun, al- þingismenn og almenningur halda. Ánægja Landsvirkjunar með ÍSAL samningana og velgengni hennar við að sannfæra aðra um ágæti þeirra þrengir samningsstöðu hennar gagnvart ATLANTAL en hún getur engum öðrum en sjálfri sér um kennt. Heimildir: Jóhannes Nordal: Tíminn, 20. október 1990. Birgir ísleifur Gunnarsson: Arkítekt- úr og skipulag 3/1990. Ársskýrslur Landsvirkjunar. Höfundur er eðlisfræðingur. Blaðberar óskast Vesturbær Aragata - Oddagata Hressandi morguntrimm, semborgarsig. SfaiwiiiiHftfeffe Sími691253 DISKAR 0G DRIF TIL SÖLU Til sölu eru notuð diskdrif. Gerðir: CDC, BK7XX, SMD 300 MB. Á sama stað eru til sölu 300MB hreyfanlegir diskar fyrir ofangreind drif. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 691 144. JBíirisiJiiiblfebib A Opió frákl. 15.00-18.00 virka daga First Impressions snyrtivörur Elisabeth Arden snyrtivörur. Litgreining, snyrtinámskeið, fatastíls- & framkomunámskeið. Hóp- og einkatímar. Raðgreiöslur Póstsendum samdægurs SKÁTABÚÐIN hefur nú veriö stcekkuö til muna og býður upp á meira úrval gf skíðaútbúnaði og fatnaði en nokkru sinni fyrr. í SKATABÚÐINNI fœrð þú viðurkennd merki á góðu verði, fyrir byrjendur jafnt sem keppendur, Skelltu þér á skíði í vetur og njóttu tignar fjallanna með fjölskyldunni. Byrjaöu skíðaferöina í SKÁTABÚÐINNI - þú getur treyst á okkur alla leið. -SKAWK FWMUK SNORRABRAUT 60 SÍM112045 « STf'fO 11 fttl J b' í fíw Fll 1 1 / i !| H BSt 11 Bt.-. ^ 1 pF, ui'i IJill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.