Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 v ALDARAN !Ð I KREML - Alit Sovétsérf ræðin Michael Voslensky prófessor; Allt veltur á viðbrög'ðum hersins Telur Gorbatsjov ekki eiga afturkvæmt til valda „FRÉTTIRNAR komu yfir mig líkt og reiðarslag. Þarna er um pólitískt, ekki hernaðarlegt valda- rán að ræða, sem engu að síður hefur hernaðarlegan bakgrunn,“ sagði Michael Voslensky prófessor í samtali við Morgunblaðið í gær. Voslensky er einn helsti sérfræð- ingur á Vesturlöndum um sovésk málefni. Hann á ekki von á að Gorbatsjov forseti muni eiga aft- urkvæmt að völdum ef vera skyldi að valdaránið færi út um þúfur. „Borís Jeltsín er sá maður sem andstæðingar herstjórnarnefnd- arinnar binda vonir sinar við, og hann mun koma til með að gegna lykilhlutverki í landinu verði valdaránið brotið á bak aftur, ásamt mönnum á borð við Edúard Shevardnadze og Aleksander Jakovlev,“ sagði hann ennfremur. Hann telur að viðbrögð hersins munu ráða mestu um þróun mála næstu dagana. „Það er ljóst að gamla miðstjórnin og nómenklatúran hafa á ný hrifsað vötdin. Sönnun þess er leiðtogi neyð- arnefndar ríkisins, Janajev. Ég kynntist honum þegar við unnum í sömu byggingunni. Hann er íhalds- samur harðlínumaður, en hins vegar ekki sterkur persónuleiki, og líklegt að hann sé aðeins leppur raunveru- legra skipuleggjenda og stjórnenda valdaránsins.“ Voslensky segir auðsjáanlegt að valdaránið hafi verið skipulagt í mik- illi kyrrþey. „Þessir menn hafa falið undirbúninginn geysilega vel. Þeir komu á kreik sögusögnum er hermdu að harðlínumenn hyggðust “bola Gorbatsjov frá völdum á þingi komm- únistaflokksins í haust. I skugga þessa skipulögðu þeir hins vegar raunverulegt valdarán.“ „Jeltsín gegnir gífurlega mikil- vægu hlutverki á þessari stundu, því hann er ekki á valdi neyðamefndar- innar. í honum persónugervist mót- staða gegn valdaráninu, og líklega reynist erfitt að ryðja honum úr vegi. Það verður þó að koma í Ijós hvort hann hefur afl til að aðhafast eitt- hvað gegn neyðarnefndinni. Spurn- ingin er hvaðan hann gæti vænst stuðnings til þess. Ekki frá KGB. Hins vegar togast á ólík öfl innan hersins, þar sem eigast við eldri her- foringjar, sem eru hátt settir og lifa við hneykslanleg forréttindi, og lægra settir hermenn og yngri yfir- menn, sem hafa vart í sig og á. Spurningin er hvort þeir síðarnefndu eru tilbúnir 'til að hundsa fyrirmæli sín og snúast á sveif með Jeltsín og öðrum lýðræðissinnum. Slík uppreisn hermanna gegn yfirmönnum gerði byltinguna 1917 mögulega." Gorbatsjov síst saklaus af því hvernig komið er Voslensky telur stöðuna í Sov- étríkjunum enn nokkuð opna. „Neyð- arnefndin er enn völt í sessi og lýð- ræðisöflin hafa enn möguleika á að gera eitthvað í málunum, en þ_að verður að gerast afar fljótt. Ég reikna þó ekki með að þau eigi mikla möguleika á að snúa þróuninni við. Neyðamefndin gæti þó hrökklast frá völdum í dag eða á morgun, en slíkar vangaveltur eru tengdar viðbrögðum hersins." Voslensky sagði Gorbatsjov síst saklausan af því hvernig komið er. „Forsetinn ber mikla ábyrgð í þessu sambandi. Hann hefur viljað sigla milli skers og bára í stað þess að taka ákveðna afstöðu með lýð- ræðisöflunum. Hann vann vissulega einhvern tíma með þessari pólitík, en hitt er ljóst að hún gerði valdarán- ið mögulegt. Sá sem ætlar að sitja á skauti tveggja ólíkra manna í einu fellur að lokum niður á milli þeirra.“ Hvað örlög Gorbatsjovs varðar telur hann líklegt að innan skamms muni hann verða neyddur til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem fram komi að. hann þurfi að segja af sér af heilsufarsástæðum, og að hann hvetji fólk til að fara að lögum og reglum og halda ró sinni. „Þannig munu þeir losa sig við hann, og síðan verð- ur honum gefinn kostur á að koma sér fyrir á rólegum stað þar sem hann getur eitt dögunum með fjöl- skyldu sinni í allsnægtum — gegn því að hann verði til friðs. Neiti hann hins vegar að verða til friðs er þeim trúandi til að eitra fyrir honum, og lýsa því síðan yfir að hann hafi lát- ist af hjartaslagi.