Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGUST 1991
l'"r1 —r* H—r——H—H í——i—
Halldóra Daníels-
dóttír - Minning
Fædd 1. júní 1899
Dáin 10. ágúst 1991
í dag, þriðjudaginn 20. ágúst,
verður frú Halldóra Daníelsdóttir,
Fellsmúla 10, Reykjavík, jarðsett
frá Dómkirkjunni í Reykjavík
klukkan hálf tvö eftir hádegi.
Hún andaðist 10. ágúst sl. á
Borgarspítalanum eftir fárra daga
legu þar.
Halldóra fæddist í Klettakoti á
Skógarströnd 1. júní 1899. Hún
var dóttir heiðurshjónanna Daníels
Jónatanssonar og Jóhönnu Önnu
konu hans er þar bjuggu þá. Fimm
ára gömul fluttist hún með foreld-
rum sínum að Haukabrekku, sem
er næsti bær við Klettakot. Þar
ólst hún upp hjá þeim til fullorðins-
ára ásamt einum bróður, Óskari
Daníelssyni, sem víða varð þekktur
sem mikill hagleiksmaður.
Um tvítugsaldurinn kynntist
Halldóra glæsilegum ungum pilti,
Hermanni Ólafssyni, syni Ólafs
Jóhannssonar bónda og oddvita í
Ólafsey og konu hans Elínar Óla-
dóttur. Hermann og Halldóra
gengu í hjónaband árið 1921 og
hófu þá búskap á Klungurbrekku.
Klungurbrekka er næsta jörð við
Haukabrekku og þurfti Halldóra
því ekki að flytjast langt í burt frá
foreldrum sínum.
Halldóra var mjög vel verki farin
ein og bróðir hennar, hún lærði
saumaskap og þótti mjög flínk
saumakona.
Hermann var bæði mikill dugn-
aðar- og hagleiksmaður, hann var
smiður góður bæði á tré og járn.
Oft var til hans leitað ef menn
vantaði járn undir hestana, kengi
og króka í dyrastafi, lamir og hesp-
ur á hurðir og margt annað sem
menn vanhagaði um. Alltaf var
aðstoðin veitt fljótt og vel. Her-
mann var mörg ár organisti í
Breiðabólsstaðarkirkju. Þegar
ungu hjónin Hermann og Halldóra
hófu búskap á Klungurbrekku var
ég á næsta bæ Setbergi, og naut
ég alltaf gestrisni þeirra, alúðar
og greiðvikni. Þegar ég og konan
mín Sigurlaug Jónsdóttir fluttum
að Ósi og byijuðum þar búskap
árið 1933 áttum við því láni að
fagna að eiga góða nágranna á
öllum næstu bæjunum. Fljótt urðu
samskiptin þó mest við Klungur-
brekku, það er stytt á milli bæj-
anna, skepnur frá Ösi sóttu nokkuð
upp í Klungurbrekkuland og stund-
um gat maður átt erindi til-að biðja
annaðhvort hjónanna bónar, svo
átti Hermann líka bát sem settur
var í naust fyrir neðan túnið á Ósi
og notaður var við að nytja eyjar
sem Hermann hafði yfir að ráða.
Líka fór Hermann oft kaupstaðar-
ferðir á honum til Stykkishólms,
og nutu þá nágrannarnir oft góðs
af.
Það var mikil snyrtimennska á
búskapnum á Klungurbrekku, og
myndarskapur í öllu heimilishaldi.
Öllum gestum var tekið með rausn
og alúð, og nutum við á Ósi þess
í ríkum mæli. Þó að mörg erindin
féllu til á milli bæjanna þá komum
við nú stundum saman til að njóta
skemmtilegs félagsskapar. Klung-
urbrekkuhjónin voru skemmtilegir
félagar, bæði félagslynd, glöð og
hreinskiptin. Við hjónin söknuðum
þeirra þegar þau fluttu úr nágrenn-
inu.
