Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 56
Sameining lífeyris- sjóðanna á Norður- landi í undirbúningi „ . Morgunblaðið/Kristján Igor Krasavín sendiherra Sovétríkjanna á Islandi neitaði að ræða við fjölmiðlafólk þegar hann gekk af fundi utanríkisráðherra í gær. Þar sagði hann atburðina Sovétríkjunum innanríkismál. Ríkisstjórn íslands fordæmir valdaránið í Sovétríkjunum: Vekur ugg að harðlínuöfl ráði nú yfir herstyrknum segir Davíð Oddsson forsætisráðherra og hvetur til samræmdra viðbragða Akureyri. Undirbúningsfundur vegna stofnunar eins lífeyrissjóðs fé- lagsmanna innan Alþýðusam- bands Islands á Norðurlandi verður haldinn í næsta mánuði, Tólf tíma fjárlaga- fundur Formaður Alþýðu- flokks segir pólitísk álitamál enn uppi FUNDUR ríkisstjórnarinnar vegna undirbúnings fjárlaga- gerðar stóð nær ósiitið frá há- degi og fram undir miðnætti í gærkvöldi. Ráðuneytin hafa öll skilað frágengnum niðurskurð- arhugmyndum og var farið yfir tillögurnar í heild sinni á fundin- um. Að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra miðar undir- búningi vel. Formaður Alþýðu- flokksins, Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, sagði að hluti pólitískrar umræðu innan flokkanna væri enn eftir og ýmis pólitísk álitamál ófrágengin. Niðurskurðartillögurnar voru kynntar þingflokkum ríkisstjórnar- innar um helgina. Þær felast m.a. í rekstrarsparnaði og tilfærslum, frestun framkvæmda, niðurskurði og auknum þjónustugjöldum. Þá er gert ráð fyrir einhverri fækkun ríkisstarfsmanna með uppsögnum í tengslum við hagræðingu á ýmsum sviðum. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra, segir, að unnið sé að þVí, að halli á Ijárlögum næsta árs verði um 4 milljarðar en aðgerðir ríkis- stjórnarinnar miði einnig að því að fjárlög ársins 1993 verði hallalaus. Segir fjármálaráðherra, að ákvarð- anir um útgjöld eigi að liggja fyrir í þessari viku en þá verði tekið á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins sem enn sé órædd. Þóra Hjaltadóttir formaður Al- þýðusambands Norðurlands sagði að í nóvember síðastliðnum hefði verið sent út bréf til aðildarfélaga þar sem leitað var viðbragða frá félögunum við stofnun eins lífeyr- issjóðs á Norðurlandi. Undirtektir hefðu verið góðar og því yrði hald- inn undirbúningsfundur vegna stofnunar lífeyrissjóðsins í tengsl- um við 22. þing Alþýðusambands- ins, en það verður haldið á Illuga- stöðum 27. til 28. september næst- komandi. Undirbúningsfundur vegna lífeyrissjóðssmálsins verður haldinn fyrri dag þingsins. Þóra sagði að mikil og flókin vinna væri eftir og langt í land með að sameiginlegur lífeyrissjóð- ur norðlenskra launamanna væri í höfn. Reiknaði hún með að kosin yrði nefnd á undirbúningsfundin- um, og henni yrði síðan falið að ráða starfsmann, en áætlanir Al- þýðusambands Norðurlands gera ráð fyrir að sameiginlegur lífeyris- sjóður taki til starfa 1. janúar 1993. Á síðasta þingi sambandsins fyrir tæpum tveimur árum var mikið rætt um iífeyrissjóðsmál og þar kom m.a. fram að lífeyris- greiðslur félagsmanna þess sem renna beint í lífeyrissjóði á höfuð- borgarsvæðinu nemi um einum milljarði króna á ári. ÍSLENSKA ríkisstjórnin for- dæmir valdarán það sem átti sér stað í Sovétríkjunum í fyrrinótt. Ályktun þess efnis var aflient sendiherra Sovétríkjanna hér á landi í gær. Hann kvaðst myndu koma henni til hinna nýju vald- hafa og lýsti því sjónarmiði þeirra að aðgerðirnar væru inn- anríkismál í Sovétríkjunum og þarlendum lögum samkvæmar. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að ekki hafi verið farið að ákvæðum sov- ésku sljórnarskrárinnar um for- setaskipti. Davíð Oddsson for- sætisráðherra segir það velqa ugg að hópur harðlínukommún- ista ráði nú yfir herstyrk Sov- étríkjanna, sem enn sé hinn sami og fyrr. Ríki Atlantshafsbanda- lagsins verði að vera í viðbragðs- stöðu. íslenska ríkisstjórnin muni hafa samráð um viðbrögð við atburðum í Sovétríkjunum við NATO, ríkisstjórnir RÖSE-landa og annarra Norðurlanda. Davíð Oddsson segir á miklu ríða að stjórnvöld á Vesturlöndum geri allt sem unnt sé til að tryggja að varanlegar afleiðingar verði ekki af atburðunum í Sovétríkjunum. Hann óttist að ekki sé um tíma- bundið ástand að ræða hvað sem yfirlýsingum nýrra valdhafi líði. Þeir hafi sagt að sjálfstjórnarréttur lýðveldanna verði virtur að vettugi óhlýðnist stjórnvöld þar boðum frá Kreml. Því hafi stjórnvöld lýðveld- anna í raun verið sett af. „Við lítum auðvitað svo á að ríkisstjórnir lýðveldanna séu enn rétt stjórnvöld," segir Davíð. For- sætisráðherra, utanríkisráðherra og alþingismenn í utanríkismálanefnd lýsa allir þungum áhyggjum af áhrifum atburðanna í gær og fyrri- nótt á framtíð Eystrasaltslandanna. Davíð Oddsson telur að athuga verði hvort yfirlýsing neyðarstjórn- arinnar í Moskvu merki að ekkert sjálfstæði verði til að viðurkenna í Litháen. Þingmennirnir Lára Margrét Ragnarsdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson halda til Tallin í dag. Um 40 þingmenn af Vesturlöndum funda í Eystrasaltslöndum í vikunni um ástand þar og nýja Evrópu. Jón Baldvin Hannibalsson segir virðast stefna í blóðug átök hers og almennings í Sovétríkjunum. Hann telji iíklegra en ekki að átök- in leiði til borgarastyijaldar. Jón situr í dag fund norrænna utanríkis- ráðherra sem haldinn er í Dan- mörku, eftir að utanríkisráðherrar EB-landa ræða saman. Viðbrögð við atburðum í Sovétríkjunum verða rædd á fundunum. íslenskum stjórnmálamönnum sem Morgun- blaðið ræddi við bar saman um að nauðsynlegt væri að sýna samstöðu um skjót og hörð viðbrögð. Sjá frásagnir og ummæli i miðopnu Áhugi á húsbréfum erlendis NOKKRIR söluaðilar húsbréfa vinna að því að finna erlenda kaupendur að bréfunum. Er- lendir aðilar hafa sýnt kaupum áhuga, en engin sala hefur enn átt sér stað. Danskur kaupsýsiu- maður hefur viljað kaupa hér húsbréf í töluverðum mæli, en hefur ekki enn útvegað nægileg- ar tryggingar í bönkum til þess að af viðskiptunum yrði. Að sögn Finns Sveinbjörnssonar, skrifstofustjóra í Viðskiptaráðu- neytinu, er ekkert sem mælir gegn því að erlendir aðilar kaupi íslensku húsbréfin, en mjög skýrt er kveðið á um það í reglugerðinni að við- skiptin skulu fara fram fyrir milli- göngu innlendra verðbréfamiðlara. Finnur segir að krafan um milli- göngu innlendra aðila sé í samræmi við þær reglur sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, og krafan sé fyrst og fremst sett fram til að tryggja stjórnvöldum aðgang að upplýsingum vegna hagskýrslu- gerðar og skatteftirlits, Reglan um innlenda milligöngumenn gildir jafnt um viðskipti innlendra aðila með erlend verðbréf og erlendra aðila með innlend verðbréf. Sigurbjörn Gunnarsson, yfir- maður söludeildar húsbréfa hjá Landsbréfum, segir að þær heim- ildir til sölu innlendra verðbréfa sem eru fyrir hendi hafi ekki verið mikið notaðar. Sigurbjörn segir að Landsbréf hafi unnið að því að fá erlenda kaupendur að húsbréfum, einkum í Danmörku og Banda- ríkjunum en enn sé of snemmt að dæma um árangur af þeim umleit- unum. Aðalfyrirstöðuna fyrir sölu hús- bréfa til erlendra aðila telur Sigur- björn vera vantrú manna á íslensku krónunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.