“ Norðurlönd verða að standa vörð um Eystrasaltsríkin En hvaða afleiðingar telur Voslen- sky að valdaránið hafi á innan- og utanríkisstefnnu Sovétríkjanna? „Hvað innanríkismál varðar munu breytingarnar án efa hafa mikil áhrif á þau lýðveldi sem barist hafa fyrir sjálfstæði," sagði hann. „Mest verða áhrifin í Eystrasaltslöndunum. Her- inn mun loka landamærunum, og hinir nýju valdhafar í Kremi munu einbeita sér að því að færa völdin í ★ ★★ STJÓRNKERFISOVÉTRÍKJANNA ★ ★ ★ Kommúnistaflokkurinn Aðalritari Kommúnistaflokksins Stjórnmálaráð: Valdamesta stofnun flokksins og kemur saman í hverri viku. Eftir seinni heims- styrjöld hefur fjöldi full- trúa verið frá 11 til 16. Skrifstofa flokksins: Deildir miðstjórnar sem bera meðal annars ábyrgð á iðnaði, efna- hagslífi, menningu og hugmyndafræði. Miðstjórn: Miðstjórnin, yfir 200 fulltrúar með atkvæðis- rétt, kemur saman tvisvar á ári, setur helstu stefnumark- mið og stjórnar skrifstofum flokksins. Flokksþing: Flokksþingið, um 5.000 fulltrúar frá öllum stofnunum flokksins, er venjulega haldið á 5 ára fresti. Meðal annars samþykkir það helstu valdastöður flokksins. Sem leiðtogi Sovétríkjanna gegndi Mikhail Gorbatsjov tveimur mikil- vægum stöðum. Hann hefur verið aðalritari Kommúnistaflokksins frá því í mars 1985. í október 1988 var hann kjörinn formaður Forsætis- nefndar æðstaráðsins, eða forseti Sovétríkjanna. í maí 1989 breytti Fulltrúaþingið hinni áður áhrifalitlu forsetastöðu í valdamikið embætti og endurkaus Gorbatsjov embættisins Ríkisstjóm Sovétríkjanna Forseti Sovét- ríkjanna: Höfuð ríkisins Varnarráðið: Leynileg stofn- un sem talin er fjalla um varnir út á við. Forsætisnefnd æðstaráðsins: „Innra ráðuneyti“ Sovétríkjanna og kemur reglulega saman. Forsætis- ráðherra: Höfuð ríkisstjórnarinnar. Æðstaráðið: Þing 542 fulltrúa sem situr í fjóra mánuði í senn, tvisvar á ári. Það undirbýr frumvörp til afgreiðslu í Fulltrúaþinginu. Ráðherraráðið: Efsta þrep framkvæmdavaldsins myndað af um 100 ráöherrum og kemur venjulega saman fjórum sinnum á ári. Fulltrúaþing: Þing 2.250 full- trúa sem kemur saman einu sinni á ári. Meðal verkefna þingsins er kjör forsetans og meðlima æðstaráðsins. Michael Voslensky hendur skjólstæðinga sinna. Líklega verða stjórnvöld þvinguð til að segja af sér, og í haust haldnar einhvers konar kosningar þar sem kommún- istar munu bera sigur úr býtum. Svipaða sögu verður eflaust hægt að segja um t.d. Moldavíu, Georgíu og Armeníu. Hvað Eystrasaltslöndin varðar er afar mikilvægt að þjóðir Norður-Evrópu haldi merki þeirra á lofti á alþjóðavettvangi, og bregðist hart við íhlutun herstjómamefndar- innar í málefni þessarra landa.“ „Öll utanríkisstefna Sovétríkjanna mun hverfa til fyrri vegar, og þátt fyrir að flest ríki Austur-Evrópu séu Sovétmönnum hernaðarlega töpuð munu þeir leitast við að halda við og auka efnahagsleg og pólitísk ítök sín og áhrif þar. Kommúnistastjórnir era enn við stjómvölinn í Rúmeníu og Búlgaríu, og þrátt fyrir að banda- menn Sovétmanna í löndum á borð við Tékkóslóvakíu og Póllandi hafi verið komið frá völdum hafa þessir menn ekki verið dregnir fyrir rétt, og þeir munu nú taka upp þráðinn fyrir sína fyrri húsbændur. Þannig mun verða leitast við að gera þann hluta Þýskalands sem tilheyrði A- Þýskalandi að Sovét-vinveittu svæði, og aftur verður farið að tala um þýsk-sovésk menningar- og vinasam- bönd. Þá er enn talsverður fjöldi sov- éskra hermanna á þessu svæði. Hins vegar hef ég enga trú á að Sovétrík- in muni ráðast í hemaðaraðgerðir gegn Austur-Evrópuþjóðum. Til þess er efnahagur landsins of bágborinn. Þó valdaræningjarnir séu ævintýra- menn eru þeir engir vitleysingar.