Hermann og Halldóra eignuðust
fimm böm á Klungurbrekku. Þau
eru: Unnur Lilja, Haraldur og Anna
Elín, velgefin börn sem öll eiga
heimili og tjölskyldur í Reykjavík,
og tvíburadrengi sem þau misstu
strax. Barnabörnin eru 10 og
barnabarnabörnin 9.
Árið 1946 fluttu þau hjónin frá
Klungurbrekku til Reykjavíkur, og
keyptu þá lítið hús á Holtsgötunni
og bjuggu þar á meðan Hermann
lifði, hann andaðist 1. nóv 1960,
og flutti þá Halldóra til Önnu dótt-
ur sinnar og Kjartans manns henn-
ar, og átti þar heima næstu fjögur
árin.
Árið 1965 flytur hún svo í nýja
íbúð í Fellsmúla 10 í félagi með
dóttur sinni Unni og manni hennar
Haraldi, þar hafði hún litla íbúð
út af fyrir sig þar sem hún gat
tekið á móti vinum sínum. Þarna
hafði hún ákjósanlega aðstöðu í
ellinni, að geta verið út af fyrir sig
en þó í félagsskap fjölskyldu dóttur
sinnar þegar hún vildi og í öruggu
skjóli hennar. Eftir að við hjónin
fluttum til Reykjavíkur árið 1968
heimsóttu þær oft hvor aðra, Halld-
óra og Sigurlaug. Halldóra hringdi
oft til okkar og bauð okkur í kaffi
í litlu huggulegu íbúðinni sinni, hún
var líka ólöt að heimsækja okkur,
okkur til ánægju. Eftir að Sigur-
laug var orðin heilsulítil kom hún
oft til hennar til að halda henni
selskap og gera henni langa daga
skemmtilegri þegar hún var ein
heima og hún sýndi trygglyndi sitt
með því að halda því áfram meðan
báðar lifðu.
Nú eru þrjú af okkur fjórum sem
oft hittumst til að eiga saman
ánægjulegar stundir horfin yfir hin
miklu landamerki lífs og dauða.
Já, þannig endar lífsins sólskinssaga
vort sumar stendur aðeins fáa daga
en kannski á upprisunnar mikla morpi
við mætumst öll á nýju götuhomi.
(T-G.)
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
þessari vinkonu okkar hjónanna
fyrir þá tryggð og velvilja sem hún
sýndi okkur frá fyrstu kynnum til
æviloka. Ég bið henni Guðs
blessunar. Bömum hennar og öðr-
um aðkomendum og vinum óska
ég gæfu og gengis.
Guðmundur Daðason
Það var nú um miðjan júlí er
amma kom í heimsókn til mín að
hún sagði að hún hefði nú haldið
að síðasta heimsókn yrði sú síð-
asta. En þessi heimsókn var sú
síðasta. Amma hefur vitað að
hveiju stefndi þó hún hafi ætíð
þvertekið fyrir að nokkuð amaði
að sér. Hún vildi vera fijáls eins
og fuglinn og henni tókst það.
Margs er að minnast er leiðir
skilja og minningar liðinna ára
hrannast upp. Á Holtsgötunni á
ég mínar fyrstu minningar með
afa og ömmu, en aðeins elstu
barnabörnin voru þess aðnjótandi
að geta heimsótt þau þar, því
amma fluttist fljótlega eftir andlát
afa til dóttur sinnar sem býr í sama
húsi og foreldrar mínir. Ég ber
nafn ömmu minnar og leit dagsins
ljós á heimili hennar. Komst ég
því upp með ýmislegt á yngri árum
sem ég trúlega hefði annars ekki
gert. Eg hikaði ekki við að íjúka
til ömmu á Holtsgötu ef mér líkaði
ekki eitthvað heima hjá mér, fékk
áheym og að sjálfsögðu var amma
sammála klögum mínum. Það var
vinsælt að fá að gista og tilkynnti
ég um leið hvers ég óskaði í mat-
inn og var sú ósk jafnan uppfyllt
og bar þá hæst á óskalistanum
„hvíta súpan“ hennar sem borðuð
var í lítratali. Amma fór með mig
vestur þegar ég fór í fyrsta sinn
í sveit til sumardvalar. Var ég fyrst
með henni í nokkra daga á Hauka-
brekku og fórum við saman í heim-
sóknir á bæina í sveitinni. Þótti
mér heldur daufleg vistin í sveit-
inni eftir að amma var farin suður.
