Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 10
10 JWORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 TONLEIKARIVIÐEY Tónlist Jón Ásgeirsson Martial Nardeau flautuleikari, Marteinn H. Friðriksson orgel- leikari og Sigurður Rúnar Jóns- son, sem lék á langspil, stóðu fyrir sérkennilegum tónleikum í Viðeyjarkirkju. Leikið var á hljóðfæri sömu tegundar og vitað er að Magnús Stephensen kon- ferensráð lék á en á undan tón- leikunum flutti staðarhaldari, séra Þórir Stephensen tölu um Magnús og sagði frá hljóðfæra- eign og iðkun tónlistar á heimili hans, svo og hversu' honum fannst að betúr mætti fara í upp- færslu söngs í kirkjum landsins. í formála sálmabókar er Magnús Stephensen gaf út 1801, ritar hann að það komi fyrir „að hver gauli í belg og keppist mát- og aðgreiningarlaust, sumir að grípa hver fram fyrir annan og sumir að draga seiminn hver öðrum lengur“ og auk þess að mönnum hætti til að syngja svo sterkt, að „æðarnar verði upp- blásnar á höfði og öllu andliti af ofsanum". Ekki er þetta fögur lýsing og víst er að Magnús Stephensen vildi breyta viðhorf- um manna, bæði til söngs og annarra gagnlegra hluta. Tónleikarnir hófust á smátón- verki eftir Martein H. Friðriksson en það er skrifað fyrir langspil, barokkflautu og pósitív-orgel. Þessi hljóðfæraskipan hljómaði ágætlega, þrátt fyrir stirðan leik- máta á langspil. Nardeau og Marteinn fluttu smáverk eftir Mozart og Kuhalu, sem þeir léku ágætlega og auk þess flutti Marteinn fjóra dansa eftir Haydn. Hugsanlegt er að Magnús Stephensen hafi þekkt þessi smáverk ogjafnvel höfunda þeirra. Það er vitað að Magnús heyrði Töfraflautuna eftir Moz- art, flutta af þýskum listamönn- um í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og þar í borg var töluvert að gerast á sviði tónlistar, þegar Magnús var í læri hjá danskinum. . Ólafur, faðir Magnúsar, mun hafa leikið á langspil og kennt syni sínum og þeir þá sungið saman íslensk lög. Sigurður Rún- ar Jónsson flutti fjögur íslensk þjóðlög og sýndi viðstöddum hljóðfærið. Vitað er að leikið var á langspilið með fiðluboga en einnig er líklegt að strengimir hafi verið klipnir, því í frásögn Mackenzie er hann heimsótti Magnús Stephensen að Innra- hólmi árið 1810, er greint frá því að ofan af lofti hafi borist ómur af hljóðfæraslætti og þótti Mac- kenzie hann líkjast því sem leikið væri á harpsikord. Það var sérkennileg stemmn- ing að sitja í Viðeyjarkirkju, þar sem líklegt er að Magnús hafi leikið á sitt „pósitív" við kirkjuat- hafnir og sungið með þeim „sett- lega hætti“ og „fagurlega", sem hann vildi að landsmenn hans temdu sér. Að tónleikunum lokn- um var haldið til „stofu“ en á háalofti Viðeyjarstofu er skemmtilegur veitingasalur, sem vel mætti nota til tónleikahalds, t.d. á gamalli tónlist. LUÐRAÞYTUR Hornaflokkur kenndur við Paul Schemm hélt tónleika í Norræna húsinu sl. laugardag. Efnisskráin var ekki eingöngu miðuð við lúðrablástur, því einnig var leikið á blokkflautu og píanó. Tónleikarnir hófust á þremur nútímaverkum, sem þó voru æði gamaldags og ekki sérlega spennandi áheyrnar. Það sem var áhugaverðast var Cansóna eftir Giovanni Gabrieli, sem var þokk- alega leikin og sömuleiðis sex radda Giga eftir Malvezzi en báðir þessir snillingar voru uppi á skilum 16. og 17. aldar. Unglingsstúlka, Maria Schemm, lék þrjú verk á sópran- blokkflautu, Cansónu eftir Frescobaldi og sónötu eftir Diog- enio Bigaglia (1676—1745), Fen- eyjarbúa sem var príor við St. Giorgio Maggiore-klaustrið. Eftir hann liggja kirkjuleg verk en hann er þó best þekktur fyrir sónötur, sem bæði má leika á fiðlu og flautu. Þriðja verkið, einnig sónata og eftir J.C. Sc- hickardt. Ungfrú Schemm er efn- ilegur blokkflautuleikari en með henni lék Wolfgang Schneider og var samspil þeira að mörgu leyti ágætt. Aðalablásari sveitarinnar, Rol- and Grau, lék þokkalega vel trompkettkonsert eftir Hándel ásamt píanóleikaranum Wolf- gang Schneider. Síðustu lúðra- verkin voru svíta eftir Hándel og þijú norsk þjóðlög í gerð Griegs og var leikur sveitarinnar ekki rismikill en ekki illa hljómandi á köflum. Landslag á ljósmynd Myndlist Ofanleiti Höfum fengið til sölu á þessum vinsæla stað 3ja herb. íbúð ca 90 fm á 3. hæð auk bílskúrs. Vandaðar innréttingar. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. j£Z Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl., Linnetsstíg 3, Hafnarfirði, símar 51500 og 51501. werzalitr íglugga SÓLBEKKIR Ma fyrirliggjandi. vatn. Kk. SENOUM i PÓSTKRÖFU Þ. ÞORERÍMSSQN & CO Ármúla29 • Reykjavík • sími 38640 Bragi Ásgeirsson Undanfarið hafa verið haldnar þrjár ljósmyndasýningar í listhús- inu Nýhöfn, hver á eftir annarri. Uppátækið er óvenjulegt, að ekki sé fastar að orði kveðið, en það er þó bábilja að ljósmyndin hafi verið hornreka hér á landi. í öllu falli höfum við sem um listir fjöllum frá upphafi viðurkennt ljósmyndina sem listmiðil í sjálfu sér og ljós- myndin hefur að auki gegnt miklu hlutverki þróun myndlistar frá því að hún kom fyrst fram. Vísa má einnig til þess, að vand- aðar Ijósmyndasýningar í sýningar- sölum hér í borg hafa margar hvetj- ar hlotið mjög góða aðsókn og við- tökur. Engu minni en gildar mynd- listarsýningar, og oftar meiri. Þá stendur ljósmyndin margfalt nær almenningi en ftjáls myndlist og veltir mun meira fjármagni í þjóðfélaginu, svo að allur barlómur um afskipta listgrein er út í hött. Það hefur líka sýnt sig í sam- bandi við þessar þijár sýningar, að þær hafa dregið að mikinn fyölda fólks og það sem forráðamenn list- hússins hafa tekið eftir, að eigin sögn, er að það er mikið til allt annað fólk en almennt sækir mynd- listarsýningar. Það ætti einmitt að vera óræk sönnun þess, að Ijósmyndin hefur sinn stóra áhangendahóp, sem ætti að vera gerendum í faginu mikið gleðiefni. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJORI KRISTINN SIGURJÓNSSON. HRL. loggiltur fasteignasali Tll sölu er að koma meðal annarra eigna: Lítið einbýlishús við sjóinn norðanmegin á Seltjarnarnesi nánar tiltekið nýl. steinhús með 5 herb. ibúð á tveimur hæðum, rúmg. bilskúr og ræktaðri lóð. Laust fIjótlega. Ný endur- og viðbyggt einbýlishús steinhús, ein hæð, 129,5 fm við Háabarð í Hafnarfirði. Góður bílskúr, 36 fm. Ræktuð glæsileg lóð 630 fm. Útsýnisstaður. Eignaskipti möguleg. Með góðum kjörum við Vesturberg 4ra herb. á 1. hæð, 95,6 fm. Nýmáluð. Sérlóð. Sólverönd. Standsetn- ing fylgir utanhúss. Mjög góð lán kr. 3,7 millj. Henta meðal annars námsfólki 2ja herb. íb. á 2. hæð í steinh. við Ránargötu, nýl. endurbyggð. Hús- næðislán kr. 2,6 millj. Einstaklingsíbúð á hæð við Vindás, um 40 fm auk geymslu og sam- eignar. Ný glæsileg suðuríb. m. sólsvölum. Húsnæðislán kr. 1,7 millj. 2ja herb. rúmg. kjíb. við Snorrabraut i reisulegu steinhúsi. Verð aðeins kr. 3,1 millj. Glæsileg eign á góðu verði Endaraðhús, ein hæð, við Yrsufell, 153 fm með nýrri sólstofu. 4 svefn- herb. Góður bflskúr með vinnukj. Verð aðeins kr. 10,5 millj. Eigna- skipti möguleg. 2ja-3ja herb. íbúð með rúmg. aukaherb. eða vinnuplássi óskast til kaups í borginni. • • • _______________________________________ Húseign, helst 2 hæðir, um 200 fm samtals, óskasttil kaups í borginni. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGwÉGn8SÍMÁR,2ÍÍ5Ö^2Í37Ö MOTSGESTIR STARFSFÓLK gefnu tilefni viljum vib þakka öllum, sem hlut áttu a& máli; mótsgestum, starfsfólki, skemmtikröftum, heilsugæslufólki, lögreglu, fyrirtækjum og einstaklingum, fyrir vel heppnaða fjölskylduhátíb í Galtalækjarskógi. Mótsstjórn happdrætti - vinningaskrá: Ósóttir vinningar: Barónsstíg 20 í Reykjavík s. 21618 Barnamiði: Útvarpstæki: 1112 Teiknldúkur: 103- 142-480-484 -589 - 619- 787 - 788-1642-1708-2044 - 2141 -2188 - 2932 - 2989 Bíómibi: 112-168- 221 - 448 -508- 615 - 767 - 854 - 897- 943 - 1190 - 1337 - 1420 - 1609 - 1703 - 1721 - 1765 - 1838 - 1844 - 1970- 1982 - 2059 - 2095 - 2137 - 2479 - 2642 - 2677 - 2800 - 2852 - 2972 Unglingamibi: Útvarpstæki: 1405 Coca Cola útvarp: 56 -58-451 -620 -641 - 774- 1182- 1383- 1493 Bíómibi: 11 -43 -81 -91 -92 -109- 175 -268 -279-522-525 - 565-635-714- 719- 721 - 722- 771 - 783 - 837 - 882 - 895 - 941 - 1111 - 1183 - 1192 - 1324 - 1354- 1443- 1466 óskilamunir: Templarahöllinni vib Eiríksgötu 5 í Reykjavík s. 20010 Auk þess hafa útlendir fjölmennt á sýningarnar og það hefur einnig mikið til verið önnur tegund útlend- inga en sækir myndlistarsýningar. Annars er athyglisvert hve mikið útlendingar líta inn í listhús borgar- innar yfir ferðatímann, sem er eðli- legt sé tekið mið af þróuninni í Evrópu, og svo að listhúsin eru vænlegasti kosturinn vilji viðkom- andi kynnast einhveijum þver- skurði íslenskrar listar, þar sem Listasafn íslands hefur Iangt frá því bolmagn til þess sökum smæðar sinnar. Svo er allt annað mál, en skýrir þó margt, að ijósmyndarar hafa margir hveijir haldið að sér hönd- um um kynningu verka sinna, en þar liggur hundurinn einmitt graf- inn. Allt um það, þá er framtak iist- hússins hið athyglisverðasta, en ekki skilur maður af hveiju sýning- arnar standa jafn stutt og er ein- ungis tilviljun, að við listrýnar blaðsins skulum báðir vera í starfi í einu yfir hásumarið, og höfum því getað sinnt sýningum óvenju vel. Það er enginn aukvisi í ljósmynd- un sem Nýhöfn kynnir að þessu sinni, því að Pátl Stefánsson er víð- kunnur fyrir snjallar ljósmyndir sínar í tímaritið Iceland Review um árabil. Páll hefur ræktað með sér mjög næmt auga fyrir íslensku lands- lagi, litbrigðum þess og formræn- um andstæðum sem einfaldleika, ljósbrigðum og veðraskilum. Og slíkt gerist ekki á einum degi og þannig eru ljósmyndir hans á sýningunni ávöxtur áralangra rannsókna og því eðlilegt að mað- urinn sé í stöðugri framför, þar sem hann hefur orðið þeirrar gæfu að- njótandi að geta af alefli helgað sig sérgrein sinni. Það er margt ágætra mynda á sýningunni og eiginlega smekks- atriði hvað vekur mesta aðdáun hvers og eins. En geta ber stóru myndarinnar frá Landmannalaug- um, er blasir við gestinum er inn er komið. Sú mynd er í senn vel tekin sem vel unnin. Hér kemur fram eins og raunar í mörgum öðr- um myndum, að Páll hefur þjálfað með sér mjög gott auga fyrir and- stæðum og sterkri myndbyggingu. Algjör andstæða er svo litla mynd- in af Öræfajökli, sem er mjög skemmtiiega byggð upp. Margar aðrar myndir á sýning- unni hrifu mig, einkum af árfarveg- um og fossum, sem sumar eru al- veg makalausar, eins og maður segir, en hér er líka myndefnið sjálft í meira lagi gjöfult. En það er ekki nóg, kunni gerandinn ekki að beina ljósopinu á réttan stað og smella af á réttu augnabliki. Hið eina sem hægt er að finna að á sýningunni, er að ljósmyndirn- ar bera svip af því að verið sé að leita sérkenna í landslagi tii kynn- ingar í tímariti, t.d. vantar ýmis- legt, sem ekki þætti góð landkynn- ing, en er hluti af landinu og í sjálfu sér stórbrotið myndefni. Þetta er hliðstæða þess, sem við sjáum í landafræðitímaritum og almennum kynningarritum um lönd og þjóðir. En hvað um það, þá er Páll Stef- ánsson ótvírætt ljósmyndari af mjög hárri gráðu og sýningin er glæsileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.