“ Sjónvarpsstöðvar stöðvaðar Voslensky fylgdist í gær með út- sendingum sovéska sjónvarpsins á heimili sínu í Bonn í Þýskalandi. Hann sagði að aðeins fyrsta rás þess sendi út, allar aðrar sjónvarpsstöðvar hafa verið látnar stöðva útsendingar. „í dag hafa nær eingöngu verið spil- uð ættjarðarlög, og fólki af og til verið tjáð að ástandið í landinu væri með eðlilegum hætti,“ sagði hann. Gorbatsjov hefur aldrei haft aðra stefnu en að halda völdum - segir dr. Arnór Hannibalsson „EF nýju valdhafarnir ætla að berja niður þjóðernishreyfingarn- ar og ganga í skrokk á sjálfstæðis- viðleitni í ýmsum lýðveldanna líst mér ekki á blikuna. Úkraínumenn segjast reiðubúnir að berjast fyrir sínu máli til síðasta blóðdropa og sama máli gegnir víðar,“ sagði Arnór Hannibalsson prófessor. Arnór er nýkominn úr ferðalagi um mörg sovésku lýðveldanna, Rússlands, Azerbadjan, Kazakst- an, Úkraínu, Eystrasaltsríki ogÚz- bekistan. Hann var við nám í Sov- étríkjunum á 6. áratugnum og hefur fylgst grannt með fram- vindu mála þar síðan. „Þoiinmæði manna var hvarvetna á þrotum. Fólk var langþreytt á skorti og stefnuleysi og óttaðist átök þó ekki gerðu menn sér grein fyrir hvernig þau hæfust né hvert þau myndu leiða.“ „Sovétríkin era tveir heimar. Þar er yfírstéttin, 10% þjóðarinnar og svo óbreyttur almúginn sem hefur varla málungi matar og sér ekki fram á breytingar. Inn í þetta blandast einn- ig vaxandi þjóðernisbarátta í mörg- um lýðveldanna sem verður ekki brotin á bak aftur. Úkraínumenn sögðu að ástandið lagaðist ekki fyrr en þeir fengju yfírráð eigin atvinnu- vega en öll lykilfyrirtæki heyra beint undir ráðuneytin í Moskvu. Kreppan í Sovétríkjunum er ekki aðeins af efnahagslegum toga, hún er einnig menningarleg og siðferðileg. í 70 ár hefur öllum verið kennt að til sé ein siðaregla; að þjóna flokknum. Þegar niður á botn í örbirgð og allsleysi er komið þá hljóta að vakna efasemd- ir um hvort slíkt er sæmandi siðaðri þjóð. Gorbatsjov hefur verið fulltrúi Flokksins og yfirstéttarinnar. Hann hefur aldrei haft aðra stefnu en halda völdum. Hann hefur gripið í skott atburðanna fremur en ráða þeim. Hans hugmynd var að sýna að gamla kerfið stæðist með ákveðnum breyt- ingum. En hann dró úr valdi ritskoð- unar og orðið varð fijálsara og fjölm- iðlar tóku stakkaskiptum. í kjölfar þess kom ýmislegt upp úr dúmum og menn tóku að viðra kröfur þegar losnaði um agann. En það kom ekk- ert í staðinn. Atvinnulífið hefur ekki skánað. Gorbatsjov átti engin úrræði í iðnaðinum. Tæki og búnaður eru haugamatur og þar sem kerfínu var ekki breytt urðu allar endurbætur óframkvæmanlegur. Gorbatsjov átti heldur engin úrræði í landbúnaðin- um. Gamla samyrkjubúa-kerfið er enn við lýði. Áður máttu bændur ekki fara af jörðum, en þegar því var breytt flýðu allir til bæjanna og sveitir tæmdust. Enginn hafði hag af gangi búsins og menn fengu bara sitt lága kaup. Það gerði allt flókn- ara að höfuðgreinum kornframleiðsl- unnar var stýrt frá Moskvu. Sl. haust fóra akrar undir snjó án þess að uppskera væri hirt, og í vor var látið hjá líða að plægja. Því er fyrirsjáan- leg hungursneyð. Samtfmis fræddist fólkið meira um ástandið og gerði kröfur í samræmi við það. Við þeim átti flokksforystan ekkert svar.“ Arnór sagði að atburðirnir nú minntu mjög á valdarán hersins í Póllandi 1981; röksemdirnar væru mjög áþekkar en skipulag Pólvetj- anna verið miklu „betra.“ „Ástæðan fyrir því að Gorbatsjov hefur verið nánast dýrkaður á Vest- urlöndum er tvíþætt," sagði Arnór. „Hann tók upp aðra utanríkisstefnu Arnór Hannibalsson sem má þakka Shevardnaze. Fyrir bragðið hylltu fréttamenn og margir aðrir hann. Alþjóðlegar fréttastofur fluttu sáralitlar fréttir af innanlands- ástandinu, öll áherslan beindist að utanríkisstefnunni og þar hefur orðið gerbreyting á bæði hvað varðar vest- urlönd og þriðja heimsríki." Arnór sagðist ekki hafa trú á að Gorbatsjov yrði settur til valda á ný eins og sagt var í Moskvufréttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.