Amma var í raun nútimabarn
en ekki barn síns tíma. I mörgu
var hún á undan sinni samtíð í
hugsun og framkvæmd, enda tal-
aði hún oft um að það hlyti að
vera gaman að vera ungur í dag.
Það væri hægt að læra og gera
svo margt sem ekki var hægt í
gamla daga. Hún hafði mjög gam-
an af pólitískum umræðum og hitn-
aði oft í kolunum þegar hún ræddi
landsmálapólitík við aðra.
Amma var fíngerð kona, mikil
smekkmanneskja og mjög umhug-
að um útlit sitt og klæðaburð. Það
kom fram í heimsókn hennar til
mín í sumar er við sátum úti í stól-
inni og ég spurði hana hvers vegna
hún væri búin að setja klút yfír
sig er aðrir voru fáklæddir. Hún
svaraði því til, að of mikil sól gerði
manni ekki gott, hún gerði mann
bara ellilegri. Þetta finnst mér lýsa
ömmu vel, hún vildi alla tíð vera
óaðfínnanleg í útliti. Amma var
ekki fyrir að ræða aldur sinn og
var svo ung í hugsun og kvik í
hreyfingum að oft gleymdist hve
fullorðin hún var og það var ein-
mitt það sem hún vildi láta gleym-
ast.
Amma var ákaflega handlagin.
Hún saumaði mikið á fjölskyldu-
meðlimi sem og aðra og skipti þá
ekki máli hvort um var að ræða
prestshökkul, peysuföt eða tísku-
fatnað. Á mínum unglingsárum,
áður en tískuverslanir voru á
hveiju strái, gat ég alltaf treyst
hugmyndum ömmu um útlit og
snið fatnaðar. Það kom líka þsjald-
an fyrir að eftir að amma hafði
Minning:
Marín Magnúsdóttir
Fædd 25. júlí 1896
Dáin 8. ágúst 1991
í dag verður til moldar borin
amma okkar, Marín Magnúsdóttir
frá Akurhúsum í Grindavík.
Án þess að fara að rekja hennar
æviferil, sem við vitum að var
erfíður framan af, svo sem að ala
upp og koma fjórum .drengjum á
legg ein síns liðs, þá tókst henni
ömmu þetta með reisn. Og reisn-
inni hélt hún öll sín ár, þó svo að
slysið sem hún varð fyrir 1968
hafí haft mikil áhrif á hana.
Eftir langa sjúkrahúslegu flutti
hún heim til okkar í Háagerði, og
fékk nóg að starfa, því ungar stúlk-
ur þurftu hjálp við handavinnu.
Þolinmæðin sem hún amma bjó
yfír var ærin og ekki komu nema
hlý orð hversu oft sem rekja þurfti
upp og pijóna aftur. En árið 1972
þurftum við að sækja lengra en á
neðri hæðina eftir hjálpinni, því
amma fékk íbúð í Norðurbrún 1,
þegar húsið var tekið í notkun. Þá
tók maður bara strætó, því fátt
var skemmtilegra en að sitja og
hlusta á frásagnir hennar, því hún
kunni að segja frá bæði mönnum
og málefnum á mjög skemmtilegan
hátt, og aldrei var langt í spila-
stokkinn. Einnig hafði amma þann
hæfíleika að hlusta á aðra, og leit-
aði maður oft til hennar með sín
mál og alltaf fór maður ánægðari
þaðan. Og ekki má gleyma geisp-
unni sem allir þekktu og Mæja
amma passaði að hafa góðgæti í
fyrir litlar hendur, þó svo þær stóru
leituðu eftir geispunni líka.
Viljum við og fjölskyldur okkar
minnast ömmu með hlýhug og
þakklæti fýrir þau ár sem hún gaf
okkur.
