Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 2
leei T3U0A .02 HUOAu fHUAJawUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991
Flugleiðaþoturnar:
Knývendar
skoðaðir
BOEING-flug'vélaverksmiðjurn-
ar hafa beint þeim tilmælum til
eigenda þota af gerðunum Bo-
eing 757, 737 og 747, að skoðun
verði framkvæmd á svonefndum
knývendum, og mun slík skoðun
fara fram á þotum Flugleiða.
Eins og fram hefur komið hefur
bandaríska loftferðaeftirlitið, FAA,
í framhaldi af flugslysinu sem varð
á Tælandi í lok maí fyrirskipað að
knývendar á Boeing 767 vélum
verði tafarlaust aftengdir. Þá hefur
japanska loftferðaeftirlitið gefið út
samskonar tilskipun. Ekki er sann-
að að Boeing 767 þota Lauda-flug-
félagsins hafí hrapað vegna tækni-
bilunar, en vitað er að annar kný-
vendanna, sem annars eru aðeins
notaðir til að hemla á jörðu niðri,
fór í gang og leiddi til slyssins.
Að sögn Leifs Magnússonar, for-
stöðumanns flugrekstrarsviðs Flug-
leiða, eru knývendarnir í Flugleiða-
þotunum, sem eru af gerðunum
Boeing 737 og 757, ekki sömu gerð-
ar og í 767 vélunum. „Okkur hefur
borist erindi frá Boeing um að kný-
vendarnir skuli skoðaðir, og ég
reikna með að það verði gert næst
þegar vélarnar koma í skoðun,"
sagði Leifur í samtali við Morgun-
blaðið.
SOS í fjöru-
sandinum
blekkti
hjálparlið
STJÓRNSTÖÐ Slysavarnafé-
lags íslands barst um það til-
kynning frá Landhelgisgæsl-
unni kl. 13.30 á laugardaginn,
að flugvél frá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli hefði
flogið yfir Skaftárósvita og
séð að þar var neyðarkallið
SOS skrifað í fjörusandinn.
Menn frá björgunarsveitinni
á Kirkjubæjarklaustri fóru þeg-
ar á staðinn, og kom þá í ljós
að nokkrir krakkar höfðu gert
sér það að leik að skrifa neyðar-
kallið í sandinn.
Bílvelta íBorgarfirði
Umferðin hefur tekið sinn toll á þessu ári.
Banaslys hafa orðið mörg og margir slasast
alvarlega. En margir hafa líka sloppið vel,
þótt út af hafí borið, því m.a. hafa orðið marg-
ar bílveltur í sumar, þar sem ökutæki hafa
skemmst en fólk meiðst lítið sem ekkert. Ein
slík varð í Borgarfirðinum um helgina og þar
var þessi mynd tekin.
Bæjarstjóri Stykkishóhns:
Tuttugu sækja
um stöðuna
TUTTUGU sóttu um stöðu bæjar-
stjóra í Stykkishólmi. Jafnvel er
reiknað meJ að gengið verði frá
ráðningu í stöðuna í kvöld. Tólf
umsækjendur óska nafnleyndar.
Þeir umsækjendur sem ekki ósk-
uðu nafnleyndar eru: Jón E. Unn-
dórsson, verkfræðingur, Auðunn
Bjarni Ólafsson, markaðsstjóri, Vest-
ar Lúðvíksson, verslunarmaður; Há-
kon Guðmundsson, sölustjóri, Óskar
K. Guðmundsson, verslunarmaður,
Friðbjörn Níelsson, rekstrarfræðing-
ur, Matthías Oddgeirsson, rekstrar-
verkfræðingur og Högni Jonsson,
verkfræðingur.
Þjóðviljinn fær
greiðslustöðvun
ÚTGÁFUFÉLAGI Þjóðviljans,
Bjarka hf., var í gær veitt
greiðslustöðvun til tveggja mán-
aða. Að sögn Halls Páls Jónsson-
ar, framkvæmdastjóra Þjóðvilj-
ans, er ætlun félagsins að vinna
tíma til að endurskipuleggja
reksturinn.
„Sumrin eru alitaf erfið í blaða-
útgáfu. Við munum á greiðslustöðv-
unartímanum vinna að söfnun
áskrifta til þess að tryggja grund-
völl fyrir áframhaldandi útgáfu
blaðsins," sagði Hallur. Hann sagði
að til þess vantaði Þjóðviljann um
2000 áskrifendur.
Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins:
Bankaeftírlit Seðlabankans ósk-
ar eftir yfirliti yfir innlausnir
Gengi tveggja flokka af verðbréfum var lækkað um 4,5%
STJÓRN verðbréfasjóða í umsjá
Verðbréfamarkaðar Fjárfesting-
arfélagsins hf. lækkaði síðastlið-
inn laugardag gengi Kjarabréfa
og Markbréfa um 4,5%. Þannig
lækkaði gengi Kjarabréfa úr 5,749
í 5,490 og gengi Markbréfa lækk-
aði úr 3,074 í 2,936. Jafnframt var
Forstjóri Byggðastofnunar
biðst afsökunar á ummælum
Fullnægjandi svar, segir forsætisráðherra
GUÐMUNDUR Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, hefur sent Davíð
Oddssyni forsætisráðherra afsökunarbréf vegna ummæla sinna í út-
varpsþætti um að forsætisráðherra hefði beitt opinbera sjóði þrýst-
ingi. Davíð krafði Guðmund skýringa á þessum ummælum og segir
Guðmundur í bréfinu að þau hafi verið misskilin og biðst afsökunar á
hve þau hafi verið óskýr. Davíð sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að hann teldi þetta svarbréf fullnægjandi.
Bréf Guðmundar til forsætisráð- til þeirra. Ég var að reyna að koma
herra er svohljóðandi: „Mér þykir
mjög miður að ummæli mín í morg-
unþætti rásar 2 hafí verið misskilin
á þann veg að ég hafí talið bréf þitt
frá 6. maí 1991 vegna umsóknar af
Suðurnesjum fela í sér einhvem
þrýsting af þinni hálfu. Það er síður
en svo að ég hafi litið svo á enda
er mér fullkunnugt af samtölum okk-
ar að hugur þinn stendur ekki til
þess að fara að skipta þér af útlánum
Byggðastofnunar öðru vísi en með
steíoumarkandi hætti.
í bréfinu óskaðir þú þess að
Byggðastofnun skoðaði efnislega
ákveðið mál. Ég ætlaði einmitt að
gera greinarmun á annars vegar
slíkum bréfum þar sem aðeins er
beðið um skoðun á tilteknu máli og
hins vegar því sem kalla mætti
pólitískan þrýsting. Því miður snerist
málið þannig í fjölmiðlaumræðunni
að þessi greinarmunur var ekki gerð-
urenda ummæli mín ekki nógu skýr.
Það sem ég átti við er að það
hefur verið næsta algengt að þing-
menn og ráðherrar og ýmsir aðrir
hafi samband við stofnunina og óski
eftir upplýsingum eða athugun á
málum sem komið hefur verið með
því á framfæri að slíkt tek ég ekki
sem „pólitískan þrýsting".
Ég sé nú að því miður hafa um-
mæli mín verið notuð gegn þér pers-
ónulega og þá sérstaklega í íjölmiðl-
um síðastliðinn fimmtudag þegar við
vorum báðir vestur á Bíldudal að
heiðra Matthías Bjarnason sjötúgan.
Ég vil því biðja þig að afsaka það
hve ummæli mín í þessu viðkvæma
máli voru óskýr enda er mér full-
kunnugt um afstöðu þína til afskipta
stjórnmálamanna af lánveitingum.
Ég vona að við eigum eftir að eiga
gott samstarf framvegis eins og
hingað til um málefni Byggðastofn-
unar og landsbyggðarinnar.
Vegna fréttar í fréttatíma Stöðvar
2 á fimmtudagskvöldið þar sem höfð
voru eftir ónafngreindum yfirmanni
Byggðastofnunar óviðurkvæmileg
ummæli um þig vil ég segja þér að
ég hef talað við alla yfirmenn stofn-
unarinnar og kannast enginn þeirra
við að hafa látið þau falla. Ummæli
þessi eru ómakleg og yfírmennirnir
mjög óánægðir að vera bendlaðir við
þau,“ segir að lokum í bréfinu. Guð-
mundur vildi ekkert tjá sig um þetta
mál við Morgunblaðið í gær.
ákveðið að lækka gengi Tekju-
bréfa um 2,5% og lækkaði gengi
þeirra úr 2,168 í 2,114. Þessi lækk-
un samsvarar heildarávöxtun
Kjarabréfa og Markbréfa sl. 3
mánuði. Samkvæmt tilkynningu
frá Verðbréfamarkaði Fjárfest-
ingarfélagsins eru ástæður lækk-
unarinnar hækkun markaðsvaxta
á eignum verðbréfasjóðanna sem
þýðir lækkun á gengi eignanna,
afskrift tapaðra krafna og að
ákveðið var að auka varasjóði.
Lítið var um innlausnir í gær í
sjóðum félagsins en talsvert um
fyrirspurnir, að sögn Friðriks Jó-
hannssonar forstjóra Fjárfesting-
arfélagsins. Bankaeftirlit Seðla-
bankans hefur óskað eftir yfirliti
yfir innlausnir síðustu vikur. Frið-
rik sagði að hér væri um eðlilega
beiðni að ræða og yrði yfirlitið
sent í dag.
