Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 61 Kyndeyfð hjá Kaufman kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Laugarásbíó: Henry og June — „Henry and June“ Leikstjóri Phil Kaufman. Handrit Phil og Rosa Kauf- man. Aðalleikendur Fred Ward, Uma Thurman, Maria de Medeiros, Richard E. Grant. Bandarísk. Universal 1990. Metnaðarfull, oft áferðarfal- leg langloka sem kemst á blöð kvikmyndasögunnar fyrir að vera fyrsta myndin í nýjum flokki bandaríska kvikmyndaeft- irlitsins, sem hýsir e.k. listrænar bersöglismyndir, til aðgreiningar frá X, flokki hinna ómenguðu klámmynda. Samt sem áður er myndin afskaplega lítið erótísk þó ekki ætti að vanta kynferðis- lega spennu í efniviðinn. Hér er nefnilega fjallað um ástar- þríhyrninginn fræga sem skipað- ur var bandaríska rithöfundinum Henry Miller (Ward), eiginkonu hans June (Thurman) og skáld- konunni Anai's Nin (Medeiros). Eiginmaður hennar Hugo (Grant), var hinsvegar utanveltu. Miller var mikill lífsnautnamaður og svo opinskár í kynlífslýsing- um sínum að bækur hans feng- ust ekki útgefnar fyrr en áratug- um eftir að hann lauk við þær. Hélt skáldið til Parísar nálægt 1930, í leit að innblæstri sem hann fékk hjá Nin, hún varð hinsvegar fyrir miklum áhrifum frá June, andlegum sem holdleg- um og varð mikill örlagavaldur í sambandi Miller-hjónanna. Kaufman, sem kvikmyndaði svo meistaralega skáldverk Kundera, Óbærilegan léttleika tilverunnar, á hér harla misjafn- an dag. Allt ytra útlit er unnið af vandfýsni en svo virðist vera sem hann hafi valið leikarana frekar eftir útliti en leikhæfileik- um. Ward er stingandi ósannfær- andi, þar að auki eru hann og Thurman svo vita laus við nokk- urt það sem nefnist kynþokki að val þeirra sætir undrum, Medei- ros kemst næst því að byggja upp það sem myndin á að fjalla um öðru fremur, erótík, þó ekki geisli af henni kynorkan. Utkom- an verður sú í þessari firna löngu mynd að erótíkin mælist lítið meiri en í saxbautaauglýsingu frá KEA, stirðbusalegur leikur- inn og kraftlítið handritið gerir áhorfandann frekar fráhverfan þessu lítt forvitnilega fólki sem virðist fá mun meira útúr linnu- lausum tóbaksreykingum en amorsbrögðum. Hvar er allur lífsþorstinn, hin hamslausa, sögufræga erótíska spenna í fólkinu og á milli þess og átti að verða leiðarljós myndarinnar? Tilfinningaleysið er yfirþyrm- andi. En útlitið er óaðfinnanlegt hvað varðar leiktjöld og búninga, tónlistin er hrífandi, það er því miður aðalatriðið, fólkið sjálft, sem snertir mann ekki. Hollywood og hvunndagsfólkið Bíóborgin: Stanley og Iris - „Stanley and Iris“ Leikstjóri Martin Ritt. Aðal- leikendur Jane Fonda, Robert De Niro, Swoosie Kurtz, Mart- ha Plimpton, Feodor Chaliap- in. Bandarisk. Warner Bros 1990. Fonda leikur miðaldra, tveggja barna móður sem er nýbúin að missa mann sinn og á fullt í fangi með að halda heim- ilinu gangandi á rýrum tekjum af vinnu sinni í. bakaríinu. A matsölustað í nágrenninu vinnur kokkurinn De Niro, einrænn og fáskiptinn, en leiðir þeirra Fonda skarast af tilviljun. Verður það upphaf að kunningsskap sem eflist er Fonda kemst að því að maðurinn hefur alist upp á flæk- ingi með föður sínum og er hvorki læs né skrifandi og tekur að sér uppfræðsluna. Hollywood hefur löngum átt í hinum mestu vandræðum með að fjalla um óbrotið almúgafólk. Fyrr en var- ir er kvikmyndaiðnaðurinn búinn að hefja það uppá hærri stall, vinna fyrir það í happdrætti, láta það lúra á leyndum hæfileikum, nú eða fjarskyldum forríkum ættingjum, ef ekki vill betur. Ameríski draumurinn hefur löngum verið raunsæinu fjötur um fót í kvikmyndaborginni miklu. Lengi vel virðist Stanley og íris prýðileg. Til að byija með eru þau venjulegar hversdags- manneskjur, blessunarlega víðsfjarri þeim glæsilegu plast- hetjum sem við eigum að venjast í kvikmyndum, einkum að vest- an. En smám saman fer í verra. De Niro-manngerðin er alltof skynsöm til að trúlegt geti talist að hann hafi flækst um öng- stræti Ameríku sem ólæs og óskrifandi skyndibitabrasari, kamarvaktari og þvíumlíkt í eina þijá áratugi. Þar með dettur botninn úr myndinni og ekki nema eftir öðru að hann komi í lokin og heimti sina konu úr slav- eríinu í brauðgerðarhúsinu á spánnýjum eðalvagni, og-einbýlið bíður þeirra í Detroit. Ómálað að vísu. Samleikur stórstjarn- anna er geislandi góður en breyt- ir þó engu um að Hollywood hefur misst niðrum sig, eina ferðina enn, í tilburðum til að fjalla um líf lágstéttanna. KVOLDKAFFI ...og þú sefur betur. sími 24000 Pennavinir Tveggja barna 35 ára austur- þýsk húsmóðir með m.a. mikinn áhuga á íslandi: Christa Junge, 1141 Berlin-Biesdorf, Wuhlestrasse 8, D.D.R. Átján ára japönsk stúlka með nargvísleg áhugamál: Naomi Fukui, 106 Watase Yokowa-cho, Mino-gun Hyogo, 673-11 Japan. Sextán ára vestur-þýsk stúlka með áhuga á hestum, tónlist o.fl.: Maike Köhler, Wagrierweg 1, 2000 Hamburg 61, West Germany. Sextán ára vestur-þýsk stúlka með áhuga á hestum og tónlist: Marit Leykum, Drostenbrink 3, Nammen, Porta Westfalika, West Germany. Þýsk 21 árs stúlka, ritari í véla- verksmiðju í Bæjaralandi, með margvíslega áhugamál: Babette Peter, Degerndorfer Strasse 9, 8196 Achmuhle, W-Germany. HALTU MER — SLEPPTU MER — pottþétt unglingabók eftir metsöluhöfundinn Eðvarð Ingólfsson Spennandi unglingabók um Eddu og Hemma, 16 og 17 ára. Þau kynnast af tilviljun. Það verður ást við fyrstu sýn — barn og sambúð ... En lífið er ekki alltaf dans á rósum. Þegar á reynir kemur í Ijós hve sam- bandið er sterkt. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. HALTU MER — SLEPPTU MER — bókin sem unglingarnir biðja um ! Bækur Eðvarðs Ingólfssonar hafa verið sðluhæstu unglingabæk- urnar undanfarin ár. Bók hans, Sextán ára i sambúð. seldist best allra bóka 1985. Eðvarð hlaut verölaun Skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir bestu frumsömdu barnabókina 1988, Meiriháttar stefnumót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.