Góður guð geymi ömmu okkar.
Vertu guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn,
svo aliri synd ég hafni.
(HP Ps. 44).
Guðrún og Jóhanna
Fyrir rúmum fimm árum heim-
sótti ég Marínu, þar sem hún bjó
í lítilli, fallegri íbúð að Norðurbrún
1 í Reykjavík.
Hún var níræð um þær mundir
og var það tilefni heimsóknar
minnar. Kannski var íbúðin ekki
falleg, bara snotur, en Marín var
falleg gömul kona og frá henni
stafaði þróttur og yndi, svo að allt
varð fagurt umhverfis hana. Sjald-
an hafði ég séð hana, en oft heyrt
á hana minnst, oftast af móður
minni en þær voru góðar vinkonur
í æsku og frænkur. Mér var ljóst,
að sitthvað hafði á daga Marínar
drifið og við leiðarlok hennar, skal
nú eitthvað af því rifjað upp.
Foreldrar hennar, hjónin Sigríð-
ur Jónsdóttir og Magnús Ólafsson
sjómaður, bæði fædd og uppalin á
Suðurnesjum, eignuðust 12 börn
og var Marín næstyngst. Þegar
hún fæddist bjuggu þau í Akurhús-
um í Grindavík. íbúðarhúsið stóð
alveg fram við sjávarkambinn.
Brimhljóðið var því það vöggulag
og undirtónn sem oftast hljómaði
á þeim bæ. Svo gerðist það 19.
janúar 1925, í mesta stórflóði sem
sögur fara af í Grindavík, að sjór-
inn tók Akurhús af grunni og flutti
það í heilu lagi langt inn á tún,
eftir að fólk hafði flúið úr húsinu.
Þá bjó frændfólk Marínar þar, en
foreldrar hennar þá flutt að Hóp-
skoti og síðar að Kvíhúsum.
Marín var tápmikil telpa og tók
mjög ung þátt í daglegum störfum
á hinu barnmarga heimili og aðeins
11 ára var hún ráðin til Helga
Magnússonar, kaupmanns í
Reykjavík, til að gæta bama hans
sem voru mörg. Því sumarstarfið
hélt hún til fermingaraldurs. Vorið
sem hún fermdist var hún ráðin
til ársdvalar i Herdísarvík, til Þór-
arins Árnasonar sýslumannssonar
frá Klaustri og konu hans, Ólafar
Sveinsdóttur, talin afburða hús-
móðir, ættuð úr Garði. Undir bú-
setu þeirra hjóna var Herdísarvík
talin til höfðingjaseturs.
Að því ári liðnu réðst hún aftur
til Helga Magnússonar og konu
hans, Oddrúnar Sigurðardóttur.
Það er því augljóst að þeim hjónum
hefur falið vel barnagæsla hennar
og á sömu lund síðari störf henn-
ar, þar sem þau kostuðu hana á
Kvennaskólann. Gagnkvæm vin-
átta mun hafa orðið milli þeirra
og Marínar sem hún orðaði svo:
„Helgi og allt hans fólk var yndis-
legt fólk.“
Sumarið 1916 hugðist hún taka
þátt í síldarævintýrinu á Siglufirði
og afla vel á stuttum tíma, eins
og röskra kvenna var siður í þá
daga. Hún var því ein af þeim
mörgu sem stigu um borð í strand-
ferðaskipið Flóru í Reykjavík um
miðjan júlí 1916 með Siglufjörð
og fjáröflun þar að takmarki.
Heimsstyijöldin fyrri var þá hvað
áköfust. Sjóherir beggja stríðsaðila
hömuðust á N-Atlantshafi og á
Norðursjó og var því ferð þessi
ekki áhættulaus. Frá Reykjavík
var haldið vestur fyrir Reykjanes
og austur með suðurströndinni.
Skammt austan við Vestmannaeyj-
ar var Flóra stöðvuð af ensku her-
skipi. Eftir nokkurt þars milli skip-
stjórnarmanna voru hermenn settir
um borð í Flóru og henni snúið til
Englands.
