Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 46
46 MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUIl 20. ÁGÚST 1991 t Eiginkona mín, SIGRÍÐUR SANDHOLT, andaðist í Ljósheimaspítala, Selfossi, aðafaranótt sunnudags. Þormóður Torfason. t Eiginmaður minn og faðir okkar, INGÓLFUR JÓNSSON, Goðheimum 7, andaðist í Landakotsspítala 19. ágúst. María Guðbjartsdóttir og synir. t Ástkær sonur okkar og bróðir, ÍVAR HELGI ÓSKARSSON, lést laugardaginn 17. ágúst. Lovísa Einarsdóttir, Óskar Karlsson, Áslaug Óskarsdóttir, Dóra Oskarsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, FRIÐÞJÓFUR KRISTJÁNSSON, lést laugardaginn 17. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Sigurðardóttir. + Ástkær faðir og fósturfaðir okkar, FRIÐÞJÓFUR JÓNSSON, Hrafnistu í Reykjavík, lést 18. ágúst sl. Bragi Friðþjófsson, Sígurborg Bragadóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TORFI BJARNASON læknir, lést í Landakotsspítala 17. ágúst. Sigríður Auðuns, SigríðurTorfadóttir, Auður Torfadóttir, Sigurður Gústavsson, Torfi Sigurðsson, Gústav Sigurðsson. + Faðir okkar, VIGGÓ BERGSVEINSSON vélstjóri frá ísafirði, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 18. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Ingveldur Þ. Viggósdóttir, Þráinn E. Viggósson. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN KR. GUÐMUNDSSON, írabakka 22, Reykjavík, lést á Hvítabandinu að morgni 11. ágúst sl. Jarðarförin hefurfarið fram í kyrrþey. Þökkum samúð og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhallur E. Þórarinsson, Kristín Sigurlásdóttir, Rikharð Ó. Þórarinsson, Kristfn Br. Kristmundsdóttir og fjölskyldur. + Útför dóttur minnar, JÓHÖNNU PÉTURSDÓTTUR, Dalatanga 23, Mosfellsbæ, fer fram í Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 20. ágúst, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Pétur Lárusson. Sófus S. Guðmunds- son bóndi - Kveðja Fæddur 14. apríl 1926 Dáinn 2. ágúst 1991 Kveðja frá æskufélaga Ekki þarf að líða langur tími er- lendis, að ekki safnist fyrir svo og svo mörg andlát vina og kunningja. Einmitt er ég kom úr hálfs mánaðar utanför til Svíþjóðar, rakst ég á dán- arfregn náins vinar og næstum því jafnaldra, Sófusar Sigurlaugs Guð- mundssonar bónda frá Skrapatungu og Mýrakoti. Ekki bjóst ég við andl- áti hans einmitt nú, þó að ég vissi að heilsa hans væri slök orðin. Hann var ekki orðinn aldraður að marki, 65 ára. Að vísu þótti það allhár ald- ur á æskudögum okkar Sófusar. Sófus var búinn að kaupa sér vist á elliheimili sem verið er að reisa rétt við Héraðshæli Húnvetninga. Hafði selt íbúð sína á Blönduósi fyrir 750 þús. krónur. Mér fannst Sófus hyggja gott til væntanlegrar dvalar þarna, orðinn afar lasinn til gangs og með skerta orku á allan hátt. Til þess þurfti ei að koma. Hann var jarðsett- ur frá Höskuldsstöðum laugardaginn 10. ágúst. Þar hvíla.foreldrar hans. Mun ég hér á eftir gera nokkra grein fyrir þeim. Móðir Sófusar var Petrea Jóns- dóttir frá Laufási í Víðidal. Bróðir hennar var hinn kunni kennimaður vestanhafs, dr. tehol. Valdimar J. Eylands. Hún giftist ung Antóníusi Guðmundi Péturssyni, sem alinn