Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 ★ Pitney Bowes Frimerkjavélar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 VÁKORTALISTÍ Dags. 20.8.1991.NR. 46 5414 8300 0362 1116 5414 8300 2013 1107 5414 3300 2675 9125 5414 8300 2717 4118 5421 72** Ofangreind kort eru vákort, sem taka berúrumferð. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0017 8092 4507 4300 0012 4759 4543 3700 0003 6486 4543 3700 0005 1246 Öll kort gefin út af B.C.C.I. og byrja á 4507 10 4548 10 4541 80 4560 07 4541 81 4560 62 4966 07 AfgreiAslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir aö klófesta kort og vísa á vágest. baLJHMMMfld Hðfðabakka 9 • 112 Reykjavik Simi 91-671700 Dyrasímarfra Smekklegt útlit og gæði dyrasima- búnaðarins frá Siedle er óþarfi að kynna hér eftir áratuga frábæra reynslu íslendinga af honum. Þau þægindi og það öryggi sem hon- um er samfara réttlæta það að þú klippir út þessa auglýsingu og hafir samband við okkur. Þar færðu greinargóðar upplýsingar og myndabæklinga. w [isnFmriTUi SMITHOGIMORLAND Nóatúni 4, s. 28300. fclk i fréttum HERÆFINGAR Varnarliðið og Landvamarliðið Landvarnarlið íslands hefur ný- lega lokið heræfmgum sínum hér á landi. I liðinu eru í kringum 700 manns sem hafa það hlutverk að verja ísland ef til ófriðar kemur. Æfíngarnar nú snerust einkum um að æfa varnaráætlanir og taka á móti liðsauka til varnar íslandi á hættutímum. Margir hafa ruglað saman Varn- arliðinu annars vegar og Landvarn- arliði íslands hins vegar. Munurinn er sá að Varnarliðið hefur fast að- setur á Keflavíkurflugvelli og er með fasta starfsemi árið um kring en Landvarnarlið íslands er eins konar varalið Varnarliðsins, liðs- menn þess hafa aðsetur í Bandaríkj- unum og flestir þeirra eru ekki at- vinnuhermenn heldur þarf að kalla þá sérstaklega út. Hjónin Don Johnson og Melanie Griffith. KVIKMYNDIR Morgunblaðið/Þorkell Frá fundi þar sem æfingar Landvarnarliðs íslands voru kynntar fyrir fréttamönnum. Frá vinstri: Thom- as F. Hall flotaforingi og yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Peter W. Clegg hershöfðingi og yfirmaður Landvarnarliðs íslands og Friðþór Eydal blaðafulltrúi Varnarliðsins. Melanie malar gull en Don gengur illa Leikarahjónin kunnu Melanie Griffíth og Don Johnson upp- lifa þessa daganna eitt það versta sem drifið getur á daga hjónakorna sem bæði hafa sama starfann. Sem sagt öðrum aðilanum vegnar betur en hinum. í þeirra tilviki munar miklu og það er frúin sem hefur stungið bónda sinn af í velgengn- inni. Oftast nær er það enn hættu- legra heldur en þegar bóndanum vegnar betur en frúnni. Melanie gengur allt í haginn og tilboðin að hún taki hvert topphlut- verkið af öðru streyma til hennar. Hinar síðari kvikmyndir hennar hafa allar skilað ókjörum af seðlum í kassa framleiðenda. Á sama tíma hefur Don haft lítið að gera. Hann hefur fengið stöku smáhlutverk og þegar það var farið að þykkna í honum önglaði hann í leikstjóra- starf hjá Colombia. Hann átti að leikstýra og leika á móti frú sinni í „lítilli" mynd sem átti að heita „The freindly". Skyldi myndin fjalla um vinsamlegan draug. Colombia skammtaði Don 9 milljónir dollara til starfans, en er Don var búinn með aurinn og bað um 5 milljónir til viðbótar til að geta lokið verk- inu, var skellt á hann hurðum. For- ráðamenn Colombia ákváðu sem sé að hætta við myndina, hún myndi aldrei standa undir viðbótarkostn- aði. Fregnir herma, að Don Johnson