Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 186. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Valdarán harðlínumanna í Sovétríkjunum: JELTSIN LEWIR ANDOF ÚR VÍGGIRTU ÞINGHÚSI - Gorbatsjov haldið í herstöð - Námamenn efna til verkfalls - Janajev boðar framhald umbóta Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. HARÐLÍNUMENN steyptu í gær Míkhaíl Gorbatsjov, for- seta Sovétríkjanna, og skipuðu neyðarnefnd til þess að stjórna landinu. Heimsbyggðin var slegin óhug vegna þess- ara tíðinda og hafa Vesturlönd hótað efnahagslegum refsi- aðgerðum. Borís Jeltsín, forseti rússneska sambandslýð- veldisins, skoraði á almenning að leggja niður vinnu. Að sögn sjónvarpsfréttastöðvarinnar Sky er Gorbatsjov í haldi í herstöð eftir að hafa verið tekinn höndum þar sem hann var í sumarleyfi á Krímskaga við Svartahaf. Seint í gær- kvöldi bárust fréttir af því að hermenn hefðu skotið bílstjóra sendibifreiðar til bana í Ríga, höfuðborg Lettlands. Gennadíj Janajev, varaforseti Sov- étríkjanna og nú forseti, settur af neyðamefndinni, sagði á blaða- mannafundi að ekki væri ætlunin að snúa baki við pólitískum og efna- hagslegum umbótum. Gorbatsjov hefði verið orðinn langþreyttur og þurft hvíldar við. Janajev kvaðst vona að „vinur“ sinn Gorbatsjov gæti sem fyrst snúið aftur til starfa og sest á ný í forsetastól. Segist Janajev hafa rætt við Jeltsín í síma í gærmorgun ■og væri neyðarnefndin reiðubúin að starfa með leiðtogum lýðveldanna. Neyðamefndin lýsti yfir neyðar- ástandi, bannaði verkföll og starf- semi stjómmálaflokka og setti á rit- skoðun. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, .leiðir stjórnarandstöðuna. Hann hvatti til allsherjarverkfalls og náma- menn í Síberíu hófu þegar að leggja 'niður vinnu. Ráðamenn í ýmsum •borgum Síberíu hvöttu almenning til veita Jeltsín lið með því að koma ekki til vinnu í dag. Jeltsín hefur skorað á hermenn að hlýða ekki skipunum og lýst yfir því að neyðarnefndin sitji í trássi við stjórnarskrána. Hann sagði að Gorb- atsjov væri í stofufangelsi á Krímskaga og krafðist þess að hann fengi að ávarpa þjóðina. Eftir að kvölda tók færðist lævi blandin kyrrð yfir Moskvu. Stefán L. Stefánsson, sendiráðsritari í íslenska sendiráðinu í Moskvu, ók um klukkan níu í gærkvöldi að stað- ártíma frá sendiráðinu i miðborg Moskvu til úthverfis, þar sem hann býr. „Fólk var á ferli og spjallaði við hermenn," sagði Stefán. „Áilt virtist rólegt." Stefán sagði að lögreglu- þjónar hefðu staðið víða við umferð- argötur, en þeir hefðu ekki verið fleiri en venjulega. Þegar komið var úr miðborginni sagði hann að það eina óvenjulega hefði verið að um- ferðarlögregla, sem venjulega er far- in af vakt um þetta leyti, stóð enn vörð. Sagði Stefán að engin tilraun hefði verið gerð til að stöðva hann. í Leníngrad söfnuðust 4.000 manns saman fyrir utan höfuðstöðv- ar borgarráðsins. Anatolíj Sobtsjak borgarstjóri ávarpaði ráðið og kvaðst hafa sagt Viktor Samsonov, yfir- manni sovéska heraflans í Leníngrad, að hann yrði sóttur til saka ef hann hlýddi skipunum hinnar ólöglegu stjórnar í Moskvu. Sjá ennfremur fréttir á bls. 12 til 21 og miðopnu. Rússlandsforseti veifar til mannfjöldans Borís Jeltsín, forseti Rússlands, veifar til stuðningsmanna sinna af svölum rússneska þinghússins. Fimm þúsund manns hafa safnast þar saman, þar af nokkur hundruð liðsmenn úrvalssveita á bandi Jeltsíns. Víggirðingar hafa verið settar upp og áhafnir nokkurra skriðdreka sovéska hersins hafa búist til varnar gegn hugsanlegri árás að undirlagi forsprakka valdaránsins. Morg- unblaðið náði símasambandi við þinghúsið um klukkan hálffímm að rússnesk- um tíma í nótt og var þá sagt að 20 „okkar“ skriðdrekar væru nú við húsið. Bush viður- kennir ekki stjórniiia Vesturlönd íhuga að