var að nokkru upp í Mýrakoti. Búskap hófu þau á Asum, bjuggu meðal annars í Hamrakoti (nú í eyði) og að Holti. Antóníus var maður lágur vexti, en þrekinn. Um hann orti ung- an Símon Bjamason Dalaskáld þessa stöku: Sefur því er syfjaður, sunnu díu lárviður, amafri og ánægður Antónís Guðmundur. Öll mín æskuár á Laxárdal bjuggu Antóníus og Petrea í Mýrakoti. Það er lítil jörð vestan ár, á móti bænum Balaskarði. Oft kom ég að Mýrakoti og gisti á ferðum mínum í kaupstað, til Skagastrandar. Þar voru hús- bændur gestrisnir og lausir við eftir- tölur. Eitt sinn var mér komið fyrir í Mýrakoti um vor, víst fimmtán ára gömlum. Var þá verið að lagfæra frumstæðan veg eitthvað, svo að kerrum yrði fær. Eg sá börn þeirra hjóna, vitanlega er mig bar að garði, Fædd 6. mars 1953 Dáin 9.ágúst 1991 Mig langar að minnast elskulegrar mágkonu minnar, sem lést á Borg- arspítalanum þann 9. ágúst eftir löng og erfið veikindi. Foreldrar hennar voru Sigríður Einarsdóttir og Pétur Lárusson sem bjuggu í Melgerði 20, Reykjavík. Hún var níu ára gömul er ég kynnist henni fyrst og var hún mér afar hjartfólgin alla tíð, hún var yngst fim'm systkina, en eru Valgerð- ur, Guðmar, Einar og Guðríður. Hún bjó með föður sínum eftir að móðir hennar dó árið 1977. Fyrir allnokkr- um árum fluttu þau úr Melgerði 20 upp í Mosfellsbæ að Dalatanga 23, í fallega íbúð þar, en alltaf varð hún þau Sófus Sigurlaug og Helgu, nú húsfreyju á Höskuldsstöðum á Skagaströnd. Unglingar eru hrif- næmir og ég leit heimasætuna hýru auga. Ég man sem sagt var eftir heimilisfólkinu í Mýrakoti. Ekki get ég látið hjá líða að gera eins atviks sem fest hefur í minni. Bændur á Laxárdal voru í vegavinnu, þar á meðal faðir minn og Antóníus í Mýra- koti, sem nefndur var Anti á þessum slóðum. Ég var sendur með kaffi í sokkbol til föður míns. Menn voru að haka möl í grús. Anti sat við bergið sem slútti nokkuð. Þótti mér sem hætta kynni að vera á því að hann yrði undir fyllunni. Varð mér þá að orði, níu ára gömlum strákn- um: Ei þú varast óhöppin; ýmsa hendir villa. Ofan á þig, Anti minn, er að detta fylla. Roskinn maður í vinnuflokknum var víst ekki alveg ánægður með þessa vísu hjá mér og vildi breyta henni svo að fyrsta lína yrði þannig: Illt er að varast óhöppin. Frá Mýrakoti fluttust foreldrar Sófusar og Helgu að Skrapatungu, ysta bænum í Dalnum (ég skrifaði nafn Laxárdals með stórum staf: Dalurinn), austan megin ár. Er það stórum betri jörð en Mýrakot. For- eldrar þeirra systkinanna létust með nokkru millibili, hann 1957 og hún 1972. Tók þá Sófus við búskap þar og var eigandi jarðarinnar til dauða- dags. Fyrir nokkrum árum fluttist hann til Blönduóss. Hann var oft mjög illa haldinn af astma. Það sá ég á liðnu sumri er ég gisti hjá hon- um í litlu kjallaraíbúðinni hans skammt frá gamla pósthúsinu. Þá flutti hann mig á bifreið fram að 111- ugastöðum á Laxárdal, þar sem þau Höskuldur Stefánsson og Valný Ge- orgsdóttir hafa sumarbústað og kom- ið sér upp aðstöðu til sumardvalar af miklum dugnaði og framtaks- semi. Daginn eftir ók Sófus mér fram að Æsustöðum í Langadal. Lengra treysti hann sér ekki vegna þess hve lasinn hann var. í