sleiki nú sár sín og tölti á milli annara kvikmyndaframleiðenda í þeirri von að einhver þeirra hafi áhuga á því að ljúka verkinu. KVENNAMÁL Donald og Marla Maples. koma til greina að taka á móti karli sínum aftur þrátt fýrir gaura- ganginn í honum að undanförnu. Það er haft eftir henni að þeim þyki báðum vænt hvort um annað enn og konur verði að skilja að karlar þeirra geti tapað áttum stöku sinnum. Aðalatriðið þegar slíkt ger- ist sé hvað hjartað segi. Sumir hafa áhyggjur af Donald Trump Kvennamál peningamannsins kunna Donaíds Trump taka á sig æ snúnari myndir. Frægt var skilnaðarmál hans við giæsikvendið og fyrrum skíðadrottninguna Ivönu, er hann varð uppvís að framhjá- haldi með blómarós frá Suðurríkj- unum, Mörlu Maples. Er skilnaður- inn var um garð genginn lýsti Ivana því oft og mörgum sinnum yfir í viðtölum, að samband Donalds og Mörlu myndi aldrei endast og hún fengi að súpa seyðið af því að koma upp á milli hjóna. Að þessu hló Marla og slengdi um sig síst minni yfirlýsinguni. Nú hefur það komið á daginn, að Ivana þekkti sinn bónda betur en viðhaldið og þriðja kvinnan er nú komin í spilið, ítölsk fyrirsæta að nafna Carla Bruni. Og það sem meira er, ýmsir sem til þekkja telja að það sé eithvað farið að slá út í fyrir Donald og fengu þær fregnir byr undir báða vængi eftir að fréttamaður tímaritsins People reyndi að hafa tal af Donald vegna orðrómsisn um Cörlu Bruni. Er fréttamaðurinn hringdi á skrif- stofu Donalds kom maður í símann sem sagðist vera almannatengsla- fulltrúi Donalds. Hann jánkaði því að Marla tilheyrði fortíðinni hjá Donald og Carla hin ítalska væri mál málanna. Síðan romsaði fulltrú- inn út úr sér langri tölu um þá herskara kvenna sem eitu Donald á röndum og voru nefndar konur á borð við Kim Basinger og Ma- donnu. Madonna hefði hringt og komið og nánast sagt það berum orðum að hún vildi Donald og eng- an annan. Basinger hefði hringt og sagst vilja ræða um fasteignakaup við Donald, en „hún vildi bara fá hann út á lífíð með sér,“ hafði frétt- amaðurinn eftir hinum dularfulla fulltrúa Donalds'. Og svona gekk samtalið drykklanga stund. Þetta var hins vegar vanur frétta- haukur sem meðal annars hafði oft rætt við Donald sjálfan. Og hann heyrði ekki betur en að hann væri enn og á ný að ræða við sjálfan karlinn! Fréttahaukurinn tók sam- talið allt upp á segulband og brá síðan á það ráð að leika það fyrir ýmsa sem vel þekktu til Donalds. Allir voru sannfærðir um og full- yrtu að fulltrúinn dularfulli væri enginn annar en Donald sjálfur. Er fréttahaukurinn bar fregnina undir Mörlu Maples hló hún bara og sagðist hafa orðið vör við það margsinnis að Donald væri hégó- magjarn og vildi gjarnan að það orðspor færi af sér að hann væri kvennaniaður og glaumgosi. En þegar fréttahaukurinn spilaði band- ið fyrir Mörlu féll hún saman. Hún þekkti Donald sinn og hann hafði víst gleymt að segja henni að það væri komin ný kona í spilið. Næstu daga reyndi fréttamaður- inn ítrekað að ná í hinn dularfulla fulltrúa Donalds, en var jafnan sagt að hann væri farinn heim. Donald væri hins vegar svo upptekinn að hann gæti ekki komið í símann. Og orðómurinn uni að það sé núna Carla en ekki Marla verður ákaf- ítalska fyrirsætan Carla Bruni. ari, ekki síst vegna þess að þau Donald og Marla sjást ekki á mann- amótum saman lengur. Annað sem gengur fjöllum hærra er, að Ivana myndi telja það vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.