Lækkun á gengi verðbréfasjóð-
anna þýðir t.d. að sá sem keypti
Kjarabréf fyrir 200 þúsund krónur í
byijun ársins á nú 212.379 krónur.
Fyrir lækkunina hefði sami aðili átt
222.386 krónur þannig að eign hans
rýmar um liðlega 10 þúsund krónur.
Hins vegar búast forráðamenn Verð-
bréfamarkaðar Fjárfestingarfélags-
ins við að ávöxtun verði góð á næst-
unni eða á bilinu 8-9% þannig að
lækkunin muni að talsverðu leyti
vinnast til baka. Áhrif gengislækk-
unarinnar verði í raun lítil ef bréfin
verði í eigu viðkomandi áfram.
Friðrik segir að ákvörðun hafi
verið tekin um gengislækkunina eftir
að milliuppgjör sjóðanna" lá fyrir.
„Það hafa orðið miklar vaxtabreyt-
ingar sem þýða að gengi á eignum
sjóðanna lækkar, t.d. spariskírtein-
um. Við höfum miðað við kaupávöxt-
unarkröfu í verðbréfasjóðum og
gerðum það þegar vextir fóru lækk-
andi. Það hafði verið reiknað með
því að vaxtahækkanirnar yrðu til
skamms tíma en þær virðast ætla
að vera viðvarandi. Við ákváðum því
að taka þær inn í gengi sjóðanna
núna og það vegur talsvert þungt. í
annan stað þá höfum við farið mjög
rækilega í saumana á eldri bréfum.
Þá höfum við ekki getað myndað
eins mikla varasjóði og við höfðum
ætlað okkur. Það gerum við núna.“
Það má nefna að gengisbreytingar
sem þessar eru algengar í verðbréfa-
sjóðum erlendis en þetta er í fyrsta
skipti sem slík breyting verður hér
á landi,“ sagði Friðrik.
Hann var spurður hvort ætla
mætti að verðbréfasjóðir Fjárfesting-
arfélagsins hefðu farið ógætilegar í
fjárfestingar en aðrir verðbréfasjóð-
ir. „Efnahagslífið hefur verið þannig
að það hefur verið mikill samdráttur
fímm ár í röð þannig að allar ijár-
málastofnanir hafa orðið fyrir áföll-
um. Við höfum hins vegar ekki orðið
fyrir áföllum vegna fjárfestinga frá
árinu 1989.“
Friðrik segir að með lækkuninni
hafi misgengi í sjóðunum verið leið-
rétt til fullnustu og reikna megi með
að ávöxtunin verði góð á næstunni.
Þá sé lausafjárstaða sjóðanna góð
um þessar mundir.
Samband ungra sjálfstæðismanna:
Felld tillaga um að kanna
mögnleika á aðild að EB
ÞINGI Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), hinu 31. í röðinni,
lauk á ísafirði síðdegis á sunnudag með kjöri formanns og stjórnar.
Davíð Stefánsson var endurkjörinn formaður. Miklar umræður urðu
um Evrópumálin og enduðu þær með því að felld var naumlega tillaga
um að færu viðræður um evrópska efnahagssvæðið út um þúfur yrði
íhugað alvarlega að sækja um aðild að Evrópubandalaginu til að láta
á það reyna hvaða kjör Islendingum byðust.
Samþykkt var m.a. ályktun í sjáv-
arutvegsmálum þar sem segir að
taka beri hlunnindagjald af útgerða-
raðilum fyrir þjónustu við atvinnu-
veginn, s.s. rekstur Hafrannsókna-
stofnunar. Hvatt er til þess að þegar
fyrirtæki sé búið að komast yfir
ákveðið magn. veiðiheimilda. verði
eigendur hvattir til að breyta því í
almenningshlutafélag. Einnig vill
SUS að opinberum stuðningi við at-
vinnugreinina verði hætt.
Ungir sjálfstæðismenn vilja að
Byggðastofnun hætti að stunda lána-
starfsemi og leggur til að ríkisstofn-
anir sem ekki þurfi endilega að vera
-1 Reykjavík -verði fluttar út á land.
Um ríkisfjármálin segir í ályktun að
taka verði tillit til allra skuldbindinga
ríkisvaldsins við skýrslugjöf um fjár-
haginn, ekki aðeins þeirra sem greiða
verði í peningum á árinu eins og nú
sé gert. Lagt er til að flest þeirra
140 fyrirtækja sem ríkið á að ein-
hveiju eða öllu leyti verði seld og
um skattamál segir að samræma
beri skatta af vinnulaunum og eigna-
tekjum, t.d. vaxtatekjum.
Lagt er til að tekið verði upp ár-
gjald í framhaldsskólum og nefnd í
því sambandi talan 25.000 kr. á ári
í Háskóla íslands.
Sjá frásögn af SUS-þingi á bls.
24-25.