Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 16
 16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 rf- HEWI FALLEGT, STERKT OG ÖRUGGT FYRIR ÍSLENSK HEIMILI •o X < Q < co HEWI búnaðurinn er ekki aðeins fallegur. Hann uppfyllir sfröngustu kröfur um öryggi, styrk og hreinlæti. • Eldtraustur stálkjarni í húnum • Rafmagnast ekki • Dregur ekki a& sér óhreinindi Fjölbreytt litaval • Fjölmargar gerðir FAXAFENI 7 • SIMI 68 77 33 Grænlokkuð og græn á vang- ann, gerir draum úr beiskum sjó Bækur Dagný Kristjánsdóttir Federico García Lorca: Tataraþulur. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Leshús 1990. Lorca Federico García Lorca fæddist árið 1898 í þorpi rétt hjá Granada. Fasistar skutu hann árið 1936. Hann varð þar af leiðandi píslar- vottur og tákn þjóðarsálarinnar í spænsku borgarastyijöldinni. í einni af heimildum mínum seg- ir að Lorca hafi slegið sér upp á alþýðurómantík, slegið í gegn með Tataraþulunum 1928, en verði varla minnst í bókmenntasögunni fyrir nokkurt annað ljóð en harmljóðið eftir vin sinn sem var nautabani. Ef hans verður þá minnst fyrir það, segir þar. Fjandsamlega. í annarri heimild segir að Lorca hafi verið stórbrotnasta skáld millistríðsáranna. í Tataraþulunum hafi hann túlkað hið klofna spænska geð betur en allir aðrir. Hann var sá sem tjáði hefð og nútíma, stolt og niðurlægingu í sömu setningu. Ljóð hans höfðu „tóninn“, einhveija ástríðu sem Lorca sjálfur talar um og kallar „duende“ í fyrirlestri sem hann hélt á Kúbu. Svona ólíkar eru þær túlkanir á Tataraþulum sem ég hef við hend- Þorgeir Þorgeirsson García Lorca -dætur, sem voru alin upp við strangan kaþólskan kynferðismór- al, í feðraveldissamfélagi þar sem „heiður“ var jafn mikilvægt hugtak og hér nyrðra á söguöld. í öllum þessum hugmyndalegu átökum og ólgusjó tók Lorca alveg eindregna pólitíska afstöðu, það ég best fæ séð. Hann tók afstoðu með „konunni“ — með því sem er bælt og hatað og þráð, hann tók sér stöðu í sjálfri uppsprettu óttans. sem Tataraþulur Konan Mönnum ber heldur ekki saman um hve pólitískt meðvitaður Lorca hafi verið f raun. Það er nokkuð vinsælt að líta á Tataraþulurnar sem sjálfsprottið, villt blóm sem óx úr jarðvegi þriðja áratugarins á Spáni. Þar ægði öllu saman: dada- isma, súrrealisma, framúrstefnu frá París og Buenos Aires. Allt þetta skall yfir spænska bændasyni og Þorgeir Þorgeirsson gefur söngv- um eða ballöðum Lorca nafnið „þul- ur“ og í þeirri nafngift felast skírskotanir til hins bundna og fijálsa forms kvennanna þegar þær kveða yfir börnum sínum. Tatara- þulurnar eru hins vegar hvorki ein- faldar að efni né gerð. í ljóðabálkunum er talað um ást og dauða sem mætast í kynferði mannsins. Það er talað um vígslu bamsins til hinnar ægifögru mána- gyðju og dauðans um leið, um stúlk- una sem flýr ofsahrædd (að sögn) undan kynferðislegri áreitni Kára ■ ÖRN OG OKLYGUR hafa gef- ið út bókina Hundalíf Lubba, æv- intýri fyrir börn eftir Marcu Pfister. Helga K. Einarsdóttir þýddi. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þetta er fjörleg saga með litskrúðugum og skemmtilegum myndum sem Öm og Örlygur gefa út. Lubbi er kátur, loðinn og lubba- legur hundur sem á heima á msla- haugum. Þar hittir Lubbi kisu og þó að hundar og kettir séu ekki miklir vinir gera þau með sér félag til þess að standa betur að vígi í lífsbaráttunni. Félagsskapurinn gefst vel og Lubbi skynjar hvers virði það er að eiga sér vin og fé- laga.“ ■ ÚT ER KOMIN hjá Erni og Örlygi leynilögreglusaga fyrir unglinga eftir Anders Bodelsen. í kynningu útgefanda segir „að bókin segi frá ósköp venjulegum þrettán ára dönskum strákum, Dan, Friðrik og Arim, sem verða einn daginn varir við sitthvað undarlegt. Enginn vill hlusta á þá þegar þeir segja frá því sem þeir hafa orðið varir við, allir em svo uppteknir af heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Fyrr en varir er einn strákanna tekinn sem gísl og ráðherrann og margir fleiri eru í lífshættu. gamla, um tatarastúlkuna speglast í torgbmnninum ... Sömu táknin mæta manni frá ljóði til ljóðs: blómin á Spáni, blóðið rauða, hésturinn á heiðinni, fiskur- inn og hið óræða mánaskin. Og þó svo að ljóðin eigi rætur sínar í hinni sólbökuðu Andalúsíu er eitthvað kunnuglegt, eitthvað sem hittir mann í hjartað í sterkum, áleitnum ljóðmyndunum: Fjallið reisir kattarkryppu kafloðið af úfnum furum. En hvem ber að ... og enda hvaðan? Uppá svölum bíður hún þó grænlokkuð og græn á vangann gerir draum úr beiskum sjó. (Úr Svefnrofaþulu.) Kannski er hluti af því kunnug- lega fólgið í þýðingunni. Ég hef aðeins enska prósaþýðingu til sam- anburðar, en þýðing Þorgeirs Þor- geirssonar er ákaflega mikið fal- legri en sú. Þar kemur tvennt til: kynngimagnaðar ljóðmyndir sem halda til haga tilfinningahita og dulúð Lorca og það sem ekki er minna um vert: þýðingin endur- skapar með stuðlasetningu og rími þá sterku hrynjandi og tónlist sem er í spænska textanum. Eitt dæmi um þetta vil ég nefna. Hið fræga ljóð Lorca: „Romance sonámbulo" eða Svefnrofaþula, byijar svona: „Verde que te quiero verde“ en það getur þýtt „Grænt, hve óumræðilega græht“ segir Penquin þýðandinn (spænskukunn- átta undirritaðrar er ofsalega frum- stæð) en sjálfur velur hann að þýða upphafssetninguna og stefið með: „Green, how much I want you gre- en“. Þorgeir Þorgeirsson þýðir þetta svo á íslensku: „Grænt er vænt og vænast grænt“ og nær þannig bæði krossbragði og takti spænska ljóðs- ins! Geri aðrir betur. Það má mæla með Tataraþulum við þá sem eru vanir að „fá sér eitt ljóð fyrir svefninn" eða eru að hugsa um að taka upp þann sið. í ÚRVaLi Bílar - Bátar - Brúöur - Fjarstýrðir: Bflar, bátar og módel - Plastmódel - Mekkanó - Þroskaleikföng Barbie og Sindy brúður og brúðuhús - Ghostbusters, Fisher price og Playwell leikföng - Snjósleðar - Potur - Úrval annarra leikfanga fyrir alla aldurshópa. Þú þarft ekki lengra en til okkar, I ævintýra- og leikfangaland Tómstundahússins. TÓmSTUnDRHÚSID HF Laugavegi 164, sími 21901
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.