hætta efnahagsaðstoð Washington, Lundúnum, París, Amsterdam, Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti lýsti því yfir í gær að hann viðurkenndi ekki nýja stjórn Gennadíjs Janajevs, starfandi forseta Sovétríkjanna, og tók undir kröfu Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta um að Míkhaíl Gorb- atsjov setjist aftur á Valdastól. Forsetinn sagði að Bandaríkin myndu hætta efnahagsaðstoð við Sovétríkin ef áfram yrðu notuð meðul, sem væru andstæð sovézku stjórnarskránni. John Major, forsætisráðherra Bretlands, og Francois Mitterrand Frakklandsforseti gáfu í skyn í gær að leiðtogar Vesturlanda myndu hittast fljótlega til að ræða viðbrögð við atburðunum í Sovétríkjunum. Utanríkisráðherrar Evrópubanda- Iagsríkjanna hafa verið kallaðir saman til skyndifundar í dag og er búizt við að þeir ákveði að minnka eða stöðva efnahags- og tækniað- stoð EB við Sovétríkin. Leiðtogar beggja flokka á Bandaríkjaþingi lýstu því yfir að valdaránið gerði að engu líkur á því að viðskiptasamningurinn, sem veitir Sovétmönnum beztu við- skiptakjör í Bandaríkjunum, yrði undirritaður. Jafnframt sögðu þeir að frestað yrði staðfestingu START-samkomulagsins um fækk- un langdrægra kjarnavopna, sem Bush og Gorbatsjov undirrituðu í Moskvu fyrir tæpum þremur vikum. Þingmaðurinn Gleb Anisjenkó í samtali við Morgunbiaðið: FÖRUMMEÐ SIGUR AFHÓLMI „HÉR fyrir utan er gífurlegur mannfjöldi til varnar þinghúsinu. Fólkið hefur reist götuvígi og slær skjaldborg um bygging- una,“ sagði Gleb Anisjenkó, þingmaður og formaður Kristilega demókrataflokks- ins í Rússlandi, í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi, um klukkan ellefu að rúss- neskum tíma. Anisjenkó,var þá staddur á skrifstofu sinni í þinghúsi rússneska lýð- veldisins á bökkum Moskvufljóts. „Ein skriðdrekaherdeild, tíu skriðdrekar, er á ieiðinni hingað til að verja rússnesku stjórnina og þingið. Á göngum hússins eru hermenn, hliðhollir Borís Jeltsín. Við erum vissir um að hersveitir valdaræn- ingjanna munu reyna að ráðast inn í þing- húsið.“ Anisjenkó sagði að þingmaðurinn, sem deilir með honum skrifstofu, Míkhaíl Astafíev, formaður Lýðræðislega stjórnar- skrárflokksins, hefði farið til fundar við her- mennina, sem umkringt hefðu þinghúsið. „Hann ætlar að ræða við þá og reyna að fá þá til að snúast ríkisstjórn Rússlands til varn- ar,“ sagði Anisjenkó. Lýðræðislegi stjórnar- skrárflokkurinn og Kristilegi demókrata- flokkurinn eru nýstofnaðir flokkar frjáls- lyndra umbótasinna í rússneska lýðveldinu, en voru í gær bannaðir af nýju valdhöfunum. Anisjenkó sagði að hermenn neyðarnefnd- arinnar, sem tekið hefur völdin, hefðu leyft þingmönnum að fara inn í þinghúsið í gær- morgun. Blaðamönnum hefði hins vegar ver- ið meinaður aðgangur. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefði haldið til í þinghúsinu í all- an gærdag, að öðru leyti en því að forsetinn hefði þrisvar sinnum farið út á torgið framan við bygginguna og ávarpað mannfjöldann. Hann hefði einnig talað til hermannanna og beðið þá að veija þingið og ríkisstjórnina. Anisjenkó sagðist jafnvel telja að Gorb- atsjov forseti ætti afturkvæmt á valdastól. „Hér í Moskvu og um allt land stendur allur almenningur með Jeltsín. Fólkið mun rísa upp gegn hernum," sagði hann. „Ef ég á að segja eins og er höfum við allar ástæður til að telja að það stefni í borgarastríð. Við verðum hins vegar að gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að koma í veg fyrir það.“ Þingmaðurinn sagðist ekki telja að valda- rán áttmenninganna undir forystu Gennadíjs Janajevs varaforseta væri upphafið á aftur- hvarfi til kúgunar Brezhnev-tímans. „Við höfum fólkið með okkur og við munum fara með sigur af hólmi í þessum bardaga."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.