Fyrst var komið til Lerwick á
Shetlandseyjum, legið þar á ytri-
höfn í viku og síðan farið til Leith,
hafnarborgar Edinborgar og legið
þar í „dock“ í tvær vikur. Við þær
aðstæður rann upp 25 júlí, 20 ára
afmælisdagur Marínar. Ekki var
unnt að gera sér gleðistund á þeim
degi, aðeins 2 krónur í buddu henn-
ar og ekki var herleidda fólkinu
veitt landgönguleyfi og heldur var
vistin nöturleg í hertekna skipinu.
Sérhver dagur glatað, tækifæri frá
hressilegri erfiðisvinnu og nauð-
. synlegri fjáröflun. Mikill fögnuður
braust því út meðal fanganna er
hinn nýi Goðafoss Eimskipafélags-
ins kom til Leith og tók alla fajg-
ana um borð og flutti þá til Is-
lands. Eftir mánaðar herleiðingu
var komið til Seyðisfjarðar. Þar var
tekið á móti þeim með ræðuhöld-
um, söng og ýmsum fagnaðarlát-
um enda þótti fólkið úr helju heimt.
Þaðan var haldið til Akureyrar og
þar voru móttökumar enn stór-
kostlegri, sannkölluð fagnaðarhá-
tíð, því að margir Akureyringar
voru á farþegalista Flóru. Þegar
Marín komst loks til Siglufjarðar
var langt liðið á síldarleyissumar
og minna varð en til stóð um ríku-
lega fjáröflun.
Er suður kom réðst Marín ver-
tíðarstúlka á heimaslóð í Grinda-
vík, síðan næsta sumar í kaupa-
vinnu í Borgarfirði og um haustið
réði hún sig hjá Garðari Gíslasyni,
heildsala í Reykjavík, þar sem hún
var við ýmis störf í þijú ár. Góður
vinskapur hélst við þá fjölskyldu
alla tíð. Á þeim árum kynntist hún
manni sínum, Thorvalds Gregers-
en, jámsmið. Þau bjuggu í Reykja-
vík og eignuðust 4 syni; Brynjúlf,
Magnús, Ragnar og Helga. Þeir
lifa allir nema Ragnar er dó 1988.
Nú em afkomendur hennar orðinir
um 70 sem dreifst hafa víða um
landið.
Þegar kreppan mikla svarf að
þjóðinni um og eftir 1930 varð
atvinnuleysi í flestum greinum. Þá
vann Thorvald hvað sem bauðst.
En svo kom að því að mehn með
erlent ríkisfang fengu ekkert að
gera og var nánast vísað úr landi.
Þá stóð Marín frammi fyrir alvar-
legasta vandamáli lífs síns. Thor-
vald vildi leita fjölskyldu sinnar
farsældar í heimalandi sínu, Nor-
egi, en þar var atvinnuástand síst
betra en á íslandi. Marín ákvað
því að bíða átekta þar til séð yrði
hvernig til tækist hjá manni sínum
erlendis. Hér átti hún vini og vand-
amenn sem rétta myndu hjálpar-
hönd ef með þyrfti en þar með
slitu þau sambúð. Kreppan varð
langvinn og ströng og urðu marg-
ir að lúta lágum örlögum af henn-
ar völdum, en Marín sem alist
hafði upp við þolgæði og strit allt
frá barnæsku, gafst ekki upp. Hún
var staðráðin í því að koma drengj-
unum sínum til manns, gera þá
að góðum og nýtum mönnum. Það
tókst henni vissulega. Þeir urðu
allir mestu myndar- og dugnaðar-
menn. Eðlilega voru fjölbreyttar
mannlífsmyndir og minningar,
sumar bjartar, aðrar daprar, er liðu
fyrir hugskotssjónum hennar 25.
júlí sl., er hún hélt upp á 95 ára
afmælið. Lífsreynslan hafði þrosk-
að hana og þjálfað í að taka hveiju