fyrrasumar ók Sófus mér út á Skagaströnd fram á Laxárdal og fram í Blöndudal. Ekk- ert vildi hann taka fyrir alla þessa fyrirhöfn. En sem örlítinn þakklætis- vott sendi ég honum þáttabók mína, Kennari á faraldsfæti, rétt fyrir síðustu jól. að dvelja á sjúkrahúsi af og til og síðasta ár var hún á Borgarspítalan- um þar til hún lést. Starfsfólki Borg- arspítalans á deild 7a er þakkað fyr- ir einstaklega góða umönnun. Jó-. hanna var mjög barngóð, hún pass- aði dætur mínar oft á sínum æskuá- rum og viljum við þakka henni fyrir yndislegar stundir. Við söknurn þess að hafa ekki átt fleiri samverustund- ir með indælli stúlku, heimsótt hana meira, talað meira, tekist oftar í hendur. Ég minnist Johönnu mág- konu minnar með söknuði og þakk- læti, hlýja hennar vermdi, og gleðin gladdi meðan þess var nokkur kost- ur. Ég bið guð að styrkja föður henn- ar og systkini. Guð blessi okkur öllum minningarnar. Megi hún hvíla í friði. Eitt sinn spurði ég Sófus að því hvort honum hefði ekki þótt ein- manalegt að búa einn eins og hann gerði. Því svaraði hann á þann veg að hann þekkti ekkert annað. Vafa- laust rétt. Minningargrein þessi um vin minn Sófus er farin að nálgast það sem talið er hámark að umfangi. En ég átti bágt með að takmarka mál mitt, þegar jafn góður vinur og félagi átti í hlut. Ég sakna hans. Nú verður einum góðum vini færra á Blönduósi til að taka á móti mér er ég legg leið mína síðan upp á Dalinn. Ég er viss um það að ekki muni Sófus hafa átt neinn óvildarmann. Hann átti það skap sem engin styij- öld fylgdi. Ég þakka allt liðið. Með samúðarkveðjum til aðstand- enda. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. Þegar ég kom heim eftir verslun- armannahelgina frétti ég að hann Sófus væri dáinn. Það getur ekki verið sagði ég, þetta hlýtur að vera einhver vitleysa, mér þótti þetta svo fjarstæðukennt. Ekki hvarflaði það að mér að við værum að kveðjast í síðasta sinn 28. júní þegar við vorum að koma úr sumarferð aldraðra, sem við fórum um Austurland. Kynni mín hófust af Sófusi þegar móðursystir hans á Hvammstanga fór.þess á leit við mig að ég færi austur í sýslu og yrði til hjálpar Pe- treu systur sinni um sumarið. Þá var ég 12 ára. Og á afmælisdaginn minn, 3. maí 1962, skyldi ég sótt. Mér þótti þetta óskaplega spennandi, nöfnin voru svo framandi. Maðurinn hét Sófus og bærinn Skrapatunga. Svo rann dagurinn upp og Sófus kom Drottinn vakir, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlind eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt, þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þó sjúkdómsleiðin verður lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þijóta kraftar þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pét.) Elsa Ágústsdóttir Jóhanna Péturs- dóttir - Minning + Ástkær sonur okkar, faðir og bróðir, GÍSLI RAGNAR EINARSSON, Álfhólsvegi 89, Kópavogi, andaðist á heimili sínu að kvöldi 16. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Þórhildur Gísladóttir, Einar Kjartansson, Arna Viktoría Gísladóttir, Margrét Bragadóttir, Fríða Björk Einarsdóttir, Kjartan Júlíus Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.