Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 4
4 MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 Pétur Kr. Hafstein dómari við Hæstarétt Bandalagsráðstefna BSRB: Samið verði um aukinn kaupmátt kauptaxta í ÁLYKTUN Bandalagsráðstefnu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem haldin var í gær, er þess krafist að viðsemjendur opin- berra starfsmanna gangi til kjarasamn inga við aðildarfélögin um aukin kaupmátt kauptaxta. Þá er þess krafist að þegar verði fall- ið frá öllum áformum sem skerða velferðarkerfið, og vísað er á bug áformum um neytendaskatta og gjöld á sjúklinga, námsfólk og aðra þá sem njóta þjónustu velferðarkerfisins. FORSETI íslands hefur að til- lögu dómsmálaráðherra skipað Pétur Kr. Hafstein, sýslumann og bæjarfógeta á ísafirði, til þess að vera dómari við Hæsta- rétt Islands frá 1. október næst- komandi. Pétur er fæddur þann 20. mars 1949 í Reykjavík, sonur hjónanna Jóhanns Hafstein fv. forsætisráð- herra og konu hans, Ragnheiðar Hafstein. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og prófí frá lagadeild HÍ árið 1976. Hann lagði stund á framhaldsnám í þjóðarétti við há- skólann í Cambridge í Englandi 1977- 1978. Pétur varð héraðs- dómslögmaður árið 1979, starfaði sem fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1978- 1983 og hefur verið sýslu- maður í ísafjarðarsýslu og bæjar- fógeti á ísafírði frá 1983. Eigin- kona hans er Ingibjörg Ásta Haf- stein. Auk Péturs sóttu um stöðuna þau Auður Þorbergsdóttir, borgar- dómari og Garðar Gíslason, borg- ardómari. Pétur Kr. Hafstein Bandalagsráðstefnuna sátu for- menn allra 38 aðildarfélaga BSRB auk annarra fulltrúa þeirra, eða samtals um 70 manns. í ályktun ráðstefnunnar segir að Bandalags- ráðstefna BSRB krefjist þess að stjórnvöld snúi af leið hávaxta, en fjármagnsokrið rýri lífskjör launa- fólks og grafí undan atvinnulífi í landinu. Beinir ráðstefnan því til stjórnar BSRB að standa vörð um lífeyrisréttindi og önnur réttindi opinberra starfsmanna og vinna að því að þau verði bætt. Þá ítrek- ar Bandalagsráðstefna BSRB samþykkt 36. þing BSRB að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla áður en gengið verði frá nokkrum samningum við Evrópubandalagið um Evrópskt efnahagssvæði. Fannst meðvitundarlaus með höfuðáverka við Hótel ísland AÐFARANÓTT sunnudagsins fannst meðvitundarlaus karl- maður með höfuðáverka við Hót- el ísland, og var hann enn með- vitundarlaus í gærkvöldi. Að sögn rannsóknarlögreglunnar bendir flest til þess að áverkarn- ir séu ekki af manna völdum og um slys hafi verið að ræða. Maðurinn, sem er norskur, er fæddur 1943. Hann hefur starfað hér á landi undanfarið að tíma- bundnu verkefni. Starfsmenn Hót- els Islands fundu hann liggjandi austan við húsið kl. 4.30 um nóttina er þeir voru á leið heim frá vinnu, og gerðu þeir lögreglunni aðvart. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans, og var líðan hans sögð eftir atvikum í gærkvöldi, en hann var þá enn meðvitundarlaus. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 20. ÁGÚST YFIRLIT: Yfir vestanverðu Grænlandshafi er nærri kyrrstæð 968 mb lægð. SPÁ: Suðvestan gola eða kaldi. Skúraleiðingar um landið sunnan- og vestanvert en bjart fyrir norðan og austan. Sæmilega hlýtt að deginum norðanlands og austan, en annars svalt í veöri. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Skúrir víða um land, einkum ó Norður- og Vesturlandi en bjart með köflum sunnanlands og austan. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðlæg átt með hlýnandi veðri og rign- ingu um mestan hluta landsins, einkum sunnanlands og vestan. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- -) 0 Hitastig: 10 gráður á Ceisíus Akureyri Reykjavik Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiðskirt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 5 5 Súld Skýjað / * / * Siydda / * / oo Mistur * * # —j- Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma # # * K Þrumuveður Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madrfd Maiaga Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vín Washlngton Winnipeg hlti veður 14 skýjað 9 skúr 14 rigning 18 skýjað 21 mold-/sandrok 8 helðskírt S skýjað 22 hálfskýjað 17 skúr 14 skýjað 27 heiðskírt 20 léttskýjað 27 mistur 17 skýjað 30 skýjað 23 skýjað 18 skýjað 17 skýjað 16 skýjað 21 léttskýjað 23 mlstur 18 skýjað 34 léttskýjað 27 heiðskírt 31 léttskýjað 2S alskýjað 33 rigning 33 léttskýjað 22 lóttskýjað 24 skýjað 30 hélfskýjað 21 skúr 33 þokumóða 23 léttskýjað Ögmundur Jónasson formaður BSRB flytur ávarp á bandalagsráð- stefnúnni í gær. Slysstaðurinn í Soginu. Slysið í Soginu: Orsakir enn ókunnar MAÐURINN sem drukknaði í Soginu á laugardagsmorgun- inn hét Friðþjófur Krisljáns- son, til heimilis að Hetjólfs- götu 16 í Hafnarfirði. Hann var 57 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi eru or- sakir slyssins enn ókunnar. Friðþjófur heitinn var við veið- ar í Soginu á móts við Bíldsfell í Grafningi ásamt tveimur félög- um sínum þegar slysið varð. Að sögn lögreglunnar varð enginn vitni að því er hann féll í ána, en annar félaga hans sá hann reka niður ána. Hann fannst síð- an niðri við Álftavatn um 1 km frá veiðistaðnum. Friðþjófur Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.